Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 26
AKUREYRI 26 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Slitgigt | Gigtarfélag Íslands, deild Norð- urlands eystra, fer senn af stað með slit- gigtarnámskeið þar sem áhersla er lögð á þætti sem tengjast því að lifa með slitgigt. Um er að ræða þrjú kvöld, einu sinni í viku og byrjar námskeiðið þriðjudaginn 28. október kl. 19.30. „Langvinnum sjúkdómum fylgja ekki einungis líkamleg einkenni heldur hafa þeir einnig tilfinningaleg og félagsleg áhrif. Á námskeiðinu verður fjallað um sjúkdóminn, einkenni hans, meðferðarmöguleika og áhrif á daglegt líf, mikilvægi þjálfunar, slökun, aðlögun að breyttum aðstæðum í tengslum við dagleg störf, tilfinningalega, félagslega og samfélagslega þætti. Fræðsla er mikilvæg til að stuðla að auknum lífs- gæðum,“ segir í frétt frá félaginu. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Ingvar Teitsson gigtarsérfræðingur, Unn- ur Pétursdóttir sjúkraþjálfari, Birgitta Schov iðjuþjálfi og Svala Björgvinsdóttir félagsráðgjafi. Námskeiðið verður haldið í kennslustofu FSA, annarri hæð, Akureyri.    Drengir í óhöppum | Nokkrir drengir lentu í óhöppum á Akureyri á miðvikudag en þessi óhöpp, sem öll voru ótengd, komu til kasta lögreglunnar í bænum. Það fyrsta varð fyrir hádegi þegar drengur, sem var að hlaupa skólahlaup í nágrenni Lund- arskóla, datt og þurfti að flytja hann á slysadeild til rannsóknar. Fann hann til í hendi og fæti. Eftir hádegið féll drengur úr leiktæki við Síðuskóla og fann hann til eymsla í höfði. Var hann fluttur á slysadeild til skoðunar. Nokkru seinna var drengur, sem var við andapollinn sunnan við Þingvallastræti, bit- inn af hundi í höndina. Var drengurinn með sjáanlega áverka en þykk úlpa bjargaði að líkindum því að ekki fór verr, að sögn lög- reglu. Ekki er vitað hver hundurinn er en hann er svartur og hvítur. Síðdegis voru tveir piltar að leika sér í leiktækjum í Kjarnaskógi er annar þeirra féll aftur fyrir sig og kom illa niður. Var álitið að hann væri með brákaðan ökkla. Var hann fluttur á slysadeild til skoðunar. „ÞAU hafa svo óskaplega gam- an af því að fara út að leika sér,“ segir systir Selestine prí- orinna, en hún ásamt þremur öðrum nunnum í reglu Karmel af hinu Guðlega hjarta Jesú býr í Brálundi 1 á Akureyri og starfa þær sem dagmæður. Ásamt Systur Selestine, sem er frá Króatíu, búa þar nunnurnar systir Rafaela, systir Miriam og systir Emanuella en þær eru all- ar frá Brasilíu. Reglan keypti hið rúmgóða hús við Brálund í fyrravor, en nunnurnar hófu að starfa sem dagmæður í febrúar á síðast- liðnum vetri. Áður höfðu þær sótt námskeið fyrir dagmæður á vegum Akureyrarbæjar. Systir Selestine hefur dvalið á Akureyri í tvö og hálft ár en hinar skemur. Hún segir marg- ar nunnur sækjast eftir því að komast til annarra landa og taka þar þátt í trúboðastarfi á vegum reglunnar. „Það fara margir til hinna fátæku landa Afríku, en svo eru alltaf ein- hverjar sem vilja fara annað, eins og til dæmis hingað til Ís- lands,“ segir systir Selestine. Hún segir vissulega margt ólíkt með Íslandi og Brasilíu og nefnir þar m.a. veðurfarið, menninguna, fólkið og hug- nísti hjarta hennar að horfa upp á hin ótalmörgu fátæku og van- ræktu börn sem þar var að finna. Ekki leið á löngu þar til hópur ötulla kvenna hafði geng- ið til liðs við hana. Til þessa má rekja upphaf að reglunni en hún breiddist síðar út um Evrópu og til Ameríku. Móðir María Ter- esa stofnaði fjölda heimila, dag- heimila og leikskóla og eins elli- heimili fyrir eldri borgarana. Reglan leitað um skeið að hentugu húsi á Akureyri, „við þurftum stórt hús með góðum garði og vorum mjög heppnar að finna þetta hús hérna í Brá- lundi, það er mjög gott og pass- ar vel við okkar starfsemi,“ sagði systir Selestine. Hún sinnir einnig ýmsum störfum við Kaþólsku kirkjuna á Akureyri, kennir börnum og fer í heimsóknir á kaþólsk heimili. Þá ferðast hún víða, ekur allt austur á Djúpavog, fer um alla Austfirði og heimsækir fólk á Norðurlandi öllu og einstöku sinnum hefur hún farið vestur á firði. „Við erum að heimsækja fólk, kenna börnum, t.d. fyrir altarisgöngu sem þau fara í 8 ára gömul og eins fyrir ferm- ingu þeirra. Þetta er mjög skemmtilegt starf,“ sagði Sel- estine. myndir þess. Þá sé ein- kennilegt að upplifa skammdegið hér á landi. Hjá systr- unum dvelja alls 8 börn og eru þau á aldrinum frá 8 mánaða og til 2ja ára. „Við tökum á móti fyrstu börnunum kl. átta á morgnana og þau síð- ustu fara kl. fjögur. Okkur líkar þetta starf vel, það er gaman að umgangast börnin og þau hafa mjög gaman af því að fara út í garðinn að leika sér,“ sagði systir Selestine. Reglan kennd við móður Maríu Teresu Hún sagði að dagurinn hæfist á bæn, en systurnar biðjast fyrir í einn og hálfan tíma á morgn- ana, áður en börnin koma. Einn- ig er bæn eftir að þau fara á daginn og þá biðja þrjár þeirra á þeim tíma sem börnin sofa en ein situr hjá þá. Reglan er kennd við móður Maríu Teresu af heilögum Jósef sem fædd var í Póllandi 1855, en hún setti á stofn heimili fyrir börn í Berlín árið 1888, því það Fjórar nunnur starfa saman sem dagmæður Systir Selestine „Það er mjög gaman að umgangast börnin“ Morgunblaðið/Kristján Mjög skemmtilegt starf: Systir Emanuella með Svein Áka í fanginu en Baldvin Kári situr í rólunni. FORELDRAR eru greinilega ónýtt auðlind í samstarfi heimilis og framhaldsskóla. Þetta kom fram í lokaverkefni Hörpu Jör- undardóttur, Hallgríms Ingólfssonar, Hilmars Friðjónssonar og Maríu Jónsdótt- ur í uppeldis- og kennslufræði við Háskól- ann á Akureyri, en Harpa mun kynna nið- urstöðurnar á stofnfundi foreldrafélags nemenda í MA í dag. Að sögn Hörpu kom fram í könnuninni að 72% foreldra nemenda í 1. bekk töldu að aukið samstarf skipti miklu máli og er þarna um að ræða foreldra barna sem bæði eiga lögheimili innan og utan Akureyrar. „Það vakti athygli okkar að 90% foreldra barna með lögheimili utan Akureyrar töldu að aukið samstarf myndi bæta námsárang- ur nemenda mjög mikið eða mikið en ein- ungis 57% foreldra barna með lögheimili á Akureyri tóku í sama streng.“ Benti Harpa á að börn sem ekki dveldu á heimilum sínum hefðu ef til vill ekki sama aðhaldið og þau sem væru í foreldrahúsum. Harpa sagði að foreldrafélagið myndi nota Netið til samskipta enda væru á meðan nemenda skólans börn sem ættu foreldra búsetta í útlöndum og víða um land.    Foreldrafélag stofnað við MA Foreldrar ónýtt auðlind í skólastarfi NOKKUÐ hefur verið um uppsagnir hjá sjó- mönnum á skipum Samherja hf. að undanförnu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri fyrirtæk- isins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að allri áhöfn Margrétar EA, tæplega 20 manns, hefði verið sagt upp. Þá hefur mönnum á Þor- steini einnig verið sagt upp en Þorsteinn gat ekki upplýst í gær um hve marga væri að ræða þar. „Við reiknum með að Margrétin komi aftur til veiða seinna en hún verður frá vegna viðhalds í talsverðan tíma, jafnvel einhverja mánuði,“ sagði Þorsteinn Már í gær. Margrét hefur verið gerð út á ísfisk undanfarið. Að sögn Konráðs Alfreðssonar formanns Sjó- mannasambands Eyjafjarðar er þróunin í þá átt að frystitogurunum er að fækka, sem þýðir færri menn í áhöfn. „Það er aðeins Víðir sem gerður er út sem frystitogari. Björgvin og Ak- ureyrin eru komnir á ísfisk.“ Konráð sagði að fé- lagið hefði fengið að vita af því sem er að gerast hjá Samherja „en við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun. Það er af sem áður var og maður hefur það á tilfinningunni að útgerðin sé að dragast saman á Akureyri. Samherji hefur að vísu að verið að auka starfsemina á Dalvík. Þá er líka viss óvissa með Brim og hvernig mál munu þróast þar,“ sagði Konráð. Eins og fram hefur komið, var gengið frá samningi um sölu á fjölveiðiskipinu Þorsteini EA til Hraðfrystistöðvar Þórshafnar í síðasta mánuði. Með í kaupunum fylgir 1,25% aflahlut- deild í loðnu, 2% hlutdeild í kolmunna og 1,1% hlutdeild í íslenskri síld. Söluverð er 1.360 millj- ónir króna. Skipið verður afhent nýjum eigend- um 30. nóvember nk., segir á heimasíðu Sam- herja. Ennfremur kemur fram að 14 manns séu að jafnaði í áhöfn skipsins. Með breytingum á landvinnslu félagsins á Dalvík hefur vinnslan verið aukin úr um 160 tonnum á viku í það minnsta 200 tonn á viku, segir einnig á heimasíðunni. Jafnframt hefur stöðugildum fjölgað um 20–30. Fram kemur að á undanförnum árum hafi orðið veruleg aukning í landvinnslu Samherja á Dalvík. Árið 2001 var unnið úr um 4.500 tonnum, en á næsta ári er stefnt að því að vinna úr um 10.000 tonnum af hráefni. Vinnsla á ferskum afurðum – svoköll- uðum flugfiski – hefur aukist verulega, þar sem afurðirnar eru sendar utan með flugi. Samherji hefur sagt upp fjölda sjómanna Margrét EA frá veið- um í nokkra mánuði SKAUTAFÉLAG Akureyrar hefur sent skólanefnd erindi, þar sem farið er fram á stuðning skólayfirvalda og Vetraríþrótta- miðstöðvar Íslands, VMÍ, við að koma á skautakennslu í grunn- skólum Akureyrar. Gunnar Gíslason deildarstjóri skóladeild- ar sagði að skólanefnd hefði tekið jákvætt í erindið og fól honum að vinna málið áfram. „Ég geri ráð fyrir því að komið verði inn á þetta mál þegar við göngum í þessa skólastefnuumræðu sem er að hefjast.“ Vetraríþróttabær Sigurður Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri SA, sagði að Ak- ureyri væri vetraríþróttabær landsins, aðstaðan væri fyrir hendi í Skautahöllinni og því vel við hæfi að þar fari fram skauta- kennsla. Þannig mætti jafnframt nýta aðstöðuna enn betur. „Við höfum mikinn áhuga á því að kynna skautaíþróttina fyrir bæj- arbúum og þá ekki síst grunn- skólabörnum.“ Sigurður sagði að börnin færu reglulega í sund og leikfimi í grunnskólanum en að ekki væri á dagskrá hjá þeim að fara á skíði og skauta. „Ég held að það gæti verið jákvætt og skemmtilegt að koma þessum greinum inn í skólana, líkt og gert er víða á Norðurlöndunum.“ Á fund skólastjóranna Gunnar sagði að spurningin snérist um það hvernig menn ætli að nýta sér það að bærinn er Vetraríþróttamiðstöð Íslands og sýna það í verki. Hann sagði að í kjölfar þessa erindis myndi hann fara með málið inn á fund með skólastjórum í næstu viku. „Þar munum við fara ofan í ýmis skipulags- og undirbúningsmál þessu tengd og reyna síðan að vinna þetta mál áfram. Það var samdóma álit allra í skólanefnd að þetta ætti ekki að vera ein- stakt mál og tekið út sem eitt- hvert átaksverkefni. Heldur reyndu menn að finna flöt á því að koma skautakennslu og vetr- aríþróttakennslu inn sem hluta af starfi grunnskólanna á Akureyri og nýta þannig þau mannvirki sem eru á staðnum,“ sagði Gunn- ar. Vetrar- íþróttir í grunn- skólana? Skólanefnd tek- ur vel í erindi Skautafélagsins Á réttri leið | Ilmur Stefánsdóttir mynd- listarkona opnar sýninguna „Á réttri leið“ í 02 gallerý á Akureyri í dag, laugardaginn 18. október, kl. 16. Ilmur hefur haldið fjölda sýn- inga bæði á Íslandi sem og erlendis. Hafa verk hennar hlotið athygli en þau sýna hvers- dagslega hluti í óvenjulegu og ný- stárlegu samhengi, en ekki síst fjalla verk hennar um venjulegt fólk í viðsnúnum veruleika. Á sýningunni eru ljósmyndir, videoverk og skúlptúrar. 02 gallery er opið þriðjudaga til föstudaga milli 14 og 18 en 12 og 16 á laug- ardögum. Sýningin stendur til 8. nóvember.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.