Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.10.2003, Blaðsíða 9
* Koffín Eykur orku og fitubrennslu. * Hýdroxísítrussýra Minnkar framleiðslu fitu. * Sítrusárantíum Breytir fitu í orku. * Króm pikkólínat Jafnar blóðsykur og minnkar nart. * Eplapektín Minnkar lyst. * L-Carnitine Gengur á fituforða. BYLTING Í FITUBRENNSLU! - ÖFLUGAR BRENNSLUTÖFLUR Perfect bu rner töflu r 90 stk. Hagkvæm ustu kaup in! Söluaðilar: Hagkaupsverslanir, Heilsuhúsið, Hreysti, Lyfjuverslanir og helstu líkamsræktarstöðvar. Perfect burner er því lausnin á því að tapa þyngd á árangursríkan, skynsaman og endingagóðan hátt. Fyrirtæki sem sérhæfir sig í gönguferðum um Bretland: www.contours.co.uk Cairngorm-þjóðgarðurinn var formlega opnaður nýlega í Skotlandi en hann er nú stærsti þjóðgarður í Bretlandi. Garður- inn er þekktur fyrir mikið dýra- líf og árnar Spey, Dee og Don renna um garðinn. Fyrstu þjóð- garðarnir í Skotlandi, Loch Lomond og Trossachs sem er fyrir norðan Glasgow voru formlega opnaðir á síðasta ári. Nýr þjóðgarð- ur í Skotlandi  Nánari upplýsingar um Cairngorm-þjóðgarðinn er að finna á slóðinni www.cairngorms.co.uk HJÓNIN Steinunn Skúladóttir og Guðni Erlendsson hafa undanfarin átta ár verið með heimagistingu á neðri hæðinni í húsi sínu í Kaup- mannahöfn og hafa gestir þeirra fram til þessa eingöngu verið Íslendingar. „Við erum með fimm herbergi og getum tekið á móti allt að 17–18 manns í einu,“ segir Steinunn. „Neðri hæðin var öll tekin í gegn fyrir tveimur árum og síðan málum við árlega og tökum í gegn þannig að það á ekki að væsa um gesti okkar. Svo er þetta afar róleg gata svo gestir okkar geta sofið rólega án áreitis frá umhverfinu. Þá er þráðlaus nettenging í her- bergjunum sem Steinunn segir að margir sem eru í viðskiptaerindum kunni vel að meta. Á öllum herbergj- um eru sjónvörp og hún segir að rúm- um fylgi sængurföt og handklæði eru einnig á herbergjum. Það er eldhús á hæðinni með öllum tilheyrandi tækjabúnaði og bakarí og verslanir á næsta horni. Tvö rúmgóð baðherbergi eru við sama gang og herbergin og gestir sem dvelja í þrjá daga eða lengur geta haft afnot af þvottavél og þurrkara. Herbergin eru misstór en vel er hægt að taka á móti allt að fimm manna fjölskyldu í stærsta herberg- inu. Gestum er frjálst að nota grill sem er á verönd við húsið. Að sögn Stein- unnar gengur strætisvagn á fimm mínútna fresti í miðbæinn og einnig er stutt í sundlaug, útivistarsvæði og baðströnd. Góðar samgöngur eru við Kastrup-flugvöll enda ekki langt að fara. Reka heimagistingu í Kaupmannahöfn Eingöngu íslenskir gestir Þráðlaus nettenging er á öllum herbergjum. Gestir geta tyllt sér út og grillað.  Heimagisting í Kaupmannahöfn Birmavej 50 A 2300 København S Sími: 0045 32 55 20 44 eða 0045 32 55 20 97 Vefslóð: www.gisting.dk Frá og með fyrsta nóvember næstkomandi tekur gildi vetr- artilboð en það gildir fram til febrúarloka. Þá kostar gistinóttin 90 dansk- ar krónur á mann ef um fimm manna fjölskyldu er að ræða en 150 krónur á mann ef um hjón er að ræða svo framarlega sem gist er tvær nætur eða lengur. „ALLT að helmingur þeirra sem kaupa flug með aðstoð starfsfólks hjá Iceland Express til Kaupmannahafn- ar og London kaupir síðan flug áfram til annarra áfangastaða með öðrum lággjaldaflugfélögum. Að sögn Ólafs Haukssonar, tals- manns Iceland Express, er fólk þá aðallega að fara til Spánar, Þýska- lands, Belgíu, Noregs og Svíþjóðar,“ segir Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express. Alicante og Brussel „Alicante og Barcelona virðast vin- sælustu áfangastaðirnir á Spáni og síðan eru nokkrar borgir í Þýskalandi vinsælar. Lággjaldaflugfélagið Ryanair flýgur til Hahn-flugvallar sem er mitt á milli Frankfurt og Lúx- emborgar. Berlín er einnig vinsæl í framhaldsflugi og sama má segja um Köln. Það er veruleg umferð til Brussel í gegnum Stansted, því fram- haldsflug þangað er á mjög góðum tíma í tengslum við okkar flug, bæði fram og til baka. Þótt Charleroi-flug- völlur sé nokkuð fyrir sunnan mið- borg Brussel, þá eru flugfargjöldin þarna á milli yfirleitt svo ótrúlega lág að það hefur borgað sig. Frá Kaup- mannahöfn eru farþegar í framhalds- flugi aðallega að fara til Ósló og Stokkhólms.“ Ólafur segir að Sterl- ing sé með hagstæð fargjöld þar á milli og flugfélagið er með ferðir milli þessara borga mörgum sinnum á dag. „Þar sem Sterling er lágfar- gjaldafélag, þá er engin sunnudaga- regla eða annað í þeim dúr, þannig að fólk í viðskiptaerindum notfærir sér þennan möguleika.“ Skíðaferðir Ólafur segir að töluvert hafi borist af fyrirspurnum um ódýrt framhalds- flug til Veróna og Mílanó í vetur, en þá er fólk að huga að skíðaferðunum. Þá bendir hann á að með því að tvö- falda ferðatíðni Iceland Express til Kaupmannahafnar og London í apríl á næsta ári þá muni möguleikar á hagstæðu framhaldsflugi aukast til muna. Hann tekur fram að þessum tölum verði þó að taka með fyrirvara þar sem meirihluti af fargjaldakaup- um fari fram á Netinu. „Þessar upp- lýsingar um framhaldsflug koma fyrst og fremst frá starfsfólki okkar sem hefur verið að bóka fyrir fólk sem kemur til okkar á skrifstofuna eða hringir.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Allt að helmingur farþega Iceland Express kaupir flug áfram til annarra áfanga- staða þegar komið er til London eða Kaupmannahafnar. Barcelona og Berlín meðal vinsælustu áfangastaða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.