Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 13 Vikutilboð15% afsl. af öllum stólum vikuna 20.-25. október www.casa.is • Opið mán-fös 11-18 • lau 11-15 Mörkinni 3, 108 Reykjavík sími 588 0640 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti léði í gær máls á því í fyrsta skipti að Bandaríkin, Kína og fleiri þjóðir kynnu að reyna að lægja spennu í samskiptunum við Norður-Kóreu- stjórn með því að bjóðast til að gefa út skriflega yfirlýsingu þess efnis, að engin áform væru uppi um hernaðar- aðgerðir gegn Norður-Kóreu. Yrði þannig komið til móts við þær áhyggj- ur sem Norður-Kóreumenn hafa í þessum efnum. Á móti myndu ráða- menn í Pyongyang leggja kjarnorku- áætlanir sínar til hliðar. Bush tók fram að ekki kæmi til greina að skrifa undir formlegt sam- komulag við Norður-Kóreumenn. „Það er ekki uppi á borðinu,“ sagði hann. Forsetinn sagði hins vegar jafnframt að Bandaríkin hefðu engin áform að ráðast á Norður-Kóreu. „En ég hef einnig sagt eins berum orðum og hugsast getur að við ætlumst til þess að Norður-Kórea hætti við kjarnorkuáform sín,“ sagði Bush. Hugsanlega væru hins vegar aðrar leiðir færar til að mjaka málum fram, ef aðrir aðilar að viðræðum við Norð- ur-Kóreustjórn, þ.e. Kína, Japan, Rússland og Suður-Kórea, væru þeim ekki mótfallnir. „Við teljum að það séu möguleikar á því að þoka málinu áfram og við ætl- um að ræða það við félaga okkar,“ sagði Bush í ræðu sem hann hélt í Bangkok á Taílandi en þar hefst í dag fundur Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC). Ekki réttur vettvangur Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðu fyrir sitt leyti að fundurinn í Bangkok væri ekki réttur vettvangur viðræðna um spennuna á Kóreuskaga, það væri aðeins Bandaríkjanna og Norður- Kóreu að finna lausn á deilumálum sínum. Norður-Kóreumenn eiga nú þegar tvær kjarnorkusprengjur og viðurkenndu í fyrra að búnar hefðu verið til áætlanir um framleiðslu frek- ari kjarnavopna. Spenna á Kóreuskaganum í brennidepli á APEC-fundi Bush ljær máls á málamiðlun Bangkok. AP, AFP. TALIÐ er að um þrjú hundruð þúsund manns hafi verið samankomin á torgi Péturskirkjunnar í Róm í gær til að verða vitni að því þegar Jóhannes Páll páfi II tók Móður Teresu í tölu hinna blessuðu. Aðeins sex ár eru liðin síðan Móðir Teresa dó og hefur enginn komist jafn fljótt í tölu hinna blessuðu, sem er fyrsta skrefið að því að hún verði gerð að dýrlingi. Þúsundir manna komu einnig saman víðsvegar á Indlandi en Móðir Teresa var einkum kunn fyrir störf sín í þágu fátækra og sjúkra í Kalkútta-borg, þar sem hún bjó í hálfa öld. Á myndinni sést indversk stúlka skoða mynd af Móður Teresu í Nýju-Delhí. Reuters Tugþúsundir fylgdust með FYRRVERANDI forseti Bosníu- Herzegóvínu, Alija Izetbegovic, lést á sjúkrahúsi í Sarajevo í gær, 78 ára að aldri. Izetbegovic var á sínum tíma daglegur gestur í sjón- varpsfréttatímum vestrænna fjöl- miðla en hann var leiðtogi Bosníu- múslíma á meðan Bosníu-stríðið stóð yfir 1992-1995. Dáðust margir að því hvernig hann talaði máli Bosníumanna frá bækistöðvum sínum í Sarajevo við afar erfiðar aðstæður en Serbar héldu borginni nánast í herkví meðan á átökunum stóð. Izetbegovic undirritaði síðan Dayton-friðarsamkomulagið fyrir hönd múslíma í Bosníu haustið 1995. Izetbegovic lést af völdum inn- vortis blæðinga en hann hafði verið lagður inn á sjúkrahús í Sarajevo fyrir nokkrum vikum eftir að hafa dottið á heimili sínu og hlotið slæm meiðsli. Izetbegovic hafði tvívegis fengið hjartaáfall og var gangráður settur í hann á síðasta ári. Komst til valda 1990 Izetbegovic naut hylli meðal múslíma í Bosníu og hafði viður- nefnið „Dedo“, eða afi, meðal stuðningsmanna sinna. Hann komst til valda í Bosníu, sem þá var eitt sambandsríkja Júgóslavíu, í kosningum í nóvember 1990 og hafði hann m.a. heitið því að gæta hagsmuna Bosníu-múslíma gagn- vart þeim Slobodan Milosevic, for- seta Serbíu, og Franjo Tudjman, forseta Króatíu, í umræðum um framtíð Júgóslavíu sem þá voru að verða háværar. Izetbegovic þótti hæglátur í fasi og hófsamur í skoðunum. Margir Bosníu-Serbar vantreystu honum hins vegar og sökuðu hann um að vilja koma á fót íslömsku ríki í Evr- ópu. Þessar ásakanir tóku róttækir Bosníu-Króatar síðar upp og not- uðu til að glæða bál þjóðernistil- finninganna sem ollu átökunum á Balkanskaga á síðasta áratug. 260 þúsund manns dóu Upphaflega reyndi Izetbegovic að halda Bosníu fyrir utan deilur Serba og Króata í ríkisráði Júgó- slavíu. Vissi hann sem var, að hætta var á átökum í landinu enda blöndun þjóðarbrota í Júgóslavíu langmest í Bosníu – þar bjuggu þrjú stór þjóðarbrot; Króatar, Serbar og múslímar. Eftir að Slóv- enía, Króatía og Makedónía höfðu sagt skilið við Júgóslavíu lýstu Izetbegovic og samstarfsmenn hans hins vegar einnig yfir sjálf- stæði Bosníu snemma árs 1992 og skömmu síðar skall á stríð í land- inu. Er talið að um 260 þúsund manns hafi beðið bana í þeim hild- arleik og 2,5 milljónir manna flýðu heimili sín. Skipt í tvö lýðveldi Með Dayton-friðarsamkomulag- inu var Bosníu skipt í tvö sam- bandslýðveldi; ríki Króata og músl- íma annars vegar og Bosníu-Serba hins vegar. Izetbegovic var fulltrúi múslíma í þriggja manna forsæt- isnefnd Bosníu allt til ársins 2000 en þá settist hann í helgan stein. Var forseti Bosníu á átakatímum Sarajevo. AP. Reuters Alija Izetbegovic árið 1996. Alija Izetbegovic látinn GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að nýjar hótanir hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens í garð Bandaríkjanna og bandamanna þess staðfestu nauðsyn þess að veröldin sameinaðist í alþjóð- legri baráttu gegn hryðjuverkum. Bush ætlar að ræða þessi mál á tveggja daga fundi Efnahagssam- vinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC) sem hefst í Bangkok í Taí- landi í dag. „Þetta er enn hættulegur heimur,“ sagði Bush m.a. en á laugardag hafði Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin arabíska spilað hljóðupptöku sem sögð er geyma rödd bin Ladens. Þar krefst bin Laden þess að Bandaríkjamenn kalli herlið sitt frá Írak og varar við frekari hryðjuverkaárásum gegn Bandaríkjamönnum, bæði heima og heiman. Hótar bandalagsþjóðunum Verið er að rannsaka hljóðupptök- urnar en ekki hefur enn fengist stað- fest að um rödd bin Ladens sé að ræða. Þá er ekki vitað hvenær upp- takan var gerð en hún er þó talin ný- leg. Upptakan er í tvennu lagi; á þeirri fyrri hvetur bin Laden unga múslíma til að fara til Íraks til að heyja heilagt stríð gegn Bandaríkjunum. Á þeirri seinni ávarpar bin Laden Bandaríkja- menn og segir þeim að þeir megi vænta frekari árása. Nefnir bin Lad- en sérstaklega nokkrar bandalags- þjóðir Bandaríkjanna – Bretland, Spán, Ástralíu, Pólland, Japan og Ítalíu – og segir að íbúar þeirra megi einnig reikna með árásum. Bush Bandaríkjaforseti um nýjar hótanir bin Ladens Staðfesta nauðsyn hryðjuverkastríðsins Bangkok. AFP. BANDARÍSKUR undirhershöfð- ingi sem sagði baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum vera átök á milli kristilegra gilda og Satans hefur neitað því að vera haldinn fordómum í garð múslíma og beðist afsökunar. „Ég er hvorki trúarofstæk- ismaður né öfgasinni – einungis trúrækinn hermaður,“ sagði und- irhershöfðinginn, William Boykin, í yfirlýsingu. Bandarískir fjöl- miðlar höfðu í vikunni greint frá ummælum hans í ræðum fyrr á árinu, þar sem hann sagði m.a. að Bandaríkjamenn væru hataðir vegna þess að þeir væru kristin þjóð, og að þeir yrðu að berjast gegn óvini sínum í nafni frels- arans. Boykin er nýskipaður að- stoðarundirráðherra í varn- armálaráðuneytinu og yfirmaður deildar sem stjórnar leitinni að hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden og Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta. Sam- tök múslíma í Bandaríkjunum höfðu brugðist ókvæða við fregnunum af ummælum Boyk- ins og farið fram á það við for- setaembættið að hann yrði sett- ur af. „Ég er ekki andvígur íslam eða öðrum trúarbrögðum,“ sagði hann ennfremur í yfirlýsingunni. „Ég bið þá, er kann að hafa þótt orð mín móðgandi, innilegrar af- sökunar.“ Hershöfðingi biðst afsökunar Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.