Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRAMANDI fólk sem heimsækir borgina veitir því athygli hversu mikil víðátta er hér og hreint loft. Heima hjá því er byggðin oft þétt, húsaraðir með fram götum, víða lítið annað útsýni en blár himinn ofan við með þungu andrúmslofti stórborgarinnar. Einmitt þetta kom mér í hug þegar ég skoðaði skipulags- sýninguna sem var hér í Bankastræt- inu. Það er margt að sjá, vafalaust margt til fyrirmyndar hvernig má þétta byggðina í borginni. En er allt fengið með því? Sérstaklega beindist athygli mín að gamla hafnarsvæðinu þar sem vænt- anleg byggð er sýnd, blokkir með- fram götum þar sem ætlað er að koma fyrir þéttri byggð bæði með íbúðum, tónlistarhöll og ýmsum fyr- irtækjum. Grunnhugmynd þessarar áætlunar er að sökkva Geirsgötunni niður í undirgöng og gera bílastæði í kjöllurum hvar sem hægt er. Ef mið- að er við 150.000 ferm. bygg- ingastærð næst er talið að gera megi stæði fyrir 2.150–4.300 bíla í undir- heimum. Einhver hefur líka bent á að gera stæði fyrir bíla undir Arnarhóli, annar undir Tjörninni og sá þriðji vill gera jarðgöng undir Þingholtunum til þess að bjarga miðborginni eins og það heitir. Og nú má spyrja: er stefn- an sú að grafa sig niður undir jarð- aryfirborðið? Verði þessum áætl- unum fylgt eftir má benda á að þær aðfærsluæðar sem nú eru í dag til miðborgarinnar geta tæpast annað þessari útvíkkun. Og þar er vandamál sem þarf að taka með í reikninginn við skipulagið. Með því að gera smáútúrdúr má spyrja: Var ekki Kringlumýr- arsvæðið (ásamt íþróttavellinum) hannað sem ný miðborg? og reyndist það ekki mikill léttir á gatnakerfi borgarinnar þegar Smárinn var byggður? Þegar litið er á kort af höfuðborg- arsvæðinu sést hversu lítill blettur það er sem um er rætt og hlýtur það að vekja undrun, ef reynt verður að klessa öllu þessu niður á það litla svæði. Íbúar þess eru nú um 160.000 og búa þeir í sjö sveitarfélögum eins og kunnugt er. Sjö bæjarstjórar eða sveitarstjórar, litlir kóngar með skotthúfur þar sem hver hugsar um sitt ríki. Sjö sveitarstjórnir, jafn- margir skipulagsstjórar og skipu- lagsnefndir. Ekki er ólíklegt að við skipulagsvinnu starfi á þriðja hundr- að manns svo allir sjá að þetta er mjög þungt í vöfum og ekki síst þegar hnútur falla á milli. Þar að auki fjalla allar sveitarstjórnirnar um hvert og eitt mál sem leysa þarf. En lítum á nokkur atriði af handa- hófi sem sýna þetta misgengi. Sel- tjarnarnes er í sama kjördæmi og Grindavík. Kópavogsland er skipt í þrjá aðskilda hluta, Reykjavík í tvo og Garðabær og Bessastaðahreppur eiga sameign. Litla kaffistofan er í Öl- vushreppi, Elliðavatn tilheyrir Reykjavík og Gunnarshólmi Kópa- vogi. Skipulag sveitarfélaganna er lít- ið samræmt og margar nefndir eru starfandi við ýms mál, þar á meðal skólamál. Hafnir eru í Reykjavík og Hafnarfirði fyrir alla. Orkuveita Reykjavíkur sér öllu svæðinu utan Seltjarnarness fyrir hitaveitu og á þar að auki allar lagnir henni tengd- ar. Einnig þjónar Orkuveitan raf- orku- og vatnsþörfinni á svæðinu að undanskildum Hafnarfirði og Garða- bæ. Ef við lítum á þátt ríkisins þá eru á svæðinu fjögur aðskilin sýslumanns- embætti og löggæslur, fjórar stofur almannatrygginga, tvær tollstofur, tvær skattstofur og fjölmargar skóla- nefndir framhaldsstigsins. Þá eru út- gjöld ríkisins til ýmissa vafasamra út- gjalda ótalin, svo sem til óarðbærra hafnarmála á Seltjarnarnesi, í Kópa- vogi og Garðabæ og ennfremur til samgöngumála en þar þarf Vega- gerðin að hafa samvinnu við sjö aðilja. Svona má lengi telja. þegar hugmyndir um sameiningu hafa verið bornar undir ráðamennina hafa undirtektir verið dræmar, því enginn vildi missa sína skotthúfu. Öll- um ber þó saman um að með henni myndu sparast miklir fjármunir fyrir sjóði allra landsmanna, en það virðist ekki skipta höfuðmáli. Allt samstarf verður líka skilvirkara og gegnsærra. Svipað ástand mun hafa komið upp vestur í Winnipeg fyrir mörgum ár- um. Var sú borg margklofin, en þegar talað var um að sameina bæjarhlut- ana töldu skotthúfumennirnir þar því allt til foráttu. Málið endaði þannig að sjálft löggjafarþingið tók í taumana og setti lög um sameiningu og allt nöldur gleymdist fljótt. En áður en slíkt gerist hér þarf vitaskuld að gera allsherjar úttekt á málinu og ræða þá kosti sem fyrir hendi eru. Einn er sá að svæðið verði ein heild, og annar að Hafnarfjörður, Garðabær og Bessa- staðahreppur verði sér á báti. Hér að framan var bent á það að núverandi gatnakerfi í borginni myndi varla geta annað þeirri umferð sem hlýst af þeirri viðbót sem rætt hefur verið um. Ef við hugsum t.d. um fjörutíu ár fram í tímann þá má ætla að íbúafjöldinn á svæðinu verði nálægt 200.000 manns og þar með vex álagið á gatnakerfið mikið. Sá sem þetta ritar man eftir þeim tíma þegar ytri mörk bæjarins voru við Landspítalann, Skólavörðuholtið og lítið austur fyrir Hlemm. Sjá þá allir hversu mikið borgin hefur þanist út. Í framtíðinni verður byggt til norðurs og suðurs og líka langt til austurs. Ekki er ólíklegt að byggðin þar nái þá alla leið austur fyrir Gunnarshólma. Þetta styður það hve bráðnauðsyn- legt það er að af sameiningu verði og gert verði heildarskipulag af öllu svæðinu. Ef svo verður þá verður hér að lokum að bent á tvö atriði til um- hugsunar. a. Nú er ljóst að flugvöllurinn verð- ur hér um ókomin ár. Til stendur að reisa nýja flugstöð við hann og er henni ætlaður staður nærri flugskýli Landhelgisgæslunnar. Við það þarf að færa Hlíðarfótinn lítilsháttar til og gera víðáttumikil bílastæði. Þar að auki vantar bílastæði fyrir Nauthóls- víkina. Er þangað er komið er stutt í Fossvoginn. Nú er ein hugmynd að framlengja götuna inn eftir voginum, gera stóra uppfyllingu á Fossvogs- leirunni og tengja götuna við Hafn- arfjarðarveginn með hringakstri. Þá er líka til í myndinni að tengja þver- götur í Kársnesinu við þessa mynd. Með þessu móti er hægt að færa hluta umferðarinnar eftir Hlíðarfæt- inum alla leið yfir að Njarðargötu. Þar með er hægt að létta mikið af þeirri umferð sem stefnir norður á við. b. Eins og áður er sagt skiptir Mos- fellsbærinn höfuðborginni í tvo hluta. Það hefur valdið því að í skipulaginu er gert ráð fyrir að vegtenging borg- arinnar liggi frá Geldinganesinu yfir á Álfsnesið með stórri og kostn- aðarsamri brú. Ef þessi tvískipting hefði ekki verið hefði veglínan vafa- laust verið lögð meðfram ströndinni og hefði verið milljörðum ódýrari. Skipulag höfuðborgar- svæðisins Eftir Ólaf Pálsson Höfundur er verkfræðingur. Í STAÐ þess að bíða fullur til- hlökkunar þessa dagana eins og svo mörg undanfarin ár eftir að 15. októ- ber renni upp, og rjúpnaveiðar megi hefjast, þá eru allt aðrar hugsanir sem fara um huga mér þessa dagana sem ekkert eiga skylt við tilhlökkun eða eft- irvæntingu. Í stað þess að vera að undirbúa árlega veiðiferð sem við höfum farið saman fjórir félagar ár eftir ár þá hugsa ég, hvernig var þetta hægt, hvað skeði? Það er sama hvað ég hugsa, ég fæ bara eitt svar, það svar er Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra! Hún gat með ráðherravaldi (og geðþóttaákvörðun) bannað rjúpna- veiðar næstu 3 árin án þess að hafa nein vísindaleg rök sér til stuðnings. Siv var fljót að berja sér á brjóst þegar skoðanakönnun var gerð með- al landsmanna um álit þeirra á rjúpnaveiðibanninu og sagði nið- urstöðuna sína ótvírætt að meirihluti landsmanna væri meðmæltur bann- inu. Niðurstöður úr könnuninni voru að 37,8% voru mjög sammála bann- inu en 20,9% frekar sammála bann- inu, taktu eftir Siv, frekar sammála. Þetta gerir samtals 58,7% sem mér finnst ekki mjög sannfærandi þegar tillit er tekið til þeirra sem eru bara frekar sammála. En af því ég er nú farinn að tala um prósentur þá er best að halda því áfram. Framsóknarflokkurinn fékk ekki nema rétt um 17% atkvæða í síð- ustu kosningum. Ekki veit ég Siv hvað þú lest út úr því en ég skil það þannig að 83% Íslendinga vildu ekki sjá ykkur á þingi. Þetta eru blákaldar staðreyndir en ekki fórst þú eða þinn flokkur eftir því. Af hverju bannaðir þú rjúpnaveið- ar í 3 ár í stað 5 ára eins og mælt var með við þig ? Getur verið að það spili inní að það verða kosningar sama ár og áætlað er að leyfa veiðar á rjúpu aftur? Af hverju ekki bara að hundsa alveg ráðleggingar og leyfa veiðar áfram, þetta er hvort sem er geð- þóttaákvörðun. Mig langar að vitna aftur í veiði- ferðina sem við höfum farið 15. októ- ber félagarnir undanfarin ár. Við borgum fyrir þessa 4 daga 40.000 kr, sá bóndi fær ekki þessar krónur í haust frekar en aðrir bændur sem hafa reynt að bjarga sér með þessari aukabúgrein. Ég fullvissa Framsóknarflokkinn um að pólitískt minni veiðimanna er gott á Íslandi. Það eru um 10.800 manns (útgefin veiðikort) sem stunda skotveiðar á Íslandi. Mjög lítill hluti veiðimanna er meðmæltur þessu banni. Við gleymum ekki næst þegar kosningar verða. Það sætir einnig furðu minni að umhverfisráðherra blæs á öll rök sem mæla gegn þessu banni og hún gengur þvert á rök Um- hverfisstofnunar sem mælti með öllu öðru en veiðibanni, af hverju? Hvaða hagsmuna hefur umhverfisráðherra að gæta ? Mig langar að grípa niður í skýrslu umhverfisnefndar þar sem segir eft- irfarandi: „Umhverfisstofnun er stjórnsýslu- stofnun og ber sem slíkri að fylgja meginreglum stjórnsýslulaga og líta til fleiri sjónarmiða en Nátt- úrufræðistofnun, telur að þau gögn sem lögð hafa verið fram og hún er beðin að segja álit sitt á, sýni ekki fram á nauðsyn þess að alfriða rjúp- una í tiltekinn árafjölda“ Það mætti halda að ráðherra hefði alls ekki lesið það sem henni var ráð- lagt af Umhverfisstofnun sem hefur það verk meðal annars að gefa ráð- herra ákveðna stefnu í málum sem ráðherra hefur ekki vit á. Nei, hún fer frekar eftir Náttúrufræðistofnun sem hefur ekkert með málið að gera. Nú ef það er rétt hjá mér þá getur umhverfisráðherra lesið allt um til- lögur Umhverfisnefndar á netinu, slóðin er http://www.ust.is/media/ umsagnir/rjupnamalid.pdf Það mætti líkja þessu við að spyrja pípara um ráð í sambandi við raf- magn í stað rafvirkja. En að lokum skora á alþingi að samþykkja sölu- bann á villibráð og bjarga þar með umhverfisráðherra úr krísunni, en það myndi leysa þennan hnút sem þetta mál er komið í. Og Framsókn, það stefnir allt í að þið séuð að hverfa úr pólitísku lands- lagi á Íslandi. Það er mín staðfasta trú að rjúpnaveiðibannið sem þið stóðuð fyrir hægir ekki á þeirri þróun heldur þvert á móti flýtir henni. Spurning hvort Framsókn verði köll- uð hvarf-sókn eftir næstu kosningar? Opið bréf til umhverfisráð- herra og Framsóknarflokksins Eftir Kjartan Antonsson Höfundur er útivistar- og veiðimaður. UNDANFARINN áratug hef ég unnið að því áhugamáli mínu að fá þjóðir heims til að taka höndum saman svo að lækn- ing á mænuskaða megi verða að veru- leika. Árið 1999 kom Al- þjóðaheilbrigð- ismálastofnunin, WHO, til liðs við málstaðinn á þann hátt að þjóðir heims gætu sameinast undir merkj- um stofnunarinnar. Í framhaldi af því var haldinn fundur hérlendis með 25 brautryðj- endum á sviði meðferðar og lækn- inga á mænuskaða. Af fundinum leiddi að Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri WHO, mæltist til þess við Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra að stofnsettur yrði hérlendis alþjóð- legur upplýsingabanki fyrir mænu- skaða undir merkjum WHO og Ís- lands. Ásamt því að Ísland ynni að þróun mænuskaðamála við hlið WHO á alþjóðavettvangi. Í september sl. skipaði heilbrigð- isráðherra nefnd sem vinna skal að framgangi þessara mála. Hlutverk bankans mun verða að afla og miðla þekkingu sem stuðlað getur að því að lækning á mænuskaða verði að veruleika. Auk þess sem nefndinni er ætlað að standa fyrir alþjóðlegum fundum og ráðstefnum um málefnið. Nú þegar stofnun bankans hefur verið beint í réttan farveg þá þykir mér rétt að taka næsta skref. Í því efni er stefna mín sú að fá framleitt myndband um ungt fólk sem lamast hefur vegna skaða á mænu og geng- ist hefur undir tilraunameðferðir og náð árangri. Markmiðið með mynd- bandinu er að koma þeim boðskap á framfæri að íhuga þurfi að breyta meðferð þeirra er mænuskaða hljóta í samræmi við þær framfarir sem átt hafa sér stað á sviði taugavísinda og tækni undanfarna tvo áratugi. Saga-Film hefur lýst sig reiðubúið til framleiðslu myndbandsins og er fyrirtækið tilbúið til að nýta sam- bönd sín og koma myndbandinu til sýninga í sjónvarpi sem víðast. Myndbandið er ætlað almenningi og áætlaður kostnaður við gerð þess er á bilinu 8–10 milljónir króna. Til þess að fjármagna gerð mynd- bandsins leita ég nú til íslenskra kvenna í nafni sjóðs sem starfs- systur mínar á skurðstofum Land- spítalans við Hringbraut stofnuðu til stuðnings hugsjón minni. Ég bið ykkur, konur, um að leggja sjóðnum lið með fjárframlögum, sé þess nokkur kostur. Ég yrði afar þakklát ef íslenskar konur vildu fylkjast að baki mér og verkefninu í þetta sinn og gera mér kleift að gera hluti sem skipta veröldina svo afar miklu máli. Reikningsnúmer Sjóðs íslenskra kvenna til stuðnings lækningu á mænuskaða: 1151-15-551500 – (SPRON Seltjarnarnesi.) Kennitala sjóðsins: 540202-3110. Ákall til íslenskra kvenna Eftir Auði Guðjónsdóttur Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.