Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 17 BESTI EVRÓPSKI LEIKSTJÓRINN BESTI EVRÓPSKI LEIKARINN BESTA EVRÓPSKA LEIKKONAN Evrópska kvikmynda- akademían og mbl.is bjóða þér að taka þátt í kosningu um besta leikstjórann, besta leikarann og bestu leikkonuna í evrópskum kvikmyndum síðasta árs. Kjóstu með því að merkja í hringinn við nafn þess sem þú vilt kjósa í hverjum flokki, fylltu út formið og sendu á heimilisfangið hér að neðan. Þannig átt þú möguleika á að komast á verðlaunaathöfn Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2003 sem haldin verður 6. desember í Berlín. Á mbl.is getur þú líka kosið með því að smella á hnappinn "Evrópsku kvikmyndaverðlaunin 2003" á forsíðu mbl.is SKILAFRESTUR Á INNSENDINGUM OG ÞÁTTTÖKUFRESTUR Í NETKOSNINGU ER 31. OKTÓBER 2003. Klippið auglýsinguna út og sendið á eftirfarandi heimilisfang: NAFN HEIMILISFANG PÓSTFANG HEIMASÍMI/GSM NETFANG LAND Taktu þátt í vali fólksins! Í GALLERÍI-ÁHALDAHÚSI í Vest- mannaeyjum stendur nú yfir mál- verkasýning Sigurðar Þóris. Á sýngunni eru 22 olíumálverk og eru allar myndirnar fígúratífar af- straktmyndir málaðar á síðustu ár- um. Einnig er Sigurður Þórir með nokkuð af koparristum og offset- grafíkmyndum sem hann hefur ver- ið að fást við nýlega. Sigurður Þór- ir hefur einu sinni áður sýnt í Vest- mannaeyjum í galleríi Landlist árið 1980. Við opnunina lásu þrjú ljóðskáld upp úr verkum sínum. Birgir Svan Símonarson las úr nýútkominni bók sinni Fjall í hvítri skyrtu. Nokkur ljóðanna í bókinni eru endurminn- ingar hans frá æskuárum hans í Vestmannaeyjum er hann dvaldi á sumrin hjá afa sínum og ömmu í Skipholti.Vörpuðu þau mynd á þann tíma og vöktu athygli gesta. Þá lásu ljóðskáldin Þórður Helga- son og Þórir Stefánsson úr verkum sínum og gerðu áheyrendur góðan róm að kveðskapnum. Sigurður Þórir sýnir í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. SÝNING á leikritinu Erling í Loft- kastalanum á morgun, þriðjudag, kl. 20 er til að styrkja List án landa- mæra, listahátíð sem haldin er í tilefni af Evrópuári fatlaðra. Leikritið er eft- ir norska leikskáldið Axel Hallstenius og fjallar um tvo menn sem eru ekki eins og fólk er flest en með hlutverk þeirra fara þeir Stefán Jónsson og Jón Gnarr. Sögn ehf., fyrirtæki Baltasars Kor- máks og Lilju Pálmadóttur, og aðrir aðstandendur sýningarinnar ákváðu að gefa eina sýningu á verkinu til að gera List án landamæra það kleift að halda listahátíð um mánaðamótin október-nóvember en allur aðgangs- eyrir rennur til þessa verkefnis. Morgunblaðið/Ásdís Styrktarsýn- ing á Erling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.