Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 43 Dömu- og herranáttföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 Hættumat fyrir Bíldudal Í samræmi við ákvæði laga nr. 49/1997 og reglugerðar nr. 505/2000 hefur verið unnin tillaga að hættumati vegna ofanflóða fyrir Bíldudal. Tillagan liggur nú frammi til kynningar á bókasafninu á Bíldudal, á skrifstofu Vesturbyggðar á Patreksfirði og er einnig kynnt á heimasíðu Veðurstofu Íslands www.vedur.is/snjoflod/haettumat Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Vesturbyggðar á Patreksfirði fyrir 15. nóvember næstkomandi. Hættumatsnefnd Vesturbyggðar LÖGREGLAN í Reykjavík hefur undanfarin ár þurft að kljást við rekstrarvanda. Til að varpa nokkru ljósi á hann og ýmis atriði í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er þessi grein skrifuð. Rekstrarvand- anum hefur einkum verið mætt með fækkun lögreglu- manna og minni yfirvinnu síðustu ár- in enda eru laun um 84% af heildar- útgjöldum lögreglunnar. Ársverk lögreglumanna verða um 265 á árinu 2003 og ekki eru líkur til að þau auk- ist að ráði á næsta ári. Dóms- málaráðherra á að ákveða fjölda stöðugilda lögreglumanna skv. lög- reglulögum og eru þau nú 295 hjá lögreglunni í Reykjavík. Þarna er mikið misræmi sem ekki verður lag- að nema með því að hækka fjárveit- ingar til að manna þessi 30 lausu stöðugildi eða fækka skráðum stöðu- gildum í takt við fjárveitingar. En hvorugt er gert. Raunhækkanir fjárveitinga síðustu árin Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2004 hækka fjárveitingar til lögregl- unnar í Reykjavík um 15 m.kr. til að gera lögregluna sýnilegri og efla for- varnastarf og er það að sjálfsögðu já- kvætt. En þessi hækkun er innan við 1% hækkun og heldur ekki í við margvíslegar kostnaðarhækkanir síðustu ára sem ekki hafa fengist fjárveitingar fyrir. Má þar nefna hækkun launatengdra gjalda, hækk- anir vegna ökutækja lögreglunnar og hækkanir vegna fjarskipta lögregl- unnar. Þegar hækkanir fjárveitinga eru vegnar á móti þessum kostn- aðarhækkunum þá er niðurstaðan sú að raunhækkun fjárveitinga síðustu árin er nær engin. Á meðan hefur t.d. íbúum fjölgað, bifreiðum fjölgað og Reykjavíkurborg stækkað (t.d. Graf- arholtshverfið). Ósamræmi í fjárlagafrumvarpi Lítils samræmis virðist gæta hvort og hvenær fjárveitingar eru hækk- aðar. Nokkur dæmi skulu hér nefnd en hægt er að taka mun fleiri:  Húsaleigukostnaður embættisins hefur aukist síðustu árin vegna hækkana á leigusamningum og vegna viðbótarhúsnæðis. Allir samningar hafa verið gerðir með samþykki dómsmálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins en með því skilyrði að fjárveitingar hækki ekki. Dómsmálaráðuneytið er hins vegar nýflutt í nýtt húsnæði og þar hækka ráðuneytin fjárveitingar vegna aukins kostnaðar.  Hælisleitendum hefur fjölgað síð- ustu árin og margvísleg umsýsla vegna dvalarleyfa útlendinga auk- ist. Útlendingastofnun og lögregla vinna við þessi mál. Fjárveiting hækkar vegna þessa til Útlend- ingastofnunar en beiðni lögregl- unnar í Reykjavík um hækkun vegna þessa er hafnað.  Mikil aukning sekta síðustu árin hefur kallað á margvíslegan kostn- að lögreglunnar vegna útsendingu sekta og innheimtu þeirra. Fjár- veiting er hækkuð til þess embætt- is sem sér um útsendingu sekta en fjárveitingar til að standa undir innheimtu hjá lögreglunni í Reykjavík hækka ekki. Þetta hef- ur síðan haft í för með sér mikla fækkun umferðarsekta og um leið tekjutap upp á tugi milljóna króna fyrir ríkissjóð á árinu 2003.  Föngum hefur fjölgað síðustu árin og því hefur þurft að hækka fjár- veitingar til Fangelsismálastofn- unar. En fjölgun fanga kemur í kjölfar fleiri og/ eða alvarlegri af- brota. Hins vegar hefur tillögum lögreglunnar í Reykjavík um auknar fjárveitingar vegna rann- sóknar sakamála verið hafnað.  Fjármálaráðherra boðar hækkun gjalda af bensíni sem mun þýða um 1 m.kr. kostnaðarauka fyrir lögregluna í Reykjavík. Það kemur ofan á um 20 m.kr. hækkun kostn- aðar vegna aksturs lögreglubíla frá 2000 til 2003. Vart eykst sýni- leg löggæsla ef draga þarf enn frekar úr akstri ökutækja lögregl- unnar og ekki í takt við áherslur dómsmálaráðherra og rík- isstjórnar um sýnilegri löggæslu. Þá vekur athygli nú sem oft áður að fjárveitingar eru hækkaðar vegna rekstrarhalla ýmissa embætta og stofnana. Rekstrarvandi og kostn- aðarhækkanir hafa ekki verið næg ástæða til hækkunar fjárveitinga til lögreglunnar í Reykjavík síðustu ár- in og grundvallarrekstur embættis- ins hefur ekki fengist skoðaður. Ef embætti leysa málin sjálf, jafnvel með miklum niðurskurði, eru fjár- veitingar og rekstur þá ekkert skoð- uð? Er ekkert litið til árangurs stofn- ana, faglega og rekstrarlega, þegar fjárveitingar eru ákveðnar? Jafnvel vaknar sú spurning hvort það „borgi sig“ fyrir rekstur stofnana að stand- ast ekki fjárlög þegar til lengri tíma er litið og treysta á „björgunar- aðgerðir“ fjármálaráðherra. Stefnuyfirlýsing ríkisstjórn- arinnar vs. stefnumörkun ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin ætlar sér að styrkja lögregluna í landinu eins og stefnu- yfirlýsing hennar ber með sér: „Haldið verður áfram að styrkja lög- regluna í landinu, m.a. með því að auka sýnilega löggæslu. Öryggi borgaranna verður að hafa forgang. Vinna þarf að auknu umferðarör- yggi, bæði í dreifbýli og þéttbýli, m.a. með gerð mislægra gatnamóta og lýsingu vega.“ Hins vegar ber stefnumörkun rík- isstjórnarinnar í löggæslu næstu 4 árin eins og hún kemur fram í fjár- lagafrumvarpi þetta ekki með sér. Í töflu á bls. 351 um útgjaldaþróun kemur fram að ríkisstjórnin áætlar að auka framlag til löggæslumála úr 4.906 milljónum króna í 5.046 m.kr. milli áranna 2004 og 2007. Þessi aukning er um 0,94% árleg aukning. Mannfjölgun á Íslandi hefur verið rúmlega 1% síðustu árin. Hækkanir fjárveitinga halda því varla í við mannfjölgun. Það er því ekki hægt að sjá að stefnumörkun ríkisstjórn- arinnar skv. fjárlagafrumvarpi sé í miklum takti við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor. Fjárveitingavaldið ræður því hve stór og öflug lögreglan er hverju sinni og stjórnendum hennar ber að fara eftir ákvörðunum þess. En til þess að geta tekið slíkar ákvarðanir þarf fjárveitingavaldið að vera vel upplýst. Ef menn hafa áhuga á að kynna sér rekstur embættisins nán- ar er bent á ársskýrslur Lög- reglustjórans í Reykjavík síðustu ár- in (www.lr.is). Lögreglan í Reykjavík og fjárlagafrumvarp 2004 Eftir Sólmund Má Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri rekstrar- og þjónustusviðs Lög- reglustjórans í Reykjavík. NOKKUR umræða hefur orðið á árinu um lyfsöluna í landinu. Aukin framlög ríkisins vegna lyfjakaupa hefur verið ofarlega í umræðunni og hafa ýmsar skýr- ingar verið nefndar. Í grein um sam- keppni á samheita- lyfjamarkaði í Dan- mörku sem birtist í Mbl. 13. september sl. var hins- vegar bent á að það væri hagstætt fyrir söluaðila lyfja á Íslandi að verð lyfja væri skráð sem hæst því þá greiddi ríkið hæsta mögulega hlut í hverju lyfi. Það sem næðist út úr ríkinu af hverju lyfi væri há- markað. Einnig kom fram í sömu frétt að í Danmörku væri heild- sölum bannað að gefa apótekum afslætti nema sem næmi hagræð- ingu í dreifingu en hér á landi væru engin slík ákvæði. Þannig geta heildsalar, eða jafnvel hinn erlendi lyfjaframleiðandi, gefið ein- stökum lyfsölum ótakmaraðan og veltutengdan afslátt á sama tíma og ríkið er látið greiða sem allra mest. Þannig hámarkast hlutur „keðju“ lyfsalans. Í umræddri frétt Mbl. var talið að hugsanlegir af- slættir eigi aðallega við svokallaðar „keðjur“ og hafi ýtt undir „keðju- myndun“ í rekstri apóteka hér á landi. Að mati undirritaðs var það stór slys að leyfa „keðjumyndun“ á rekstrarformi apóteka á Íslandi. Enginn sjáanlegur sparnaður hef- ur orðið í lyfsölunni, þvert á móti hafa útgjöld ríkisins hækkað mikið og enginn ávinningur er fyrir við- skiptavinina hvað þá heldur að það fólk sem er að vinna á þessum vettvangi, búi við bættan hag. Lyfjafræðingar höfðu horft til þess að hin nýju lyfsölulög mundu veita frelsi í lyfsölunni en í stað frelsisins kom nýtt „helsi“, ný ein- okun sem er afl milljarða fyr- irtækja eins og Baugs/Lyfju. Ábyrgð á þessu er að sjálfsögðu hjá alþingismönnum sem sam- þykktu þessi nýju „frelsislög“ í lyf- sölunni með þessum hætti. Eins og önnur fyrirtæki sem reka skal með hagnaði samkvæmt arðsemiskröfu þá er Baugur/Bónus einmitt slíkt fyrirtæki og hefur fólk verið mjög þakklátt verðlækk- unum á matvörum og annarri þjón- ustu sem fyrirtækjasamsteypan hefur staðið fyrir. Þessi verðlækk- un hefur þó ekki leitt til lækkunar á verði lyfja. Til að ná árangri í rekstri „keðju“ þarf flókna og dýra vinnslu í markaðsmálum og víð- tæka rannsókn á því hvernig fólk hagar sínum innkaupum, hvaða vörur það kaupir, hvers vegna, hvenær og hvar. Almennt eru þetta kallaðar markaðsrannsóknir og stjórnun samskipta við við- skiptavini eða CRM. Sem eitt af fyrirtækjum Baugs virðist Lyfja apótek hafa aðgang að þessari flóknu og dýru vinnslu og er lík- lega eini aðilinn í lyfsölu í landinu sem hefur fjárhagsleg tök og tæknilega burði að framkvæma rándýra vinnslu af þessu tagi. Út- koman er að með háþróuðum að- ferðum sem eru þróaðar til að fá fólk til að kaupa allskonar neyslu- vöru á niðursettu verði þá er þetta milljóna markaðskerfi keyrt af alefli til að venja reglulegar komur fólks í Lyfju, væntanleg til að versla lyf. Fólk sem rætt er við veit varla hvers vegna það fer í Lyfju. Það bara fer þangað. Sjá má fólk á harða hlaupum fyrir ut- an Lyfju, svo mikið liggur við að komast þar inn. En hvað er það sem veldur þessari spennu að kom- ast í Lyfju? Með þessu flókna og öfluga markaðskerfi er búið að greina mikinn fjölda fólks þannig að lang- anir, þarfir og innkaupahegðun fólksins hefur verið nákvæmlega rannsökuð. Byggt á allskonar gögnum sem Lyfja/Baugur hefur aflað sér um viðskiptavinina er unnt að fara mjög nærri um þessar þarfir fólksins, jafnvel langt fram í tímann. Með því að aðlaga rekstur Lyfju að innkaupahegðun fólks er takmarkinu náð og lyfsalan og hagnaðurinn hámarkaður. Upplýs- ingarnar sem byggt er á geta ým- ist verið komnar úr verslunum Baugs eða úr lyfseðlum í Lyfju sbr rannsókn Svönu Helen Björns- dóttur verkfræðings. Úr þessu er síðan unnið og fínspilað á þarfir einstaklinga og hópa á þann hátt að þetta fólk finni sig knúið til að versla í Lyfju. Oftar en ekki er fólk með lyfseðla fárveikt þannig að það hefur væntanlega mun minni mótstöðu gegn hverskonar markaðsplotti en þeir sem ekki eru lasnir. Í skýrslu sem Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur vann fyrir Persónuvernd þá kom einmitt fram staðfesting á fjölda brota sem stjórnendur Lyfju framkvæmdu með ólöglegri meðferð persónu- pplýsinga, að “stjórnendur Lyfju geri viðskiptaáætlanir sem byggj- ast á öflun upplýsinga um aldur viðskiptavina, lyfjakaup þeirra og hvar þeir kaupi lyfin svo vitnað sé nánast beint í skýrslu verkfræð- ingsins. Brot stjórnenda Lyfju hafa því verið rækilega staðfest af fagmönnum sem tilnefndir hafa verið af þar til bærum yfirvöldum. Þá er enn algerlega órannsakaður sá þáttur sem snýr að Lyfjastofn- un en það eru brot á Lyfsölulögum og reglugerð um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir sem skapast við þessa ógnvænlegu markaðssetningu á lyfjum hjá Lyfju en algerlega er óheimilt að hvetja til lyfjakaupa með beinum eða óbeinum hætti. Það skyldi þó ekki vera að lyfja- reikningur ríkisins hafi snar hækk- að vegna þeirra markaðstengdu pressu og ólöglegu persónugrein- ingu á innkaupahegðunn við- skiptavina og sem virðist hvíla á fólki eins og mara og fer bara í Lyfju, hvað sem það kostar? Lyfsalan og lyfjaverð í landinu Eftir Sigurð Sigurðsson Höfundur er annar eigandi Skipholts Apóteks. Tafla 1. Þróun starfsmannafjölda síðustu árin Ársverk mánaðarlauna 2000 2001 2002 2003 (áætlað) Lögreglumenn 287,0 267,0 274,6 265 Afleysingamenn í lögreglu 10,0 10,0 10,0 8,0 Aðrir starfsmenn 77,0 72,5 83,3 75 Alls 374,0 349,5 367,4 348 Ath. að milli áranna 2000 og 2001 fækkaði ársverkum um 7 vegna flutnings stjórnstöðvar embættisins til Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar. ALÞJÓÐLEGUR beinverndardagur er mánudaginn 20. október næst- komandi og á þessum degi ár hvert halda beinverndarfélög innan Al- þjóðlegu beinverndarsamtakanna IOF, sem eru 155 talsins frá 75 löndum, upp á daginn í því skyni að vekja athygli almennings og stjórnvalda á þeim mikla vágesti, beinþynningu. Í ár er yf- irskriftin Lífsgæði – komum í veg fyrir fyrsta brot. Vágesturinn er í senn dulinn, því fólk veit oft ekki af hon- um fyrr en við fyrsta brot, og einnig alvarlegur, því hann skerðir lífsgæði verulega hjá þeim, sem brotna af völdum hans. Allt það sem heilbrigðu fólki finnst sjálfsagt að gera, s.s. að vera félagslega virkt, sinna fjölskyldu og vinum, ferðast, hreyfa sig o.s.frv. verður ekki lengur sjálfsagt. Það er því mikilvægt að koma í veg fyrir beinbrot af völdum beinþynningar. Rannsóknir benda til þess að eftir fyrsta brot fylgi önnur á eftir sem geta haft afar hamlandi afleiðingar fyrir þolendur þeirra. Algengustu brotin eru úlnliðsbrot, samfallsbrot í hrygg og mjaðmabrot. Talið er að um þriðja hver kona og áttundi hver karl brotni af völdum beinþynningar einhvern tíma á lífsleiðinni. En hvernig getum við komið í veg fyrir fyrsta brot? Það fyrsta sem kem- ur upp í hugann er forvarnir, þar sem kapp er lagt á að börn og unglingar nái góðri beinþéttni í uppvextinum. Hjá stúlkum eru árin 11–14 ára mik- ilvæg, en á þeim árum á mesti beinvöxturinn sér stað og hjá drengjum árin 13–17 ára. Á þessum árum verður að gæta vel að kalkríkri næringu og hollri hreyfingu. Einnig er mikilvægt hér á landi að börn taki lýsi eða fjölvítamíntöflur til að fá D-vítamín, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Aldrei er of seint að hefja forvörn með bættum lífsvenjum, og ég hvet landsmenn til þess að taka áhættupróf sem segir til um horfur á beinþynn- ingu. Þetta áhættupróf er að finna á heimasíðu Beinverndar www.bein- vernd.is. Sem betur fer er hægt að greina beinþynningu með svokölluðum beinþéttnimælingum og hægt er að meðhöndla sjúkdóminn með beinþéttn- ilyfjum til þess að draga úr líkum á beinbrotum. Verndum lífsgæðin – kom- um í veg fyrir fyrsta brot Eftir Halldóru Björnsdóttur Höfundur er íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri Beinverndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.