Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SMIÐJAN Innrömmun - Listhús Ármúla 36, sími 568 3890. Opið í dag, laugardag frá kl. 12-17 og á morgun, sunnudag, frá kl. 14-17. Opið virka daga frá kl. 10-18.  G. Blöndal  Jón Engilberts  Ísleifur Konráðs  Sigurbjörn Jónsson  Jón Axel  Valgarður Gunnarsson  Tolli  Pétur Gautur  Harpa Björnsdóttir  Björg Þorsteinsdóttir  Jóhannes Geir  Snorri Arinbjarnar  Guðbjörg Lind Leitum eftir myndum á næstu sýningu okkar. Innrömmum allar gerðir mynda. Gæði og góð þjónusta Þorvaldur Skúlason Jón Stefáns Hafsteinn Austmann Málverkasýning inna og áhrifamikilla tilþrifa, er spönnuðu allt frá vart heyranlegu tóntaki (upphaf annarrar sinfóní- unnar) til þrumandi átaka og frá hægferðugu tónferli, er minnir á langa skuggana á rússnesku stepp- unum við sólarupprás, til glamp- andi eldglæringa í hröðum tónlín- um, eins og birtust t.d. í píanóinu í þeirri fyrstu. Margir hljóðfæraleik- arar, ekki síst slagverksleikararnir, áttu frábærlega vel leiknar línur, en Shostakovitsj átti það til að láta tónhugmyndir sínar birtast í ein- leiksstrófum og að því leyti til er hann sérlega opinskár og reyndi ekki að fela hugsun sína í einhverj- um umbúnaði, en lék sér einnig oft að skemmtilegum samleik fárra og ólíkra hljóðfæra, þótt hann gæti svo tekið til hendinni af og til, þar sem allt var lagt undir. Það var í þessum leik hinna stóru andstæðna sem stjórn Rumons Gamba blómstraði, svo tónleikarnir í heild voru stór- brotinn og áhrifamikill flutningur á meistaraverkum Shostakovitsj og verður væntanlega ekki minna um að vera þegar Gamba og Sinfón- íuhljómsveit Íslands taka meistara- verkin, þá fimmtu og sjöundu, til flutnings. MARGIR fræðimenn á sviði tón- listar töldu þegar um aldamótin að saga sinfóníunnar væri öll, þótt síð- rómantísku tónskáldin reyndu um stund að „halda í vonina“. Þeir sem helst gerðu atlögu að þessu formi og þeirri tónhugsun, er tengdist gerð stórra hljómsveitarverka, voru Wagner og Liszt, sem komu fram með nýjar hugmyndir, bæði hvað varðar vinnuaðferðir og túlkun, og nefndust þessi verk „tónaljóð“ en voru meira eða minna beinlínis sagnaljóð og því að hluta til hermi- tónlist. Þeir sem tóku upp þetta merki voru Berlioz, Smetana, R. Strauss og fleiri, og í þessum hug- myndaheimi birtust þær ásakanir, sem dundu á Brahms fyrir að halda í gamla formskipan sinfóníunnar. Þrátt fyrir að ýmsar tilraunir á sviði nútímatónlistar hafi verið gerðar var það Shostakovitsj sem tókst að samhæfa nútímatónferli hinu sinfóníska formi og í raun lífga við sinfóníuna (og strengjakvartett- inn) sem áhrifamikið túlkunarform. Það stóra og mikilfenglega sem birtist í hinni rismiklu og marg- brotnu fyrstu sinfóníu eftir Shos- takovitsj vakti mikla athygli, ekki síst vegna þess, að tónmál verksins gerir ýtrustu kröfur til flytjenda, er fá þarna tækifæri til að taka á „honum stóra sínum“ varðandi leik- útfærslu og túlkun. Það skal haft í huga, að Shostakovitsj var frábær píanisti og hafði um tíma hug á því að gerast konsertpíanisti, svo að honum var létt um að taka til hend- inni og ætla mönnum að gera hið sama. Nokkuð mun hið pólitíska innihald textanna, sem eru niðurlag annarrar og þriðju sinfóníunnar, hafa fælt Vesturlandabúa frá því að flytja þessi verk, enda er önnur sin- fónían fráleitt jafn gott verk og sú fyrsta. Þriðja er aftur á móti mun viðameira verk. Það sem er sér- kennilegt við form annarrar og þriðju sinfóníunnar er að fram að kórþáttunum eru verkin ekta sin- fónísk tónlist, t.d. er margt í þeirri þriðju sérlega áhrifamikil hljóm- sveitartónlist, og burtséð frá póli- tísku innihaldi textans er niðurlag þeirrar þriðju, kórþátturinn, tölu- vert áhrifamikið. Í raun er Shos- takovitsj að hlunnfara rússnesk yf- irvöld með því að yrkja heilstæða sinfóníu en „knýta“ svo kórþætt- inum aftan við, svona eins og sára- bót. Söngsveitin Filharmónía söng af öryggi, þótt hljómkraftur kórsins nægði á köflum ekki til að hafa í fullu tré við margbrotinn rithátt hljómsveitarinnar. Hljómsveitar- stjórinn, Rumon Gamba, „sló í gegn“ því áhrifamikill flutningur Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sér- staklega í fyrstu og þriðju sinfóní- unni, var verk hans, þar sem hon- um tókst að leiða hljómsveitina til ýtrustu átaka í útfærslu margbrot- Allt lagt undir TÓNLIST Háskólabíó Fluttar voru þrjár fyrstu sinfóníurnar eftir Shostakovitsj. Flytjendur voru Sinfón- íuhljómsveit Íslands og Söngsveitin Fíl- harmónía. Hljómsveitarstjóri Rumon Gamba. Kórstjóri: Oliver Kentish. Fimmtudagurinn 16. október. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Ásdís Rumo Gamba. TÓNLEIKARÖÐIN „Blómin úr garðinum“ í tilefni af fimmtugsaf- mæli Kórs Langholtskirkju helgað- ist kirkjutónlist á laugardaginn var. Í forgrunni voru sálmalög „úr forn- um handritum“ eins og menn láta nægja að kalla með varnaglann á lofti um þjóðerni laga sem enn eru lítið rannsökuð. Í litlum pistli Mar- grétar Bóasdóttur um efnisskrána í tónleikaskrá voru reyndar ekki nafngreind önnur handrit en af Kvæðabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum (1560–1627), og söng hún alls fjögur lög þaðan, fyrst Syng mín sál með glaðværð góðri og Ó herra Guð, mín heilsa er rýr, en undir lok seinni hálfleiks Nær heim- urinn leikur í hendi manns og Mér væri skyldugt að minnast á þrátt. Öll án undirleiks og af innlifaðri reisn. Tónleikarnir hófust með verki eftir Monteverdi, „Laudate Domin- um – Sópran, orgel og fylgirödd“, þar sem sellólínan reyndist mynda bassaundirstöðu, og undirleikshlut- verk beggja hljóðfæra því réttar nefnt fylgibassi (continuo). Virtist nærri því mega kalla aríuna dillandi ástarsöng til Drottins, prýddan töluverðu flúri er Margrét söng með tilþrifum, þó að geitartrillurnar skil- uðu sér mest lítið sem von var. Að loknum fyrstu sálmalögunum frá Söndum komu þrjár útsetningar Hróðmars I. Sigurbjörnssonar frá 1999 á þrem sálmalögum úr fornum [íslenzk- um] handritum, þar sem einkum sú síðasta, Líkn- samasti lífgjafar- inn trúr, vakti at- hygli í ágætum flutningi þeirra Margrétar og Björns Steinars Sólbergssonar. Björn lék þá Org- eltilbrigði Jans Pieterzoon Sweelinck um sálmalagið Mein junges Leben hat ein End og af mikilli lipurð. Eftir óútskýrða töf, þar sem flytj- endur hurfu sýnum drykklanga stund (e.t.v. að leita nótna?), var komið að útsetningum Elínar Gunn- laugsdóttur á lögum úr fornum handritum („sálmahöfundar óþekkt- ir“) undir heitinu Fjórir sálmar fyr- ir sópran og violoncello. Skv. tón- leikaskrá kvað settið vera frá 2003 og frumflutt við þetta tækifæri, jafnvel þótt undirritaðan rámaði í að hafa heyrt tvö síðustu lögin sum- arið áður í Skálholti, annað þeirra m.a.s. þegar árið 2000. Fyrsta lagið, Sorgin og gleðin, kom fallega út við sætbjartan háttlægan kontrapunkt sellósins. Næstu tvö urðu þó svolítið langdregin, ugglaust vegna fulleins- leits mótleiks sem gæða hefði mátt sterkari andstæðum. Hið síðasta, Þér þakkar fólkið, myndaði hins vegar nokkuð líflegt rondó. Hápunktur íslenzku tónsmíðanna birtist fyrst eftir hlé með frábærum útsetningum Snorra Sigfúsar Birg- issonar frá 1998 á fjórum lögum úr fornum handritum fyrir sópran og selló undir heildarheitinu Lysting er sæt að söng. Náði Margrét jafn- framt glæstustu frammistöðu sinni á þessu kvöldi í háttlægu Vókalísunni í lokin. Björn lék hina tónsagnfræðilega sannfærandi út- setningu Smára Ólasonar á Ýmissra stétta allir þjónustumenn með skemmtilega viðeigandi regal- kenndu raddvali, er leiddi hugann að „orgelskrifli“ því sem annálar herma að borizt hafi út hingað á endurreisnartíma. Einnig lék hann nokkru síðar sálmforleik Bachs Komm, Gott Schöpfer (BWV 667) með sveiflandi 6/8-fimi. Þau Mar- grét fluttu þar á undan þéttkrydd- aða útsetningu Mistar Þorkelsdótt- ur á Ó, ég manneskjan auma (Ólafur á Söndum) og einfaldari út- tekt Hildigunnar Rúnarsdóttur á stuttum en sérkennilegum Sálmi um góðan afgang (Hálfdan Einars- son). Síðust á dagskrá var sópranarían Mein gläubiges Herze. Hún var úr einni af hvítasunnukantötum Bachs, sem ásamt uppstigningarkantötun- um bjóða jafnan, eins og gefur að skilja, upp á hvað glaðværustu tón- list meistarans í greininni. Kantatan (ónafngreind í tónleikaskrá) nefnist „Also hat Gott die Welt geliebt“ (BWV 68), úr öðrum Leipzigár- ganginum frá 1724–25. Undirleikur er fyrst í stað aðeins á orgel og sellófylgirödd (obbligato), en sellóið fer með svo eftirminnilegt ritorn- ello-stef (do so mí do | re so fa …) að Bach gat ekki stillt sig um að út- færa það nánar fyrir strengjasveit í seinni hluta aríunnar. Þeim hluta var eðlilega sleppt, enda efalítið óspilanlegur á orgel. Þótt söngrödd- in verkaði eilítið klemmd á köflum kom bráðskemmtileg arían engu að síður hlustendum í gott útgöngu- skap, enda í fögru samræmi við uppörvandi yfirskrift tónleikanna, „Syng mín sál með glaðværð góðri“. Syng mín sál með glaðværð góðri TÓNLIST Langholtskirkja Verk eftir Monteverdi, Sweelinck og J.S. Bach ásamt sálmalögum úr fornum ís- lenskum handritum, þ.á m. í nýlegum út- setningum. Margrét Bóasdóttir sópran, Sigurður Halldórsson selló og Björn Steinar Sólbergsson orgel. Laugardaginn 11. október kl. 17. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Margrét Bóasdóttir MYNDLISTARSÝNING Jónu Thors er nú á Mokka. Hún ber heitið „Peep Show“ og stendur til nóvem- berloka. Á sýningunni eru klefar á vegg sem unnir eru með blandaðri tækni og er fólki boðið að gægjast inn í þá. Áhorfendur eru hluti verks- ins þar sem þeir velja hvort þeir fara alla leið eða ekki. Jóna útskrifaðist frá MHÍ árið 1990. Hún hefur haldið einkasýning- ar í Reykjavík og tekið þátt í sam- sýningum á Íslandi, Belgíu og Ung- verjalandi. Frá sýningu Jónu Thors í Mokka. Myndbandssýning á Mokka BASE nefnist myndbandsinnsetn- ing Spessa og sænska myndlistar- mannsins Eriks Pauser sem opnuð verður í Nýlistasafninu kl. 17 í dag, laugardag. Um er að ræða heimilda- mynd sem listamennirnir tóku upp í herstöðinni í Keflavík snemma í haust. Brugðið er upp mynd af hversdagslífinu í herstöðinni og nokkrum aðilum og fjölskyldum þeirra er fylgt eftir í erli dagsins. Erik Pauser er myndlistar- og kvikmyndagerðarmaður. Hann hef- ur gert fjölmargar myndir, gjarnan heimildalegs eðlis, sem flestar eru óvenjulegar og sterkar. Ein þeirra, „International“ er kvikmynd í fullri lengd, sem hann gerði ásamt Jöhan Söderberg, en hún var sýnd í Sjón- varpinu fyrr í haust. Erik er einn af stofnendum listahópsins Lucky People Center sem stóð m.a. að gerð myndarinnar International. Spessi (Sigurþór Hallbjörnsson) er einn þekktasti ljósmyndari lands- ins. Hann hefur á undanförnum ár- um haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, á Íslandi, í Evrópu og Bandaríkjunum. Í New York hefur Spessi tekið þátt í samsýningum og sett upp tvær einkasýningar í þekktu galleríi. Verk Spessa bera gjarnan heimildalegt yf- irbragð sem listamaðurinn vinnur með. Sýningin stendur til 16. nóvember. Safnið er opið miðvikudaga til sunnudaga kl. 14–18. Heimildarmynd um herstöðina í Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.