Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 14
SAMHJÁLP kvenna, sem er eitt stuðn-ingsfélaga Krabbameinsfélags Ís-lands, gengst fyrir málþingi á morgunog er markmiðið það helst að fá konur til þess að hugsa betur um sín eigin brjóst en þær almennt gera svo fækka megi dauðsföllum af völdum brjóstakrabbameins. Gestur þings- ins verður breski læknirinn Mary Buchanan, forseti Europa Donna, sem eru evrópsk sam- tök kvenna sem berjast gegn brjósta- krabbameini og knýja á um úrbætur á því sviði. „Við viljum að konur geri sér grein fyrir því að bjarga má lífi með því að fylgjast vel með eigin brjóstum og mæta reglulega í myndatök- ur auk þess sem við viljum með málþinginu sjá hvar á vegi við erum stödd í samanburði við aðrar þjóðir,“ segir Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Samhjálpar kvenna á Íslandi. Auk Buchanan, sem kynna mun Íslend- ingum Evrópusamtökin, fjallar Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabba- meinsskrárinnar, um faraldsfræði brjósta- krabbameins, Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir á Leitarstöðinni, ræðir um brjóstamyndatök- ur, Sigurður Björnsson, yfirlæknir á Landspít- alanum, fjallar síðan að lokum um meðferð við brjóstakrabbameini. Málþingið, sem ber yf- irskriftina „Brjóstakrabbamein: Hvar stönd- um við,“ verður haldið í Hringsal Landspítala – háskólasjúkrahúss og hefst það kl. 20.00 annað kvöld. Bleikar slaufur og hús Októbermánuður hefur á seinni árum verið helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini um heim allan, en sá siður var tekinn upp í Bandaríkjunum árið 1994 þegar snyrtivöru- framleiðandinn Estée Lauder hóf að selja bleiku slaufuna til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Samhjálp kvenna á Ís- landi hefur, eins og fleiri slík samtök annars staðar í heiminum, ekki látið sitt eftir liggja og útdeilt bleikum slaufum málefninu til styrktar auk þess sem nokkrar byggingar eru baðaðar bleikum ljósum ár hvert til að minna á þetta þarfa októberátak. Þær byggingar, sem á þessu ári eru lýstar upp með þessum hætti, eru Stjórnarráðið, Akureyrarkirkja, Sauðárkróks- kirkja og Sjúkrahúsið á Ísafirði. Seldir hafa verið ýmsir nytjahlutir á vegum heildversl- unarinnar Artica, nú vatnsbrúsar úr áli. Allur ágóði hefur runnið til októberátaksins, en auk Artica hafa ýmis önnur félög og fyrirtæki lagt okkur lið, svo sem Kvennahlaup ÍSÍ, Deben- hams og fleiri. „Afrakstur söfnunarátaksins hefur m.a. ver- ið notaður í fræðslustarfsemi af ýmsum toga auk þess sem við höfum keypt brjóstalíkön til að kenna konum að þreifa brjóstin og látið prenta sturtuspjöld með leiðbeiningum og hvatningu til kvenna,“ segir Guðrún. Samhjálp kvenna er samtök kvenna, sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum. Þau eru aðili að alþjóðasamtökunum Reach to Recovery, norrænum systursamtökum, og hafa nýverið gerst aðili að Evrópusamtökunum Europa Donna, sem í eru 29 lönd. Heimsóknir sjálfboðaliða Innan Samhjálpar kvenna starfa um fjörutíu sjálfboðaliðar, allt konur, sem hafa reynslu af því að hafa greinst með brjóstakrabbamein. Um helmingur þeirra starfar á höfuðborg- arsvæðinu, en hinar víðsvegar um landið. „Þetta er fyrst og fremst stuðningshópur við konur, sem farið hafa í meðferð vegna brjósta- krabbameins. Eftir aðgerð, fleygskurð eða brottnám á brjósti, bjóða fagaðilar konunum upp á heimsóknir okkar. Ef konan er jákvæð heimsækjum við hana strax í kringum aðgerð- ina og höfum síðan samband aftur um það bil mánuði eftir aðgerð og heyrum hvernig geng- ur. Við fylgjum konunum lengur ef þær eða við teljum þörf á. Auk þessa persónulega stuðn- ings höfum við sex til sjö fræðslufundi yfir vetrartímann í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. Á fundina koma ýmsir fyrirlesarar og málefnin tengjast gjarnan hinum ýmsu hlið- um brjóstakrabbameins. Nú síðast sagði Jó- hanna Kristjónsdóttir blaðamaður okkur frá konum í múhameðstrúarríkjum og viðbrögðum þeirra og fjölskyldna þeirra þegar þær fá sjúk- dóminn. Tildrögin að stofnun þessa hóps má rekja til krabbameinslæknanna Sigurðar Björnssonar og Þórarins Sveinssonar, sem þá voru að koma til landsins eftir sérnám erlendis og höfðu hvor um sig kynnst þessu fyr- irkomulagi, annar í Bandaríkj- unum og hinn í Svíþjóð. Þeirra reynsla var að konur voru bet- ur undirbúnar fyrir meðferð en ella eftir að þær höfðu fengið að fræðast af reynsluríkri kyn- systur um ferlið,“ segir Guð- rún. Of fáar mæta í skoðun Á allra síðustu árum hefur dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins verið að lækka, en gera má ráð fyrir að um 160 íslenskar konur að meðaltali greinist árlega með brjósta- krabbamein og um 40 látist af sjúkdómnum á ári hverju. „Við höfum vissulega áhyggjur af því að kynsystur okkar séu ekki nógu meðvitaðar um eigin brjóst. Aðalatriðið er að þekkja sinn eigin líkama og fara í skoðun þegar boð berst enda er aldrei of oft kveðin sú vísa að lífslíkurnar eru meiri eftir því sem meinið greinist fyrr og möguleikinn eykst einnig að hægt sé að takmarka aðgerðina við fleygskurð.“ Þrátt fyrir frábæra þjónustu, sem íslenskar konur búa við á sviði krabbameinsleitar, er því miður töluvert um það að boðunum í krabba- meinsskoðanir sé ekki sinnt, að sögn Guð- rúnar. Þó virðist sem landsbyggðarkonurnar standi sig betur en konur á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem innan við 70% boðaðra kvenna mæta til skoðunar í Leitarstöð Krabbameins- félagsins. Hátt í fimmtán ár eru nú liðin frá því að Guð- rún greindist sjálf með brjóstakrabbamein og þurfti þá að fjarlægja annað brjóst hennar. Hún var þá 43 ára og stundaði nám við öld- ungadeild MH. Í kjölfarið ákvað hún að fara í hjúkrunarfræðinám við Háskóla Íslands og starfar nú sem hjúkrunarfræðingur á Grens- ásdeild Landspítalans í 70% starfi. Að auki sinnir hún hugsjónastarfi Samhjálpar kvenna, sem er með opna skrifstofu á þriðjudögum milli 14 og16.30. „Ég starfaði sem læknaritari á sjúkrahúsi áður en ég greindist með krabbamein, en ein- hvern veginn kom ekkert annað til greina en að fara í hjúkrunarnámið eftir þessa reynslu mína sem sjúklingur. Maður verður bara að taka svona áföllum af skynsemi ef maður ætlar ekki að enda sem einhver nöldurkerling.“ Bræðralag þjóðanna Þegar Guðrún er spurð hvaða ávinningur felist í því að ganga í Evrópusamtökin, segir hún að það sé liður í því að tilheyra bræðralagi þjóðanna. „Sum aðildarlöndin hafa gert öll tíu markmið samtakanna að sínum, en önnur hafa valið úr þeim eftir aðstæðum hvers lands fyrir sig. Aðstæður þessara ríkja eru geysi- misjafnar, allt frá því að hafa sterkt greiningar- og meðferð- arnet í að standa á upphafsreit við að byggja upp hópleitina frá grunni, enda er dánartíðni vegna brjóstakrabbameins mun hærri í fátækustu löndum Evrópu. Samtökin þjálfa einnig fólk til að þrýsta á stjórnvöld um aukið fé til rannsókna og meðferðarúrræða við sjúk- dómnum. Stærsta ósk okkar og vonandi ekki allt of fjarlægur draumur er að vísindin sýni fram á orsakir brjóstakrabbameins þannig að hægt sé að koma í veg fyrir hann eða finna lækningu með öðrum aðferðum en þeim, sem við þekkjum í dag. Við viljum helst að dætur okkar, vinkonur og aðrar kynsystur þurfi ekki að reyna það sem við höfum gengið í gegnum,“ segir Guðrún.  HEILSA | Árlega greinast um 160 konur með brjóstakrabbamein og um 40 konur deyja úr sjúkdómnum Spara má fleiri líf Morgunblaðið/Sverrir Stuðningshópur: Innan Samhjálpar kvenna starfa um fjörutíu sjálfboðaliðar, allt konur, sem hafa reynslu af því að hafa greinst með brjóstakrabbamein að sögn Guðrúnar Sig- urjónsdóttur, formanns samtakanna. Guðrún Sigurjónsdóttir, for- maður Samhjálpar kvenna, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að ennþá væri alltof algengt að konur hunsuðu boð Leit- arstöðvarinnar um að koma í skoðun. „Við viljum helst að dætur okkar, vinkonur og aðrar kynsystur þurfi ekki að reyna það sem við höfum gengið í gegnum.“ join@mbl.is DAGLEGT LÍF 14 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RADIO RAPIST WRESTLER Nýi diskurinn með LEONCIE, er loksins kominn í verslanir Skífunnar, Japis og víðar. Algjör djásn. Icy Spicy Leoncie vill syngja um land allt. www.leoncie-music.com. S. 691 8123 Spurning: Ég hef notað nokkur náttúrumeðul, m.a. ginseng og sólhatt, af og til í nokkur ár til að bæta heilsuna. Nú er ég orðin ófrísk og þá langar mig að vita hvort svona efni séu hættulaus fyrir fóstrið. Má ég halda áfram að taka þetta eða á ég að hætta því? Svar: Þú átt tvímælalaust að hætta notkun allra lyfja sem ekki eru bráðnauðsynleg og allra náttúrumeðala (náttúrulyfja, náttúruefna, grasa- lyfja, fæðubótarefna). Á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu er fóstrið sérstaklega viðkvæmt fyrir framandi efnum og þá ætti einnig að forðast flest vítamín og steinefni. Vítamínið fólínsýra er þó undantekning en regluleg taka þess, einkum ef hún hefst fyrir getnað, getur minnkað verulega hættuna á alvarlegum fæðingargalla sem er klof- inn hryggur. A-vítamín og skyld efni geta hins vegar skaddað fóstrið ef þeirra er neytt í miklu magni á þessu viðkvæma tímabili. Um önnur vít- amín og steinefni er lítið vitað og þess vegna best að forðast þau enda er engin aukin þörf fyrir slík efni fyrr en seint á meðgöngutímanum. Það er af- farasælast að forðast eftir föngum öll óþörf lyf og efni sem ekki hafa verið rannsökuð til hlítar. Ör- yggi flestra lyfja á meðgöngu og við brjóstagjöf er illa rannsakað og sama gildir um náttúrumeðul. Náttúruefnin koffín og nikótín hafa þó þekkt skaðleg áhrif á fóstur og ætti að forðast þau á meðgöngu og einnig ættu konur sem eru að reyna að verða ófrískar að forðast þessi efni. Bráðnauð- synleg lyf getur þurft að taka á meðgöngu en stundum er ástæða til, í samráði við lækni, að skipta um lyf eða hætta lyfjatöku tímabundið. Lyf eru almennt illa rannsökuð að þessu leyti eins og áður er getið og þó að ekkert skaðlegt hafi komið fram við dýratilraunir er engan veginn öruggt að viðkomandi lyf sé hættulaust fyrir mannafóstur og brjóstmylkinga. Oft er ekki einu sinni vitað hvort lyfið skilst út í brjóstamjólk. Náttúrumeðul hafa aðeins í undantekningartilfellum verið rann- sökuð á meðgöngu og við brjóstagjöf. Í einni slíkri rannsókn tóku um 100 konur sólhatt á fyrsta þriðjungi meðgöngu og engin skaðleg áhrif komu í ljós. Þessi rannsókn gefur vísbendingu um skað- leysi en er þó of lítil til að hægt sé að fullyrða að sólhattur sé hættulaus á meðgöngu. Í nýlegri rannsókn á tilraunadýrum kom í ljós að ginseng getur valdið fósturskemmdum og þó að þetta sanni ekki skaðsemi hjá mannafóstrum ætti að forðast neyslu þess á meðgöngu. Engin nátt- úrumeðul hafa sannanlega gildi til að bæta heilsu móður og fósturs eða móður og barns við brjósta- gjöf sem vega upp á móti hugsanlegri skaðsemi. Auglýsingar framleiðenda og seljenda breyta þar að sjálfsögðu engu um. Fátt er sorglegra en þegar börn fæðast van- sköpuð eða með truflaða líkamsstarfsemi og er sjálfsagt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hindra slíkt. Eitt af því sem við getum gert er að forðast eftir megni neyslu lyfja, náttúrumeðala og annarra framandi efna á meðgöngu. Náttúrumeðul og meðganga  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. Náttúrumeðul hafa lítið verið rann- sökuð á meðgöngu og við brjóstagjöf  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.