Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Síðustu sætin til Prag þann 27. okt. Þú bókar tvö sæti, en greiðir bara fyrir eitt. Kynnstu þessari yndisfögru borg á besta tíma ársins þegar haustið er að bresta á. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin og að auki getur þú valið um úrval hótela, þriggja og fjögra stjarna og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.950 Fargjald kr. 32.600/2 = 16.300. Skattar kr. 3.650. 2 fyrir 1 til Prag 27. okt. frá kr. 19.950 SÝNING á verki bandarísku mynd- listarkonunnar Roni Horn, Some Thames, var formlega opnuð í Há- skólanum á Akureyri á laugardag- inn. Sýningin var sett þar upp til frambúðar, en hún er gjöf lista- mannsins til skólans. Verkið er svokölluð innsetning sem samanstendur af 80 ljósmynd- um. Þær voru teknar í miðborg Lundúna á ánni Thames 1999-2000. Verkið má finna á ýmsum stöðum í háskólabyggingunum, m.a. í kennslustofum, bókasafninu, á göng- um og í stigahúsum. Þorsteinn Gunnarsson, háskóla- rektor, sagði í ávarpi við þetta tilefni að hógværð og einfaldleiki ein- kenndu verk Roni Horn „þar sem þau flæða sem á í gegnum byggingar Háskólans á Akureyri. Vatnið, sem eitt af frumefnum og undirstaða lífs- ins, er sígilt viðfangsefni daglegra athafna og lista. Some Thames, byggingar háskólans og hið náttúru- lega umhverfi, sem umlykur háskól- ann, eru ein heild sem í samspili skapa nýtt og einstakt listaverk“. Rektor sagði starfsemi háskóla flæða sem á í gegnum tilveru fólks; „nemendur koma og fara, sú þekking sem þeir afla sér er síkvik og breyti- leg og samfélag kennara og nemenda skapar nýjar kvíslar og uppsprettur fyrir læki og ár. Háskólinn á Akur- eyri óx upp úr engu, þ.e. hann er al- gjörlega ný stofnun en ekki byggður upp úr eldri stofnun. Vatnið á sér oft enga sýnilega uppsprettu, það birtist allt í einu án nokkurs fyrirvara og hrífur síðan smátt og stórt með sér. Þannig birtist einnig oft hin vísinda- lega þekking sem er afurð háskóla- starfsins. Some Thames er brú milli margra ólíkra heima, eða – milli vís- inda og lista, manngerðs umhverfis og náttúrulegs umhverfis, þekkingar og tilfinninga,“ sagði Þorsteinn. Hlynur Hallsson, myndlistarmað- ur á Akureyri, flutti einnig ávarp við opnun sýningarinnar og sagðist m.a. hafa orðið djúpt snortinn í vor þegar hann sá hluta verksins komið upp; „hvernig byggingin öðlaðist nýtt líf með þessum verkum, hvernig þetta harmoneraði við nemendur sem gengu hér um ganga og ég hugsaði: Hérna á þetta verk heima!“ Roni Horn var viðstödd athöfnina á laugardag og sagði, þegar hún ávarpaði viðstadda, að eitt væri að gefa stofnun eitthvað eins og í þessu tilviki – sem hún hefði reyndar aldrei gert áður – en allt annað væri að stjórnendur viðkomandi stofnunar sýndu gjöfinni áhuga. Það hefði hún skynjað hér og sagðist aldrei hafa upplifað jafn mikla gleði og þá sem hefði fylgt því að hengja umræddar myndir upp í byggingum Háskólans á Akureyri með starfsmönnum þar. Uppgötvar engla á Íslandi Horn sagði flest verk sín í gegnum tíðina raunar hafa orðið að veruleika vegna þess að hún hefði sífellt upp- götvað engla hér og þar um heiminn. „Ég hef fundið nokkra hér á landi og ég verð að segja, að minnsta kosti á þessu augnabliki, að Þorsteinn Gunnarsson er engill númer eitt.“ Hún þakkaði einnig Pétri Arasyni sem lengi hefði aðstoðað sig og hann hefði átt hugmyndina af því að koma verkinu Some Thames upp á þessum stað. Pétur væri fyrsti íslenski „eng- illinn“ sinn. „Edda Jónsdóttir er ekki orðinn engill ennþá en er komin vel á veg!“ sagði Roni, en Edda rekur gall- erí í Reykjavík. Einnig þakkaði Roni Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morg- unblaðsins, sem hefði upphaflega kynnt Þorsteini Gunnarssyni verk hennar. Roni sagði Íslendinga hafa sýnt sér ótrúlegan höfðingsskap og mikla manngæsku, „sem ég verð að segja ykkur að er ekki algengt í dag“. Hún kveðst jafnan finna fyrir mikilli orku á Íslandi en eigi þó bágt með að sætta sig við kæruleysislega um- gengni þjóðarinnar við umhverfið, eins og hún orðaði það. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Margir voru viðstaddir athöfnina í háskólanum. Lengst til vinstri er Björn Jóhannsson, rekstrarstjóri Háskólans á Akureyri, Þorsteinn Gunnarsson rektor, Roni Horn og Pétur Arason, fyrsti íslenski „engill“ listakonunnar. Some Thames er brú milli margra ólíkra heima Roni Horn og Hlynur Hallsson myndlistarmaður höfðu um margt að ræða við athöfnina á laugardag. Akureyri. Morgunblaðið. Gaf Háskólanum á Akureyri listaverk sem samanstendur af 80 ljósmyndum TALSVERÐUR fjöldi fólks lagði leið sína á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli á laugardag, en sýningin var sú stærsta hér á landi í rúman áratug, að sögn forsvarsmanna hátíð- arinnar. Flugdagurinn var tileinkaður 100 ára afmæli flugs, en í ár er liðin öld frá því Wright-bræður fóru í fyrstu flug- ferðina. Boðið var upp á ýmiss konar skemmtun; hópflug, listflug, þyrluflug, svifflug, svifdrekaflug, fallhlífarstökk og módelflug. Á stóru myndinni má sjá hvar Sigurður Ásgeirsson þyrlu- flugmaður týnir plastkeilur af jörðinni með skíðum þyrlunnar og setur í fiskikar af ótrúlegri nákvæmni. Minni myndin sýnir Þórólf Árnason borgarstjóra, en hann var farþegi í rússneskri listflugvél sem ásamt annarri flugvél setti á svið loftbardaga fyrir viðstadda.Morgunblaðið/Árni Sæberg Fagna aldarafmæli flugsins Stærsta sýningin í rúman áratug VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, las fyrir börn og foreldra úr bókinni Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg) í Þjóðmenningarhúsinu sl. laugardag, en Vigdís sagði að þetta væri ein af hennar eftirlætis barna- bókum. Vigdís sagði áður en hún hóf lest- urinn að íslenskar barnabækur væru í miklu uppáhaldi hjá sér. Hún hefði sem ung stúlka kosið að lesa bækur og nota þær þannig til að búa sjálf til myndir í sínu eigin höfði frekar en að láta aðra búa til mynd- ir fyrir sig. Auk Vigdísar las Embla Ýr Báru- dóttir úr nýútkominni bók sinni Blóðregn – Sögur úr Njálu. Næstu laugardaga, fram til 13. desember, munu fleiri barnabóka- höfundar lesa úr nýjustu verkum sínum í Þjóðmenningarhúsinu. Felix Bergsson mun nk. laugardag lesa úr bók sinni Ævintýri um Augastein. Morgunblaðið/Þorkell Las upp úr Dimmalimm TVÖ börn voru flutt til skoðunar á sjúkrahús eftir árekstur á Norður- landsvegi á fimmta tímanum í gær. Meiðsl barnanna, sem eru á aldrin- um 8-10 ára, voru þó talin minnihátt- ar. Atvikið varð með þeim hætti að ökumaður bifreiðar sá ekki kyrr- stæðan bíl er hugðist beygja inn á Skagastrandarafleggjara vegna þess að fram úr honum tók þriðji bíllinn. Fyrsti bíllinn, sem er óökufær eftir áreksturinn, hafnaði því aftan á þann kyrrstæða. Tvö börn á sjúkrahús eftir árekstur ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.