Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 59 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert frumleg/ur, stórhuga og félagslynd/ur. Það verður mikið að gera í félagslífinu hjá þér á komandi ári. Ást- arsamband gæti einnig orðið í brennidepli. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ættir að þiggja gjafir og greiða af öðrum í dag. Fólk finnur til örlætis og þarf að fá tækifri til að sýna það. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður dagur til skemmtanahalda. Dagurinn hentar einnig til íþróttaiðk- unar, listsköpunar og starfa sem tengjast skemmtana- og ferðamannaiðnaðinum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hikaðu ekki við að gera um- bætur á vistarverum þínum. Varastu þó að eyða of miklum peningum í það. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er líklegt að þú eigir ánægjulegar stundir með systkinum þínum, vinum eða nágrönnum í dag. Fólk er yf- irleitt í góðu skapi og það gerir allar samræður óvenju skemmtilegar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að bjóða fólki heim til þín í kvöld. Reyndu þó að hafa ekki of mikið fyrir hlutunum. Slakaðu á og njóttu þess að vera með vinum þínum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu hvíld og skemmtanir ganga fyrir vinnunni og öðrum skyldum í dag. Þú ert óvenju sátt/ur við lífið og tilveruna og ættir að leyfa þér að njóta þess. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Farðu varlega í að sýna öðrum örlæti í dag. Það er hætt við að þú sitjir eftir með sárt ennið. Þú ættir einnig að fresta því að taka mikilvægar ákvarðanir í fjármálum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Njóttu samvista við aðra í dag. Það er þægileg samkennd í loftinu sem mun ekki vara lengi. Njóttu hennar á meðan hún varir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú finnur til aðdáunar á ein- hverjum sem þú hittir í dag, ekki vegna eigna hans heldur lífsviðhorfs. Þú nýtur þess að hitta fólk sem þú getur borið virðingu fyrir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér hættir til að vera óraunsæ/r í dag og því ættirðu að bíða til kvölds með að skuld- binda þig til nokkurs. Þú getur engu að síður gert lauslegar áætlanir með vinum þínum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er hugsanlegt að þú fáir af- not af eignum annarra í dag. Gerðu ráð fyrir að góðvild búi að baki örlæti þeirra en bíddu þó til kvölds með að skuldbinda þig til nokkurs. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Dagurinn hentar vel til sam- vista og samræðna við vini þína og maka. Fólk er í góðu skapi. Það er örlátt og létt í lund. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VORSÓL Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? * Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu, vorsól, inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. - - - Stefán frá Hvítadal LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 85 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 18. október, er 85 ára Karl M. Jensson (Carlo), Hlaðhömr- um 2, Mosfellsbæ. 90 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 20. október verður níræð Kristín Gunn- þóra Haraldsdóttir frá Raufarhöfn, Faxabraut 13 (Hlévangur), Keflavík. Hún ætlar að taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Skólabraut 11, Garði, sunnudaginn 19. október, frá kl. 15. SÚ VAR tíðin að Alþjóða- samband bridsblaðamanna stóð fyrir heilræðakeppni í samvinnu við hollenska fyr- irtækið BOLS. Heims- þekktum spilurum var boðið að setja saman heilræða- vísur sem gætu gagnast hin- um almenna spilara. Eftir að Íslendingar urðu heims- meistarar 1991 var Jón Bald- ursson beðinn um heilræði. Hann stakk upp á því að nota hvert tækifæri til að melda. Bjarni H. Einarsson mundi eftir heilræði Jóns á sunnu- daginn í landsliðskeppni BSÍ – og gekk á milli BOLS og höfuðs á andstæðingunum. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁG106 ♥ K9875 ♦ D3 ♣96 Vestur Austur ♠ – ♠ 852 ♥ ÁG643 ♥ D ♦ 85 ♦ KG10962 ♣D108542 ♣KG3 Suður ♠ KD9743 ♥ 102 ♦ Á74 ♣Á7 Bjarni og Þröstur Ingi- marsson voru í AV gegn Matthíasi Þorvaldssyni og Ljósbrá Baldursdóttur: Vestur Norður Austur Suður Bjarni Matthías Þröstur Ljósbrá Pass Pass 1 tígull 1 spaði 2 hjörtu 2 grönd * Pass 4 spaðar 5 lauf Pass Pass Dobl Pass Pass Pass * Góður fjórlitarstuðn- ingur við spaðann. Eftir tvö pöss vakti Þröst- ur létt á einum tígli í þriðju hendi og Ljósbrá kom inn á einum spaða. Bjarni meldaði hjartalitinn fyrst, sem er umdeilanlegt, en ákvað svo að þegja ekki yfir lauflitnum þegar Ljósbrá sagði fjóra spaða við stuðningssögn makkers. Ljósbrá hlaut að dobla fimm lauf, en engin vörn var til. Trompið lá 2–2 og Bjarni þurfti ekki annað en spila tígli á gosann til að fría litinn. Fyrir spilið fengu AV 750 og það reyndist 14 IMPa virði í samanburð- inum, því ekkert annað par í AV hafði komist í fimm lauf. Á hinum borðunum fimm voru spilaðir fjórir spaðar í NS. Sá samningur vannst á þremur borðum (620), en tapaðist á tveimur. Þar kom út hjartaás og meira hjarta, og kóngur upp í blindum. Það er athyglisvert að á fjórum borðum af sex sá vestur ekki ástæðu til að segja eitt aukatekið orð þrátt fyrir ágæt tækifæri á lágum nótum. Vissulega er stundum betra að verjast með skiptingarspil, en á hinn bóginn er það engin sérstök dyggð að halda sér saman þegar frá einhverju er að segja. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. c3 d6 4. Bd3 Rc6 5. f4 e5 6. fxe5 dxe5 7. d5 Rce7 8. c4 Rf6 9. Rf3 O-O 10. O-O c6 11. Rc3 b5 12. Be3 bxc4 13. Bxc4 cxd5 14. exd5 e4 15. Rg5 Rg4 Staðan kom upp í Evrópukeppni fé- lagsliða sem lauk fyrir skömmu á Krít. Bartlomiej He- berla (2420) hafði hvítt gegn Mikhail Krasenkov (2585). 16. Rxf7! Dc7 hvítur hefði einnig unnið eftir 16...Hxf7 17. d6 Rxe3 18. dxe7 Dxe7 19. Hxf7. Í framhaldinu reynist sókn hvíts of sterk. 17. d6 Dxc4 18. dxe7 Rxe3 19. Rh6+! Bxh6 20. Hxf8+ Bxf8 21. Dd8 Df7 22. e8=D Df5 23. Dxe4 Dc5 24. Ddd4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósmyndastofa Erlings BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur þau Bryndís Bjarnþórsdóttir og Georg Haraldsson. Mynd, Hafnarfirði BRÚÐKAUP: Gefin voru saman 13. september sl. í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur þau Þórunn Benný Finn- bogadóttir og Guðmundur Ásgeirsson. Heimili þeirra er í Lerkihlíð 3, Reykjavík. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti norrænu frímerkja- sýninguna, Nordica 03, á Kjarvals- stöðum. Þetta er í fjórða sinn sem norræn frímerkjasýning af þessu tagi er hér á landi. Sýningunni lýk- ur á morgun, sunnudag. Á sýningunni er að finna frí- merki frá Íslandi, Danmörku, Nor- egi, Finnlandi, Svíþjóð, Álands- eyjum, Færeyjum og Grænlandi. Í heiðursdeild verður margverð- launað Íslandssafn Indriða Páls- sonar, sem spannar yfir árin 1838– 1902, þ.e. svonefnt forfrímerkjaefni til 1873 og svo þaðan ónotuð skild- inga- og aurafrímerki ásamt fágæt- um bréfum frá þessum árum. Morgunblaðið/Þorkell Frímerkjasýningunni Nordica 03 lýkur um helgina MIÐSTJÓRN Alþýðusambandsins hefur sent frá sér ályktun þar sem er mótmælt harðlega áformum fé- lagsmálaráðherra um að skerða réttindi launafólks til atvinnuleysis- bóta. Í ályktuninni er áformum um heildarendurskoðun laganna um at- vinnuleysistryggingar fagnað. ASÍ lýsir sig reiðubúið að taka þátt í þessari vinnu, eins og ráðherra hef- ur óskað eftir, að því gefnu að hann dragi þessi skerðingaráform til baka. Breytt afstaða ráðherra er forsenda fyrir þátttöku ASÍ „ASÍ kynnti tillögur sínar um endurskoðun á lögum um atvinnu- leysistryggingar sl. vor. Þar var lögð áhersla á að bæta stöðu og réttindi atvinnulausra, einkum þeirra sem verið hafa án atvinnu í langan tíma. Tillögur félagsmálaráðherra ganga algjörlega gegn þessum hugmynd- um. Á fundi sem forysta ASÍ átti með félagsmálaráðherra þriðjudag- inn 14. október sl. kynnti ráðherra áform sín um heildarendurskoðun á lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir með það að markmiði að bæta kjör og treysta réttindi þeirra atvinnulausu. Jafn- framt óskaði hann formlega eftir því að ASÍ tilnefndi fulltrúa til þess að vinna að slíkri endurskoðun. Miðstjórn ASÍ fagnar þessum áformum félagsmálaráðherra og lýs- ir sig reiðubúna til þess að taka þátt í slíkri endurskoðun laganna. For- senda þátttöku ASÍ í því starfi er að félagsmálaráðherra dragi áðurnefnd skerðingaráform til baka. Ekki er með nokkru móti hægt að setjast að samstarfi við endurskoðun laganna á sama tíma og slík áform eru uppi,“ segir í ályktuninni. Ályktun ASÍ um atvinnuleysisbætur Krefst þess að hætt verði við skerðingar Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 10. flokkur, 17. október 2003 Kr. 1.000.000,- 4316H 6132H 7300B 7996B 14166F 20407H 21442B 42833B 43734F 56515B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.