Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARGAR stelpur og konur erufarnar að „kaupa“ þá hug- mynd að verðleikar þeirra liggi í út- liti, líkama og kynþokka, og þar getur verið komin skýringin á því af hverju þær sækjast eftir því að sitja fáklæddar fyrir á myndum. Þetta er mat Dagbjartar Ásbjörns- dóttur, mannfræðings og verk- efnastjóra hjá Íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur. Hún hefur unnið með unglingum í fimm ár og hefur sérhæft sig í verkefnum er varða kynhegðun og sjálfsmynd unglinga. „Áhersla á konur og kynlíf er allsráðandi í fjölmiðlum, konur eiga að vera fyrst og fremst kynverur.“ Hún segir að kynlíf sé nánast orðið „norm“ og manni bregði nánast við það að horfa á auglýsingar þar sem konur eru fullklæddar. Karlmenn jafnmikil fórnarlömb Dagbjört telur að alveg eins og konum sé seld sú ímynd að líkaminn og útlitið sé aðalmálið, sé hún seld karlmönnum líka. „Það er alið á því að þeim eigi að finnast tvær konur saman vera ótrúlega sexí, að vilja stunda endaþarmsmök, að láta kvenmenn eiga munnmök við þá hvar og hvenær sem er og svo fram- vegis. Staðreyndin er hins vegar sú að karlmenn eru jafnmikil fórn- arlömb í þessari hringiðu, því margir hafa lítinn sem engan áhuga á þessu. Hvað þá unglingsstrákar sem eru jafnuppteknir við að falla inn í hópinn og stelpur, og taka þátt í ýmsu sem þeir myndu undir venju- legum kringumstæðum hugsa sig tvisvar um.“ Dagbjört leggur áherslu á að unglingsárin einkennast af sjálfs- myndarsköpun, þ.e. að finna út hvernig maður á að vera varðandi hegðun, áhugamál, persónu- einkenni, útlit o.s.frv. „Þetta út- skýrir að vissu leyti hvers vegna unglingar eru sérstaklega gott skotmark til að selja þeim alls kyns hugmyndir um það hvað telst flott og hvað ekki. Hins vegar tel ég vandamálið liggja öllu dýpra í þess- ari hringiðu, því að vandinn er ein- mitt sá hvers vegna unglingarnir velja að aðhyllast þessar ímyndir.“ Í heimildarmyndinni „Merchants of cool“ sem Dagbjört sá fyrir nokkrum árum, er fjallað um ung- lingamenningu. „Þar var meðal annars rætt um að þau hlutverk, sem er verið að ala á í fjölmiðlum, eru í grófum dráttum þau að strákar eiga að þora öllu, hegðun þeirra á að mótast af uppreisn og hrokafullu viðmóti, í anda þessarar „hard-core“ tónlist- arbylgju. Stelpur hins vegar eru metnar af verð- leikum líkama síns og útliti.“ Dag- björt leggur áherslu á að þetta sé engin ný speki en það sem hún telur að hafi breyst er að unglingamenn- ing er meira markaðssett í dag en áður tíðkaðist og nýir miðlar eins og Netið tilvaldir til þess að við- halda markaðnum. Mótvægið við fjölmiðlana mikilvægt „Það er stundum áhugavert að hlusta á þessa umræðu sem á sér stað um þá útlitsdýrkun sem fyr- irfinnst alls staðar. Margir eru á þeirri skoðun að þessi klámbylgja svokallaða sem hefur gengið yfir landann á undanförnum árum sé af hinu illa og geri ekkert annað en að viðhalda kynjamisrétti og ýta undir ofbeldi gagnvart konum. Aðrir vilja halda því fram að í dag hafi valdið færst yfir í hendur kvenna og þær noti líkama sinn, kynlíf og kynþokka sem tól og tæki til að fá sínu fram- gengt. Ég tel að það séu eng- in skýr mörk í þessari um- ræðu og að við verðum að einblína frekar á það hvern- ig við fyrirbyggjum að fólk taki þátt í einhverju sem hefur skaðleg áhrif á þeirra líðan og sjálfsmynd.“ Dagbjört er þeirrar skoðunar að meinið sé fjölmiðlar og ekki veiti af að gagnrýna þá, en mótvægið skorti. „Foreldrar, skólinn, fé- lagsmiðstöðvar, íþróttafélög og fleiri aðilar eru þeir sem eiga að koma með mótvægi við þessu stöð- uga áreiti sem unglingar verða fyr- ir í dag. Að sjálfsögðu erum við full- orðna fólkið ekkert betur sett, við dáumst að fallega fullkomna fólk- inu í fjölmiðlum, þessum vofum sem eru búnar til í heimi tækninnar. Og hvað erum við að gera? Jú, á Íslandi eins og í svo mörgum öðrum sam- félögum erum við endalaust að fá frekari upplýsingar um það hvern- ig við getum breytt okkur með hin- um ýmsu lýtaaðgerðum sem fara stöðugt fram. Í dag getum við feng- ið okkur sílíkon í brjóst, í rass í anda J.Lo, í varirnar í anda Angel- ina Jolie, vaxað okkur á öllum lík- amspörtum og svo framvegis. Ef við ætlum að standa okkur í því hlutverki sem okkur var gefið, að taka ábyrgð á líðan og sjálfsmynd barna, verðum við að byrja á okkur sjálfum. Hvað sem tískuheimurinn framleiðir og reynir að selja okkur, er það okkar að ákveða hvað við veljum. Í vinnu okkar með ungling- um tel ég það allra nauðsynlegast að kenna þeim gagnrýna hugsun og að segja sína skoðun. Þegar þau hafa lært að hafa ganrýna hugsun eru þau í stakk búin að velja fyrir sig sjálf.“ Dagbjört hefur m.a. komið að verkefninu EGÓ sem hefur það markmið að styrkja jákvæða og heilbrigða sjálfsmynd unglinga, en félagsmiðstöðvar standa fyrir EGÓ- námskeiðum. Að mati Dagbjartar nær útlitsdýrkunin orðið til yngri hóps og því er farið að huga að því að beina sjónum EGÓ-verkefnisins að aldurshópnum 10–12 ára. Hún leggur áherslu á að byggja þurfi upp heilbrigða sjálfsmynd hjá bæði strákum og stelpum, því álagið á strákana sé líka mikið. Dagbjört Ásbjörnsdóttir. Unglingar eru skotmark GELLA. Orðið hefurmismunandimerkingar. Fæstuungu fólki dettur kverksigi í fiski í hug þegar orðið er nefnt, en í eldri út- gáfum Íslenskrar orðabókar er það fyrsta skýringin. Það er aðeins í nýj- ustu útgáfu orðabókarinnar sem orðið er einnig skýrt sem (glæsileg) stúlka, tískudrós. Sú skýring á meira skylt við það hvernig unglingarnir nota orðið, en yfirleitt er það notað í jákvæðri merkingu, þ.e. gella er ein- hver sem er flott. Það er ekki auðvelt að vera orðin þrettán ára og þurfa að standa undir ósýnilegum væntingum og kröfum samfélagsins um útlit og hegðun og reyna allt hvað af tekur að vera svo- kölluð gella. Og á sama tíma að tak- ast á við kynþroskann og kynhvöt- ina. Umfjöllunarefni bandaríska leikstjórans Caroline Hardwicke í kvikmyndinni Thirteen er m.a. til- vistarkreppa bandarískra unglings- stúlkna, uppreisn þeirra og ráðaleysi foreldra. Hvað er það sem fær ung- lingsstúlkur til að vilja vera kynlífsleikföng? Hvað er það sem fær þær til að lemja hver aðra og hlæja að öllu saman? Hvað er það sem fær þær til að skera sig til blóðs í fram- handleggina? Hvað er það sem fær þær til að klæða sig þannig að sem mest af beru holdi sjáist? Hvað er það sem fær þær til að hætta að borða og hugsa sífellt um megr- un? Í Thirteen segir frá Tracy, þrettán ára stelpu sem líður illa. Hún er reið út í mömmu sína sem er í sambandi við fíkil og er nýskilin við pabba hennar. Og Tracy langar að komast í stelpna- hópinn þar sem gellurnar eru. Þar er Evie, sú allra vinsælasta meðal strákanna. Tracy þráir viðurkenn- ingu Evie og stenst prófið með því að tileinka sér hennar aðferðir. Húðflúr, göt og g-strengur Unglingsárin geta verið viðkvæmur tími. Krakkar uppgötva ýmislegt nýtt og sjálfsmyndin er í mót- un. Stundum er sagt að unglingar séu nýtt fyrirbæri, einu sinni voru bara til börn og fullorðnir. Að minnsta kosti er unglingur á síðustu öld, jafnvel á seinni hluta síðustu aldar, um margt ólíkur unglingi í dag. Eins og kvikmyndagagnrýn- andi Morgunblaðsins komst að orði í dómi um myndina: „Og á fyrsta ára- tug 21. aldar er það ekki spurning um að klína á sig appelsínugulum augnskugga og setja gel í hárið eins og lög gerðu ráð fyrir í ungdæmi undirritaðrar (nema að ég hafi verið að misskilja eitthvað), heldur eitt- hvað mun afdrifaríkara: Andlits- farði, húðflúr, tungu- og naflastung- ur, aðskorin föt, g-strengur og skartgripir samkvæmt fyrirmælum útlitshönnuða kyntákna afþreying- armenningarinnar, og síðan hörð vímuefnaneysla og kynlíf,“ segir Heiða Jóhannsdóttir í dómnum um Thirteen sem vel að merkja fékk tvær og hálfa stjörnu, margt vel gert en ákveðna dýpt skorti að mati gagnrýnanda. Handritið að kvikmyndinni samdi leikstjórinn í samvinnu við aðra aðal- leikkonuna, Nikki Reed þá þrettán ára, sem sjálf hafði reynslu af erf- iðum unglingsárum með togstreitu og vanlíðan. Hardwicke vildi vita hvað unglingsstelpur tala raunveru- lega um og upp úr samtölum þessara tveggja kynslóða spratt handritið. Þess vegna er líklegt að myndin sé raunsönn lýsing á veruleika ákveð- inna hópa í Los Angeles í Bandaríkj- unum. Alls óvíst er hvort aðrir hópar þekkja þann veruleika sem þarna er lýst, en þó má gera því skóna að á tímum hnattvæðingar sé þrýstingur á unglinga frá auglýsingum, tísku- tímaritum og tónlistarmyndböndum nokkurn veginn sá sami, a.m.k. í hin- um vestræna heimi. Nikki Reed segir að þegar þær Hardwicke byrjuðu að tala saman, hafi stíflur brostið og Nikki sagt frá þeim menningarlega þrýstingi sem unglingsstúlkur verða fyrir, hversu miklu máli útlitið skiptir og hvernig ímyndum er þröngvað upp á stelpur. Hardwicke beinir einnig sjónum sín- um að þeirri neyslumenningu sem viðurkennir að stelpur á barnsaldri gangi í bolum merktum „Porn star“ og fari með rapptexta þar sem kven- fyrirlitning er í fyrirrúmi. Foreldrar eigi þetta skilið Blaðamaður Sunday Times, Christopher Goodwin, sparar ekki gagnrýnina á foreldra í nútímasam- félagi þegar hann fjallar um myndina og ung- lingamenningu í víðara samhengi í grein í menningarhluta blaðs- ins í lok ágúst. Hann segir að ef myndin veki ekki frjálslynda for- eldra til umhugsunar um hvað það var sem olli því að þeir leyfðu þrett- án ára dætrum sínum að fá sér göt í tungu eða nafla, eigi þeir skilið að fá sannleikanum slengt framan í sig með myndinni. Hann gagnrýnir ímyndirnar sem haldið er að stelpum en eru svo langt frá veruleikanum. Þar sem Gucci-föt eða fullkominn fyrirsætulíkami er sagt aðgöngumiði að vellíðan og frama. Á hinum enda öfganna séu svo rapplög sem eru spiluð í útvarpi eins og ekkert sé og kvenfyrirlitning skíni úr hverju orði. „Hvernig getur verið að fólk sem sér Thirteen, jafn- vel foreldrar, verði hissa á ógnvekj- andi tölum um yngri og yngri stelp- ur sem stofni sjálfum sér í hættu með afbrigðilegri og sjálfseyðileggj- andi hegðun, átröskunum, áfengis- og vímuefnanotkun, sjálfsmisþyrm- ingum og kynlífi?“ spyr Goodwin. Í grein hans kemur einnig fram að samkvæmt upplýsingum frá banda- rísku alríkislögreglunni FBI, hafi margar unglingsstúlkur frá vel Bíómyndin Thirteen eða Þréttán endurspeglar brenglaða sjálfsmynd og siðferðisvitund bandarískra unglings- stúlkna. Steingerður Ólafsdóttir sá myndina og veltir upp hvort heimur íslenskra ung- linga eigi eitthvað sam- merkt með þeim banda- ríska. Einnig hvort æ naktari glennugangur og gervimennska afurða ímyndariðnaðarins ýti undir sýniþörf og kyn- ferðislega tilburði stelpna, sem vart eru af barnsaldri. Að vera gella Hvernig ímyndum er þröngvað upp á stelpur Dagbjört Ásbjörnsdóttir mannfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.