Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 3
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 B 3 stæðum millistéttarheimilum gerst vændiskonur í leit að spennu, pen- ingum og viðurkenningu. Á sl. þrem- ur árum hafi orðið 70% aukning á því að krakkar úr vel stæðum fjölskyld- um snúi sér að vændi þrátt fyrir að hafa ekki orðið fyrir andlegu, kyn- ferðislegu eða líkamlegu ofbeldi. Verðmætur markhópur Nútímaneyslusamfélagið getur verið unglingunum erfitt. Útlitskröf- urnar dynja á úr öllum áttum, frá tónlistarmyndböndum, auglýsingum og unglingatískutímaritum. Börn og unglingar eru verðmætur markhóp- ur eins og auglýsendur hafa áttað sig á. Þau eru þegar orðin stór neyt- endahópur og eiga eftir að verða neytendur lengi. Fata- og snyrti- vöruframleiðendur keppast við að koma boðskap sínum á framfæri við þennan hóp og ávinna sér traust hans til lengri tíma. Og í tónlistar- myndböndunum kem- ur m.a. fram hvernig konur eiga að líta út og hegða sér, þ.e. fá- klæddar og alltaf til í tuskið. Í bókinni Branded – the buying and selling of teenagers, eftir Al- issu Quart, kemur m.a. fram að tísku- tímarit ætluð ungling- um ýti undir þá tilfinn- ingu hjá stelpum að þær séu ekki nógu góðar eins og þær eru, þær vanti eitthvað, sem gæti þá t.d. verið föt eftir þekkta tísku- hönnuði, fallegri lík- ami o.s.frv. Quart seg- ir einnig að klám hafi verið fléttað inn í auglýsingar sem ætlaðar eru unglingum og auglýsingastofa fata- framleiðandans Abercrombie & Fitch (mjög vinsælt merki meðal bandarískra unglinga) hafi lýst því yfir að unglingar „elski kynþokka- fulla líkama og séu sér meira meðvit- andi um það en nokkru sinni fyrr“. Og Quart segir að A&F haldi ung- lingunum svo sannarlega við efnið með auglýsingabæklingum þar sem pör klæðist vandlega merktum und- irfötum og vísun í klámið sé óumdeil- anleg. Hún gagnrýnir hve auglýs- endur leggja mikla áherslu á að tengja saman vörumerki og kynlíf þegar þeir markaðssetja gagnvart börnum og unglingum. Í bókinni kemur einnig fram að sérstakar auglýsingaráðstefnur eru haldnar til að fræða auglýsendur og markaðsfólk um hvernig best sé að ná til barna og unglinga. Á einni slíkri sagði auglýsingastjóri, skv. bókinni: „Börn eru áhrifamesti hluti markaðarins og við eigum að not- færa okkur þau.“ steingerdur@mbl.is TVEIMUR íslenskum sextán árastelpum fannst efni myndarinnar Thirteen um margt geta átt við hér á landi en að annað væri kannski „svolítið ýkt“. Þær telja að vímuefn- in séu ekki eins stór hluti af lífi stelpnanna á Íslandi eins og í Banda- ríkjunum þar sem hassreykingum og pilluáti var lýst sem hversdags- legum viðburði í myndinni. „Ef ég myndi vilja komast í vímu núna, myndi ég ekki vita hvað ég ætti að gera,“ segir önnur og hin tekur und- ir. Þær segja líka að það sé heldur fá- títt að íslenskar þrettán ára stelpur, þ.e. í 7.–8. bekk, byrji snögglega á gelgjuskeiðinu. „Ég veit reyndar um stelpu sem byrjaði að vera með eldri strákum þegar hún var 13 ára. Áður var hún oft ein en svo eignaðist hún aðeins fleiri vini þegar hún byrjaði að vera með þessum strákum. Hún vill líka vekja athygli á þessu við aðrar stelpur og segist til dæmis reykja, drekka og vera í dópi. En hún er týnd og líður illa.“ Í myndinni er vanlíðan Tracy lýst vel. Hún brýst m.a. út í því að hún sker í framhandleggina á sér en fel- ur ummerkin. Stelpurnar segja það þekkt að stelpur í unglingadeildum grunnskóla skaði sig á þennan hátt en vilji fremur sýna ummerkin en fela þau. „Við vitum um svona fimm, sex stelpur sem hafa gert þetta og tala um það. Þær segja þá að þeim líði svo illa og það er eins og þær séu að reyna að kalla á hjálp.“ Annað sem unglingsstúlkur hugsa mikið um er mataræði og megrun. Það er þekkt bæði í Reykjavík og í Los Angeles þar sem myndin gerist. „Ein vinkona mín er með anorexíu. Eitt af einkennunum er að kúpla sig út úr vinahópnum og ég hef miklu minni samskipti við hana en áður.“ En sumar virðast líka vilja vekja at- hygli, t.d. með því að segja að þær borði ekki eða að mæður þeirra haldi að þær þjáist af næring- arskorti. „Og svo taka þær kannski upp bolinn og sýna.“ Blaðrað um búðarhnupl Íslenskar stelpur skríða líka út um gluggann til að hitta stráka á Íslandi eins og í Bandaríkjunum, þær hnupla á báðum stöðum, drekka og reykja, klæða sig í samræmi við út- litsstaðla auglýsinganna og tónlist- armyndbandanna og gata á sér nafl- ann eða tunguna. Í myndinni er búðarhnupl nokkuð fyrirferð- armikið tákn um uppreisn unglings- áranna. Íslensku stelpurnar segja að það sé mjög þekkt meðal unglinga hér á landi. „Og þá líka mikið blaðr- að um það til að sýnast.“ Þær segja að stelpur fái við- urkenningu og hrós ef þær fá birtar myndir af sér í blöðum eða á Netinu. T.d. sé mjög eftirsótt að vera Séð og heyrt-stúlkan. „Þá fá þær við- urkenningu á því að þær séu sætar og með flottan líkama.“ Þær segja mikinn mun á því að vera Séð og heyrt stúlkan eða að sitja fyrir á klámfengnum myndum, jafnvel tvær saman. Ekki geri þó allar þann greinarmun. Að þóknast strákunum Að þeirra sögn er algengt að stelp- ur kyssist í partíum og það sé ekki gert fyrir þær sjálfar, heldur strák- ana, sem finnst það þó misáhugavert. „Og það er orðið þannig að þegar myndavél sést í partíi, byrja ein- hverjar að kyssast.“ En leggja stelpur þá mikla áherslu á að þóknast strák- unum? „Ég held að stelpum finnist oft gaman að gera eitthvað sem þær finna að strákarnir fíla og þær fá at- hygli út á.“ Það er líka þekkt að stelpur hafi munnmök við stráka sem inngöngu- skilyrði í partí, eins og umræða var um fyrir nokkru. Þær hafa heyrt um slíkt og að það séu þá yngri stelpur að þóknast eldri strákum. „Ég gæti trúað mörgum stelpum til að gera þetta og það er sorglegt. Stelpur gera þetta til að fá viðurkenningu strákanna.“ Þær segja að stelpur haldi einmitt að þær séu að þóknast strákum með því að hafa við þá munnmök hvar og hvenær sem er. „Í raun eru þær ekk- ert að þóknast þeim, kannski upp að vissu marki…en ekki á þann hátt sem þær halda: Kannski líkar hon- um við mig, á ég sjéns í hann ef ég geri þetta…kemst ég þá inn í partí- ið, er hann „hrifinn“ af mér fyrst hann vill að ég geri þetta…Strák- urinn er ekki að hugsa þetta, svona fyrir honum er þetta bara fullnæg- ing, hver sem það var…En jú þetta er sko tilfellið, alls ekki óalgengt, og ef stelpan er ekkert að fá fyrir sinn snúð… er þetta bara til að þóknast honum, sem er ótrúlega sorglegt því maður heyrir sjaldan um að strákar geri þetta til að þóknast stelpum…“ Skyndikynni spennandi „Krakkarnir sem eru að drekka og djamma, eru mest „in“, það er engin spurning.“ Þær segja að það sé þó ekki svo mikill munur á þeim sem eru aðalgellurnar og þeim sem eru ekki í þeim hópi. Þá geti menn- ingin á milli skóla verið mjög ólík og mismunandi á milli árganga hvenær mesta gelgjutímabilið gengur yfir. Einnig að ekki þyki endilega eft- irsóknarvert að eiga kærasta, held- ur þykja skyndikynni meira spenn- andi. „Stelpur tala um að fara að „höstla“ og reyna að vera sexí.“ Fyrirsætur þykja mestu gell- urnar, sem og þær sem ganga í föt- um sem undirstrika líkamann, hafa verið með mörgum strákum og drekka. Þessar stelpur eiga yfirleitt ekki stráka að vinum en það er þó mismunandi hvort vinahópar sam- anstanda af báðum kynjum, að mati viðmælendanna. G-strengsnærbuxur eru skyldu- eign allra unglingsstúlkna og þær eru sammála um að þetta sé þægi- legri nærfatnaður en sá hefðbundni. G-strengur sé í tísku en ekki sé leng- ur í tísku að hann sjáist upp úr bux- unum, það gerist meira óvart. Æ yngri stelpur gangi í g-streng og ekki sé óalgengt að 10–11 ára stelpur eigi svoleiðis. Engar druslur til Þær telja að strák- ar fari að pæla meira í persónuleika stelpnanna þegar þeir eru komnir á framhaldsskólaald- urinn. „Þeir vilja ekki vera með stelp- um sem hugsa bara um útlitið en er svo ekkert meira spunn- ið í.“ Fram að 16 ára hugsi þeir meira um útlit stelpnanna og stelpurnar taki mið af því. Þær sjálfar gerðu hins vegar tilraun þegar þær voru í 10. bekk og byrjuðu að hegða sér eins og strákarnir. „Við fórum að tala eins og þeir: „Vá, þessi er flottur, ég er alveg á þörfinni…“ Mér fannst þetta þagga svolítið nið- ur í þeim og koma vel út. Við reynd- um að hætta að þóknast strákunum og vera ekki alltaf að flissa að öllu sem þeir sögðu.“ Það hefur oft verið ráðist að stelp- um fyrir að klæða sig á ákveðinn hátt eða að vera með mörgum strákum og þær kallaðar druslur fyrir vikið. Stelpurnar segja að nú sé alveg eins farið að kalla stráka druslur eða hórur, en þær vilja þó taka skýrt fram að þeim finnst að enginn eigi þessa nafnbót skilið, hvorki strákar né stelpur. Þær segja að vanlíðan og léleg sjálfsmynd geti ýtt á svona hegðun hjá unglingsstelpum eins og lýst er í myndinni. Og það eru margar sem eru með veika sjálfsmynd, að þeirra mati. „Þær stelpur sem eru að monta sig svona mikið af því að vera að drekka, djamma og stela eru með brenglaða sjálfsmynd og eiga erf- itt.“ Samanburður tveggja sextán ára stelpna á kvikmyndinni og íslenskum raunveruleika Sækja í viðurkenningu á líkama sínum Unglingsstelpur: Tracy og Evie, sem leikin er af handritshöfundinum Nikki Reed, í Thirteen. Tracy vill helst af öllu falla inn í gelluhópinn. SJÁ NÆSTU SÍÐU 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.