Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ A NDI sköpunargleðinnar svífur yfir vötnum í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hér er líka fólk á öllum aldri, af báðum kynjum og úr ólíkum þjóð- félagshópum að veita sköpunarþörf sinni útrás, frá morgni til kvölds. Starfið er í rauninni þríþætt: Í barna- og unglingadeild er boðið upp á nám fyrir börn á grunnskólaaldri, sex til sextán ára. Í fullorðinsfræðslu/sí- menntun er boðið upp á kvöldnám- skeið fyrir eldri en sextán ára. Forn- ámsdeild býður upp á árs nám fyrir ungt fólk, til undirbúnings háskóla- námi. Að auki er verið að þróa kennslu fyrir þriggja til fimm ára börn í samstarfi við leikskólann Dvergastein. Það verkefni hefur ver- ið styrkt af menntamálaráðuneyti og þróunarsjóði dagvistar barna, Reykjavíkurborg. Ennfremur hefur Myndlistaskólinn haft samstarf við Ljósmyndasafn Reykjavíkur og skipulagt ljósmyndanámskeið með því. „Nemendur skólans eru á aldrin- um þriggja ára og upp í áttrætt, úr öllum stéttum og starfsgreinum sam- félagsins,“ segir Þóra Sigurðardóttir skólastjóri. „Má segja að hver læri af öðrum, því margvíslegar úrlausnir verkefna frá nemendum á öllum aldri eru að jafnaði sýnilegar í skólahús- næðinu, þar sem nemendur eru að fást við grunnþætti sjónlista í tvívídd og þrívídd, hver aldur á sínum for- sendum. Kennsluumhverfi Mynd- listaskólans í Reykjavík er því sér- stakt að þessu leyti og ekki margir skólar sem starfa með þessum hætti.“ Máli sínu til stuðnings gengur Þóra með blaðamanni og ljósmyndara um skólahúsnæðið og þar má glöggt sjá á veggjum listaverk á mismunandi þroskastigum, allt frá „höfuðfætlum“ hinna yngstu til margbrotnari verka þeirra sem lengra eru komnir í sjón- tækni og skynjun á umhverfi sínu. Hjarta skólans „Hér erum við komin í hjarta skól- ans og kennarar nota sér safnið óspart,“ segir Þóra þegar komið er í bókasafn skólans. „Kennslan byggist á reynslu sem mótast hefur á löngum tíma og kennslufræði sem þróast hef- ur í samstarfi margra framúrskar- andi myndlistamanna og myndlista- kennara. Námið í skólanum byggist á persónulegu sambandi kennara og nemenda á verkstæði. Unnið er út frá nánasta umhverfi með áþreifanleg efni, en fléttað inn í verklega námið listasögu og fræðiþáttum. Bókasafnið gegnir þar mikilvægu hlutverki, jafnt í barnastarfi sem fullorðinsfræðslu. Við erum líka með fyrirlestra hérna og stundum við kennsluna bregðum við upp litskyggnum hérna í tengslum við ákveðin viðfangsefni og verkefni.“ Þóra segir ennfremur að markmið Myndlistaskólans í Reykjavík sé að veita fræðslu og þjálfun í grunnþátt- um skapandi sjónlista, innsýn í lista- sögu, ýta undir persónulega listræna tjáningu á forsendum nemandans og þannig stuðla að aukinni menntun og meðvitund um gildi lista og menning- ar og víxlverkun þessara þátta við samfélagið, manngert umhverfi þess og náttúru. „Myndlistarskólar gegna ákaflega mikilvægu hlutverki í samfélagi nú- tímans,“ segir Þóra ennfremur. „Sjónlistir snerta alla þætti sam- félagsins, varla er til sá manngerði hlutur í umhverfi okkar sem ekki hef- ur verið teiknaður í upphafi, áður en hann fékk á sig efnislegt form. Þau atriði sjónlista sem kennd eru á nám- skeiðum við skólann eru þeir þættir sem leggja grunn að skilningi á myndlist, byggingarlist, hönnun og listasögu og gildir þá einu hvort nem- andi hefur hugsað sér að byggja upp tómstundaáhugamál sitt eða stefnir á framhaldsnám. Grunnþættir náms á sviði sjónlista snúast um að efla skynjun, athygli og næmi nemandans fyrir eigin upplifun og umhverfi, ásamt því að ýta undir hæfni til að tjá sig myndrænt og skapandi.“ Sígild viðfangsefni Þetta kvöld eru fjögur námskeið í gangi í fullorðinsfræðslu- og símennt- unardeild. Leiðin liggur fyrst í Teikn- ingu 1, þar sem Hilmar Guðjónsson leiðbeinir byrjendum að beita blíanti. „Hér er grunnurinn lagður, enda er teikning undirstaða allra sjónlista,“ segir Þóra skólastjóri. „Hún er tæki til að greina form og hlut- föll, rúmtak og byggingu hluta og skilja fjarvídd. Það fer engin í málunardeild nema að hafa tekið fyrst námskeið í teikningu.“ Hilmar kennari býður blaðamanni að taka sér blýant í hönd og prófa. „Hér er byrjunarreiturinn og það sakar ekki að prófa. Hver veit nema að í þér leynist mikill listamaður?“ Nemend- ur eru hér að læra að finna „tóna“ með blýantinum. Hann er nefnilega ekki bara grár, heldur hefur mismun- andi blæbrigði eftir því hvernig hon- um er beitt. Í Módelteikningu er Margrét H. Blöndal að leiða nemendur í allan sannleika um leyndardóma mannslík- amans. Aðspurð hvers vegna nakinn mannslíkami hafi ávallt, á öllum tím- um og skeiðum listasögunnar, skipað svo veigamikinn sess í myndlist sem raun ber vitni segir Þóra meðal ann- ars: „Mannslíkaminn er klassískt við- fangsefni enda kemur hann okkur öll- um við. Við erum öll með einn slíkan. Það að æfa og þjálfa þessa skynjun sem sjónin er, með því að horfa á mannslíkamann, er mjög áhrifaríkt. Með því að horfa á aðra manneskju sérðu sjálfan þig um leið. Tilgangur- inn með módelteikningunni er að nemendur tileinki sér aðferðir til að mæla hlutföll og til að átta sig á sam- ræmi hlutfalla og forma.“ Sigtryggur B. Baldvinsson ræður ríkjum í salnum þar sem Málun 4 fer fram. Hér eru nemendur sem lengra eru komnir á listabrautinni og nú eru þeir, ásamt kennara sínum, að skoða og velja ljósmyndir, sem nemendur höfðu tekið í vikunni áður, annars vegar úti í náttúrunni í Elliðaárdaln- um og hins vegar í manngerðu um- hverfi í Kringlunni. Þegar búið er að velja úr besta myndefnið hefjast nemendur handa við trönur sínar með pensil og olíuliti og útfæra við- fangsefnið eftir eigin höfði. „Í þessu námskeiði, Málun 4, er leitast við að auka skilning nemenda á möguleik- um málverksins sem tjáningarmiðils og ýtt undir sjálfstæð vinnubrögð með fjölbreyttum verkefnum,“ segir Þóra. Leirkerakúnstnerinn mikli Leirkerarennsla á framhaldsstigi er í fullum gangi undir leiðsögn Guð- bjargar Káradóttur. Hér sitja nem- endur við rafknúna rennibekki og móta leirinn með höndunum. Í gólf- inu er fótstig, sem stjórnar hraðanum á hjólinu. Þetta leiðir hugann að forn- um menningarþjóðum, eins og frá mínosarmenn- ingunni í Knossos á Krít, sem löngu fyrir Krists- burð bjuggu til fágætar skálar og vasa án þess að nokkuð væri rafmagnið. Guðbjörg kennari segir að í rauninni sé tæknin ennþá sú sama. Munurinn er bara sá að í þá daga var hjólinu snúið með höndun- um. „Það krefst töluverðrar æfingar að læra að renna leirnum þannig að hann verði að nothæfu íláti eða list- rænum grip,“ bætir hún við. Greinarhöfundi bauðst að taka þátt í leirkerarennslunni og fannst sjálf- um býsna vel til takast að forma skál í leirinn, en hefur líklega verið einn um þá skoðun. Skálin varð nefnilega dá- lítið skökk, en í slíkum tilfellum er alltaf hægt að segja að hún hafi átt að vera svona. Þetta sé eins konar fram- úrstefnuverk. Nú bíður greinarhöf- undur bara þess að skálin þorni og þá kemur hann aftur í skólann til að glerja hana. Síðan verður skálin væntanlega gefin í jólagjöf, eða þá hún fer upp á hillu til minningar um skemmtilega kvöldstund í Myndlista- skólanum í Reykjavík. Sjónlist Í Myndlistaskólanum í Reykjavík fer fram þróttmikið kennslustarf í listsköpun. Sveinn Guðjónsson fann knýj- andi þörf fyrir að hlýða kalli listagyðjunnar og brá sér í skólann eina kvöldstund. Skólastjórinn: Þóra Sigurðardóttir, myndlistarmaður. í tvívídd og þrívídd Myndlistar- skólar gegna mikilvægu hlutverki í nú- tíma samfélagi svg@mbl.is „Ég hef verið á vinnumarkaði í hartnær tuttugu ár, aðallega við það að nota höfuðið og miðla staðreyndum, sem getur ver- ið ákaflega ástríðulaust til lengdar og stundum þarf maður einfaldlega að jarðtengja sig og vinna með höndunum. Það er varla hægt að hugsa sér betri aðferð til að hvíla hugann en að móta leir og vinna með formið,“ sagði Sigrún Björns- dóttir. Hún nam fjölmiðlafræði í Danmörku á sínum tíma og eftir heimkomuna hefur hún meðal ann- ars starfað hjá fréttastofu Rík- isútvarpsins og við upplýsinga- miðlun. „Það er afskaplega sefjandi og róandi að sitja svona og renna leir- inn, leika sér með formið og ná tök- um á því að móta efnið með hönd- unum,“ sagði Sigrún ennfremur og bætti því við að hún hefði einnig formað á annan veg en í rennslu. „Þetta gerir allt aðrar kröfur til rýmishugsunar, ef svo má að orði komast. Þetta er bara í stuttu máli sagt óskaplega gaman.“ Sigrún kvaðst lengi hafa haft mikinn áhuga á myndlist almennt og verið á ýmsum myndlistarnám- skeiðum áður. „Þetta er þriðji vet- urinn minn í leirn- um hér í skólanum. Maður verður eiginlega háður þessu, vinnuferlinu og hvernig hlutirnir mótast og verða til.“ Aðspurð um hvort hún eigi þá ekki orðið kynstrin öll af leirkrúsum og leirstyttum sagðist hún gefa mest af því sem hún býr til á námskeiðunum. „Ég er nú samt ekki í þessu til að verða mér úti um heimatilbúnar afmælisgjafir heldur fyrst og fremst til að skapa og njóta stundarinnar. Leirinn er svo lifandi efni og það er mikil gleði sem fylgir því að ná tökum á forminu, geta bú- ið til það form sem maður virkilega vill. Svo er alltaf stóri verkurinn að glerja leirinn því það er heilmikil efnafræði. Á því sviði er maður endalaust að læra og ég tel mig vera algeran byrjanda í glerj- uninni. Maður þarf að byggja upp ótakmarkaða þolinmæði í öllu þessu vinnsluferli, því það er svo margt sem getur farið úrskeiðis. Þess vegna er þetta líka góð kennslustund í þolinmæði,“ sagði Sigrún Björnsdóttir. Leirkerarennsla: Sigrún ásamt leiðbeinandanum, Guðbjörgu. Leirinn er lifandi efni Sigrún Björnsdóttir fjölmiðlafræðingur ÞÓRA Þorgilsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík síðast- liðið vor og starfar í vetur í apóteki í vesturbænum. „Ég ákvað að taka mér hvíld frá bóknámi í eitt ár, en stefni á að hefja nám í Háskóla Ís- lands næsta haust. Ég hef dálítið verið að velta verkfræðinni fyrir mér, en annars er það óráðið. Ég ætla aðeins að hugsa málið. Hugs- anlega fer ég út í eitthvað sem teng- ist teikningunni, arkitektúr eða hönnun af einhverju tagi.“ Þóra kvaðst hafa stundað kvöld- námskeið í Myndlistarskólanum í Reykjavík öll menntaskólaárin. „Þetta er góð hvíld frá lestri skóla- bókanna. Ég byrjaði í almennri teikningu og fór svo í módelteikn- ingu í fyrra og ákvað að fara aftur núna í vetur. Það er endalaust hægt að bæta við sig í svona teikningu. Svo er þetta svo góð þjálfun í sjón- tækni og bara allt öðruvísi en að vera að læra bókmenntir eða ein- hvern utanbók- arlærdóm í skól- anum,“ sagði hún. Þóra kvaðst hafa meiri áhuga á að teikna en mála. „Ég hef aldrei málað neitt að ráði, en hef haft áhuga á teikningu frá því ég var lítil.“ Þóra á reyndar ekki langt að sækja myndlistargáfuna því móðir hennar er Inga Jónsdóttir myndlistarmaður. Það má því segja að hún hafi drukkið í sig myndlist- aráhugann með móðurmjólkinni. „Mamma hvatti mig til að teikna þegar ég var lítil og hún tók mig studnum með í skólann. Hún sagði einmitt að það hefði verið svo þægi- legt að taka mig með, því ég gat allt- af dundað mér við að teikna hvar sem var.“ Þóra kvaðst vera mjög ánægð með námskeiðið. „Það er svo þægi- legt að koma hingað á kvöldin og þetta er góð aðferð til að hvíla hug- ann frá daglegu amstri,“ sagði hún. „Maður gleymir stað og stund við að teikna svona.“ Módelteikning: Þóra Þorgilsdóttir mundar blýantinn. Góð þjálfun í sjóntækni Þóra Þorgilsdóttir vinnur í apóteki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.