Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðjón RagnarHelgi Jónsson fæddist á Eyri í Skötufirði 10. nóv- ember 1936. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala v/ Hringbraut mánu- daginn 13. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jón Þ. Helgason frá Eyri í Ísafirði, f. 16.5. 1894, d. 29.12. 1971, og María Þorsteins- dóttir frá Miðvík í Aðalvík, f. 6.12. 1912. Systkini Guðjóns eru: Sigurður Á., f. 15.10. 1934, María E., f. 16.1. 1938, Hólmfríður R., f. 24.4. 1942, og Þóra B., f. 6.3. 1950. Kona Guðjóns er Jóna Jóns- dóttir frá Ísafirði, f. 23.8. 1938, dóttir hjónanna Sólveigar Stein- er Þuríður Sigurjónsdóttir, f. 16.3. 1983, Guðrún Jóna, f. 17.8. 1993. 3) Jón Pétur, f. 10.6. 1961, kvæntist Döllu R. Jónsdóttur, f. 31.3. 1964, þau skildu en börn þeirra eru Regína Diljá, f. 20.8. 1983, og Jón Birkir, f. 18.5. 1985. Var í sambúð með Ingunni Alexandersdóttur, f. 29.12. 1971, þau slitu samvistum, sonur þeirra er Pétur Már, f. 4.8. 1993. 4) Elísabet Herdís, f. 15.12. 1966. Sambýlismaður hennar er Trausti G. Traustason, f. 20.1. 1966, börn þeirra eru: Anton Freyr, f. 27.3. 1992 og Sara Lind, f. 5.7. 1998. 5) Heiðbjört Fjóla, f. 25.10. 1972, sambýlis- maður hennar er Baldur Þórs- son, f. 29.4. 1973. 6) Guðjón Helgi, f. 10.11. 1976. Guðjón og Jóna hófu búskap á Eyri í Skötufirði árið 1958 og bjuggu þar þar til árið 1969 en fluttust þá til Þorlákshafnar og síðan til Hafnarfjarðar árið 1990 og þar hafa þau búið síðan. Útför Guðjóns verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. dórsdóttur, f. 25.11. 1913, d. 16.11. 1987, og Jóns Þorleifsson- ar, f. 10.3. 1904, d. 5.7. 1982. Börn þeirra eru: 1) Lilja Brynja, f. 1.8. 1958, giftist Elíasi Haf- steinssyni, f. 16.4. 1957, þau skildu en sonur þeirra er Haf- steinn, f. 30.1. 1979, unnusta hans er Svanlaug Erla Ein- arsdóttir, f. 24.12. 1982, sonur þeirra er Gabríel Ómar, f. 11.1. 1999. Sambýlismaður Guðmundur Ás- grímsson, f. 11.2. 1962, dóttir þeirra er Jóna Björg, f. 2.7. 1986. 2) Sólveig María, f. 1.12. 1959, gift Árna Pálmasyni, f. 31.10. 1958 börn þeirra eru Jón Þór, f. 16.5. 1980, unnusta hans Það haustar að, laufin að falla af trjánum og blómin fölna eftir fallegt sumar. Þú varst eitt af þessum blómum, elsku bróðir. Mig setti hljóða þegar ég frétti andlát þitt, vildi ekki trúa að þú vær- ir farinn svona fljótt, að ég myndi aldrei hitta þig aftur hérna megin. Þú leyndir því hvað þú varst veik- ur, en ég vissi að þú hafðir ekki geng- ið heill til skógar undanfarin ár. Þú varst svo mikil hetja, reyndir að vinna fram undir andlát þitt enda varstu ósérhlífinn og mikill dugnað- arforkur. Frá barnæsku varstu mikið fyrir búskapinn og undir þér vel í sveitinni okkar, þar bjóst þú með Jónu konu þinni og börnum á móti mömmu og pabba. Haustið 1969 hættuð þið að búa og fluttuð suður. Ég á margar góðar minningar frá æskuárum þegar við vorum að sinna dýrunum og ef tími gafst til var farið á hestbak eða í fjallgöngu og stund- um á ball í Ögri. Það er mikill fróðleikur farinn með þér, þú varst stálminnugur á allt aft- ur í tímann, öll kennileiti, hafðir góð- an húmar og frásagnarhæfileika og varst hrókur alls fagnaðar á kvöld- vökunum heima á Eyri, það var eng- in lognmolla þar sem þú fórst. Þú varst með eindæmum veður- glöggur, þurftir ekkert að hlusta á veðurspá nema þá til gamans. Þú gast verið skapstór ef þér mislíkaði en undir sló hlýtt og gott hjarta. Þið hjónin komuð ykkur upp fal- legu sumarhúsi á Eyri sem þið áttuð góðar stundir í á sumrin og börnin ykkar og þeirra fjölskyldur. Þangað var gott að koma og vor- um við í góðu yfirlæti hjá ykkur þeg- ar við fórum vestur. En nú hefur birtu brugðið, elsku Gauji minn, ég veit að þér líður nú vel og hann pabbi okkar hefur tekið á móti þér. Blessuð sé minning þín, elsku bróðir. Undir Dalanna sól, við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för. Undir Dalanna sól, hef ég lifað mín ljóð ég hef leitað og fundið mín svör. Undir Dalanna sól, hef ég gæfuna gist stundum grátið en oftar í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól, á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arinn, minn svefnstað og skjól. (Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum.) Elsku Jóna, Lilja, Solla, Jón Pét- ur, Beta, Heiðbjört og Guðjón og aðrir aðstandendur ykkar, missir ykkar er mikill. Guð blessi ykkur öll. Ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Hólmfríður. Það er farið að dimma, haustið gengið í garð, laufblöðin falla eitt af öðru og það andar köldu útivið. Svona er hringrás lífsins, blóm lifna að vori og falla að hausti. Ekki hvarflaði það að mér að ég væri að sjá Gauja bróður í síðasta sinn í 65 ára afmælinu hennar Jónu núna um daginn, en sú er reyndin og engu verður þar um breytt. Við andlát staldrar maður við og lætur hugann reika yfir farinn veg og það er margs að minnast. Ég sé Gauja fyrir mér á Eyri þar sem hann vann myrkranna á milli og hlífði sér aldrei. Hann var ótrúlega sterkur og munaði nú ekki um að taka 30 lítra mjólkurbrúsa sitt í hvora höndina og hlaupa með þá nið- ur í fjöru þegar sást til Djúpbátsins á föstudögum. Ég hef oft hugsað um þetta, þvílíkt afl, og alltaf kemur upp í huga mér „Vestfirðingar eru sterkastir“, það verður aldrei af þeim skafið. Af hverju spyr kannski einhver, en svarið er að þeir hafa alist upp við sérstök skilyrði sem aðrir þekkja kannski bara að nafninu til og það er ekki það sama „að ganga í gegnum“ og „lifa við“. Þetta allt gerir okkur sterkari, a.m.k. er það mín skoðun. Elsku Jóna mín, Lilja, Solla, Jón Pétur, Beta, Heiðbjört, Guðjón og aðrir aðstandendur, ég bið Guð að styðja ykkur og styrkja um ókomna tíð. Gauja vil ég kveðja með góðum texta sem við sungum oft saman á Eyri sumar eftir sumar, ár eftir ár. Ljúft er að láta sig dreyma liðna sælutíð, sólríku sveitina kæru, svipmikla birkihlíð, fjarlægu fjöllin bláu, frjósama blómskreytta grund, baðandi í geislagliti glaðværa morgunstund. Við lékum heima saman að legg og skel, ljúft var vor og bjart um fjöll og dal, ég man hvað við í æsku þar undum vel við óm úr bröttum foss í hamrasal. Og þú, sem varst svo barnslega blíð og góð, bernskuárum gleymi ég aldrei þeim, því sendi ég þér vina mín mitt litla ljóð ljósvakans á öldum til þín heim. (Jenni Jónsson.) Þín alltaf mun ég minnast fyrir stundirnar sem við áttum fyrir viskuna sem þú kenndir fyrir sögurnar sem þú sagðir fyrir hláturinn sem þú deildir fyrir strengina sem þú snertir. Þín systir Þóra B. Jónsdóttir frá Eyri í Skötufirði. Kæri Gaui frændi. Þegar ég kom að Eyri sem ung- lingur, þá vantaði aldrei húmorinn hjá þér. Þú varst svo vandaður mað- ur og yndislegur í alla staði. Alltaf var mér vel tekið og nóg var til af bakkelsi hjá foreldrum þínum. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson.) Guð styrki aðstandendur þína og gefi þeim allan sinn styrk í þeirra sorg og söknuði. Með kærri kveðju og góðri end- urminningu frá þinni frænku. Erla Ragnarsdóttir. GUÐJÓN RAGNAR HELGI JÓNSSON ✝ Halldór ZakaríasOrmsson fæddist á Hvalsá í Stein- grímsfirði 6. október 1922. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítala Háskóla- sjúkrahúss 13. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar Halldórs voru Ormur Hafsteinn Samúelsson, bóndi á Hvalsá, síðar á Hólmavík, f. 13. júlí 1888, d. 3. okt. 1951, og fyrri kona hans Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, f. 28. sept. 1890, d. á Vífilsstöðum 26. nóv. 1926. Albróðir Halldórs er Jón Ólafur, f. 26. maí 1920, kvænt- ur Álfheiði Ingimundardóttur, f. 14. des. 1995, og Jón Ormar, f. 10. apríl 1938, kvæntur Eddu Vil- borgu Guðmundsdóttur. Þau skildu. Halldór ólst upp á Hvalsá og síð- ar Hólmavík. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði. Halldór lagði fyrir sig sjómennsku bæði frá Ísafirði og Hólmavík. Hann lauk námi frá Sjó- mannaskólanum í Reykjavík. Er Halldór hvarf frá sjónum vann hann sem verkstjóri í fiskvinnslu, fyrst í Gerðum í Garði og síðar í Keflavík. Að afstöðnum erfiðum veikindum hóf hann störf hjá Þjóð- leikhúsinu haustið 1960 og vann þar uns hann lét af stöfum fyrir aldurs sakir, lengst af sem miða- sölustjóri. Eftir að Halldór fluttist til Reykjavíkur hélt hann lengst af heimili með stjúpmóður sinni, Jó- hönnu. Útför Halldórs verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 24. apríl 1926, d. 13. apríl 1986. Þau Orm- ur og Aðalheiður tóku til fósturs Bene- dikt Guðbrandsson (dó ungur) og bróður- son Orms, Ragnar Hafstein Valdimars- son, f. 20. júní 1918, d. 15. júlí 1996, kvæntur Þuríði Guðmunds- dóttur, f. 19. júlí 1919. Síðari kona Orms og stjúpmóðir Halldórs var Jóhanna Daníels- dóttir, f. 5. sept. 1896, d. 23. nóv. 1986. Hálfsystkini Hall- dórs eru Aðalheiður Benedikta, f. 30. maí 1933, var gift Halldóri Þormari Jónssyni, sýslumanni á Sauðárkróki, f. 19. nóv. 1929, d. Halldór Zakarías Ormsson, móður- bróðir minn og nafni, er látinn. Hann átti við mikla vanheilsu að stríða sem sett mark sitt á líf hans síðasta ára- tuginn. Hann hefur haft mikinn lífs- vilja auk þess sem efniviðurinn sem hann var gerður af í upphafi hefur verið afar vandaður, því að eftir hvert áfallið, þar sem honum var eigi hugað lengra líf, reis hann upp og hélt áfram eins og fátt hefði útaf borið. En þetta hefur allt tekið sinn toll og þegar augu hans lukust í síðasta sinn virtist hann að fullu sáttur við lífið og aðra menn. Halldór missti móður sína ungur og eflaust hefur það haft mikil áhrif á líf hans og persónuleika, sem og frá- fall föður hans þótt síðar hafi verið. Jóhanna Daníelsdóttir, amma mín, gekk honum í móðurstað og ég sá þar aldrei mun á hvort hún væri móðir hans eða ekki. Þau deildu saman heimili í Reykjavík í nokkra áratugi og á það heimili var ætíð ljúft að koma. Halldór kvæntist aldrei né varð honum barna auðið. Eigi að síður voru börn honum jafnan hugleikin og þau hændust mjög að honum. Þetta varð til þess að við systkinabörn hans fengum kannski af honum stærri hluta en ella hefði verið. Hann gaf sér venjulega tíma til að eiga spjall um líf- ið og tilveruna við börn, langt umfram það sem fullorðnir venjulega gera. Hann var m.a. áhugamaður um bíla og íþróttir og við áttum oft löng sam- töl um þessa hluti. Ég minnist þess líka að hann ræddi þessi mál og önnur við mig með þeim hætti að ég varð kannski aldrei sérstaklega var við að ég væri barn og hann fullorðinn sem er að mínu mati óvenjuleg gáfa. Halldór var sjómaður fyrri hluta ævinnar og lengst af skipstjóri. Hann sigldi í stríðinu með fisk til Bretlands. Hann sagði mér stundum sögur úr þessum ferðum og ég gerði mér ung- ur grein fyrir að það hefur oft þurft mikinn kjark til. Síðari hluta ævinnar starfaði hann hjá Þjóðleikhúsinu og lengst af hafði hann yfirumsjón með miðasölu þess. Hann hefur án efa sinnt því starfi af einstakri samvisku- semi því annað hefði verið í miklu ósamræmi við persónuleika hans. Hann var mikið snyrtimenni og þess gætti víða í kringum hann. Hann var jafnan óaðfinnanlega klæddur og bíl- arnir sem hann átti litu ávallt út eins og þeir væru rétt komnir frá umboð- inu. Bílferðirnar sem hann og amma fóru jafnan á sunnudögum voru mér ógleymanlegar og alltaf tilhlökkunar- efni. Ég hygg að sá sem keypt hefur af honum bíl hafi vart verið svikinn, fremur en aðrir menn sem samskipti áttu við hann. Halldór hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og lá sjaldan á þeim. Hann hafði líka gaman af því að rökræða málin og gat stundum hleypt viðmælendum sínum dálítið á skeið í slíkum rökræðum, en allt var þetta í vinsemd gert og ég held að enginn hafi gengið sár undan. Þegar tíminn leið fækkaði samverustundum mínum með honum eins og oft gerist, enda bjuggum við í sitt hvorum landshlut- anum. Það var þó alltaf ánægjulegt að heimsækja hann og ræða málefni dagsins. Hvíl þú í friði, kæri vinur, og minn- ingin um þig mun lifa áfram. Halldór Þormar Halldórsson. Nú er hann Halldór frændi minn kominn á betri stað en frændi gekk alla tíð undir nafninu Zakki í fjöl- skyldunni. Hann Zakki var barngóð- ur og hafði ávallt gaman af að hafa börn í kringum sig. Þegar ég var lítil táta ætlaði ég mér að verða ballerína og studdi frændi mig langt umfram væntingar í þeim efnum. Mikið var til af bókum hjá Zakka og oft var gott að komast í bókakost- inn hjá honum. Stundum fékk ég bækur lánaðar og var alltaf gaman að fá bækur hjá Zakka því yfirleitt fylgdu sögur af hans samtíðarmönn- um í kaupbæti. Í mörg ár var frændi nýrnasjúk- lingur og lá oft langdvölum á sjúkra- húsum. Sama hversu veikburða frændi var spurði hann alltaf fregna af öðrum, hann spurði ávallt um litla kút, Ísak Davíð, og bar hag hans fyrir brjósti. Ég mun ætíð hafa góðar minningar að ylja mér við um Zakka frænda. Ásta Rut. Kveðja frá Þjóðleikhúsinu Einn af elstu og dyggustu starfs- mönnum Þjóðleikhússins er látinn. Halldór Ormsson starfaði í tæpa fjóra áratugi við leikhúsið, fyrst sem dyra- vörður en lengst af sem miðasölu- stjóri. Eftir að hann lét af störfum sem miðasölustjóri starfaði hann um margra ára skeið við ýmis hlutastörf á skrifstofu leikhússins og bókasafni. Ég kynntist Halldóri þegar ég ung- ur námsmaður tók að mér aukahlut- verk í einni af sýningum leikhússins. Hann starfaði þá sem dyravörður starfsmannamegin í leikhúsinu. Ekki urðu þau kynni náin en hann varð mér minnisstæður og það stafaði frá honum hlýju, þar sem hann sat, rabb- aði og tefldi kvöld eftir kvöld við koll- ega sína eða leikara milli atriða. Þegar ég síðar kom til starfa við Þjóðleikhúsið sem leikstjóri kynntist ég Halldóri vel og átti við hann ein- staklega gott samstarf. Hann var þá orðinn miðasölustjóri og ljóst að hann skipulagði sýningarkvöld leikhússins af útsjónarsemi og umhyggju fyrir velferð hússins. Enginn varð glaðari en hann þegar í ljós kom að sýning hitti í mark og framundan var augljós aðsókn og miklar annir hjá hans fólki. Ég man hversu glaður hann varð, þegar ég var að leikstýra nýju ís- lensku leikriti sem enginn hafði mikla trú á – því að það vorið átti bandarísk- ur söngleikur að raka fólki inn í leik- húsið – og í ljós kom, að söngleikurinn kolféll en nýja íslenska leikritið átti eftir að verða vinsælasta íslenska leikritið sem þá hafði verið sýnt í Þjóðleikhúsinu, Stundarfriður eftir Guðmund Steinsson. Þessari sýningu gat Halldór nú raðað inn á sýning- arplan viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og náði þar í alla þá áhorfend- ur sem leikhúsið hafði ætlað að lokka á söngleikinn. Hann hafði gaman af að rifja þetta upp sem dæmi um hið ófyrirsjáanlega í leikhúsrekstri. Þegar ég tók við starfi þjóðleikhús- stjóra var Halldór ennþá starfandi í leikhúsinu, að vísu ekki í fullu starfi. Við höfðum hann við hlið okkar á skrifstofunni og nutum reynslu hans og fastmótaðrar afstöðu til ýmissa mála í kynningar- og markaðsstarfi. Þótt hann væri tekinn að reskjast og væri sjálfmenntaður í þeim fræðum í skóla lífsins og reynslunnar var ótrú- legt hversu oft hann reyndist sann- spár og ráðagóður umfram sér yngra og sérfræðimenntaðra fólk. Eftir að Halldór hætti alfarið að starfa í Þjóð- leikhúsinu heimsótti hann okkur reglulega, stríddi þeim sem hann vissi að voru á öndverðum meiði við hann í pólitíkinni og hélt áfram að gefa okk- ur góð ráð varðandi framgang verk- anna sem á sviðinu voru. Hann hélt áfram að sækja leiksýningar allt fram á síðustu ár og var óspar á að láta álit sitt í ljós. Oftar en ekki fengum við hrós í eyra því hann var hrifnæmur maður og fannst leikhúsið alltaf vera í listrænni framför. Það er einkennilegt að kveðja Hall- dór nú fyrir fullt og allt, því að ég lenti í þeirri einstæðu lífsreynslu fyrir nokkrum árum að halda á honum ör- endum um stund á kaffistofu skrif- stofunnar en tókst að blása í hann lífi á ný með góðra manna hjálp. Hann HALLDÓR Z. ORMSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.