Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Merk kona, sem vert er að minnast, er fallin frá fyrir aldur fram. Það var mikið lán fyrir húsfélagið í fjölbýlishúsinu Ljósheimum 14–18 þegar einn íbú- anna, Sigríður Jóhannsdóttir, tók að sér starf húsvarðar. Á þeim tíma voru í gangi stórframkvæmdir við viðhald hússins og hver og einn get- ur gert sér í hugarlund hversu mikið mæðir á húsverðinum þegar loft- pressur og aðrar hávaðasamar vinnuvélar trufla heimilisfrið íbúa SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR ✝ Sigríður Jó-hannsdóttir fæddist í Siglufirði 16. júní 1939. Hún lézt í Landspítalan- um við Hringbraut að morgni laugar- dagsins 11. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 17. október. mánuðum saman. Og þó að stórverkefnum ljúki verður starf hús- varðar í fjölbýlishúsi, sem er með íbúafjölda á við lítið sveitarfélag, seint næðissamt. Dag- leg umhirða sameignar og lóðar, þrif, umsjón með viðhaldi, lyftum, vatns- og hitakerfi er ærinn starfi, svo eitt- hvað sé nefnt. Kannski eru þessi störf þess eðlis að þegar þeim er sinnt af alúð og fórn- fýsi er eins og ekkert þurfi fyrir þeim að hafa, en ef staldrað er við sjá flestir að þessi störf vinnast ekki af sjálfu sér. Mig langar sérstaklega til að geta þess hversu mikinn metnað og natni Sig- ríður lagði í að sameign hússins væri óaðfinnanlega hrein og fín, jafnt á virkum dögum sem á stórhá- tíðum. Ef eitthvað hafði óhreinkast eða úr lagi farið var ekki beðið til næsta dags með að kippa því í lag. Anddyri hússins er andlit hinna 56 íbúða sem í húsinu eru og því mikilvægt að það sé ávallt hreint og vel um gengið. Ekki verður Sigríðar minnst án þess að rifjað sé upp hve mikla natni hún lagði í að skreyta anddyrið fyrir stórhátíðir. Jól og páskar voru nánast komin í húsið, þegar hún var búin að skreyta það, þótt dagatalið sýndi annað. Eitt sinn nefndi ég við Sigríði hvort ekki hefði verið í of mikið lagt, eftir að handbróderaður borðdúkur í henn- ar eigu, sem kominn var í skreyt- inguna í anddyrinu, hafði horfið. Ekki vildi hún fallast á það og kvað ekki eiga að gera ráð fyrir því fyr- irfram að einhverjir tækju hluti ófrjálsri hendi. Heldur ætti að trúa á hið góða í öllum manneskjum. Góðsemi Sigríðar, sem svo margir nutu, aðstoð hennar og umhyggja fyrir okkur íbúum hússins var ein- stök. Starf Sigríðar sem húsvarðar verður því seint fullþakkað og henn- ar er sárt saknað. Ekki skal gleymt að þakka eiginmanni hennar fyrir alla þá aðstoð sem hann veitti og við nutum er hann tók við húsvarðar- starfinu í veikindum konu sinnar. Um leið og ég minnist með þakk- læti nær tveggja áratuga kynna við Sigríði, fyrst sem nágranna og síðar einnig sem húsvarðar, vil ég fyrir hönd íbúa fjölbýlishússins Ljós- heima 14–18 senda eiginmanni, son- um og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Megi góður Guð blessa ykkur og styrkja. Þorbjörn Tjörvi Stefánsson, formaður húsfélagsins. Haustið 1985 flutti ég í Ljósheima 16 og átti heima þar í 13 ár. Smátt og smátt kynntist ég nágrönnunum, sérstaklega eftir að ég tók að vasast í málum húsfélagsins. Af nágrönn- unum voru fremstir meðal jafningja sómahjónin Sigríður Jóhannsdóttir og Henning Finnbogason. Þegar ég kynntist Sigríði sá hún um öldrun- arstarfið í Langholtskirkju og sinnti því starfi af alúð og natni, sem ein- kenndi reyndar allt hennar fas. Ef gamalmenni þurftu á hjálp að halda var hún boðin og búin að aðstoða, hún fór í vitjanir í heimahús og í sjúkrahús, þó ekki væri nema til að spjalla í smástund og hughreysta. Eftir að Sigríður hætti störfum í Langholtskirkju, tók hún að sér húsvörslu í Ljósheimum. Í því starfi tókst henni að sætta ólík sjónarmið íbúanna og búa þannig um hnútana að flestir voru sáttir. Líf í stórri blokk er eins og líf í smáþorpi og íbúarnir eru þversnið af slíku sam- félagi. Allt sem þarf að gera er háð tregðulögmáli og oft þarf að mata hvern og einn íbúa á upplýsingum til að sannfæra um réttmæti breyt- inga. Sigríður bjó yfir öllum þeim hæfileikum sem prýða mega þann sem stjórnar; hún var mannasættir. Hún átti alltaf hlýleg orð handa þeim sem urðu á vegi hennar og lagði aldrei illt til neins manns. Hún vílaði ekki heldur fyrir sér að taka á sig aukaskyldur, þannig bjó Jóhann faðir hennar hjá henni um tíma og móðir hennar einnig. Alltaf hafði Sigríður tíma til að sinna barna- börnum sínum og var stolt amma. Hún tók alltaf slátur á haustin og gaf nágrönnum bita að smakka. Hún bakaði, eldaði, hélt stórar veisl- ur og náði alltaf að gera allt, án þess að miklast af því. Hún hélt tryggð við átthagana á Siglufirði og var stolt af uppruna sínum. Þegar mest lét, kallaði Henning konu sína frú Sigríði, á sinn góðlát- lega og glettna hátt. Nú þegar illvígt krabbamein hef- ur lagt þessa atorkusömu sómakonu að velli sendi ég honum og fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir. Langri og farsælli jarðvist afa míns, Þ. Ragnars Jónassonar, er lokið. Upp í hugann koma myndir og minningabrot frá ferðunum til afa og ömmu á Siglufirði. Heimsókn- irnar þangað eru órjúfanlega tengd- ar ævintýrum bernskunnar. Í ljós- leiftri minninganna birtast fjallgöngur með afa á lygnum, björtum sumardögum, ferðir ofan í fjöru til að sækja leiksand í skeifuna í garðinum þeirra og einnig karl- arnir og húsin sem voru byggð á snjómiklum vetrardögum við Hlíð- arveginn. Afi var ávallt óhagganleg- ur hluti ævintýraríkra daga á Siglu- firði. Þegar ég komst til vits og ára fannst mér líka einstaklega gaman að spjalla við afa og hjá honum var aldrei komið að tómum kofunum. Hann fylgdist með öllu sem var að gerast nær og fjær fram á síðasta dag og hafði skoðanir á flestu þótt hann hafi kannski ekki verið eins viljugur að taka þátt í rökræðum um stjórnmál í seinni tíð og mér skilst að áður hafi verið. Afi minn undi sér líka löngum stundum við fræðimennskuna og ritstörfin og naut í því efni dyggrar aðstoðar ömmu sem líka hafði brennandi áhuga á fortíð, menningu og sögu. Það var gaman að sjá hve samstillt þau voru í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, hvílíkir kær- leikar voru með þeim og hve djúpa og einlæga virðingu þau báru hvort fyrir öðru. Þ. RAGNAR JÓNASSON ✝ Þorleifur RagnarJónasson fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal í Austur- Húnavatnssýslu 27. október 1913. Hann lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Siglu- firði 6. október síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Siglu- fjarðarkirkju 11. október. Það hefur verið mér ómetanlegt að hafa átt samleið með afa og ömmu á Sigló í rúm þrjátíu ár og ánægju- legt að seinni árin hafi börnin mín átt þess kost að kynnast lang- afa sínum og lang- ömmu. Dýrmætar minning- ar um afa munu ylja okkur um ókomna tíð. Kjartan Örn Ólafsson. Það er erfitt að hugsa sér Siglu- fjörð án Ragnars frænda. Helst vildi hann hvergi fara, bara vera heima – heima á Siglufirði, heima á Hlíðarveginum, en fyrst og síðast heima hjá Góu. Sem lítilli stelpu fannst mér svo spennandi að fara í heimsókn á Hlíðarveginn. Hvatning frænda míns og uppörvun skipti miklu fyrir litla stelpu sem var að stíga sín fyrstu skref á mennta- brautinni; of ung til að fara í skóla, en full af áhuga og ákafa, tilbúin að hefjast handa. Ætíð síðan hefur Ragnar verið óspar á hvatningar- og uppörvunarorð og fylgst af áhuga með því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Fyrir það mun ég ávallt vera þakklát. Ragnar var menntaður búfræð- ingur frá Hólum, en lærði síðan mjólkurfræði úti í Danmörku. Síðari heimsstyrjöldin kom í veg fyrir lengri dvöl ytra, og sendi þá bræð- ur, Ragnar og föður minn, heim með Esjunni í hinni frægu Petsam- óferð, haustið 1940. Það var eftir heimkomuna sem Ragnar fluttist til Siglufjarðar og fann Góu og sitt framtíðarheimili. Eftir að Ragnar lét af starfi bæjargjaldkera, helgaði hann sig sínum hugðarefnum. Ragnar var fræðimaður af Guðs náð. Elja hans og iðjusemi voru aðdáunarverð. Ragnar hafði líka ástríðu fyrir viðfangsefnum sínum, en það er einmitt hún sem gerir fyr- irhöfnina þess virði. Hann gaf sig allan í það sem hann var að fást við. En Ragnar var ekki einn við fræði- störfin, frekar en nokkuð annað sem hann tók sér fyrir hendur. Góa var ætíð nærri og hennar er missirinn nú mestur. Ég og fjölskylda mín sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur heim til Íslands, til Góu, Óla, Jónasar, Eddu og fjölskyldna þeirra, sem og systkina hans og annarra ástvina. Guð gefi ykkur öll- um huggun og styrk í sorg ykkar og blessi minninguna um góðan dreng. Arnfríður Guðmundsdóttir. Kær frændi okkar hefur kvatt þetta líf. Frændi sem alltaf var á sínum stað að Hlíðarvegi 27 ásamt Góu sinni. Þar hafa þau búið alla sína tíð og við höfum jafnvel haldið að þau yrðu þar um ókomna fram- tíð. En lífið er víst ekki svo einfalt, því miður. Alla okkar æsku bjugg- um við í nágrenni við þau, í húsinu beint fyrir ofan og því var stutt að skreppa til þeirra og alltaf var mað- ur jafn velkominn. Þau voru orðin hluti af þessu fallega húsi og húsið hluti af þeim. Mikil sál í yndislegu húsi. Þegar við vorum farin suður til náms og starfa var það alltaf fastur liður þegar heim á Sigló var komið í öllum fríum að fara niður á Hlíð- arveg í heimsókn. Alla tíð voru líka haldin skemmtileg jólaboð og þá komu saman fjölskyldur þeirra bræðra, Ragnars, Skúla og Guð- mundar. Þessar stundir eru ógleymanlegar í minningunni. Ragnar frændi var skemmtileg blanda af sveitamanni og heims- borgara. Hann var fæddur í Blöndudalnum í A-Húnavatnssýslu, en fór erlendis til náms. Þó að hann hafi verið stoltur af uppruna sínum, var hann fyrir löngu orðinn mikill Siglfirðingur og þótti afar vænt um fjörðinn sinn. Hann var mjög fróður um alla skapaða hluti og var eins og alfræðiorðabók, alltaf hægt að spyrja hann um allt og minnið hans óbrigðult fram á síðasta dag. Vand- fundinn er maður sem vissi jafn mikið um Siglufjörð og bera bækur hans vitni um allan þennan fróðleik. Einnig hafði Ragnar mikinn áhuga á ættfræði og hafði gaman af að rekja ættir fólks. Frændi fylgdist alla tíð mjög vel með okkur systk- inum og okkar fjölskyldum. Honum var mjög umhugað um að við menntuðum okkur og stæðum okk- ur vel í námi og starfi. Við komum til þeirra Góu síðast nú í sumar, vor- um stödd á Sigló um verslunar- mannahelgina og áttum dýrmæta stund með þeim. Ragnar var mjög stoltur af afkomendum sínum og talaði mikið um strákana sína sjö sem voru barnabörnin þeirra Góu, allt myndardrengir sem halda merki Ragnars afa síns á lofti. Nú á kveðjustund langar okkur systkinin að kveðja kæran frænda sem alltaf gaf sér tíma að tala við okkur og sýndi okkur einlægan áhuga og hvatningu. Við lútum höfði í sorg og þökkum af öllu hjarta fyrir góðu stundirnar. Elsku Góa, Óli og Ella, Jónas og Kata, Edda og Óskar og fjölskyldur ykkur, við sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og megi góður Guð veita ykkur styrk í sorginni. Minningin um Ragnar frænda mun lifa um ókomin ár. Inga Margrét, Jónas, Kristín, Ásta Jóna, Helga og Ólöf. Það er gæfa hvers staðar að eiga mann eins og Þ. Ragnar Jónasson. Mann sem er skyggn á tímann og söguna, sér í gegnum holt og hæðir hins daglega amsturs og greinir það sem býr að baki allra okkar hverf- ulu athafna. Og ekki er lánið minna þegar slíkur maður miðlar þekkingu sinni af smekkvísi og færni. Það er langt síðan leiðir okkar Þ. Ragnars lágu fyrst saman. Ég tíu, ellefu ára gamall en hann á besta aldri. Á árunum um og eftir 1960 var farið í nokkra leiðangra á veg- um ,,Litla ferðafélagsins“, Hvera- vellir og Þjófadalir, fyrir Skaga og loks til Öskju sumarið eftir gosið ’61. Eftirminnilegust er fyrsta ferð- in í Hólsjeppanum, rússneskum blæjujeppa, eftir ójöfnum malar- vegum þar sem Siglufjarðarskarð var upphaf og endir alls þess hoss- ings og gamans sem ríkti í þröngu og óþéttu farartækinu með fer- skeytlurnar fljúgandi á milli sáttra ferðafélaganna. Einnig er minnis- stæð heimsóknin til Eiðsstaða í Blöndudal, æskuheimilis Ragnars og þeirra systkina Guðmundar, Skúla og Ingu sem voru þá með í för. Það voru tilfinningarík spor sem stigin voru um hálfhruninn torfbæinn. Þar ríkti þögnin og moldarlykt lá í loftinu og greinilegt var að ljúfar og sárar minningar sóttu að. Og fátt var sagt. Árin liðu, við sáumst oft og heils- uðumst uppá gamlan kunningsskap. Svo höguðu atvikin því til að um miðjan 9. áratuginn tókum við upp samstarf við skráningu nokkurs konar siglfirskrar sagnfræði. Ég með vídeómyndavél og hann spyrill- inn á ferð milli mætra meðborgara sem sögðu okkur sögu sína og buðu í heimsókn í sína bestu stofu: Jón Oddsson á Siglunesi, Sigurjón prentsmiðjustjóri, Guðbrandur kennari, Halla á Dalabæ og Jói á Nesi. Og fleiri voru á verkefnalista. En þá stöðvaði óvæntur sjúkdómur Þ. Ragnars frekara samstarf. En góð vinátta hafði skapast við þau hjón, Guðrúnu og Ragnar, og marg- ar stundirnar spjölluðum við saman í litla og hlýlega eldhúsinu þeirra á næstu árum. Þá var hafið hið mikla starf að uppbyggingu Síldarminja- safnsins sem þau hjón fylgdust með alla tíð af þessum einstaklega hvetj- andi áhuga ef svo má segja. Um svipað leyti hafði Ragnar haf- ið undirbúning að hinu mikla sagn- fræðiverki sem átti eftir að birtast okkur í útgáfu margra bóka í röð- inni ,,Úr byggðum Siglufjarðar“. Það er eljuverk aldraðs manns sem ber vott um fróðleiksþörf, þekkingu og ást á heimastaðnum. Fyrir það erum við Siglfirðingar ríkir og stöndum í mikilli þakkarskuld við Þ. Ragnar. Ég sendi Guðrúnu, konu hans, og börnum þeirra, Ólafi, Jónasi og Eddu, samúðarkveðjur. Örlygur Kristfinnsson. Siglufjörður er fallegur staður á íslenskan mælikvarða og í þessum fagra bæ stendur Hlíðarvegur 27. Þar hafa ráðið ríkjum um áratugabil höfðingshjónin Ragnar og Guðrún og stjórnað búi, sem sómi er að. Á þennan stað, Hlíðarveg 27, var gott að koma, dvelja og una sér í sigl- firskri fjarðarsælu við hlið þeirra hjóna og með þeim. Eiga með þeim unaðsstundir í heimsóknum sem því miður hafa verið alltof fáar. Á svona stundum saknar maður þess að þær skyldu ekki vera fleiri. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960, fax 587 1986. Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.