Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 16
LISTIR 16 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝJU bókaforlagi, PublishIslandica, var hleypt af stokkunum um helgina með útgáfu bóka eftir þrjá nýja íslenska höfunda en á undanförnum mánuðum hefur forlagið gert samninga við 15 ís- lenska höfunda. Íslensku höfundarnir þrír eru Anna Dóra Antonsdóttir, Jón Skúli Traustason og Hólmgeir Helgi Hákonarson. Auk þess hefur PublishIslandica gert samning um útgáfu sænskr- ar þýðingar skáldsögunnar Stúlka með fingur eft- ir Þórunni Valdimarsdóttur sem tilnefnd var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2000. Móðurfyrirtæki hins íslenska forlags er banda- rískt útgáfufyrirtæki, PublishAmeríka, sem stað- sett er í Maryland í Bandaríkjunum en er einnig með starfsemi í Noregi og Hollandi og mun hafa eina 5000 höfunda innan sinna vébanda. Í tilefni af útgáfu hins íslenska dótturforlags kom hingað til lands 40 manna hópur rithöfunda og starfsmanna fyrirtækisins frá Bandaríkjunum, Hollandi og Noregi og hélt forseti Íslands þeim móttöku að Bessastöðum á laugardaginn. Íslenskur bókamarkaður býður mörg spennandi tækifæri Forstjóri PublishAmerica og jafnframt aðaleig- andi PublishIslandica, Willem Meiner, fór fyrir erlenda hópnum og hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að eina svarið sem hann hefði við spurn- ingunni hvers vegna hann vildi stofna útgáfufyr- irtæki á Íslandi væri að hann elskaði Ísland. „Ég kom hingað fyrst árið 1976 sem fréttaritari til að fjalla um þorskastríðið. Síðan hef ég elskað land- ið. Við leggjum áherslu á að opna leið fyrir hæfi- leikaríka, áður óþekkta höfunda til þess að láta í sér heyra og alþjóðleg tengsl okkar veita höf- undum okkar tækifæri til að ná eyrum umheims- ins. Ég sé einnig mörg spennandi tækifæri í bóka- útgáfu hérlendis sem ég vil grípa. Tækifærin felast í því að nýta sér stafræna prenttækni til hins ýtrasta, prenta bækur í samræmi við eft- irspurn og liggja þannig aldrei með lager af bók- um. Ég hef heldur ekki áhuga á því að taka þátt í því verðstríði sem hér geisar á bókamarkaði fyrir jólin. Við munum gefa út okkur bækur jafnt og þétt árið um kring,“ segir Willem Meiner bókaút- gefandi. Nýtt íslenskt bókaforlag Morgunblaðið/Þorkell Erlendir höfundar og starfsmenn PublishAmerica heimsóttu forseta Íslands á Bessastöðum. Ambáttin – sönn saga um þræla- hald á okkar tím- um er eftir Mende Nazer og Damien Lewis. Þýtt hefur Kristín Thorlac- ius. Þetta er saga um nútímaþræla- hald. Mende Nazer, ung Núbastúlka frá Súdan, segir hér sögu sína. Eftir áralangt þrælalíf í Khartoum í Afríku var hún send til fjölskyldu í London sem hún þjónaði sem ambátt, þar til hún eygði undankomuleið. Á bókarkápu segir m.a.: Um nætur var hún læst inni í skítugu skýli eins og hver önnur skepna. Henni var þrælað út frá morgni til kvölds, barin og niðurlægð við minnsta tilefni. Hún mátti ekki stíga út fyrir hússins dyr. Hún var öllu svipt, nema síðustu von- inni…“ Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er 260 bls., prentuð í Odda. Verð: 3.980 kr. Dætur Kína – bældar raddir er fyrsta bók Xinran. Helga Þórarins- dóttir þýddi. Xinran var með útvarpsþátt í átta ár og byggir bók- ina á viðtölum þar sem fjöldi kvenna hafði samband við hana og afhjúpaði fyrir henni lífs- skilyrði sín í skjóli nafnleyndar; lífs- skilyrði sem engan gat órað fyrir að þær byggju við undir oft og tíðum sléttu og felldu yfirborði. Konurnar sögðu henni frá skelfi- legri lífsreynslu sinni, ofbeldi, nauðg- unum, skipulögðum hjónaböndum, aðskilnaði frá börnum sínum og botnlausri fátækt og allsleysi undir oki pólitískrar kúgunar og hefða. En þær töluðu líka um ástina, drauma sína og væntingar, og hvernig þeim, þrátt fyrir hörmungar og neyð, tókst að lifa af. Xinran fæddist í Beijing árið 1958 en hefur verið búsett í London síðan 1997. Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er 240 bls., prentuð í Odda. Verð: 3.980 kr. Frásagnir Skugga-Baldur nefnist skáld- saga eftir Sjón. Sagan er róm- antísk og gerist um miðja 19. öld. Aðalpersón- urnar eru prest- urinn Baldur, grasafræðing- urinn Friðrik og vangefna stúlkan Abba sem tengist lífi og örlögum mannanna tveggja með afdrifaríkum hætti. Í frétta- tilkynningu segir að Sjón sýni á sér nýjar og óvæntar hliðar og vinni með skemmtilegum hætti úr ís- lenskri þjóðsagnahefð. Útgefandi er Bókaforlagið Bjartur. Kápumynd er eftir Benedikt Grön- dal. Hönnun á kápu annaðist Snæ- björn Arngrímsson en skreyting á saurblöðum er eftir Sjón. Bókin er prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Verð: 3.680 kr. Skáldsaga Tímarit Máls og menningar er kom- ið út og eru þetta 3. og 4. hefti 64. árgangs. Meðal efnis er grein Valdi- mars Tr. Hafstein um endursköpun fortíðarinnar. Valdimar vekur athygli á því hvernig sjálfsmynd þjóða er sköpuð í þágu samtímans. Sjálfs- myndin er líka viðfangsefni Bjarna Bjarnasonar í greininni „Íslands- mýtan“. Fortíð og samtíð fléttast saman í grein Katrínar Jakobsdóttur um rapp sem hluta af íslenskri menningu. Tónlistin kemur líka við sögu í grein Michaels S. Gibbons þar sem borg- aralegir bóhemar eru teknir á beinið. Samspil fortíðar og nútíðar er einnig að finna í grein Olgu Holowniu um Hringadróttinssögu og Völuspá. Á sama hátt tengir Ásgeir Jónsson nýja tíma og gamla í grein um Villta vestrið á Íslandi; Shake- speare og höf- und Njálu. Kristján B. Jónasson fjallar um íslensk ljóð, Þor- gerður E. Sigurðardóttir skrifar um hryllingsbarnabækur, Úlfhildur Dags- dóttir um sæberpönk og Þorleifur Hauksson um stílfræði. Þetta er síðasta heftið sem Edda – útgáfa stendur að. Bókmennta- félagið Mál og menning hefur tekið við tímaritinu og standa vonir til að hægt verði að halda útgáfu þess áfram strax á næsta ári, eins og fjallað er um í heftinu. Tímarit HINN 17. júní árið 2001 voru níutíu ár liðin frá því Háskóli Ís- lands var settur í fyrsta sinn. Það gerðist er öld var liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta, 17. júní 1911, og hófst kennsla í Alþingis- húsinu við Austurvöll þá um haust- ið. Í tengslum við afmælið vaknaði sú hugmynd að gefa út rit í tilefni þess og eftir allnokkrar umræður varð niðurstaðan sú, að það ætti vera ritgerðasafn með heillaóska- skrá, en þó fremur afmæliskveðja en hefðbundið afmælisrit. Í for- málsorðum lýsir ritnefndin mark- miðum sínum svo: „Í upphafi setti ritnefndin sér þau markmið að efni bókarinnar ætti allt að tengjast Íslandi 20. ald- ar, vera sem fjölbreytilegast, þó með nokkurri áherslu á umhverf- ismál og kvenréttindi. Höfundar máttu gjarnan taka munninn full- an, vera afdráttarlausir svo auðvelt væri að lesa álit þeirra út úr skrif- unum sem er forsenda skoðana- skipta. Með öðrum orðum, Kveðja til Háskóla Íslands á að vera rit sem ekki verður gengið fram hjá í framtíðinni þegar talið berst að 20. öldinni á Íslandi. Og þar sem þetta á að vera kveðja til Háskóla Ís- lands, og allra þeirra sem eiga þar starfsvettvang, var ekki leitað til kennara skólans um efni í ritið.“ Skemmst er frá því að segja, að mér virðist ritnefndinni hafa tekist vel upp. Afmæliskveðjan hefur að geyma alls nítján ritgerðir og er fjölbreytileg að efni. Greinarnar eru þó langflestar úr heimi hugvís- inda og því er ekki að neita, að ég sakna nokkuð efnis af sviði nátt- úru- og raunvísinda, sem svo mjög hafa sett svip á starfsemi Háskól- ans undanfarna áratugi. Við því er þó ekkert að gera og líkast til borin von að fá fulltrúa allra greina, sem kenndar eru við Háskóla Íslands, til að skrifa í rit sem þetta. Ekki ætla ég mér þá dul að reyna að fjalla um einstakar grein- ar í bókinni, enda vart við hæfi. Þær eru allar stórfróðlegar og gefa, að minni hyggju, dágóða mynd af þeirri fjölbreytilegu fræðastarfsemi, sem fram fer hér á landi. Höfundar eru úr ýmsum greinum atvinnulífs og fræða og eru á ýmsum aldri, hinir yngstu munu enn vera við nám, hinir elstu eru komnir vel á áttræðisaldur. Þá er það og skemmtilegt og til merk- is um gróskuna í akademískri starfsemi hér á landi hve margir starfsmenn Háskólans á Akureyri skrifa í ritið. Allur frágangur þessarar bókar er smekklegur. Hún er prentuð á góðan pappír og bundin í fallegt band. Síðbúið afmælisrit BÆKUR Afmælisrit Bókaútgáfan Hólar, Akureyri 2003. 390 bls. AFMÆLISKVEÐJA TIL HÁSKÓLA ÍSLANDS Jón Þ. Þór Á HÁDEGISTÓNLEIKUNUM í Íslensku óperunni s.l. þriðjudag voru fluttar umskriftir og útsetningar á bandarískri sönglist, negrasálmum (Burleigh), þjóðlögum og söngvum eftir Gershwin, Kern, og Clutsam. þarna gat að heyra umritanir, sem fylgdu upprunahljómunum og svo út- setningar, er voru mjög smekklega útfærðar af Daníel Bjarnasyni, er einnig lék með á píanó. Því hefur ver- ið haldið fram, sérstaklega af banda- rískum tónlistarmönnum, að þá fyrst hafi Evrópubúar kunnað að meta t.d. negrasálma, þegar þeir höfðu verið útsettir samkvæmt evrópskum tón- listarvenjum, t.d. klæddir í fallegar kórútsetningar, því upprunaleg „gospelútfærsla“ þeirra hafi framan af þótt ófín og frumstæð, nokkuð sem nú er þó komið í tísku, hér á landi. Þrátt fyrir að margt væri mjög vel gert í útfærslum Davíðs, voru þær einstaklega evrópskar, ekki síst hljóðfæraskipanin og leikmátinn. Sem sagt langt frá hinu alþýðlega og hráa en oft áhrifamikla efni. Það má einnig segja um sönginn, sem var á köflum mjög góður, að hann var auð- vitað evrópskur. Lögin sem voru sungin, voru; My curly headed baby, eftir Clutsam, þjóðlagið Weeping Mary, negrasálmurinn Didńt my Lord deliver Daniel, sérkennileg út- setning á Go down Moses, sem er eitt af mörgum negralögum, sem Henry (Harry Thacker) Burleigh útsetti og er ekki ljóst hvort útsetningin var að öllu leyti eftir Daniel, en ólík var hún því sem gerist um þennan vinsæla söng. Vel hefði mátt gæta meiri ná- kvæmni í efnisskrá, varðandi útsetn- ingarnar, hvort um var að ræða um- ritanir eða frumgerðar útsetningar, bæði hvað varðar hljómskipan og raddfærslu. Á seinni hluta efnisskrár voru tvö lög eftir Gershwin. It aint necessarily so og I got plenty ó nuttiń en bæði þessi lög eru úr óperunni Porgy and Bess. Mörg lög úr þessari ágætu óperu hafa því miður oft fengið frem- ur illa og afbakaða meðferð, þó hér væri blessunarlega farið vel með þessi vinsælu lög. Það væri verðugt verkefni fyrir Íslensku óperuna, að færa upp frumgerð verksins, eins og höfundurinn gekk frá því. Lokavið- fangsefni tónleikanna var Ol’ man riv- er, eftir Jerome Kern, gott bassalag, sem Davíð Ólafsson söng ágætlega. Í heild voru þetta góðir tónleikar, ekta evrópsk útfærsla á sérstæðri sönglist „vesturfara“ en vel fram færðir, nokkuð varfærnislega, enda hljóðfæraleikarnir nemendur og lítt reyndir í konsertuppfærslum. Davíð er vaxandi söngvari og gerði margt mjög vel og verður fróðlegt að fylgj- ast með tónleikaröð hans, enda þá til meðferðar evópsk sönglist. Nú er það svart, maður! TÓNLIST Íslenska óperan fluttir af Davíð Ólafssyni við kvartett- undirleik undir stjórn Daniels Bjarnason- ar. Þriðjudagurinn 14. október. 2003. BANDARÍSKIR SÖNGVAR Jón Ásgeirsson Betra sjálfsmat – Lykillinn að betra lífi er eftir Nathan- iel Branden. Þóra Sigríður Ingólfs- dóttir þýddi. „Kjarkur, öryggi, árangur: Allt byrjar það með góðu sjálfsmati – og sjálfsmatið á upptök sín innra með þér. Sjálfsmyndin hefur afgerandi áhrif á lífshlaup okkar, vinnu, ást- armál, foreldrahlutverk og árangur í lífinu,“ segir í tilkynningu frá útgef- anda. Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er 173 bls., prentuð í Odda. Jón Ásgeir hannaði kápu. Verð: 3.980 kr. Handbók

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.