Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRJÁR gerðir takmarka í sam- skiptum. 1 Það sem þú sættir þig við frá öðrum til þín 2 Það sem þú sættir þig við frá þér til annarra 3 Það sem þú sættir þig við frá þér þín sjálfs Mörk – takmörk, hjálpa þér að greina á milli þess sem ert þú og þess sem ert ekki þú. Takmörk snúast um það að vera ábyrgur í samskiptum við aðra frekar en að taka á ábyrgð á öðrum. Mörk eru einnig um það að leyfa því góða að koma að sér en halda því slæma frá sér. Allir málaflokkar tilheyra ann- aðhvort manni sjálfum, öðrum eða Guði. Mín mál eru mínar hugsanir, til- finningar, mínar langanir, mín orð, ákvarðanir mínar og gjörðir mín- ar. Annarra mál eru annarra hugsanir, tilfinningar, annarra langanir, orð, ákvarðanir og gjörð- ir. Og mál Guðs er eiginlega flest allt annað. Að tileinka sér mörk er að læra að sjá um og hugsa um eigin mál. Þegar maður er villtur í hvar mörkin liggja þá er tilhneiging til að taka ábyrgð á málum annarra. En þú berð aðeins ábyrgð á mál- um sem snerta þig en ert ábyrgur gagnvart öðrum. Þetta þýðir að þú berð aðeins ábyrgð á að sjá um að þú sjálfur sért hamingjusamur. Með því að vera ábyrgur gagn- vart öðrum í stað þess að taka ábyrgð á öðrum manneskjum þá ertu til staðar þegar manneskjan þarf á hjálp þinni að halda en heldur þig á mottunni að öðru leyti. (Þó þetta hljómi kannski kuldalega og óvinsamlega þá er það ekki þannig í raunveruleik- anum.) Með því að hugsa um eigin mál þá hefur maður tögl og hagld- ir á eigin lífi og gefur öðrum frelsi og traust til að höndla sín mál og lifa sínu lífi. Á endanum getur þú aðeins stuðlað að eigin þroska og vexti ekki annarra. Mörk eru líka um það að segja nei. Það snýst um að segja nei við aðra sem vilja láta þig taka ábyrgð á þeirra málum og að segja nei við sjálfan þig þegar þú vilt bera ábyrgð á málum annarra. Tilfinningar þínar munu hjálpa þér að finna hvenær þú vildir hafa sagt nei í stað þess að játa. Gremja, skömm, sársauki, sam- viskubit, reiði, vonbrigði og þung- lyndi geta allt verið vísbendingar um að þú sagðir ekki nei þegar þú vildir hafa sagt nei. Er þér misboðið yfir einhverju sem sagt við þig? Láttu gremjuna leiða þig að hugmyndum að lausn- um í málinu. Fyllistu samviskubits og sekt- arkenndar yfir því hvernig þú komst fram við barnið sitt? Láttu samvikskubitið og sektarkenndina hjálpa þér að búa til mörk sem hindra þig í að gera þetta aftur. Talar þú stanslaust niður til þín og gerir lítið úr sjálfum þér í hug- anum? Láttu þá þunglyndið varða þér leiðina til að setja sjálfum þér mörk gegn sjálfsniðurrifi. Í öllum þessum dæmum er lyk- ilorðið – nei. – Nei, ég vil ekki lengur líða það að einhver beiti mig andlegu ofbeldi. Nei, ég vil aldrei aftur skaða barnið mitt. Nei, ég vil aldrei aftur niðurlægja sjálfa mig og gera mig svo þung- lynda að ég get ekki hreyft mig. Afhverju segjum við þá ekki nei? Það eru tvær ástæður fyrir því. Ef ég segi nei, þá verður hann reiður, hann hafnar mér, ég verð rekin, ég verð ástlaus, ég fæ sam- viskubit. Eða, ef ég segi nei, þá mun mér líða illa og finnast ég vera vond og hafa samviskubit yfir því að segja nei. Það furðulega er þó að því oftar sem maður segir nei því minna samviskubit fær maður og mætir minna neikvæði. Í staðinn eykst sjálfsálitið með hverju nei-i og maður öðlast meiri virðingu frá öðrum. Því miður er enn erfiðara að segja nei við sjálfan sig en aðra. En sem betur fer þá eykst kraft- urinn til að segja nei við sjálfan sig því oftar sem maður segir nei við aðra. Fyrst þegar maður getur sagt óhikað nei getur maður sagt óhik- að já. Hvers vegna er það? Þangað til maður er frjáls til að segja nei þá er jáið þitt, kannski eða nei í dul- argervi. Það er sjaldan ósvikið já. Þegar þú hefur leyst nei-in úr fjötrum verða já-in líka frjáls. Það er yndislegt tilfinning að segja já sem kemur frá innstu hjartarótum – já. Listin að segja nei og setja mörk Eftir Gitte Lassen Höfundur er ráðgjafi og heilari.GETUR verið að mennta- málaráðherra sé að ganga á bak orða sinna um Tónlistarhús þegar hann segir að ekki eigi að vera að- staða fyrir óperu í húsinu? Hann og forveri hans sögðu allt annað fyrir rúmu ári. Þá lýsti Björn Bjarnason m.a. þessu yfir: „Þess vegna er ég þeirrar skoðunar, að á málefna- legum forsendum og í samvinnu við þá, sem falið verður að vinna að framkvæmd málsins og útboði, eigi að vinna að því að salurinn verði útfærður með þessum hætti. Þá verða menn einnig að tala skýrt um efnisþætti málsins, það gerði ég: gryfja og ljósabúnaður í salinn til að unnt væri að setja upp gestasýningar.“ Og Tómas Ingi bætti um betur: „Það er rétt að Björn Bjarnason lýsti því yfir að hans vilji stæði til að húsið yrði búið hljómsveitargryfju og ljósa- búnaði, þannig að þar væri hægt að flytja óperur. Ég hef lýst því yfir að ég vilji standa við þessa viljayfirlýsingu og ekkert hafi breyst í þeim efnum.“ Nú segir Tómas Ingi að ekki sé gert ráð fyrir óperu og rökin eru: „Af því bara, það var búið að ákveða annað.“ Ráðamenn Óp- erunnar mega bara þakka fyrir að fá opinberan styrk til reskstrar síns og væri nær að halda sig á mottunni. Engin óperustefna Svo virðist sem íslensk stórn- völd undir forystu mennta- málaráðuneytisins hafi ekki mark- að sér neina sjálfstæða skoðun eða stefnu í framtíðarmálum óp- eruflutnings. Ég hef átt viðræður við fjölda aðila, sem hafa tekið þátt í og staðið vörð um þann þátt íslensks tónlistar- og menningarlífs sem mál tónlistarhúss varðar helst. Þar má nefna fulltrúa Íslensku óp- erunnar, stjórnanda Íslenska list- dansflokksins, Svein Einarsson leikstjóra, Jón Þórarinsson tón- skáld og fleiri, sem hafa lýst sig mjög fylgjandi því að í tónlistar- húsi yrði aðstaða fyrir óperuflutn- ing og fleiri listgreinar. Sama máli mun gegna um Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóra og Þórunni Sig- urðardóttur, framkvæmdastjóra Listahátíðar. Þá hef ég rætt við Ólaf B. Thors, formann nefndar um skipulag svæðis fyrir tónlistar- hús og ráðstefnumiðstöð, og Þor- kel Helgason, stjórnarformann Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þeir eru alls ekki andvígir mínum hug- myndum, en hjá þeim gætir var- kárni um að stjórnmálamenn gætu fallið frá öllu saman ef rætt væri um breytingar. Stjórn SÍ mun ekki hafa fjallað um þetta mál og hefur stofnunin því enga opinbera afstöðu tekið til þessara mála. Stjórn Íslensku óperunnar hefur lýst þeirri eindregnu afstöðu sinni að hún telji nauðsynlegt að að- staða verði fyrir óperuflutning í tónlistarhúsinu. Neikvæð svör hafa fengist frá menntamálaráð- herra, hér áður fyrr m.a. á þeim forsendum að bandarískt ráðgjaf- arfyrirtæki telji að ekki fáist nægilega góður hljómburður í hús- inu verði miðað við annað en flutn- ing sinfónískrar tónlistar. Ráðgjaf- arnir sögðu víst að þá næðist ekki fullkominn (optimal) hljómburður, heldur aðeins frábær (excellent). Málflutningur og rök mennta- málaráðherra eru hvorki full- komin né frábær. Þau eru ein- faldlega vanhugsuð og vond. Væntanlegt tónlistarhús á að sjálfsögðu að vera vettvangur sem flestra listgreina, en ekki að- eins sinfóníunnar, sem mun ekki nýta húsið til tónlistarflutnings oftar en einu sinni í viku skv. fyr- irliggjandi áætlunum. Sem vett- vangur fyrir listflutning stefnir í að tónlistarhúsið verði dautt hús. Um það mun áfram ríkja mikill ágreiningur og ergelsi, sem mun strax koma fram við vígslu þess og bygging hússins mun ekki verða aðstandendum þess til við- eigandi sóma. Ég leyfi mér því að skora á menntamálaráðherra að breyta afstöðu sinni í þessu máli og gera þær málamiðlanir, sem nauðsynlegar verða til að koma til móts við þarfir sem flestra listgreina. Falskir tónar ráðherra? Eftir Árna Tómas Ragnarsson Höfundur er læknir. AÐ komast að því að barn er með langvinnan eða ólæknandi sjúkdóm, varanlega fötlun eða önnur þroskafrávik er foreldrum áfall sem óþarfi er að fjölyrða um. Væntingar um framtíð barnsins breytast í áhyggj- ur. Við tekur grein- ing, rannsóknir, meðferð, upplýs- ingaleit um eðli sjúkdómsins eða hömlunarinnar, út- vegun hjálpartækja o.fl. Þessu fylgir vinnutap vegna umönnunar með tilheyrandi fjár- hagsvanda. Sam- skipti við heil- brigðis-, félags- og skólakerfi verða flókin og krefjandi. Fjölskyldulífið fer að snúast um þarfir hins veika eða fatlaða barns og lítill tími gefst til að sinna öðrum þáttum hefðbundins fjölskyldulífs. Það sem kemur foreldrum mest á óvart er hve mikill tími fer í að skipuleggja líf fjölskyldunnar og fá yfirsýn yfir þann stuðning sem tiltækur er vítt og breitt um „kerfið“ og hve oft þeim er vísað milli staða. Ætla má að 4.000– 5.000 börn á Íslandi hafi sérþarfir vegna langvinnra sjúkdóma, fötl- unar, athyglisbrests með eða án ofvirkni, misþroska eða annarra frávika. Þjónustumiðstöðin Sjónarhóll Nú í vor undirrituðu Foreldra- félag barna með AD/HD, Lands- samtökin Þroskahjálp, Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum samning um stofnun sjálfseignarstofnunar, sem mun sjá um rekstur þjón- ustumiðstöðvarinnar Sjónarhóls fyrir foreldra barna með sérþarf- ir. Þarfir foreldra fyrir stuðning og leiðbeiningar eru um margt þær sömu burtséð frá því hvert frávik barnsins er og oft geta skilin t.a.m. á milli sjúkdóms og fötlunar verið óljós. Ljóst er að slík sam- vinna eykur skilvirkni og auðveldar samnýt- ingu þeirrar þekkingar sem býr í hverju fé- lagi. Hugmyndin er að þau samtök sem að miðstöðinni standa verði þar til húsa með starfsemi sína. Starf og markmið Þjónustumiðstöðinni er ætlað að veita foreldrum barna með sérþarfir stuðning til að fóta sig í hlutverki sínu. Ráðgjafar stöðvarinnar kynna foreldrum þau réttindi sem þeir hafa frá hinu opinbera og veita þeim að- stoð við að fá notið þeirra. Ef þurfa þykir kemur ráðgjafi á sam- vinnu þeirra sem veita viðkom- andi fjölskyldu þjónustu svo sem skóla, heilsugæslu, sjúkrahús, fé- lagsþjónustu, svæðisskrifstofu málefna fatlaðra o.s.frv. Ráðgjaf- arnir hafa það hlutverk að létta undir með foreldrunum . Þjón- ustumiðstöðinni er ekki ætlað að koma í stað neinnar starfsemi sem nú er rekin af opinberum að- ilum heldur starfa með þeim stofnunum og gera starf þeirra skilvirkara. Í þjónustumiðstöðinni verður lögð áhersla á að foreldrar fái já- kvætt viðmót sem einkennist af stuðningi og virðingu. Þarfir fjöl- skyldunnar verða í brennidepli. Miðstöðinni er ætlað að veita fræðslu í formi námskeiða og stuðningshópa fyrir foreldra. Hún mun greiða foreldrum leið til að kynnast fólki í svipuðum sporum og hagsmunasamtökum sem starfa að réttindamálum þeirra. Þjónusta við allt landið Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að höfuðstöðvarnar verði í Reykjavík, verður mikil áhersla lögð á að þjóna fjölskyldum á landinu öllu. Freistað verður, í samvinnu við viðkomandi stofn- anir, að ná til þeirra sem koma til höfuðborgarinnar vegna barna sinna, svo sem í greiningu eða rannsóknir. Mikil áhersla verður lögð á að þjónustuaðilar um land allt verði meðvitaðir um þjónustu- miðstöðina og bendi foreldrum á hana. Ráðgjafar fari til funda út á land ef þörf krefði og ef æskilegt væri, hefðu viðveru þar á ákveðnum dögum. Verð- ur þjónustumiðstöðin með grænt símanúmer. Samstarf og fræðsla Fræðslustarf er mjög mikilvæg þjónusta við fjölskyldurnar, þ.e. að skipuleggja fræðslu til allra þeirra aðila sem starfa með börnum; skóla, íþróttafélaga, sveitarfélaga, fé- lagasamtaka o.s.frv. Mikið er lagt upp úr góðu sam- starfi við þá sem starfa að mál- efnum barna með sérþarfir hér á landi. Einnig er mikilvægt að tryggja góð tengsl við ráðuneyti og sveitarfélög svo vinna megi að einföldun og samræmingu þjón- ustu. Aukið svigrúm Það er álit okkar sem að und- irbúningi þessa máls hafa starfað að þjónustumiðstöð sem þessi muni gefa fjölskyldum barna með sérþarfir aukið svigrúm til eðli- legra lífshátta. Við teljum að slík miðstöð auki skilning og þekkingu í samfélaginu og auki samvinnu fjölskyldna og faghópa. Miðstöð sem þessi mun auðvelda for- eldrum að njóta hæfileika sinna í samfélaginu og vonandi er að hún dragi úr skilnuðum hjóna í þess- um hópi sem því miður eru nokk- uð algengir í dag. Við teljum að draga megi úr álagstengdum sjúkdómum sem tengjast erfiðum fjölskylduaðstæðum sem af frá- viki barns leiðir. Við fullyrðum að stofnun slíkrar þjónustu- miðstöðvar dragi úr raunkostnaði samfélagsins varðandi þennan málaflokk. Forsætisráðherra hefur falið fé- lagsmálaráðuneyti, heilbrigð- ismálaráðuneyti og mennta- málaráðuneyti að ræða við félögin um stuðning ríkisstjórnarinnar við málefnið. Þrátt fyrir að engin svör hafi borist frá stjórnvöldum ennþá bindum við miklar vænt- ingar við samstarf íslenskra stjórnvalda og Sjónarhóls. Frá okkar Sjónarhóli Eftir Rögnu Marinósdóttur og Friðrik Sigurðsson Ragna er formaður stjórnar Sjón- arhóls og Friðrik varaformaður. Friðrik Sigurðsson Ragna Marinósdóttir HEFURÐU einhvern tíma virkilega í alvörunni prófað að setjast niður og gefið þér tíma til að horfa í augun á frelsara þínum Jesú Kristi? Þú ættir að prófa það. Veistu, eftir því sem þú horfir lengur og dýpra í augun á honum munt þú smám saman skynja og meðtaka að þú ert elskaður raunverulegri, djúpri elsku. Elskaður af ómótstæðilegri ást, elskaður út af lífinu, elskaður af sjálfu lífinu. Honum sem er vegurinn, sannleikurinn, upp- risan og lífið sjálft. Hvernig förum við svo að því að horfa í augun á Jesú? Meðal annars getum við gert það með því að setjast nið- ur og gefið okkur tíma til þess að lesa í Biblíunni eða Nýja testamentinu okkar. Hugleiða síðan orðin með okkur og í bæn til hans sem skynjar þarfir okkar betur en við sjálf og bænheyr- ir okkur langt umfram það sem hugur okkar kann að hugsa upp eða biðja um. Við getum speglað okkur í þeirri mögnuðu bók sem Biblían er og komist þannig að því hver við erum, hver staða okkar er, hvert við stefnum og hver tilgangurinn með lífi okkar er. Þannig komumst við einnig og ekki síður að því hver Guð er og hvað hann vill okkur. Við lær- um að upplifa Guð á nýjan hátt og fyrir sumum kannski áður óþekktan hátt. Við förum að sjá okkur sjálf og samferðamenn okkar í öðru ljósi. Verðum þannig upplýst um tilgang lífsins, kærleika Guðs, náð og fyr- irgefningu. Þannig fyllist hjarta okkar smám saman af þeim himneska friði sem enginn getur gefið nema Jesús Kristur. Friði sem er dýpri og varanlegri en við fáum sjálf skilið. Friði sem enginn megnar frá okkur að taka. Gefðu þér tíma í alvöru og prófaðu að horfa í augun á frelsara þínum Jesú Kristi. Hefurðu einhvern tíma í alvörunni prófað að… Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur, framkvæmdastjóri Laugarneskirkju og forseti Gídeonfélagsins á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.