Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 284. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Frábær stemmning Um 300 unglingar á landsmóti æskulýðsfélaga í Ólafsvík 12 Þjálfari HK segir að keppnisskapið hafi verið frábært Íþróttir Falli Ríkarðs þriðja fagnað Nýrri uppfærslu á sígildu verki fagnað í Þjóðleikhúsinu Fólk 33 NÝR forseti Bólivíu, Carlos Mesa, kynnti í gær fimmtán manna ríkis- stjórn sína en Mesa sór embættiseið á laugardag í kjölfar þess að Gonzalo Sanchez de Lozada hafði sagt af sér. Eins og spáð hafði verið hafa fáir nýju ráðherranna starfað í stjórn- málaflokkum landsins en Mesa hafði lýst því yfir að hann vildi ekki at- vinnustjórnmálamenn í stjórn sinni. Mesa hefur heitið því að vinna bug á gífurlegri fátækt í Bólivíu og ójöfn- uði í samfélaginu. Róstusamt hefur verið í landinu undanfarnar vikur og biðu a.m.k. 65 bana í óeirðum í höf- uðborginni La Paz. Mótmælendur kröfðust afsagnar Sanchez de Loz- ada og varð hann á endanum við þeim kröfum. Tilheyrir ekki valdastéttinni Margir vænta mikils af Mesa. Hann telst ekki tilheyra valdastétt- inni í Bólivíu sem almenningi hefur fundist úr tengslum við dagleg vandamál sín. Stutt er síðan Mesa hóf afskipti af stjórnmálum, hann starfaði áður sem blaðamaður og er menntaður sagnfræðingur. Hann sagði á laugardag að hann vildi sam- eina bólivísku þjóðina að nýju eftir óeiningartíð undanfarinna vikna. Vill vinna bug á fátækt í Bólivíu AP Carlos Mesa veifar til fólks í El Alto, nágrannabæ La Paz, eftir að hann tók við embætti. Í kosningabaráttunni gerði Þjóðar- flokkurinn út á þann ótta sem Sviss- lendingar bera í brjósti gagnvart Evrópusamvinnu og innflytjendum. Niðurstaða kosninganna telst til mikilla tíðinda enda hefur Jafnaðar- mannaflokkurinn verið stærsti flokkurinn í Sviss um árabil. Þó að Þjóðarflokkurinn geti ekki myndað ríkisstjórn upp á sitt einsdæmi þykir ekki ólíklegt að úrslit kosninganna hafi nokkrar breytingar í för með sér fyrir svissnesk stjórnmál en þar hef- ur um árabil verið viðhaft þjóð- stjórnarkerfi. Hafa stóru flokkarnir fjórir skipt með sér valdinu í landinu, hver haft tvo fulltrúa í ríkisstjórn, að frátöldum Þjóðarflokknum sem hef- ur aðeins átt einn ráðherra. Tilnefna Blocher „Nú leikur ekki lengur neinn vafi á hvað mun gerast,“ sagði Uli Maurer, formaður Þjóðarflokksins, í gær þegar niðurstöður voru teknar að skýrast. Sagði hann að einhver hinna flokkanna myndi þurfa að gefa ann- að af tveimur sætum sínum í ríkis- stjórninni upp á bátinn. Sagði Maur- er að flokkur hans myndi tilnefna sinn umdeildasta liðsmann – millj- arðamæringinn Christophe Blocher – í stjórnina en Maurer sagði að ef hinir flokkarnir kæmu í veg fyrir kjör Blochers í stjórnina myndi flokkurinn draga sig út úr stjórninni. Þjóðarflokkur sigurvegari kosninga í Sviss SVISSNESKI Þjóðarflokkurinn sigraði í þingkosningum í Sviss í gær en út- gönguspár bentu til að flokkurinn fengi 27,7% atkvæða og 55 þingsæti, sem er ellefu sætum meira en seinast. Jafnaðarmenn bættu einnig við sig fylgi, fá 24,2% og 54 þingmenn kjörna, en flokkur þeirra er þó ekki lengur sá stærsti vegna mikillar fylgisaukningar Þjóðarflokksins. Græningjar bættu sömuleið- is við sig fylgi, fá 7,7% og 13 þingmenn kjörna í stað níu áður. Róttækir demó- kratar, sem eru miðhægriflokkur, og kristilegir demókratar töpuðu hins veg- ar fylgi, sá fyrrnefndi fer úr 43 þingmönnum í 37, en sá síðarnefndi úr 35 í 26. Leiðtogi Þjóðarflokksins gerir kröfu til annars sætis í þjóðstjórninni Genf. AP. BRESKI forsætisráðherrann Tony Blair var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir að hafa fundið fyrir óreglulegum hjart- slætti. Blair gekkst undir rannsókn en var síðan leyft að fara heim og sögðu tals- menn hans hann vera við góða heilsu. Tíðindin vöktu mikla athygli í Bretlandi í gær en mikið álag hefur verið á Blair, sem er fimmtugur að aldri, á þessu ári. Hefur hann m.a. sætt mikilli og harðri gagnrýni fyrir að hafa ákveðið að taka þátt í herför Banda- ríkjamanna í Írak. Talsmenn Blairs sögðu að læknar hefðu ráðlagt honum að fara sér hægt næsta sólarhringinn og hann myndi því ekki koma fyrir breska þingið í dag. Hann yrði hins vegar að öllum líkindum kominn til vinnu á þriðjudag. Blair á sjúkrahús Tony Blair London. AP. GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti brosir hér til liðsmanna í taílenska hernum en Bush er nú staddur í Bangkok í Taílandi til að vera viðstaddur fund Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC). Gífurleg öryggisgæsla er í borginni vegna komu Bush og annarra þjóðarleiðtoga þangað en fundinn sækja m.a. Hu Jintao, forseti Kína, og Vladímir Pútín Rússlandsforseti./13 Reuters Bush í Bangkok VÍSINDAMENN Íslenskrar erfða- greiningar kynntu í gær niðurstöður rannsókna á ættlægni allra krabba- meinstilfella á Íslandi sem skráð hafa verið í tæplega hálfa öld. Að sögn for- svarsmanna fyrirtækisins hefur slík- ur samanburður á erfðafræði og ætt- lægni krabbameins hvergi verið gerður í heiminum til þessa. Niðurstöðurnar benda til þess að sterkir erfðaþættir tengist krabba- meini. Í flestum tilfellum virðist áhættan ekki vera bundin við eina tegund krabbameins heldur virðist áhætta á mörgum mismunandi gerð- um krabbameins aukin hjá bæði ná- skyldum og fjarskyldum ættingjum krabbameinssjúklinga. Borin voru saman öll krabbameinstilfelli, eða um 30 þúsund tilfelli, sem skráð eru í krabbameinsskrá Krabbameins- félags Íslands, við ættfræðigrunn ÍE sem inniheldur upplýsingar með nöfnum alls um 700 þúsund einstak- linga. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir niðurstöðurnar afar þýðingarmiklar, þær muni auðvelda greiningu sjúk- dómsins en vísindamenn ÍE eru langt komnir við þróun greiningarprófa. Krabbamein erfast í hópum             Einstæð rannsókn á þrjátíu þúsund tilfellum krabbameins „FRÁ sjónarhorni erfðafræðinnar benda niðurstöðurnar til þess að líta beri svo á að tilhneigingin til að fá ýmsar gerðir krabbameins erfist á milli kynslóðanna en ekki nægi að líta eingöngu á einstök krabbamein,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar. „Þannig benda rannsóknirnar á erfðafræði krabbameins til þess t.d. að krabbamein í blöðruhálskirtli, brjóstum, nýrum og skjaldkirtli gangi saman við erfðir,“ segir hann. Samanburðurinn á ættfræðigrunni ÍE og tilfellum sem skráð hafa verið í Krabbameinsskrá Krabbameinsfé- lagsins leiðir til dæmis í ljós að lík- urnar á því að móðir manns sem er með krabbamein í blöðruhálskirtli fái krabbamein í nýra er 2,7 sinnum meiri en almennt gerist. Í mörgum tilfellum getur sama arfgenga breytingin verið á ferðinni þegar karlmaður fær krabbamein í blöðruhálskirtil og kona sem er ætt- ingi hans fær brjóstakrabbamein þar sem sama tilhneigingin erfist á milli kynslóðanna. Áhættan er ekki bundin við eina tegund krabbameins Niðurstöður rannsókna ÍE/6 Ánægðir áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.