Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Vín vikunnar að þessu sinni er „of- urvín“ frá Chile. Fyrir skömmu var fjallað um hin stórgóðu vín frá Casa Lapostolle sem er fyrirtæki í franskri eigu sem hefur verið að gera stórgóða hluti í Colchagua- dalnum með aðstoð víngerðar- mannsins Michels Rollands frá Bordeaux. Toppurinn frá Lapostolle er vínið Clos Apalta sem er gert úr Merlot-Carmenere (65%) og Cab- ernet Sauvignon (35%) af um 60 ára gömlum vínvið. Clos Apalta 2000 er dökkt og djúpt, ný eik og sætur krækiberjasafi, ungt og stórt. Þarna er svart- ur pipar og brenndur sykur, núggat. Í munni sæt og mikil vanilla, dæmigert „ofurvín“ sem hefur allt, kraft, dýpt, þykkt og mýkt. Vínið er ekki fáanlegt í almennri sölu, en hægt er að sérpanta það í gegn- um vínbúðirnar (það eru þó ekki margar flöskur sem koma til landsins) eða fá það á einstaka betri veitingahúsum. 20/20 Clos Apalta  ÞÓTT námsárin séu skemmtileg gera takmörkuð fjárráð námsmanna og takmörkuð reynsla í eldhús- inu yfirleitt að verkum að mataræðið verður oft fá- brotið og snautt. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur al- þjóðlegt. Nú hefur einn þekktasti matarpenni Breta, Fiona Beckett, sem ritar greinar í jafnt dagblaðið Guardian sem víntímaritið Decanter, gefið út bók sem er sérstaklega ætl- uð námsmönnum, með það að markmiði að auka fjölbreytni og gæði mataræðis námsmanna. Bókin heitir Beyond Baked Beans (sem mætti þýða sem Annað og meira en baunir úr dós) og hefur nú þegar náð mikilli sölu í Bretlandi. Beckett á sjálf börn á háskólaaldri og segir að kveikjan að bókinni hafi verið ítrekuð símtölum þar sem börnin vildu fá leiðbeiningar um það hvernig ætti að elda hitt og þetta. Að lokum ákvað hún að ráðast í ritun bókar þar sem reynt væri að hvetja námsmenn til að borða eitthvað annað en hvítar baunir úr dós. Beckett segir unga námsmenn í dag vera vanari fjöl- breyttara og betra fæði en námsmenn á árum áður vegna þeirra miklu breytinga sem orðið hafi á mat- arvenjum. Því sé erfiðara fyrir þá að skipta yfir í námsmannsgírinn. Í bókinni er einnig sérstakur kafli um áfengi þar sem hún hvetur unga námsmenn til að reyna vín með matnum og bendir á fjölmörg ódýr en góð vín sem henta buddu námsmanna. Uppskriftabók fyrir námsmenn HVER kannast ekkivið það að finnauppskrift í erlendutímariti eða mat-arbók sem mann dauðlangar til að reyna. Þegar á hólminn er komið reynist hins vegar erfitt að elda viðkomandi rétt þar sem lykil hráefnin eru ekki fáanleg í íslenskum versl- unum. Þótt margt hafi breyst til batnaðar í þeim efnum á síðustu árum er enn allt of margt sem ekki er hægt að fá annaðhvort vegna innflutningshafta eða þá framtaksleysis (hvort sem er inn- flytjenda, kjötvinnslumanna eða annarra). Ágætt dæmi eru ítalskar pyls- ur (salsiccie) sem eru megin- uppistaða margra góðra réttra. Hér á landi er ekki til neitt í lík- ingu við pylsurnar ítölsku, allra síst hinar íslensku pylsur. Samt ætti að vera tiltölulega auðvelt að framleiða þær í hvaða kjötvinnslu sem er. Líklega er markaðurinn hins vegar ekki kominn lengra en það að einungis einn og einn sér- vitrungur sér ástæðu til að kvarta yfir salsiccie-leysinu. Það þýðir hins vegar ekki að menn eigi að setjast með hendur í skaut og setja þessar uppskriftir í neðstu skúffuna í von um að hráefnin verði einhvern tíma til staðar. Oft er hægt að leysa mál- in með furðu einföldum hætti. Eftirfarandi uppskrift var fast- ur liður á borði fjölskyldu grein- arhöfundar er hún bjó um skeið í Bandaríkjunum en þar er mikið um fólk af ítölskum uppruna og italian hot sausage og italian sweet sausage til í hverju kjöt- borði með minnstu sjálfsvirðingu. Þegar heim var komið reyndist hægt að halda réttinum inni á dagskrá með góðri ráðgjöf frá reyndri pylsugerðarkonu. Samkvæmt uppskriftinni á að byrja á því að losa kjötið úr himn- unum og steikja það. Það er því ekki einu sinni nauðsynlegt að búa til sjálfar pylsurnar heldur einungis sjálfa pylsufyllinguna. Að sjálfsögðu er hins vegar einn- ig hægt að nota þessa uppskrift alla leið og búa til „pylsur“. Upp- skriftirnar að salsiccie eru nær óteljandi. Þessi aðferð hefur reynst mér vel miðað við íslensk- ar aðstæður: KRYDDUÐ ÍTÖLSK PYLSA — SALSICCIE 1 kg svínakjöt. Gott er að nota úr- beinaðan svínahnakka, gjarnan með smáfitu á, þó ekki of mikilli. 4–5 hvítlauksgeirar 3 tsk salt 3–4 matskeiðar fennel-krydd klípa af cayenne-pipar 1 msk þurrkaður rauður pipar (má sleppa) 2 msk Sambuca (má sleppa) 2–3 dl vatn Hakkið kjötið í matvinnsluvél á litlum hraða, bætið við hvítlauk, kryddi og loks vökva þar til pylsudeigið er orðið mjúkt í sér en ekki of blautt. PASTA MEÐ SALSICCIE-SÓSU Og þá er búið að ýta fyrirstöðunni úr vegi og eldamennskan getur byrjað. Í sósuna þarf Ítölsku pylsurnar okkar 2 rauðlauka, saxaða Lúku af fersku rósmarín eða 2 msk þurrkuðu 2 lárviðarlauf Stór dós af ítölskum tómötum 500 g pasta (Penne eða Cas- arecce) 1 rjómapeli eða um 3 dl mat- reiðslurjómi 150 g niðurrifinn ferskur Parm- igiano-ostur Ólífuolía til eldunar Brúnið rauðlaukinn í olíunni í nokkrar mínútur á miðlungshita, bætið síðan við „pylsunum“, rós- marín og lárviðarlaufum. Steikið pylsurnar vel í um korter og pass- ið að þær brenni ekki við. Að því búnu er tómötunum bætt saman við og sósan látin malla í smá- stund á vægum hita, um tíu mín- útur. Setjið þá rjómann saman við og látið malla áfram í 10–15 mínútur og jafnvel lengur ef þið nennið. Smakkið réttinn til með salti og pipar á meðan hann mall- ar á pönnunni og jafnvel getur verið gott að bæta við fennel. Samhliða þessu verður að muna eftir pastanu. Sjóðið pasta í stórum potti með söltuðu vatni skv. leiðbeiningum á pakkanum. Þegar pastað er tilbúð er vatn- ið síað frá og pastanu bætt saman við sósuna, helst á pönnunni (það er því gott að nota stóra pönnu) ásamt parmigiano-ostinum. Veiðið lárviðarlaufin úr sósunni áður en þið bætið pastanu saman við. Berið réttinn fram með rifnum parmigiano. Pasta með salsiccie- og rósmarínsósu Morgunblaðið/Ásdís Flest góð ítölsk rauðvín falla vel að þessum rétti. Ég myndi mæla með Chianti Classico frá t.d. Isole e Olena eða Font- erutoli eða þá Tenute eða Peppoli frá Antinori. Rosso di Montepulciano frá Poliziano kæmi einnig vel til greina. Vínið með! SUÐUR-ítalskt vínkvöld verður haldið þriðjudaginn 21. október á Sommelier. Þetta er í annað sinn sem Vínklúbbur Sommelier kemur saman, en á fyrsta fundinum var franskt þema. Suður-Ítalía, ekki síst Sikiley og Puglia, hefur verið í mikilli sókn í víngerð undanfarin ár og eru vín þaðan orðin vel þekkt um allan heim. Fjallað verður vítt og breitt um víngerð Suður-Ítala frá syðsta odda og upp að Campagnia. Með vínunum verður boðið upp á sérlagað pasta. Dagskráin hefst kl. 19.30 með fordrykk en kl. 20.00 stundvíslega hefst dagskrá. Verð fyrir mat og vín er 3.000 krónur. Suður-Ítalía á SommelierÁRGANGURINN 2003 heldur áframað vekja upp miklar umræður í Evr-ópu enda var veðrið óvenjulegt ogþví margir sem binda vonir við að ár- gangurinn verði óvenjulega góður. Á hægri- bakkanum í Bordeaux (Pomerol og St. Emil- ion) eru menn þegar farnir að tala um að árgangurinn lofi einstaklega góðu. Svipaða sögu er að segja af vinstribakkanum (Médoc) en þar naut Cabernet Sauvignon-þrúgan, sem alla jafna þroskast seinna en Merlot, sín vel þar sem áfram var heitt fram eftir september. Þá berast fregnir af því að sætvínin frá Sauternes verði betri en oftast áður þar sem aðstæður hefðu vart getað verið betri. Skiptar skoðanir eru um Búrgundarvínin, að minnsta kosti þau hvítu. Flestir virðast sammála um að rauðvínin verði glæsileg en misvísandi skilaboð berast um þau hvítu. Í Rónardalnum eru menn ekki að spara lýs- ingarorðin og segja að vínin frá Cote Rotie og Hermitage verði einstök að gæðum, dökk og mikil. Jafnvel í Þýskalandi segja menn að þetta verði góður rauðvíns- og hvítvínsárgangur. Eftir því sem sunnar dregur í álfunni er hins vegar sums staðar hætta á að hinir miklu hitar fari að hafa slæm áhrif á hvítvínin, sem verða ekki eins fersk og venjulega. Vín sem byggjast á sýru og ferskleika eru fórnarlömb sumarhit- anna, vín sem byggja á dýpt og lengd og þurfa jafnvel geymslu verða sigurvegararnir. Almennt séð virðist það standa áfram að það sé mjög góður árgangur í vændum. Magnið er hins vegar mun minna en í meðalári vegna veðursins. Margir óttast því nú þegar að verð gæti hækkað á mörgum gæðavínum. Reuters Hvítvínsþrúgum safnað saman í Edesheim í Suðvestur-Þýskalandi. Þýskir vínræktendur telja margir að hlýviðrið í sumar eigi eftir að skila þeim afbragðs vínárgangi. Reuters Hvítvínsþrúgur á ekrum í þorpinu Loreto á Ítalíu. Áhrif hlýviðrisins í Evrópu í sumar eru talin geta hafa haft slæm áhrif á hvítvín sunnarlega í álf- unni, þar sem hitinn getur skaðað ferskleika. Vín Hvert stefnir 2003?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.