Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 27
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 27 Garðmenn tjalda því sem tiler í sveitarfélaginu á sýn-ingu sem haldin er ííþróttamiðstöðinni í tilefni af 95 ára afmæli Gerðahrepps og 10 ára vígsluafmæli Íþróttamiðstöðvar- innar. Tilgangurinn er að kynna fyrir fólki hversu fjölbreytt mannlíf og at- vinnustarfsemi er í þessu tæplega 1.300 manna þorpi þar sem fólki fjölg- ar ár frá ári. Sýningin stendur yfir helgina og er öllum opin, án endur- gjalds. Á árinu 1908 var Rosmhvalaness- hreppi skipt. Keflavíkurkauptún myndaði kauptúnahrepp með gamla Njarðvíkurhreppi og nefndist Kefla- víkurhreppur. Sá hluti hreppsins sem stóð eftir fékk nafnið Gerðahreppur. Ingimundur Þ. Guðnason oddviti rifj- aði upp söguna í ávarpi við opnun sýn- ingarinnar í gær, gat þess að þá hefðu íbúar hreppsins verið 557 en væru nú nærri 1.300. Kom hann fram með þá hugmynd að Garði yrði breytt í bæj- arfélag. „Sveitarfélagið hefur stækkað og dafnað ágætlega og spyrja má hvort ekki væri rétt að leggja niður hreppsnafnið og stofna hér bæ með heitinu Garður, ég hef spurt mig þess- arar spurningar oft undanfarnar vik- ur og mánuði að gefnu tilefni. Ósk mín er að sveitarfélagið Garður verði 100 ára árið 2008.“ Með þessum síðustu orðum er oddvitinn væntanlega að vísa til umræðna að undanförnu um sameiningu sveitarfélaga en hrepps- nefnd Gerðahrepps hefur mótmælt harðlega öllum hugmyndum um lög- þvingaða sameiningu. Fram kom hjá Sigurði Jónssyni sveitarstjóra að 460 þúsund manns hafa sótt íþróttamiðstöðina á þeim 10 árum sem hún hefur starfað. Hlið við hlið Yfir fjörutíu aðilar taka þátt í sýn- ingunni sem fengið hefur nafnið Garðurinn byggða bestur. Þar er út- gerðarfyrirtæki með bás við hliðina á leikskólanum, kirkjan við hliðina á rafvirkjanum, saltfiskverkandi við hliðina á kólumbískri fjölskyldu, Lionsklúbburinn í næsta bás við gröfuþjónustu og svo mætti lengi telja. Þarna eru verslanir, iðn- aðarmenn, fiskverkendur, útgerð- armenn, opinberar stofnanir og fé- lagasamtök og handverksfólk með bása svo nokkuð sé nefnt. Við setningu sýningarinnar var tónlistaratriði frá tónlistarskólanum og hljómsveitin Grænir vinir og Birta Rós Arnórsdóttir söngkona frum- fluttu Lífsins ljóð, lag Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur við ljóð Þorsteins Egg- ertssonar sem tileinkað er Garðinum. Einnig fluttu þau sönginn Garðurinn er bestur eftir Sigrúnu Oddsdóttur heiðursborgara Gerðahrepps sem saminn var í tilefni af 80 ára afmæli hreppsins. Sýningin verður opin í dag og á morgun, báða dagana frá kl. 10 til 17. Ýmis atriði verða á dagskrá báða dagana, til dæmis saltfiskkynning, tónlistaratriði, danssýning og tísku- sýning. Opin er kaffisala og barna- horn. Í kvöld verður dansleikur í Samkomuhúsinu þar sem Stórsveit Siggu Beinteins og Bjarna Arasonar leikur fyrir dansi. Sýning í íþróttamiðstöðinni í tilefni tvöfalds afmælis í Gerðahreppi Fjörutíu kynna starfsemi sína Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sigurður Jónsson, Ásta Arnmundsdóttir, Drífa Björnsdóttir og Ingimundur Þ. Guðnason: Garðurinn er bestur. „ÞEIR eru ekki margir grunn- arnir hér sem við höfum ekki tek- ið,“ sagði Tryggvi Einarsson sem rekur gröfuþjón- ustu í Garðinum. Hann er með litla gröfu í bás sínum og ljósmyndir til að minna á starf- semi sína. Tryggvi hefur rekið fyrirtækið í þrjátíu ár og tekið þátt í uppbygg- ingunni allan þann tíma. Mörg íbúðarhús hafa verið byggð og hefur Tryggvi yfirleitt komið að jarðvinnunni. Einnig ýmsum stærri fram- kvæmdum. Þannig hefur fyrirtæki hans unnið að miklu átaki í gangstétta- og göngustígagerð sem unnið er að þessi árin í Garðinum. Ekki sagðist Tryggi eiga von á að kynnast mörgum nýjum viðskiptavinum á sýningunni, hann væri bara með eins og aðrir, „en það er þó aldrei að vita,“ sagði hann eftir smá umhugsun. Flestir grunnar í 30 ár Bergur Rafn: Kom með litlu gröfuna á sýninguna til að bera saman við þá stóru. Suðurnesjum | Menningardagur er haldinn í kirkjum á Suðurnesjum á morgun, sunnudag. Dagskrá er í kirkjum svæðisins, frá klukkan tíu að morgni og fram eftir kvöldi. Dagskráin er fjölbreytt, fyr- irlestrar, tónlist og leikrit, mismun- andi eftir stöðum. Dagskráin er skipulögð þannig að fólk á að geta komist á milli kirknanna og notið alls sem í boði er, ef það vill. Menningardagurinn verður sett- ur í Kálfatjarnarkirkju á Vatns- leysuströnd kl. 10. Dagskrá hefst í Njarðvíkurkirkju í Innri-Njarðvík kl. 11.10, Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 13, Keflavíkurkirkju kl. 14, Út- skálakirkju í Garði kl. 15, Hvals- neskirkju í Sandgerðisbæ kl. 16.30, Kirkjuvogskirkju í Höfnum kl. 18 og Grindavíkurkirkju kl. 20. Menningardeginum verður slitið í Grindavíkurkirkju um kl. 21.30, að afloknum flutningi á leikriti um Odd V. Gíslason og gospelsöng. Menning í kirkjum Nytjastuldur | Þrennt var handtekið á Reykjanesbrautinni aðfaranótt föstudags fyrir að stela bíl og brjóta meira af sér. Klukkan rúmlega tvö um nóttina mældi lögreglan í Keflavík bifreið á 148 km hraða rétt vestan við Vogaveg en þar er leyfilegt að aka að hámarki á 90 km. Þegar farið var að athuga málið kom í ljós að starfsmenn bíla- sölu í Reykjavík höfðu tilkynnt um stuld á bifreiðinni daginn áður, hugs- anlegur kaupandi skilaði henni ekki að loknum reynsluakstri. Ökumaður bifreiðarinnar var því handtekinn grunaður um nytjastuld. Þá voru í bifreiðinni tveir ölvaðir farþegar, maður og kona, sem einnig voru handtekin vegna gruns um að hafa fyrr um nóttina ekið annarri fólks- bifreið frá Keflavík og áleiðis til Reykjavíkur. Þeim akstri lauk með því að bifreiðinni var ekið út fyrir veg á Reykjanesbrautinni móts við Voga- veg þannig að hjólabúnaður skemmd- ist. Að auki voru skemmdir á bifreið- inni sem rekja mátti til fleiri óhappa á leið fólksins til Reykjavíkur. Fólkið gisti fangageymslur lög- reglunnar í Keflavík það sem eftir lifði nætur og var yfirheyrt í gær. „VIÐ undirbúning sýningarinnar hef ég hitt fullt af fólki sem hér býr en ég hef ekki séð áður,“ sagði Ás- geir Hjálmarsson sem var í und- irbúningsnefnd sýningarinnar. Hann og Jón Hjálmarsson sem einn- ig var í nefndinni voru ánægðir með árangurinn þegar þeir litu yfir sviðið eftir opnunina í gær. Þeir sögðu að mikil samstaða hefði verið meðal íbúanna um sýn- inguna. Þeir hefðu þurft að hafa svolítið fyrir að kveikja í sumum en þegar menn voru komnir af stað hefðu margir viljað fá stærri bása. Sýnendur hefðu lagt mikið í und- irbúning og margir komið með allt tilbúið til uppsetningar. „Þetta verður miklu betra sam- félag á eftir,“ sagði Jón og vísaði til þess að fólk hittist við undirbúning- inn og á sýningunni sjálfri. Þá eru Ásgeir og Jón sammála um að margt hafi komið þeim á óvart á sýningunni, ýmis starfsemi sé í byggðarlaginu sem þeir hafi ekki vitað um. Ásgeir og Jón: Mikil samstaða er meðal íbúa Garðsins um sýninguna. Verður betra samfélag „ÉG GREIP tæki- færið sem mér bauðst til að kynna landið mitt,“ sagði Julia Esther Cabrera Hidalgo leikskóla- kennari á Gefn- arborg. Í bás hennar eru munir frá Kól- umbíu, ættlandi hennar. Jula sagðist hafa safnað saman mun- um af heimili sínu til að sýna í básnum. Eru það handunnir munir, margir frá Suður-Kólumbíu, en hún er þaðan, og einnig frá Amasón- svæðinu. „Mér finnst gaman að sýna hluti frá landinu mínu og kynna það þannig,“ sagði Julia en hún hefur búið á Íslandi í tíu ár, þar af fjögur þau síðustu í Garðinum. Dætur hennar, Rakel Victoria Ingibjörnsdóttir 6 ára og Linda Lucia Ingibjörnsdóttir 4 ára, aðstoðuðu móður sína við kynninguna. Gaman að kynna landið mitt Rakel Victoria, Linda Lucia og Julia Esther: Kynna ættland sitt. „VIÐ vildum bara vera með, það skiptir öllu máli,“ sagði Jens Sævar Guðbergsson einn eigenda Fiskþurrkunar ehf. um þátttöku fyrirtækisins í sýningunni. Fiskþurrkun ehf. er með saltfiskverkun og flytur framleiðslu sína úr landi og hefur því ekki þörf fyrir að markaðssetja sig hér á landi. Jens Sævar rekur fyrirtækið í félagi við Theodór bróður sinn og eig- inkonur þeirra, Ólöfu og Jónu sem einnig eru systur. Fiskþurrkun ehf. kynnir starfsemi sína með ljósmyndum og myndbandi. Þá er gestum boðið að skoða fiskverkunarhúsið á ákveðnum tímum um helgina. Garðurinn byggðist upp á sjávarútvegi. Jens Sævar segir að sjávarútvegsstarfsemin í plássinu hafi dregist saman, nefn- ir að fyrir aðeins tuttugu árum hafi verið fiskverkandi við nánast hvern afleggjara þjóðvegarins í gegn um Garðinn. Vildum bara vera með Ólöf, Theodór, Jóna og Jens Sævar: Átta ára gamall saltfiskur sem Jens Sævar heldur mikið upp á er meðal sýningargripa. Reykjanesbæ | „Við viljum taka höndum saman hér í Reykjanesbæ og berjast,“ sagði Árni Árnason við setningu fundar um forvarnarmál sem ungliðahreyfingar stjórnmála- flokkanna í Reykjanesbæ stóðu sam- an að á Ránni í Keflavík í fyrrakvöld. Ungliðahreyfingar Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Sam- fylkingar í bænum boðuðu til fund- arins að frumkvæði Svavars Sigurðssonar, baráttumanns gegn fíkniefnadjöflinum. Farið var yfir ýmsar hliðar málsins með fulltrúum tollgæslu og Reykjanesbæjar. Árni lét þess getið við upphaf fundarins að ekki væri hægt að mæla notkun fíkniefna öðruvísi en út frá verði efnanna. Nú væri verðið hátt og benti það til mikillar eftirspurnar. „Það þarf að grípa til ráða og það er- um við að gera með þessum fundi,“ sagði Árni. Hjálmar Árnason alþingismaður sagðist geta fullyrt að á hverju ári færust fleiri af völdum fíkniefna en bílslysa en það væri feimnismál sem ekki væri rætt mikið um vegna þess að fólk vissi ekki hvernig það ætti að bregðast við. Hann sagði að ýmislegt væri hægt að gera en það eitt dygði að efnt yrði til þjóðarátaks sem hefði það að markmiði að leggja fíkniefna- djöfulinn að velli. Segja að aðeins þjóðarátak dugi gegn fíkniefnadjöflinum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Áhugasamir liðsmenn í baráttunni gegn fíkniefnunum á fundinum á Ránni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.