Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 60
ÍÞRÓTTIR 60 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DANINN Allan Borg- vardt, sem lék með FH-ingum í sumar og var kjörinn leikmaður ársins á lokahófi KSÍ, auk þess sem hann varð hæstur í ein- kunnagjöf Morgun- blaðsins, er kominn heim til Danmerkur eftir vikudvöl hjá norska úrvalsdeildar- liðinu Stabæk þar sem hann var til reynslu. „Stabæk hefur ekki not fyrir mig. Mér var ekki boðinn samn- ingur og skilaboðin sem ég fékk var að ég væri ekki betri en þeir framherjar sem fyrir eru hjá liðinu,“ sagði Borgvardt í samtali við Morgunblaðið. Borgvardt er með fleiri járn í eldinum. Belgísku liðin Lokeren og Moeskroen hafa sýnt honum áhuga en Borgvardt sagði óvíst hvað tæki við hjá sér. „Fyrst af öllu ætla ég að fara í frí en ég ásamt unnustu minni förum í vikufrí til Kanaríeyja á morgun (í dag). Ég þarf á hvíld að halda og eftir að ég kem heim spái ég í næstu skref hvað fótboltann varðar.“ Stabæk vildi ekki FH-inginn Borgvardt Allan Borgvardt SIR Bobby Robson, knatt- spyrnustjóri Newcastle, er ánægður með að hafa dregist gegn Basel. „Þegar ég sá listann yfir liðin sem við gát- um dregist gegn, sá ég að við ættum erfiðar viðureignir fyr- ir höndum. Það er stutt til Sviss, en við gátum farið lengra – til Moskvu, Króatíu og Tyrk- lands,“ sagði Robson. Robson er ánægður ARNAR Þór Viðarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu og fyrirliði belgíska liðsins Lokeren, segir í viðtali við belgíska blaðið Het Volk að franski dómarinn Damein Led- entu, sem dæmdi leik Lokeren og Manchester City í UEFA-keppninni í knattspyrnu, hafi verið hlut- drægur. „Dómarinn er Frakki og þar sem nokkrir franskir leikmenn eru í liði Manchester City ákvað hann greini- lega að færa þeim vítaspyrnu að gjöf,“ segir Arnar Þór í viðtali við blaðið en hann gekk harðast fram í að mótmæla dómnum en uppskar aðeins gult spjald hjá dómaranum. Markið sem réði úrslitum í leikn- um skoraði Frakkinn Nicolas Anelka, en landi hans dæmdi öllum á óvart vítaspyrnu þegar Paolo Wanschope stökk upp með miklum leikaraskap og lét sig falla inni í vítateig Lokeren. „Allir sem á vell- inum voru sáu að að City fékk víta- spyrnuna á silfurfati,“ segir Rúnar Kristinsson í sama blaði. Reuters Arnar Þór Viðarsson, fyrirliði Lokeren, fellur hér í viðureign við Paul Bosvelt, leikmann Manchester City, þegar liðin mættust í Manchester. Leikmenn Man. City mæta næst pólsku liði. Leikmenn Lokeren voru óhressir með dómarann þjálfara og íþróttamanna. „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag þá sýnist okkur að um sé að ræða svindl af verstu gerð,“ segir Madden. Bandarískir fjölmiðlar búast við að málið verði mesta „lyfjahneyksli“ sögunnar þar sem margir af bestu frjálsíþróttamönnum og konum þjóð- arinnar komi við sögu. Ekki hefur verið greint frá nöfnum þeirra sem hafa skilað af sér jákvæðu A-sýni, það verður ekki gert fyrr en að loknum rannsóknum á B-sýni. Beri þeim nið- urstöðum saman verður ekki greint frá nöfnunum fyrr en í desember. Madden bætir því við að niður- brotsefni frá THG finnist aðeins í TALSMAÐUR bandaríska lyfjaeft- irlitsins, USADA, Terry Madden segir við breska ríkisútvarpið í gær að í lyfjaprófum sem stofnunin hafi tekið s.l. vikur og mánuði hafi margir frjálsíþróttamenn reynst hafa notað áður óþekkt steralyf, tetrahydro- gestrinone (THG), sem ekki hafi ver- ið hægt að greina áður með lyfjapróf- um. Madden segir að 350 sýni hafi verið tekin á bandaríska meistaramótinu í júní og að auki hafi 100 til viðbótar verið tekin utan keppni. Það var þjálfari sem kom efninu til USADA og segir Madden að um víðtækt sam- ráð sé að ræða á milli efnafræðinga, nokkra daga eftir inntöku, 3-7 daga, en áhrifin séu langvirk. „Þeir sem hafa búið til þetta efni kunna sitt fag, vinna við bestu að- stæður og hafa talið að þeir væru að búa til stera sem ekki væri hægt að finna með þeim aðferðum sem unnið er með við lyfjapróf í dag,“ segir Madden. Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, vinnur náið með USADA í þessu máli og verða íþróttamennirnir úrskurðaðir í a.m.k. tveggja ára keppnisbann verði þeir fundnir sekir um lyfjamisnotkun. Og missa þar með af Ólympíuleikunum á næsta ári í Aþenu.  JÓHANNES Karl Guðjónsson verður í byrjunarliði Wolves sem sækir Fulham heim í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu í dag. Jó- hannes tekur sæti fyrirliðans Paul Ince sem tekur út leikbann. Ívar Ingimarsson verður ekki í leik- mannahópi Úlfanna sem sitja á botni deildarinnar.  ÁSTHILDUR Helgadóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrra- kvöld. Malmö vann þá 1:0 sigur á Öster og lék Ásthildur í stöðu fram- herja. Malmö er í þriðja sæti deild- arinnar þegar tveimur umferðum er ólokið.  RIO Ferdinand verður í liði Man- chester United gegn sínum gömlu félögum í Leeds á Elland Road. Mik- ið fár hefur verið í kringum Ferdin- and eftir að honum var meinað að spila með enska landsliðinu fyrir að skrópa í lyfjapróf og líklega munu allra augu beinast að honum í um- ræddum leik.  MICHAEL Owen, framherji Liv- erpool, hefur ekki náð sér af meiðslum sem hann hlaut í leiknum við Arsenal fyrir hálfum mánuði og hann verður því ekki með sínum mönnum sem mæta Portsmouth.  ROBERT Pires, Frakkinn snjalli hjá Arsenal, segir í viðtali við breska fjölmiðla í gær að hann hafi hafnað því að ganga í raðir Chelsea í sumar. Pires segir að forráðamenn Chelsea hafi borið víurnar í sig í maí áður en rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich keypti meirihlutann í félaginu. „Það var auðveld ákvörðum fyrir mig að hafna þessu boði og skrifa undir nýjan samning við Ars- enal,“ segir Pires.  PAVEL Nedved, tékkneski lands- liðsmaðurinn sem leikur með Juventus á Ítalíu, segir í viðtali við tékkneska blaðið Daily Sport að Chelsea hafi haft samband við sig en blaðið greinir frá því að Chelsea sé tilbúið að reiða fram 28 milljónir punda fyrir miðjumanninn. „Ég get staðfest að Chelsea hefur verið í sambandi. Ég hef talað um að ljúka mínum ferli hjá Juventus en maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Nedved.  LUCIANO Moggi, forseti Ítalíu- meistara Juventus, segir í sama blaði að Chelsea hafi gert Juventus gylliboð í Nedved. Tékkinn snjalli er 31 árs gamall og hefur leikið 72 landsleiki fyrir þjóð sína.  CLAUDIO Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, var í gær útnefndur knattspyrnustjóri septembermánað- ar í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Chelsea átti líka besta leik- mann mánaðarins en þau verðlaun hreppti miðvallarleikmaðurinn Frank Lampard. FÓLK Gerard Houllier, knattspyrnu-stjóri Liverpool, sagði eftir að ljóst var að mótherjar hans manna væru leikmenn Steaua, að framund- an væri erfitt verkefni. „Af þeim lið- um sem við áttum möguleika á að fá, verð ég að segja að ég hefði viljað vera laus við að leika við Steaua. Lið- ið er mjög gott og með því leika margir mjög góðir leikmenn. Þegar við mættum til Búkarest fyrir tveim- ur árum og lögðum liðið að velli í Búkarest stóðum við uppi sem sig- urvegarar í UEFA-keppninni (2001),“ sagði Houllier, sem vonar að sagan endurtaki sig nú – það sé góð- ur fyrirboði að leika gegn Steaua. Man. City til Póllands Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, hafði heppnina með sér. Hans menn mæta leikmönn- um pólska liðsins Groclin Dyskob- olia, sem er óþekkt stærð. Keegan sagði að það væru ekki lið af verri endanum sem næðu að leggja Berlínarliðið Hertu að velli, en Pól- verjarnir gerðu markajafntefli í Berlín, en fögnuðu síðan sigri heima, 1:0. „Ég mun byrja á því að tryggja mér upptökur frá leikjum pólska liðs- ins við Herthu og sjá leik liðsins, áður en ég fer að ræða um leikina sem framundan eru,“ sagði Keegan. Svisslendingar ánægðir Sir Bobby Robson, knattspyrnu- stjóri Newcastle, fer með sína menn til Basel í Sviss, þar sem Christian Gross, fyrrverandi knattspyrnustjóri Tottenham, ræður ríkjum. Newcastle-menn voru ánægðir með mótherjanna og það var einnig Gigi Oeri, varaformaður Basel, sem sagði að sínir menn væru tilbúnir í slaginn. „Við erum mjög ánægðir með að dragast gegn liði frá Eng- landi, og ég tel að Englendingarnir séu einnig ánægðir me að mæta okk- ur. Strákarnir okkar hafa staðið sig vel í Sviss að undanförnu og ég hef trú á að þeir vinni tvöfalt – bæði deildarkeppnina og bikarkeppnina.“ Árni Gautur Arason og samherjar hans hjá norska liðinu Rosenborg mæta Rauðu Stjörnunni frá Belgrad og fer fyrri leikurinn fram í Þránd- heimi. Molde, sem Bjarni Þorsteinsson og Ólafur Stígsson leika með, mætir Benfica og verður fyrri leikurinn í Lissabon. Stjörnulið Barcelona mætir Pan- ionios frá Grikklandi og fer fyrri við- ureignin fram á Nou Camp í Barce- lona. Liverpool á ný til Búkarest LIVERPOOL mætir Steaua frá Búkarest í annarri umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu og fer fyrri viðureignin fram í Rúmeníu 6. nóvember. Steaua lagði Southampton að velli í fyrstu umferðinni – gerði jafn- tefli á St. Mary’s, 1:1, en fagnaði síðan sigri heima, 1:0. Rúm- enska liðið vann sér það til frægðar 1986 að verða Evrópu- meistari með því að leggja Barcelona að velli í Sevilla. Þá lyftu leikmenn liðsins Evrópu- bikarinum á loft, sem leikmenn frá Liverpool hafa gert fjórum sinnum. ■ UEFA-drátturinn/62 „Risa“-lyfjamál í uppsiglingu og svindl af verstu gerð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.