Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 35
MATARKISTAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 35 Við fáum ferska ýsu í hús áhverjum degi enda djúp-steikt ýsa með súrsætri sósu einn vinsælasti rétturinn á okkar matseðli,“ segir Hilmar Sig- urjónsson, matreiðslumaður hjá veitingahúsinu Nings. En það er ekki bara djúpsteikt ýsa sem gestum býðst að snæða hjá Nings því Hilmar seg- ir að oft sé líka á boðstólum ýsa með grænmeti og alls kyns aust- urlenskum sósum. Hilmar seg- ir að mat- reiðslumeist- ararnir hjá Nings, sem margir hverjir koma frá Filippseyjum, Malasíu og Kína, hafi ekki matreitt úr ýsu áður en þeir komu hingað til lands en hún falli þeim vel í geð þegar þeir fari að matreiða úr henni. Hilmar bendir á að hjá Nings sé ætíð notaður glænýr fiskur gæðanna vegna og bætir við að frosinn fiskur komi ekki eins vel út til djúpsteikingar. Þegar hann er spurður hvernig austurlenskar sósur og krydd eigi við ýsuna segir hann að hún henti mjög vel í austurlenska mat- argerð. Hilmar og Wong Yeow, mat- reiðslumenn hjá Nings, gefa les- endum hér uppskrift að ýsu í satay-sósu fyrir fjóra. Ýsa í satay-sósu 800 g beinlaus, roðlaus ýsa (skorin í litla bita) hveiti 1 laukur 4 gulrætur 1 paprika ½ agúrka 1 dós thai choise-sataysósa, 1 lít- il dós kókosmjólk eða 1 dl Skerið fiskinn í bita, veltið upp úr hveiti og steikið í 2–3 mínútur. Skerið græn- metið niður frekar smátt og steikið með í um 2 mínút- ur, allt nema agúrkurnar sem koma yfir réttinn í lokin. Hellið sósunni og kók- osmjólkinni út á pönnuna og blandið varlega saman þar til suð- an kemur upp. Í lokin er fínt skornum agúrkum stráð yfir. Í réttinn má líka nota aðrar fisktegundir eins og skötusel, lúðu, steinbít eða þorsk. Með þessum rétt er mjög gott að bera fram ferskt salat og jasm- íngrjón. Djúpsteikt með súrsætu Fólk vill fá ýsuna tilbúna ípottinn, ofninn eða á pönn-una þegar það kemur til okkar að kaupa í matinn, segja þeir Kjartan Andrésson og Garðar Smárason, fisksalar í Sjávargall- erýi á Háaleitisbraut. „Þegar við byrjuðum að selja fisk voru margir sem keyptu heila ýsu en nú heyrir slíkt til und- antekninga. Í dag kaupa flestir okkar viðskiptavinir ýsuflökin roð- dregin og beinhreinsuð. Margir vilja líka fá fiskinn í raspi tilbúinn á pönnuna eða í sósu sem getur síðan farið beint í ofninn.“ Kjartan segir að þó að ýsa sé um 75% af þeim fiski sem þeir selja í búðinni þá sæki viðskiptavinir líka í saltfisk og ferskan þorsk. „Margir eru farnir að útbúa spánska og portúgalska saltfiskrétti og síðan finnst sumum betra að fá ferskan þorsk en ýsu.“ Hvernig á að elda ýsu svo vel sé? „Fiskurinn er bestur glænýr og það er lykilatriði að elda hann stutt. Þurr ýsa er lítið lostæti. Ef ýsan er höfð mátulega lengi í potti, á pönnu eða í ofni þá verður hún bæði safarík og góð.“ Ýsa að hætti Kjartans og Garðars 800 g–1 kg ýsuflök 2–3 bollar soðin hýðishrísgrjón Sósumauk: 1 dós sveppir ½–1 blaðlaukur skorinn smátt 1–2 paprikur skornar í strimla majónes og sýrður rjómi (hlutföll og fituinnihald eftir smekk) salt paprikuduft karrí. Skerið í bita ýsuflak sem búið er að roðdraga og beinhreinsa. Setjið soðin hýðisgrjónin í botn á eld- föstu móti og ýsubitana síðan yfir. Búið til sósumauk úr sýrðum rjóma og majónesi og hafið hlutfall af sýrðum rjóma og majónesi eftir smekk. Þynnið með safa af svepp- um. Bætið síðan í grænmeti. Smakkið til með kryddi. Smyrjið maukinu jafnt yfir ýsubitana og hrísgrjónin. Bakið í ofni við 180–200 gráður í 20 mínútur. Berið fram með kart- öflum og fersku salati. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjartan Andrésson og Garðar Smárason, fisksalar í Sjávargallerýi segja að þótt aðrar fisktegundir sæki á kaupi 75% viðskiptavina ýsu. Best að elda ýsuna stutt Ýsa með spaghettí 500 g ýsuflök salt, pipar og karrý 3 msk tómatsósa 21/2 dl rifinn ostur 45% 1/2 pk. spaghetti smjör og brauðmylsna Sjóðið spaghetti og kælið. Roðflettið ýsuflök og raðið í smurt eldfast mót. Kryddið með salti, pipar, karrý og tómatsósu. Raðið spaghetti yfir fiskinn, síðan osti og brauðmylsnu. Setjið nokkra smjörbita ofan á. Bakið við 200-220°C í 30-40 mín. Úr bæklingi Osta- og smjörsölunnar Heilbrigð og hress í haust og vetur! kr.2.304,- kr.1.695,- Látum ekki fylgifiska haust- og vetrarveðra leggja okkur í rúmið. Styrkjum mótstöðuaflið, höldum heilbrigði og hreysti með varnarefnum náttúrunnar. Þessi pakki kostar kr. 2.304,- en á Kringlukasti aðeins kr. 1.695,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.