Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 49
Ég heimsótti Ragnar og Guðrúnu fyrir örfáum árum á Siglufjörð, þeg- ar við, bræðurnir Arnþór og ég, fór- um saman norður til að skoða æsku- slóðir okkar. Við gengum inn í garðinn á Hlíð- arveginum, því enginn svaraði banki okkar á dyrnar. Þar stóðu þau hjónin í garðinum sínum, sem þau tileinkuðu líf sitt ásamt börnum sín- um og afkomendum þeirra. Garð- urinn var eins og börnin og barna- börnin, skrautfjöður þeirra og djásn. Ragnar, hniginn til aldurs, hélt á risastórum rabarbara, stoltur yfir rækt sinni í garðinum. Hann hefði eins getað verið að halda á af- komanda sínum, jafnstoltur. Guð- rún tók mynd af okkur bræðrum og Ragnari í garðinum. Þessa mynd sendu þau mér með jólakorti fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur myndin verið að droppa upp á borð- um mínum af og til og horfið þess á milli, þó aldrei eins oft og síðast- liðna sex mánuði. Hún skaut síðast upp kollinum tveimur dögum áður en Ragnar lenti í slysi sínu á sjúkra- húsinu og hefur legið þar síðan. Einkennilegt? Fyrirboði? Hver veit? En það veit ég að alltaf þótti mér vænt um það þegar myndin kom upp á yfirborðið. Það minnti mig á síðustu samverustundir okkar Ragnars. Örstutt stundarkorn á ævi manns leið, í heimsókn á æskuslóð- ir. Hlýleiki, hressleiki og hláturmildi eru þeir eiginleikar, sem ég þekkti Ragnar að. Það var auðvelt að láta sér þykja vænt um hann. Maður naut hlýleikans, hreifst með hress- leikanum og smitaðist af hlátur- mildinni. Hann var einlægur í því sem hann gerði og maður fann meiningu í því. Ég man þá er við guttarnir á Siglufirði réðumst kerf- isbundið á rifsberjarunnana í ná- grenninu, er halla tók að hausti og rifsberin orðin rauð og þroskuð, safarík og sæt og kitluðu bragðlauk- ana. Misjafnt var hvort við vorum staðnir að verki eður eigi, enda þóttumst við útsmognir í þessari iðju okkar. Og misjafnt var, hvernig þeir garðeigendur brugðust við, þá er við vorum gómaðir. Oftast var hávaði og læti með tilheyrandi hót- unum, sem gerði okkur skíthrædda. En einu sinni vorum við gripnir við gripdeildir í rifsberjarunnunum á Hlíðarvegi 27. Þar átti sér ekki stað hávaði eða læti. Þar vorum við peyj- arnir teknir mjúklega á teppið og farið um okkur mildum höndum. Þar var höfðað til okkar um hvað væri rétt og rangt. Hávaðinn var enginn heldur vorum við látnir hug- leiða hvað mætti gera og hvað ekki og hvað afleiðingar gjörða okkar þýddu. En eftir þetta fékk Hlíðar- vegur 27 algeran frið frá rifsberja- genginu okkar. Ragnar og Guðrún voru samhent hjón, sem studdu hvort annað með ráðum og dáð og voru hvort öðru mikils virði. Í sameiningu sköpuðu þau skemmtilegan brag á heim- sóknir til þeirra, heimsóknir sem ógleymanlegar eru í minningunni. Heimsóknir sem hefðu mátt vera fleiri, en nú verðum við að ylja okk- ur við minningarnar af þeim. Ragnar var gegnheill maður, hress og kátur, lék á als oddi og tók okkur ávallt vel eins og sönnum manni sæmdi. Það var gott að eiga stundir með slíkum manni, sem var traustur félagi og vinur og sannur maður. Hann var hafsjór af sögum, sögnum og fróðleik um dalinn sinn og fjörðinn að ógleymdum ættartöl- um. Sannur sagnaþulur sem enda- laust gat sagt sögur frá Siglufirði og af sveitinni sinni, Blöndudal í Húna- vatnssýslu. Sögur hans voru göfug- ar, gefandi og græðandi fyrir mannshugann. Sá sem á hann hlust- aði var fróðskapnum fróðari og reynslunni ríkari. Hann gat leitt mann um lendur Blöndudals og Siglufjarðar svo unun var á að hlusta. En þær lendur gengur hann ekki lengur. Ég veit að þær lendur sem Ragnar dvelur nú á jafnast á við Blöndudalinn hans og Siglu- fjörð. Elsku Guðrún. Ég votta þér og ættboga ykkar Ragnars mína dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur. Sigurður Blöndal. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 49 ✝ Elín Árnadóttirfæddist í Vest- mannaeyjum 18. september 1927. Hún andaðist á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja að kvöldi þriðjudagsins 7. október síðastliðins. Foreldrar hennar voru Árni Sigfússon, kaupmaður og út- gerðarmaður frá Vestmannaeyjum, f. 31. júlí 1887, d. 7. mars 1948, og Ólafía Sigríður Árnadóttir frá Gerðakoti í Miðneshreppi. f. 8. maí 1895, d. 15. mars 1962. Systkini Elínar eru: Jón Árni Árnason, f. 10. mars 1916, d. 2. ágúst 1970, Ragnheiður Árnadótt- ir Rogich, f. 10. október 1918, d. 2. nóvember 1999, Guðni Hjörtur Árnason, f. 14. ágúst 1920, d. 3. október 1965, Elísabet Árnadóttir Möller, f. 4. mars 1930, og (sam- feðra) Kristbjörg Lilja Árnadótt- ir, f. 21. mars 1914, d. 17. janúar 1985. Elín giftist árið 1947 Gunnari B. Stefánssyni, frá Gerði í Vest- mannaeyjum, f. 16.12. 1922. Synir þeirra, sem allir eru búsettir í Vestmannaeyjum, eru: 1) Leifur, kvæntur Ingu Birnu Sigursteins- dóttur. Synir þeirra eru: a) Gunnar Guðni, kvæntur Ástu Kristjánsdóttur og eiga þau dæturnar Andreu og Agnesi; og b) Sigursteinn Bjarni, kvæntur Helgu Björk Ólafs- dóttur og þeirra börn eru Björn og Inga Birna. 2) Árni Gunnar, kvæntur Ernu Ingólfsdóttur. Börn þeirra eru: a) Ingólfur Guðni, í sambúð með Önnu Kristínu Sigurðardóttur, dóttir þeirra er Eva Lísa; b) Davíð, í sambúð með Sigríði Helgu Hjálm- arsdóttur, börn þeirra eru Jó- hanna Marín (dóttir Sigríðar) og Árni Magni; og c) Elín. 3) Stefán Geir, kvæntur Aðalheiði I. Sveins- dóttir Waage. Synir þeirra eru Sveinn Guðmar og Gunnar Geir. Elín og Gunnar stofnuðu heim- ili í Eyjum og bjuggu þar allt til hamfarirnar 1973 dundu yfir, en í þeim misstu þau mestallt sitt. Þau bjuggu síðan á Reykjarvíkur- svæðinu til 1991 en þá fluttu þau aftur heim til Eyja. Útför Elínar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú verða knúsin í „mjúktin“ ekki fleiri en það var hún Ella amma vön að gefa öllum börnum stórum sem smáum sem komu í heimsókn til hennar. Veikindi sem Ella amma átti við að glíma til fjölda ára urðu að lok- um illviðráðanleg og ekkert var hægt að gera. Eftir lifir minningin um elskulega ömmu sem kemur til með að lifa með okkur um alla framtíð. Það er margs að minnast þegar lit- ið er til baka og hugurinn leitar aftur í tímann. Það var aldrei lognmolla í kringum Ellu ömmu áður fyrr þegar hún var á ferðinni því það gustaði vel af henni hvar sem hún kom. Eftir Heimaeyjargosið 1973 varð bið á því að Ella amma og Gunnar afi flyttu aft- ur til baka út í Eyjar en þess í stað byggðu þau sér fallegt heimili að Birkigrund 70 í Kópavogi þar sem gott var að koma í heimsóknir og var Ella amma óspar á að koma okkur bræðrunum í kynni við krakkana í ná- grenninu sem urðu síðan okkar bestu vinir. Heimsóknirnar í Íslenskan heimilisiðnað þar sem Ella amma vann til fjölda ára eru í fersku minni og allar sundferðirnar sem hún fór með okkur í Laugardalslaugina en hún var manna duglegust að kenna okkur sund á okkar yngri árum. Það var alveg sama hvenær dagsins eða hvað við félagarnir vorum margir, alltaf var Ella amma boðin og búin að taka á móti okkur og ekki fengum við að fara aftur fyrr en hún var búin að gefa okkur eitthvað í svanginn. Ella amma og Gunnar afi stunduðu golf af miklu kappi og var Nesvöllurinn þeirra heimavöllur og að fá að fara með þeim þangað var á þeim tíma mikið ævintýri. Þá eru ógleymanleg- ar veiðiferðirnar sem við fórum sam- an til margra ára ásamt stórum hópi fólks í Haukadalsá til laxveiða. Stuttu eftir að Ella amma og Gunn- ar afi fluttu aftur til Eyja veiktist amma og dró verulega úr þeirri orku sem í henni bjó. Þar sem amma var mikið heima við eftir veikindin fór hún að fylgjast með enska boltanum af miklum ákafa og varð Man.Utd fljótlega hennar uppáhalds lið þar sem Beckham og Oli Gunnar voru í sérstöku uppáhaldi. Þeir voru heldur ekki margir leikirnir í boltanum sem hún missti af síðustu árin. Við kveðjum þig í dag með miklum söknuði, elsku Ella amma, en minn- ingin um þig mun lifa hjá okkur að ei- lífu. Elsku Gunnar afi, missir þinn er mikill en við vitum að Guð mun gefa þér allan þann styrk sem þú þarft á að halda og þú átt mikið þakklæti skilið fyrir hvað þú annaðist Ellu ömmu vel í veikindum hennar. Sigursteinn, Helga Björk, Björn og Inga Birna. Ég hef oft hugsað um það hvað ég er heppinn að eiga tvær ömmur og tvo afa, ríkidæmi sem ekki er hægt að meta til fjár. En núna er Ella amma dáin og ég einni ömmu fátækari og mikið á ég eftir að sakna hennar. Ella amma og Gunnar afi fluttu frá Eyjum í gosinu 1973 og bjuggu í Kópavog- inum í 20 ár. Þegar ég var yngri voru margar ferðirnar til Reykjavíkur þar sem gist var í Birkigrundinni hjá ömmu og afa og þegar við Ásta flutt- um frá Eyjum veturinn 1987 urði samskiptin við ömmu og afa enn meiri. Þau voru mörg skiptin sem þau hringdu í okkur til þess að fá okkur í mat eða vöfflukaffi. Ekki skipti neinu máli þó einn eða fleiri vinir úr Eyjum fylgdu með, það var einfaldlega náð í fleiri diska á borðið. Þegar við Ásta vorum að kaupa okkar fyrstu íbúð var Ella amma á fullu að fletta fasteignablaðinu og tók hún þá ekki annað í mál en að koma með og skoða allar íbúðirnar sem við vorum að spá í. Ekki lá hún á skoð- unum sínum, það var henni kappsmál að við eignuðumst góða íbúð. Þegar amma og afi fluttu svo aftur til Eyja til þess að eyða efri árunum á eyjunni sinni sem þau höfðu yfirgefið 20 árum áður var heimsókn til þeirra á Ásaveginn fastur liður í Eyjaferðum okkar. Andrea og Agnes fengu að kynnast langömmu og langafa og ekki var síður dekrað við þær en við okkur forðum. Stuttu eftir flutningana til Eyja veiktist amma og hvert áfallið rak annað. Síðustu árin var hún orðin mikill sjúklingur en alltaf var hún heima í umsjá afa. Ég fullyrði að ann- an eins dugnað og elju er ekki hægt að sýna eins og afi sýndi við umönnun ömmu, sjálfur kominn á efri ár. Minningarnar eru margar og góð- ar. Þegar ég hugsa til baka sé ég Ellu ömmu á þönum, alltaf hressa, káta og umhugað um sína nánustu. Við biðjum góðan Guð að taka á móti Ellu ömmu og veita Gunnari afa styrk. Hvíl í friði, elsku Ella amma. Gunnar, Ásta, Andrea og Agnes. Ég horfi á laufin falla til jarðar og fjúka burt, það er komið haust. Ella er dáin og hugurinn leitar út í Eyjar þar sem bernskuspor okkar lágu. Fyrstu árin áttum við heima í Valhöll. Þar bjuggu fjölskyldur okkar. Við vorum níu börnin í húsinu og á öllum aldri. Það var margt brallað. Við krakkarnir fengum fyrstu vinnuna við að breiða saltfisk. Ella óx úr grasi og eftir gagnfræðapróf fór hún til Danmerkur á húsmæðraskóla. Hún var glæsileg ung stúlka og bráðmynd- arleg í höndunum. Hún giftist Gunn- ari í Gerði og þau eignuðust þrjá syni og byggðu sér fallegt hús. Oft var fjör í saumaklúbbnum hjá okkur. Ég man hana Ellu í góðra vina hópi. Hún hafði sett rauða rós í dökkt hárið. Hún var sannkölluð blómarós. Önnur mynd kemur upp í hugann. Ella hafði saum- að hústjald fyrir þjóðhátíð af sínum alkunna myndarskap. Við sátum í tjaldinu og dáðumst að því en veðrið var vont og versnaði óðum. Allt í einu fauk fína tjaldið og við horfðum á eftir því svífa í átt að Blátindi. Við höfum oft hlegið að þessu síðan. Gosið í Eyjum breytti lífi Ellu og Gunnars eins og margra annarra. Húsið þeirra brann til kaldra kola og þau settust að fyrir sunnan. Ella starfaði hjá Íslenskum heimilisiðnaði og þau bjuggu sér fallegt heimili í Kópavogi. Þau áttu góð ár hér fyrir sunnan. Ella kom strax í saumaklúbb- inn sem var stofnaður í Eyjum á sín- um tíma. Oft var farið í skemmtilegar útilegur og veiðitúra með fjölskyldu og vinum. Ég man veiðitúra í Hauka- dalsá þar sem við áttum dýrðardaga í góðum félagsskap. Einnig man ég fagra sumarnótt á Snæfellsnesi, þá sungum við saman: Sjáið hvar sólin hnígur, Svífur að kvöldhúmið rótt og fleiri falleg lög. Ella var með góða alt- rödd og gaman að syngja með henni. Árið 1991 fluttu þau hjón aftur til Eyja. Þar voru börnin og barnabörn- in. En lífið er ekki alltaf dans á rósum. Ella missti heilsuna og hefur verið sjúklingur í 12 ár. Hún steig mikið gæfuspor þegar hún giftist Gunnari. Hann hefur staðið sem klettur við hlið hennar í veikindunum. Saumaklúbb- urinn sendir honum innilegar samúð- arkveðjur. Við söknum Ellu sárt, hún var mik- ill persónuleiki og skemmtileg, ákveð- in í skoðunum og elskuleg kona. Nú hefur Ella fengið hvíldina. Guð blessi minningu hennar. Ragnheiður Sigurðardóttir. ELÍN ÁRNADÓTTIR Ástkær eiginmaður, sonur, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐJÓN RAGNAR HELGI JÓNSSON frá Eyri í Skötufirði, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 20. október kl. 13.30. Jóna Jónsdóttir, María Þorsteinsdóttir, Lilja B. Guðjónsdóttir, Guðmundur Ásgrímsson, Sólveig M. Guðjónsdóttir, Árni Pálmason, Elísabet H. Guðjónsdóttir, Trausti G. Traustason, Heiðbjört F. Guðjónsdóttir, Baldur Þórsson, Jón P. Guðjónsson, Guðjón H. Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabarn.Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, frænka og mágkona, HALLDÓRA HJÁLMARSDÓTTIR, Gnoðarvogi 36, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánu- daginn 20. október kl. 15.00. Sigfús Valdimarsson, Janet Heller Hape, Dave Hape, Peter Hjálmar Frendzel, Carla Frendzel, Landsiv Heller, Adam Heller, Lilja Kristjánsdóttir, Halldóra Kristín, Kristín Valdimarsdóttir, Margrét Guðrún Valdimarsdóttir, Ari Leó Sigurðsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES ÞORBERGSSON, Háeyrarvöllum 48, Eyrarbakka, lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi miðvikudaginn 15. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Valgerður Sveinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. MARGRÉT JÚLÍUSDÓTTIR frá Hjöllum í Reykhólasveit, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 5. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinn Skúlason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.