Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. N ÝRÁÐINN skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, Kjartan Óskarsson, skrifar grein í Morgunblaðið síðastliðinn laug- ardag um menntun tónlistarkennara. Greinin ber heitið „Heyrir formleg menntun tónlistarkennara á Íslandi brátt sögunni til?“ Þar sem skrif Kjartans byggjast á vanþekkingu á að- draganda að stofnun tónlistardeildar Listaháskóla Ís- lands og misskilningi á þeim forsendum sem skólinn starfar eftir er nauðsynlegt að færa fram nokkrar skýr- ingar. Kjartan rekur helstu áfanga í sögu Tónlistarskólans í Reykjavík, þ.m.t. stofnun kennaradeilda á hinum ýmsu sviðum hljóðfæraleiks og söngs. Síðan segir hann að nú sé verið að leggja niður þessa starfsemi og kennir þar um stofnun tónlistardeildar við Listaháskóla Íslands. Orðrétt segir Kjartan: „Brátt heyrir þessi starfsemi sögunni til. Með tilkomu tónlistardeildar við Listahá- skóla Íslands (LHÍ) var ákveðið að allt nám á há- skólastigi skyldi flytjast þangað úr TR, þar með talið kennaranám. Ein afleiðing þessa er að kennaradeildir TR hafa verið lagðar niður ein af annarri og mun skól- inn útskrifa síðustu 5 kennarana næsta vor.“ Það er alvarlegt að maður í starfi skólastjóra Tónlist- arskólans í Reykjavík skuli breiða út þá vitleysu að tón- listardeild Listaháskólans hafi verið stofnuð á grunni Tónlistarskólans í Reykjavík með yfirfærslu náms úr þeim skóla. Staðreyndin er sú að tónlistardeildin var stofnuð sjálfstætt á eigin grunni og án nokkurs með- lætis eða tilfærslna úr öðrum skólum. Þetta á hvor- tveggja við námið sjálft og umgjörðina. Mikilvægt er í þessu sambandi að rekstur Listaháskólans byggist að stærstum hluta á samningi við ríkið. Tónlistarskólinn í Reykjavík er hins vegar rekinn með framlögum Reykjavíkurborg. Þar á milli hafa engar tilfærsl sér stað vegna uppbyggingar tónlistardeildar. E við Tónlistarskólann hefur þó verið rekin með fj framlögum frá ríkinu, þ.e. tónmenntakennarade en starfsemi hennar lognaðist út af þar sem síðu bárust fáar eða engar umsóknir. Niðurlagning h hafði ekkert með Listaháskólann að gera. Tónlistardeild Listaháskólans býður upp á þr ára nám til fyrstu háskólagráðu (Bachelorsnám) ið felur í sér mikið úrval námskeiða á þeim sviðu nemendur velja sér auk öflugs kjarna af tónfræð um. Meginmarkmiðið er að styðja nemandann í skerpa sköpunargáfu sína, skapa námi hans nau lega umgjörð svo hann geti leitað sér fjölbreyttr þekkingar og þjálfunar innan skólans, og hjálpa að þroska sig til listamanns á því sviði sem hugu stefnir til. Inntakið er listin sjálf, tónlistin, en mi og aðferðirnar eru mismunandi. Kjartan Óskarsson gerir að umtalsefni í grein að Listaháskólinn hafi ekki farið þá leið að stofn hæfðar kennaradeildir fyrir tónlistarkennara ein þær sem reknar voru við Tónlistarskólann í Rey og hann gerir það að kröfu sinni að hér á landi ve starfrækt tónlistarkennaradeild á háskólastigi þ kennaranámið er í forgrunni. Stefna Listaháskó varðandi kennaranámið hefur verið skýr. Skólin fram öflugt alhliða tónlistarnám á fyrsta háskóla Nemendur fá þjálfun í að miðla þekkingu sinni o með sér sjálfstraust til þess að takast á við flókn verkefni á sínum sviðum. Nemandi úr tónlistard vel undirbúinn til þess að fara í framhaldsnám, h sem er sem kennari eða eitthvað annað, og hann Listir og kennarame Eftir Hjálmar H. Ragnarsson Þ AÐ er gott að vera Íslendingur í Úg- anda, ekki síst í héraðinu Kalang- ala, stórbrotnum eyjaklasa úti á Viktoríuvatni – einhverju stærsta stöðuvatni í heimi – og fylgjast með eyjarskeggjum í kennslustund úti undir tré, í fullorðinsfræðslu á vegum Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands. Gleðin skín úr hverju andliti; bjartsýni, kraftur og þor þrátt fyrir lítil efni og margvísleg bágindi. „Þakka ykkur fyrir, Íslendingar, að hafa trú á okkur,“ segir ung kona við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sem sat í gær ásamt íslensku sendinefndinni og fylgdist með. „Hér áður fyrr gat ég ekki lesið og ekki heldur skrifað nafnið mitt. Nú get ég gott betur en það!“ bætir unga konan við, sigri hrósandi og skrifar nafnið sitt fallegum og skýrum stöfum á spjald sem sett hefur verið upp. Viðstaddir klappa innilega fyrir þessari ynd- islegu konu sem er svo ánægð með það að fá að læra. Eins og allir þeir sem kynnst hafa fullorð- insfræðslunni af eigin raun, því gríðarleg spurn er eftir því að komast í tíma og ljóst að brýn þörf er fyrir fræðslu og menntun hér í landinu, ekkert síður en fyrir matvæli og heilbrigð- isþjónustu. Allt helst þetta í hendur. Úganda er tiltölulega lítið land í miðri Aust- ur-Afríku, aðeins um 241.000 ferkílómetrar að stærð. Úganda á landamæri að Súdan, Kongó, Rúanda, Tansaníu og Kenía. Höfuðborgin heitir Kampala, íbúarnir eru um 24 milljónir, en stærstur hluti þeirra býr í dreifbýlissam- félögum. Enska er opinbert tungumál, en auk þess tala um tveir þriðju íbúanna tungumál af bantu- og niloticstofni, swahili og arabísku. Íbúar Úganda hafa gengið í gegnum sinn skammt af hörmungum á umliðnum áratugum. Borgarastyrjaldir, ógnarstjórn Idi Amins, nátt- úruhamfarir og hungursneyðir. En margt bend- ir til þess að þetta fallega ríki í Austur-Afríku sé á uppleið á ný, og Kristján Erlingsson, kraft- mikill Önfirðingur sem starfað hefur við útgerð og fiskútflutning hér í Kampala í um átta ár, sagði mér í gær að landið væri allt annað en fyrir átta árum, þegar hann kom fyrst. „Mun- urinn er eins og svart og hvítt,“ útskýrir hann. Úgandamenn mynda þjóð, sem er sannkallað fjölmenningarsamfélag. Einn þriðji þjóðarinnar er lútherstrúar, annar þriðji kaþólskur og 15– 20% múslimar. Átök í nágrannalöndum hafa valdið því að í landinu búa yfir 237.000 flótta- menn. Lífslíkur fólks í Úganda eru aðeins um 44 ár og barnadauði er algengur. Sem betur fer virðist hins vegar þróunin horfa til betri vegar, enda þótt langt sé í land og til að mynda hefur Úganda hlotið mikla viðurkenningu fyrir árang- ur í baráttunni gegn alnæmi. Þróunarsamvinnustofnun Íslands valdi Úg- anda sem nýtt samstarfsland árið 2000 eftir beiðni frá þarlendum stjórnvöldum. Áhersla er einkum lögð á fiskveiði- og félagsmál auk sem aukinni athygli hefur verið beint að nýtingu jarðvarma, enda er talið að Úganda búi yfir auðlindum á því sviði. Unnið er að marg- víslegum verkefnum á öllum þessum sviðum, ýmist alfarið á vegum ÞSSÍ eða í samvinnu við frjáls félagasamtök á borð við ASÍ og ABC- hjálparstarf. Alþýðusamband Íslands hefur stutt myndarlega við bakið á fræðsluþættinum í starfsemi ÞSSÍ hér í Úganda og ABC- hjálparstarf, sem hefur unnið hér að metn- aðarfullu uppbyggingarstarfi um árabil, hefur í samvinnu við ástralska hjálparstofnun byggt upp skólastarf í Kitetikka. Nemendurnir þar koma allir úr erfiðum aðstæðum. Flestir frá Norður-Úganda þar sem stríð hefur geisað und- anfarin 15 ár. Einnig eru nemendur teknir úr nágrenni skólans og þessi börn eru þá föður- eða móðurlaus, eða frá mjög fátækum fjöl- skyldum. Árið 2003 styrkti ÞSSÍ byggingu heimavistar fyrir stúlkur á gagnfræðaskólastigi sem stunda nám við Kitetikka-skólann. Heimavistin á að þjóna 200 stúlkum. Alls eru um 300 nemendur sem stunda nám á þessu námsstigi. Gert er ráð fyrir að byggingunni verði lokið í desember 2003 og þegar eru áform um frekari uppbygg- ingu í ljósi mikillar eftirspurnar. Fleira mætti nefna. Í Kampala er unnið að kertaverkefni sem miðar að því að aðstoða heimilislausar stúlkur við að koma undir sig fót- unum. Þar hefur íslensk kona, Erla Halldórs- dóttir að nafni, unnið mikið og gott brautryðj- endastarf. Stúlkurnar koma allar úr erfiðum aðstæðum, eru munaðarlausar og hafa flestar verið á götunni í einhvern tíma. Sumar þeirra e b t a t e r ö b a G f v s e n 2 s i h a v a a s í l á Úgandabréf Úgandabúar í fullorðinsfræðslu á vegum Þróunarsa Kampala. Eftir Björn Inga Hrafnsson BUSH FÆR MEÐBYR Samhljóða ályktun öryggisráðs Sam-einuðu þjóðanna á fimmtudag um Írak kemur sér vel fyrir George Bush Bandaríkjaforseta. Í ályktuninni eru ríki heims hvött til að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar í Írak bæði með fjárframlögum og herafla. Bandaríkjastjórn hefur átt undir högg að sækja undanfarið vegna stöð- unnar í Írak. Nánast daglega falla bandarískir hermenn og nú er svo komið að fleiri hafa fallið eftir að Bush lýsti því yfir að stríðinu í Írak væri lokið heldur en féllu í innrásinni til að steypa Sadd- am Hussein. Fjölmiðlaumræða í Banda- ríkjunum hefur smám saman verið að breytast og er orðin mun gagnrýnni í garð forsetans heldur en var. Athygli vakti þegar leiðtogar beggja flokka í ut- anríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, demókratinn Joseph Biden og repúblikaninn Dick Lugar, sögðu að Bush væri búinn að missa stjórn á málum í Írak og hvöttu hann til að taka af öll tvímæli um það hvort hann væri við stjórnvölinn eða þrasgjarnir ráðherrar. Nú er svo komið að aðeins 44% Bandaríkjamanna eru samkvæmt skoðanakönnunum þeirrar hyggju að stjórn Bush hafi farið rétt að í Íraks- stríðinu. Ekki er ljóst enn hvað ályktun Sam- einuðu þjóðanna mun hafa í för með sér, en líklega mun það að einhverju leyti skýrast á ráðstefnu, sem haldin verður í Madríd á Spáni í næstu viku, hvort og hversu mikið aðrar þjóðir en Banda- ríkjamenn eru reiðubúnar til að leggja af mörkum. Stjórnvöld í Frakklandi, Þýskalandi og Rússlandi útilokuðu til dæmis að lönd þeirra myndu veita nokkra hernaðar- eða fjárhagsaðstoð að svo komnu máli. Á hinn bóginn veitir ályktunin Bandaríkjamönnum í raun al- þjóðlegt samþykki fyrir hersetu Banda- ríkjamanna í Írak. Það er mikilvægt að uppbygging Íraks gangi vel. Um leið og ályktun Sameinuðu þjóðanna hlýtur að vera Bush léttir eykst þrýstingurinn á hann að standa við fyrirheitið um að koma á bættu þjóðfélagi í Írak. Bush hefur lagt beiðni um 87 millj- arða dollara framlag til uppbyggingar í Írak og Afganistan fyrir þingið og lík- legt er að Bandaríkjamenn muni bera hitann og þungann af uppbyggingunni hvað sem ályktun Sameinuðu þjóðanna líður. Bandaríkjamenn þurfa ekki að- eins að skapa öryggi í Írak, þeir þurfa einnig að tryggja hið pólitíska ástand í landinu og eru að komast að því að það er hægara sagt en gert. Vissulega eru peningar nauðsynlegir, en þeir leysa ekki öll vandamál og það dugar ekki að endurtaka í sífellu að allt sé á réttri leið til þess að svo verði. Öryggisráðið ákvað hins vegar að sýna Bandaríkjamönnum samstöðu í fyrradag. Þar kunna ýmsar hvatir að hafa ráðið för, en Bandaríkja- forseti verður að nýta sér þennan með- byr. BANKAR OG ATVINNULÍFIÐ Töluverðar umræður hafa orðið umstöðu bankanna í íslenzku at-vinnulífi eftir þau miklu um- skipti, sem urðu á vettvangi viðskipta- lífsins fyrir skömmu, þegar verulegar breytingar urðu á eignarhaldi nokkurra lykilfyrirtækja. Engum þarf að koma á óvart, þótt þáttur bankanna í þeim breytingum hafi orðið tilefni til um- ræðna. Hægt er að færa rök að því að ís- lenzku bankarnir séu alltof sterkir og umsvifamiklir í hlutfalli við stærð at- vinnulífsins hér og er sennilega erfitt að finna hliðstæð dæmi um stöðu banka í nálægum löndum. Félag viðskiptafræðinga og hagfræð- inga efndi til umræðufundar um þetta mál í fyrradag. Verulega athygli vakti á hvern veg Erlendur Magnússon, einn af helztu stjórnendum Íslandsbanka, tal- aði á fundinum. Í ræðu sinni sagði Er- lendur m.a.: „Það er mín skoðun, að það samræm- ist ekki hagsmunum banka að vera stefnuráðandi fjárfestir nema í fyrir- tækjum á sviði fjármálaþjónustu. Það getur leitt til hagsmunaárekstra, bæði í viðskiptum við þessi fyrirtæki og ekki síður í viðskiptum við aðra viðskipta- vini. Og það getur þar af leiðandi dregið úr trausti á banka en traust er mikil- vægasta eign fjármálafyrirtækis. Stjórnendur eiga að einbeita sér að því, sem þeir kunna og geta gert en ekki vera að dreifa athygli sinni í ýmsar átt- ir.“ Þetta eru heilbrigð sjónarmið og ástæða til að fagna því, að einn af for- svarsmönnum Íslandsbanka talar á þennan veg. Í Morgunblaðinu í dag má finna um- mæli forsvarsmanna Landsbanka og Kaupþings-Búnaðarbanka um sama mál. Svo virðist sem þeir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans og Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings-Búnaðarbanka séu ekki til- búnir til að ganga jafn langt í yfirlýs- ingum og Erlendur Magnússon. Það er þó sagt með þeim fyrirvara, að vissulega má túlka ummæli þeirra á ýmsa vegu. Sigurjón Þ. Árnason segir: „Margir átta sig ekki á því, að íslenzkir bankar eru ekki bara að reka útibú heldur líka fjárfestingarstarfsemi en í henni felst m.a. að koma á umbreytingum á fyrir- tækjum. Bankarnir eiga hluti í fyrir- tækjum í skamman tíma og taka með því þátt í umbreytingarferli ... Þar sem ég þekki til halda Kínamúrarnir ágætlega. Menn eiga alveg að geta treyst því að þeir séu í lagi.“ Allt eru þetta álitamál. Eftir stutta reynslu af því að viðskiptabankastarf- semi og fjárfestingarbankastarfsemi séu rekin á vegum eins og sama banka er ljóst að vaxandi efasemda gætir í at- vinnulífinu og á meðal stjórnmálamanna um að það sé skynsamlegt. Hvort svo- nefndir Kínamúrar haldi í íslenzku sam- félagi er í bezta falli mjög umdeilanlegt. Sigurður Einarsson færir sterkari rök fyrir því, að margt sé jákvætt í þeim afskiptum banka af fyrirtækjum sem hér eru til umræðu. Hann segir: „Fjárfestingar bankanna, til dæmis Kauþings-Búnaðarbanka í fyrirtækjum eins og Össuri, Bakkavör og Baugi gerðu þessum fyrirtækjum kleift að stunda útrás. Við áttum á tímabili yfir 30% í Bakkavör, svipað í Össuri og um 20% í Baugi. Innkoma bankanna í þessi fyrirtæki hefur verið verulega verð- mætaskapandi fyrir fyrirtækin og þjóð- félagið í heild.“ Sigurður Einarsson bendir hér á nokkur vel heppnuð dæmi um aðild banka að fyrirtækjum, sem vissulega er ástæða til að taka eftir. Þannig er hægt að finna rök bæði með og á móti. Flestir hljóta þó að verða sammála um, að það kunni ekki góðri lukku að stýra, að bankarnir verði með einum eða öðrum hætti allsráðandi í at- vinnulífinu. Þess vegna er hin varfærna stefna, sem Erlendur Magnússon lýsir líklegust til að stuðla að farsælli þróun atvinnulífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.