Morgunblaðið - 18.10.2003, Page 1

Morgunblaðið - 18.10.2003, Page 1
LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 FÖRÐUN fyrir augu ogvarir er jafn marg-breytileg og hátískan ásýningarpöllum. Tískan hefur til allrar hamingju sveiflast í það margar áttir undanfarin ár að flestir finna eitthvað við sitt hæfi. Í andlitsmálningu ræður litadýrðin ríkjum um þessar mundir en eng- inn vandi er að finna eitthvað ann- að ef svo ber undir. Tískustraumar eru reyndar ekki meira en túlkun hönnuðar sem fær innblástur úr mörgum áttum, ekki síst frá fólki á götum úti. Kannski þér? Spáð er að tvenns konar förð- unarvenjur nái mestri fótfestu í vetur. Annars vegar eru blæbrigði rósarinnar, hins vegar dökkt og dularfullt útlit. „Sakleysi“, „sætt“, „heima- tilbúið“ eru lýsingarorð förð- unarmeistara. Líka: „kynleysi“, „karlmannlegt“, „ögn af kvala- losta“. Dýrgripir í dós Þegar haldið er á önnur mið koma skærir litir og glitrandi augnskuggar fyrir sjónir og engu líkara en að snyrtivöruframleið- endur hafi komist í litakassa smá- fólksins. Sterkfjólublátt, fúksíulit- ur og grænn eru þrjú dæmi. Októberhefti breska Elle greinir til að mynda frá „ríkulegu“ yf- irbragði haust- og vetrartísk- usýninga (og á ekki bara við gest- ina). Gimsteinalitir og málmkennd áferð hafi lýst upp sýningarpallana og augu og varir glitrað (líkt og skartgripaskrín J.Lo.) Rúbínrauðar varir vörðuðu til að mynda leiðina á sýningu Narcisco Rodriguez og smaragðsgræn, blákvars- og safírlit augu gneist- uðu hjá YSL. „Töfraljóminn er kominn aftur,“ hefur Elle eftir förðunarmeist- aranum Lindu Cantello. „Málmáferð og gimsteinaglampi virðist líka virkilega „spilltur“ á mjólkurhvítri vetrarhúð,“ bætir Cantello við. Tekið er fram að sterk förðun sé nauðsynlegt mótvægi við litagleði hátískunnar. „Hækkið því glansstuðulinn og prófið hvernig er að glitra af frægðarljóma!“ er hvatningin til lesenda. Hvað varirnar varðar eru há- glansandi varalitir og gloss enn við lýði og ein aðferð að bera gljáann bara á miðju varanna til þess að búa til stút. Marglitir munnar eru lykilorð vetrarins og mæla sér- fræðingar með því að varirnar séu burstaðar með barnatannbursta (setjið varasalva á hárin fyrst) til þess að fjarlægja þurra og flagn- andi húð. Varnaðarorð til þeirra sem plokka. Breiðar augnbrúnir virð- ast vera að vinna á, byrjum að safna! Ljómandi litadýrð frá MAC.Julien MacDonald. Förðun fyrir Yves Saint Laurent. Litadýrð glitagnir og gloss Ofurgloss frá Chanel. Bláu augun þín...Af sýningu Tom Ford hjá YSL. Gloss á miðju varanna býr til stút. Rafmagnað frá Shiseido.Tom Ford var líka með græn augu. helga@mbl.is  TÍSKA Tískustefna Viktoríanskur þokki. Blúndur, lífstykki. Ásýnd Rósbleikar kinnar. Aðferð Berið ljósbleikan lit fremst á kinnarnar og örlítið af sama lit á augun. Málið varir mattar og með náttúrulegum lit. Notið stóran bursta svo út- línur litarins verði mýkri og andlitið ekki of dúkkulegt. Tískustefna Svart leður. Ásýnd Svört og máð augnmálning. Aðferð Veljið litlausa förðun á and- litið til þess að draga athyglina ekki frá augunum. Berið svartan augn- skugga neðst á augnlokið, ekki upp á augabrún. Dreifið örlítið úr litn- um yst á augnlokinu. Kámið svarta litnum örlítið eftir línunni við neðri augnhárin með eyrnapinna. Ljúkið verkinu með dágóðum skammti af maskara. (Þeir sem vilja ganga enn lengra og brjóta í bága við ráðleggingar setja eldrauðan lit á varirnar.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.