Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 61 Dagskrá mótsins: Sunnudagur 19. okt: kl. 11.00 Opinn flokkur karla. Sunnudagur 19. okt. kl. 11.00 Opin flokkur kvenna Úrslitaleikir í opnum flokkum karla og kvenna kl. 13.30 Áhugafólk um borðtennis fjölmennið og sjáið bestu borðtennismenn landsins. Guðmundur E. Stephensen Íslandsmeistari í MFL karla 1994-2003 og Grand Prix meistari. Grand Prix mót Rafkaups hf. í borðtennis sunnudaginn 19. október 2003 í Íþróttahúsi TBR TBR-íþróttahúsið NÆSTU Smáþjóðaleikar fara fram í Andorra ár- ið 2005. Framkvæmdanefnd leikanna hefur sent út tilkynningu um þær íþróttagreinar sem verð- ur keppt í á leikunum. Keppnisgreinarnar verða ellefu og fjölgar um eina frá því á leikunum á Möltu nú í sumar. Af þeim tíu keppnisgreinum sem keppt var í á Möltu verður keppt í átta af þeim í Andorra, siglingar og skvass detta út á næstu leikum. Nýjar greinar verða hjólreiðar, taekwondo og strandblak. Keppnisgreinar í Andorra verða því frjálsar íþróttir, körfuknatt- leikur karla og kvenna, júdó, skotfimi, sund, borðtennis, tennis, blak karla og kvenna, strand- blak karla og kvenna, hjólreiðar og taekwondo. Ekki hefur áður verið keppt í strandblaki og taekwondo á Smáþjóðaleikum. Reyndar getur verið erfitt að finna strönd í Andorra til að keppa á því smáríkið er uppi í Pýreneafjöllum. Keppt verður í strandblaki í AndorraSIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að þátttaka Fabiens Barthez með Frökkum í Álfukeppninni í sumar hafi kostað hann markvarðarstöðu númer eitt hjá United-liðinu. „Tim Howard stóð sig það vel á undirbúningstímabilinu að hann vann stöðuna af Barthez. Þátt- taka Barthez í Álfukeppninni þýddi að hann kom ekki til æfinga hjá okk- ur fyrr en í byrjun ágúst. Hann missti þar af leiðandi af ferð okkar til Bandaríkjanna en þar stóð Howard sig framúrskarandi vel og sömuleiðis Roy Carroll,“ sagði Ferguson í sam- tali við Sky Sport fréttastofuna í gær. Barthez var staddur í Marseille í gær en Manchester United hefur samþykkt að lána Marseille mark- vörðinn út tímabilið. „Ég vona að allt gangi að óskum hjá Fabien en mér er ekkert verra en að sjá leikmann í þessum gæðaflokki fá ekki að spila. Hann hefur reynst Manchester United ákaflega vel og ég er alveg viss um að hann standi sig á nýjum vettvangi,“ segir Fergu- son. Barthez, sem er 32 ára gamall, kom til liðs við Manchester United fyrir þremur árum og er samnings- bundinn félaginu til ársins 2006. Hann hefur ekkert fengið að spreyta sig á milli stanganna hjá meist- urunum á yfirstandandi leiktíð og hann missti reyndar stöðu sína til Roy Carrolls undir lok síðustu leik- tíðar eða eftir leikina við Real Madrid í Meistaradeildinni þar sem Barthez gerði sig sekan um mistök. Leikirnir í Álfukeppninni kostuðu Barthez stöðuna Fabien Barthez  BRÆÐURNIR Þórður og Bjarni Guðjónssynir, landsliðsmenn í knattspyrnu, verða á varamanna- bekk Bochum sem sækir Schalke heim í þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu í dag.  GOLFDEILD Úrvals-Útsýnar hefur boðið þeim Birgi Leif Haf- þórssyni, Sigurpáli Geir Sveinssyni og Björgvini Sigurbergssyni að dvelja á Matalascanas á Spáni síðar í þessum mánuði svo þeir geti búið sig enn betur undir átökin fyrir 2. um- ferð í úrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina. Fer sú umferð fram í lok október á Costa Brava skammt frá Barcelona.  ALEXEI Smertin, rússneski landsliðsmaðurinn sem er í eigu Chelsea, en leikur sem lánsmaður hjá Portsmouth, þarf að gangast undir uppskurð á hné og leikur hann líklega ekkert meira með nýliðunum á yfirstandandi leiktíð.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, sagði í gær að Jerm- aine Pennant, sem hefur verið í láni hjá Leeds, geti verið lengur hjá lið- inu, en hann átti að koma aftir til Highbury eftir leik Leeds við Man- chester United í dag. Wenger sagði að hann væri ánægður með hvað Pennant hafi staðið sig vel hjá Leeds undir stjórn Peter Reid, knatt- spyrnustjóra. „Hann hefur verið lengur hjá Leeds, en ef við lendum í vandræðum vegna meiðsla leik- manna eða leikbanna köllum við Jermaine aftur til okkar,“ sagði Wenger. FÓLK Arsenal og Chelsea hafa bæði 20stig, stigi meira en meistarar Manchester United, en markamun- ur Chelsea er betri og því er topp- sætið þeirra. Arsenal hefur hins vegar haft ógnartak á Chelsea, sér- staklega á heimavelli sínum, en frá því úrvalsdeildin var sett á laggirnar árið 1991 hefur Chelsea aldrei sigr- að á Highbury og í fimm síðustu við- ureignum liðanna hefur Arsenal unnið fjóra og jafntefli var niður- staðan í fimmta leiknum. Chelsea hefur ekki tekist að leggja Arsenal í síðustu 15 viður- eignum liðanna og fara þarf allt aft- ur til ársins 1995 til að finna sigur þeirra bláklæddu. 13 ár eru hins vegar síðan Chelsea fagnaði sigri á Highbury en þá hafði liðið betur, 1:0, í gömlu 1. deildinni. Undanfarin þrjú keppnistímabil hafa liðin mæst tíu sinnum, þar af fjórum sinnum í bikarkeppninni. Arsenal státar af sigrum í fimm þessarra leikja en jafntefli hefur orðið í hinum fimm. „Við höfum það á tilfinningunni að allur heimurinn bíði eftir því að við leikum á móti stóru liðunum,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við AP-fréttastofuna. John Terry, varnarmaðurinn sterki, tekur í sama streng og Eiður Smári og bætir við að hann vonist eftir því að Chelsea nái að halda því sæti sem liðið er í í dag. „Við höfum byrjað leiktíðina vel og ég held að bilið hafi minnkað milli okkar annars vegar og Arsenal og Manchester United hins vegar. Við höfum styrkt okkar lið verulega en við verðum að leggja verulega hart að okkur til að keppa við þessi fé- lög,“ segir Terry. Dennis Bergkamp, Hollendingur- inn skæði í liði Arsenal, segir koma sér á óvart hversu vel Chelsea hafi farið af stað á tímabilinu en hann reiknaði með því að það tæki Claud- io Ranieri mun lengri tíma að púsla liðinu saman eftir öll leikmanna- kaupin í sumar. „Það er engin spurning að Chelsea verður harður keppinautur okkar og Manchester United um tit- ilinn í vor. Það er góður leikmaður í öllum stöðum hjá Chelsea og hóp- urinn hjá þeim er breiður. Með þá staðreynd þá get ég ekki séð annað en að Chelsea verði í hörkubaráttu um meistaratitilinn,“ segir Berg- kamp. Arsenal leikur án fyrirliða síns, Patricks Vieira, sem tekur út leik- bann og þá geta Frederik Ljung- berg og Martin Keown ekki spilað vegna meiðsla. Óvíst er hvort Frakkarnir Marcel Desailly og Willimas Gallas geta spilað með Chelsea en þeir hafa átt í meiðslum og þá verður forvitnilegt að sjá hvort Claudio Ranieri velur Juan Sebastian Veron í liðið en Arg- entínumaðurinn var tekinn á teppið á dögunum og skipað að fara í sér- æfingar. Líkleg byrjunarlið: Arsenal: Jens Lehman - Lauren, Toure, Sol Campbell, Ashley Cole - Edu, Ray Parlour, Gilberto Silva, Robert Pires - Thierry Henry, Dennis Bergkamp. Chelsea: Carlo Cudicini - Glen Johnson, John Terry, Marcel Des- ailly, Wayne Bridge - Makelele, Frank Lampard, Juan Sebastian Veron, Damien Duff - Hernan Crespo, Adrian Mutu. Spennandi viðureign toppliðanna í ensku úrvalsdeildinni á Highbury LEIKS Arsenal og Chelsea á Highbury í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er beðið með mikilli eftirvæntingu enda leiða þarna saman hesta sína tvö efstu liðin og þau einu taplausu í deild- inni og þau lið sem flestir spá að komi til með að bítast um meist- aratitilinn í vor ásamt Manchester United. Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega á varamannabekknum hjá Chelsea en hann skortir tvö mörk til að skora 50. mark sitt fyrir félagið. Reuters Leikmenn Chelsea fagna marki Eiðs Smára Guðjohnsen gegn Middlesbrough á dögunum. Verður Eiður með gegn Arsenal? Tekst Chelsea að losa heljar- tak Arsenal? Reuters Leikmenn Arsenal hafa yfirleitt fagnað sigri í viðureignum sín- um við Chelsea og ekki tapað á heimavelli í úrvalsdeildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.