Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 63 ÍSLENSKA 19 ára landslið pilta í knattspyrnu gerði 1:1 jafntefli við Hollendinga í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í knattspyrnu en riðillinn er spilaður í Moldavíu. Hol- lendingar komust yfir á 4. mínútu en Fylkismaðurinn Eyjólfur Héð- insson, fyrirliði liðsins, jafnaði met- in á 21. mínútu. Leikurinn þótti jafn og skemmtilegur en Íslendingar voru nær því að skora sigurmarkið en Hollendingar. Næsti leikur ís- lenska liðsins er á móti Ísraels- mönnum á morgun og síðasti leik- urinn er á móti heimamönnum í Moldavíu á þriðjudaginn. Þjálfari piltanna er Guðni Kjart- ansson. Eyjólfur jafnaði gegn Hollandi Markverðir Fram og Aftureld-ingar létu strax vita af sér í gærkvöldi með því að hirða tvö fyrstu skot hvors liðs. Mosfellingar vissu að þeim dugði ekkert annað en fara langt út á móti skyttum Fram og spiluðu fyrir vikið 3-3 vörn. Það gekk svo sem ágæt- lega að hemja skytturnar þótt Héð- inn Gilsson hæfi sig stundum á flug með tilheyrandi þrumuskotum en Framarar fundu aðrar leiðir og skoruðu úr 13 af fyrstu 16 sóknum liðsins – tvö skot voru varin og víti fór í slána. Hinum megin var sókn- arleikur Mosfellinga lengi að ganga upp og loks þegar það gekk beið Egidijus Petkevicius í markinu og varði án afláts. Um miðjan fyrri hálfleik skoraði Fram fimm mörk í röð svo að eftir 21 mínútu var staðan 13:5. Sigur í höfn? Síður en svo, því þegar Framarar leyfðu sér að slaka á rifu gestirnir upp sokkana með fjórum mörkum í röð og heima- mönnum þar með ljóst að kæruleysi gæti komið þeim í koll. Eftir hlé héldu heimamenn í horfinu, oftast með fimm marka forskot og gættu þess að sofna ekki á verðinum. Þeg- ar leið á leikinn fór mikil barátta Mosfellinga að taka sinn toll svo að Fram jók forskotið hægt og bítandi í 8 mörk. Þjálfari Fram leyfði sér að skipta mörgum inná af varamanna- bekknum en þeim tókst ekki að halda í við Aftureldingu, sem minnk- aði muninn í fjögur mörk. „Við vissum að þetta yrði erfitt því Afturelding er með unga spræka stráka hungraða í sigur svo að við vanmátum þá alls ekki,“ sagði Haf- steinn Ingason, sem átti góðan leik og var auk þess markahæstur hjá Fram með 6 mörk. „Við lögðum upp með að stöðva hraðaupphlaup þeirra og síðan ná að halda haus í vörninni og gera sem fæst mistök. Við fórum að slaka á í vörnin í byrjun seinni hálfleiks sem kostaði okkur hraða- upphlaup Mosfellinga en það var einmitt það sem ætluðum að koma í veg fyrir og því fór sem fór. Þeir hafa spilað allar gerðir af vörnum í vetur og við áttum alveg eins von á svona framliggjandi vörn.“ Fram er sem stendur í efsta sæti norðurriðils deildarinnar. „Miðað við veikindi og afföll í liðinu er ég ánægður með sig- urinn. Við höfum alveg mannskap og alla burði til að ná mjög langt í mótinu svo að staðan í riðlinum kem- ur okkur ekkert á óvart,“ bætti Haf- steinn við. Markvörðurinn Egidijus og Björgvin Þór Björgvinsson voru einnig góðir og vörnin var ekki árennileg með Héðin og Guðlaug Arnarson fremsta í flokki. Hjálmar Vilhjálmsson var fjarri góðu gamni, veðurtepptur á Grænlandi. „Við komumst aldrei í gang,“ sagði Hilmar Stefánsson, fyrirliði Aftureldingar, eftir leikinn, síður en svo ánægður með tapið. „Baráttuna, sem við höfum sýnt í undanförnum leikjum, vantaði og þeir völtuðu yfir okkur. Við reyndum að spila 4-2 vörn en þeir löbbuðu sig í gegnum það. Það munaði því að reynslan er öll þeirra megin,“ bætti Hilmar við en sá samt fram á bjarta tíma. „Við unnum seinni hálfleik og það er þó jákvætt en við þurfum að koma mun einbeittari til leiks enda hver leikur úrslitaleikur fyrir okkur og við ætl- um að næla í stig gegn þessum lið- um. Þetta er bara uppá við hjá okk- ur og við vitum það allir. Uppbyggingin tekur tvö til þrjú ár og við erum tilbúnir í það.“ Mosfell- ingar voru sprækir og duglegir, hlupu næstum allan leikinn þótt það hafi skort aðeins á gæðin hjá þeim. Þeir báru enga virðingu fyrir mót- herjum sínum og eiga sannarlega framtíðina fyrir sér. Davíð Svansson sýndi góða takta í markinu og Hilm- ar, Níels Reynisson, Daníel Berg Grétarsson og Vlad Trufan voru góðir. Öruggur sigur Vals Valsmenn sigruðu Þórsara býsnaörugglega á Akureyri í gær í miklum markaleik. Lokatölur urðu 36:27. Úrslitin koma varla á óvart en hins vegar stóðu Þórsar- ar lengi í Hlíðar- endapiltum en þeir máttu ekki við því að missa einn lykilmanna sinna af velli með þrjár brottvísanir skömmu fyrir miðjan seinni hálfleik og eftir það hertu Valsmenn tökin til muna. Þórsarar sitja því enn á botn- inum án stiga. Fyrri hálfleikur einkenndist af því að Valsmenn rifu sig öðru hverju upp í 3–4 marka forskot og héldu Þórsurum niðri með góðri vörn og markvörslu en Þórsarar náðu þó alltaf að klóra í bakkann með mikilli baráttu. Staðan í leikhléi var 13:15 og Þór minnkaði muninn í eitt mark í byrjun seinni hálfleiks. Þeir voru enn inni í leiknum í stöðunni 18:20 en skömmu síðar fékk Davíð Már Sigursteinsson sína þriðju brottvís- un og munurinn jókst jafnt og þétt enda ekki úr miklu að moða í her- búðum Þórs. Pálmar Pétursson varði fantavel í marki Vals, alls 22 skot. Markús Máni Mikaelsson virtist geta skorað að vild og gerði 12 mörk og ýmsir aðrir áttu góðar rispur, t.d. Baldvin Þorsteinsson í fyrri hálfleik. Hjá Þór var Árni Sigtryggsson afar lunkinn í skotum sínum og skoraði 9 mörk. „Já, ég get verið sáttur við þessa frammistöðu. Ég verð að halda því sem karlinn (Roland Valur Eradze) hefur lagt grunninn að en hann er búinn að hjálpa mér mjög mikið. Þessi leikur var fín skotæfing en við fengum á okkur allt of mörg mörk og við verðum að slípa vörnina bet- ur. Ég verð svo að reyna að standa mig áfram því það er komin aukin pressa á mig eftir að Roland datt út,“ sagði Pálmar Pétursson, hinn efnilegi markvörður Vals. Morgunblaðið/Þorkell Krosslagðar hendur! Hafsteinn Ingason, Fram, fer inn af línunni gegn Ásgeiri Jónssyni og Ólafi I. Guðjónssyni úr liði Aftureldingar. Góð byrjun skilaði Fram góðum sigri EFLAUST hafa einhverjir búist við að Afturelding yrði auðveld bráð fyrir Fram þegar liðin mættust í Safamýrinni í gær. Leikmenn Fram vissu hinsvegar að svo var ekki eftir að hafa lent í hremmingum gegn drengjunum úr Mosfellsbænum í Reykjavíkurmótinu en góð byrjun þeirra lagði grunn að 33:29 sigri því Mosfellingar söxuðu jafnt og þétt á forskotið allann leikinn. Á Akureyri kom Valur í heim- sókn til Þórs og hélt suður með bæði stigin í farangrinum eftir 36:27 sigur og Þórsarar því enn án stiga. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Stefán Stefánsson skrifar  LÍNUMAÐURINN Hörður Sig- þórsson er enn í ótímabundnu leyfi frá Þórsliðinu og var hans saknað sárlega í leiknum á móti Val.  MEGNIÐ af KA-liðinu var meðal áhorfenda á leik Þórs og Vals og var Hans Hreinsson markvörður m.a. að kortleggja skot leikmanna af vísindalegri nákvæmni.  AÐKEYPTIR trumbuslagarar frá KA héldu upp býsna góðri stemmningu á heimavelli Þórs og voru áhorfendur öllu fleiri en á síð- asta heimaleik.  DANINN Thomas Björn leikur til undanúrslita í heimsmeistara- mótinu í holukeppni í golfi en hann lagði Mike Weir frá Kanada í átta manna úrslitum.  BJÖRN mætir Ben Curtis í und- anúrslitum en hann lagði Banda- ríkjamanninn Chad Campbell í átta liða úrslitum.  VIJAY Singh komst einnig í und- anúrslit en hann lagði Shaun Mich- eel í átta manna úrslitum og mætir Singh sjálfum Ernie Els, frá S-Afr- íku. Els lagði Tim Clark í átta manna úrslitum.  SHAUN Micheel tapaði ekki að- eins gegn Vijay Singh þar sem einnig var brotist inn í íbúðina sem hann var með til umráða á meðan mótinu stendur. Innbrotsþjófurinn fór inn í íbúðina nóttina fyrir við- ureign Micheel gegn Singh og var bandaríski kylfingurinn í fasta- svefni á meðan innbrotið átti sér stað. „Ég hringdi á lögregluna, og átti erfitt með að sofna eftir að lög- reglan hafði tekið skýrslu og skoð- að sig um á staðnum. Þetta var ekki besti undirbúningurinn sem ég hef haft fyrir golfmót,“ sagði Micheel.  MICHEEL sigraði sem kunnugt er á PGA-meistaramótinu í haust, síðasta „risamóti“ ársins en þjóf- urinn náði til sín um 150 þúsund kr. í reiðufé, greiðslukortum og ýms- um smámunum.  FRAMKVÆMDASTÓRN Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, ákvað á fundi sínum í gær að fresta því að taka ákvörðun um leikjaniðurröðunina á HM í Þýska- landi árið 2006. Ákvörðun þess efn- is verður tekin á fundi FIFA í des- ember n.k.  SEPP Blatter forseti FIFA til- kynnti einnig í gær að FIFA hefði lagt um 56 millj. kr. í sérstakan sjóð sem börn Marc-Vivien Foe munu fá að njóta í framtíðinni. Foe lést í landsleik með liði sínu Ka- merún í Frakklandi í júní s.l. úr hjartaslagi.  GLENN Hoddle segir við London Evening Standard að hann sé tilbú- inn að takast á við ný verkefni. Hoddle var sagt upp á dögunum hjá Tottenham Hotspur. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.