Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 23 var í heimsókn hjá okkur og sat með fyrrverandi samstarfskonu sinni í kaffistofunni, þegar hún skyndilega hrópaði til okkar hinna að hann væri að deyja. Í fátinu sem greip okkur kom síðar í ljós að við brugðumst öll hárrétt við og varð það honum til lífs að við hófum þegar í stað blástur og hjartahnoð. Þegar Halldór komst aftur til með- vitundar uppi á spítala sólarhring síð- ar beið ég hjá honum með öndina í hálsinum ásamt lækni, því vafi lék á hvort hann myndi vera með réttu ráði. Hann leit á lækninn og sagði: Þú ert alltaf í Dýrunum í Hálsaskógi. Varð okkur ekki um sel, maðurinn hafði augsýnilega ruglast og ekki heil brú í því sem hann sagði. Mikill var léttirinn þegar það rann upp fyrir okkur að hann hafði samstundis borið kennsl á lækninn og var einfaldlega að vísa til þess að sá ágæti maður hafði sem ungur drengur leikið bangsabarnið í umræddri sýningu í Þjóðleikhúsinu! Halldór var ætíð vinsæll meðal samstarfsfólks síns. Hann var lúmsk- ur húmoristi og ákaflega stríðinn og var oftast léttur í lund. Hann átti við mikið heilsuleysi að stríða síðari hluta ævinnar og var margyfirlýstur dauð- ans matur af læknastétt landsins. En allt stóð hann þetta af sér. Hann kvæntist aldrei og var ekki vinamarg- ur í einkalífinu – sennilega fékk hann útrás fyrir félagsþörfina í margmenni og annríki leikhússins – en þeim mun meiri tryggð hélt hann við þá sem hann raunverulega hleypti að sér. Og nú er hann farinn fyrir fullt og allt. Við sem unnum með honum í leikhúsinu munum sakna hans um ókomin ár. Heimsóknir hans voru orðnar æ strjálli undir lokin og næst verðum það eflaust við sem heim- sækjum hann – á nýjum stað, þar sem hann er örugglega farinn að skipu- leggja og finna út leiðir til þess að ná í sem flesta gesti. Megi minningin um þennan góða dreng lengi lifa. Stefán Baldursson. Ekki get ég látið hjá líða að minn- ast og kveðja vin minn, félaga og sam- starfsmann til margra ára. Halldór, eða Dóri eins og hann var ævinlega kallaður, var skipstjóri að mennt og starfaði sem slíkur á stórum fiskiskip- um bæði í Keflavík og annars staðar suður með sjó. Hann neyddist þó til að hætta sjómennsku vegna veikinda sem hann átti í um skeið, en þegar hann hafði náð sér af þeim að nokkru var honum ráðlagt að leggja ekki framar stund á sjómennsku en fá sér vinnu í landi. Það var þá sem hann réðst til Þjóðleikhússins og það var mikið happ fyrir Þjóðleikhúsið. Fyrstu árin gegndi hann starfi dyravarðar við bakinngang hússins, þar sem leikarar og aðrir starfsmenn áttu leið um, svo og aðrir sem þangað áttu erindi. Þetta starf rækti hann af mikilli trúmennsku og ekki leið á löngu þar til hann var allra manna hugljúfi innan hússins. Ég kynntist Dóra fljótt eins og aðrir og tókst strax með okkur góð vinátta, ekki síst vegna þess að við áttum sameiginlegt áhugamál, sem var skákin. Þær voru ófáar skákirnar sem við tefldum sam- an, en Dóri var einkar slunginn skák- maður. Síðar var þess farið á leit við Dóra að hann tæki að sér starf miðasölu- stjóra Þjóðleikhússins, hann var að vísu tregur til, en tók þó starfið og ekki verður annað sagt en hann hafi sinnt því með sérstakri alúð. Hann setti sig svo vel inn í gang mála og hafði svo góða tilfinningu fyrir hvern- ig ætti og best væri að sýna og selja á leikritin að álit hans var nánast ómiss- andi þegar verið var að raða niður sýningum á sýningardaga. Halldór hefur gegnum árin mátt stríða við margvísleg veikindi og oftar en einu sinni hefur honum vart verið hugað líf, en honum tókst alltaf að vinna bug á veikindum sínum og snúa aftur til starfa við Þjóðleikhúsið jafn áhugasamur, glaðlyndur og skemmti- legur og áður. Um miðjan níunda ára- tuginn var Dóri mjög veikur og lét þá af störfum miðasölustjóra, en þegar hann komst til heilsu aftur tók hann starf á skrifstofu Þjóðleikhússins og þar starfaði hann þar til hann lét af störfum sjötugur en eftir það gegndi hann samt margvíslegum verkefnum fyrir Þjóðleikhúsið. Áður en hann veiktist og hann var ennþá miðasölustjóri var hafist handa um að tölvuvæða Þjóðleikhúsið og ekki síst miðasöluna. Eitthvað leist Dóra ekki vel á þetta mál en lét þó kyrrt liggja. Hins vegar þegar hann var kominn til heilsu aftur u.þ.b. ári seinna og farinn að vinna á skrifstof- unni þá hafði honum gersamlega snú- ist hugur og það var hann sem tók forystu í tölvuvæðingu miðasölunnar og ásamt tölvufræðingi hönnuðu þeir og forrituðu eftir forsögn Dóra frá- bært miðasölukerfi sem var strax tek- ið í gagnið og gerbreytti allri miða- sölu og skipulagningu á sýningahaldi Þjóðleikhússins. Sem dæmi má nefna að fyrir tölvuvæðinguna var aðeins hægt að hafa fimm sýningar í sölu í einu, einfaldlega af því að ekki var pláss fyrir fleiri aðgöngumiða í miða- sölunni, en eftir tölvuvæðinguna voru fjölda sýninga í sölu engin takmörk sett og aðgöngumiðar prentaðir út jafnóðum og þeir seldust. Þetta var bylting. Það þótti og þykir enn mörg- um með ólíkindum að maður á hans aldri gæti sett sig svona vel inn í tölvumál. Hann var líka vakinn og sof- inn yfir þessu kerfi svo og öðrum tölvumálum leikhússins. Og það var ekki lítið sem hann studdi mig í mínu starfi. Áreiðanlega mæli ég fyrir munn flestra vina hans sem sakna hans mest og minnast fyrir hlýju hans, vin- áttu og gamansemi. Dóri var bráðgáf- aður maður og fylgdist alltaf vel með öllu sem gerðist í þjóðlífinu, hann var vinmargur og sérstaklega trúr og tengdur vinum sínum og samstarfs- fólki. Hann hélt alla tíð sambandi við sitt fólk. Kankvísa brosið og gaman- semin var ævinlega með í för. Það er með söknuði sem ég kveð vin minn Dóra og votta ég ættingjum hans öllum samúð mína og konu minnar. Gísli Alfreðsson. Hann Gaggú minn hefur verið besti vinur minn í næstum 15 ár. Nafnið „Gaggú“ kom til sögunnar þegarð ég var um eins árs og allir að reyna að kenna mér að segja Halldór en ég sagði alltaf bara „Gaggú“ og frá þeim degi hef ég alltaf kallað hann Gaggú. Ég man eftir því þegar ég kallaði hann alltaf Gaggú klaufa og hafði hann mjög gaman af að segja mér frá því. Hann sagði mér oft þessa sögu: Einu sinni var þegar við vorum úti að labba og þá sagði ég „Gaggú, hvað er þetta gula?“ og þá sagði Gaggú „þetta er blóm sem heitir sóley“ og þá sagði ég „nei Gaggú klaufi, ekki þetta held- ur hitt“, þá hafði ég verið að meina brunahanann. Þegar við mamma bjuggum í Dan- mörku sendi hann mér reglulega bréf sem var mjög oft upp í sex blaðsíður. Það var mjög gaman því að í næstum hverju bréfi voru „einu sinni var“- sögur eins og sú hér fyrir ofan. Í einu bréfinu skrifaði hann nokkur ljóð um mig og þau hljóma svona: Komdu til mín elskan mín og kúrðu í hálsakoti, ég vil ekki að tárin þín haldi öllu á floti. Elsku litla stúlkan mín þú sem ert svo undra fögur alveg eins og sól sem skín á allra bestu sumardögum. Þú ert elsku stúlkan mín þú ert í mínu hjarta ég vona að Guð minn gefi þér framtíð alla bjarta. Næsta ljóð skrifaði hann til lang- ömmu Þóru heitinnar og mömmu, um mig: Viltu heyra vísuna er ég orti áðan hún er um litlu stúlkuna sem þið elskið báðar. Þessi ljóð eru eitt af því dýrmæt- asta sem ég gæti hugsað mér og þykir mér mjög vænt um þau. Gaggú studdi mig í jazzballettinn og píanótímana mína. Án hans hefði ég aldrei getað farið að læra þessa hluti. Núna er jazzballettinn eitt af því mikilvægasta sem ég geri í mínu lífi. Ég man einu sinni eftir því að ég skrifaði „óskalista“ yfir það hvað mig langaði í í afmælisgjöf og það var nú ekki lítið á þessum lista. m.a. voru skíðabuxur, vélsleði, bréfsefni o.fl., o.fl. Þegar loks kom að afmælisdeg- inum mínum var ég auðvitað voða spennt að sjá hvað af þessum hlutum hann hafði valið. Þegar hann loks birtist var hann með fullt fangið af pökkum. Þá hafði hann blessaður keypt allt það sem stóð á „óskalist- anum“. Gaggú minn, þú ert yndislegasta manneskjan sem ég hef kynnst og er ég mjög svo heppin að hafa fengið þá gjöf að þekkja þig. Vertu ávallt Guði falinn, ég mun alltaf elska þig. Þín Aþena Eydís. Hlýja, örlæti og óeigingirni voru ásamt öðrum kostum einkenni Hall- dórs. Ég og dóttir mín vorum svo lán- samar að fá að kynnast þeim í ríkum mæli og hófst vinátta okkar er við deildum heimili með ástkærri ömmu minni heitinni, en hún og Halldór höfðu verið nánir vinir um árabil. Vin- skapur þeirra hófst fyrir áratugum er þau störfuðu saman í miðasölu Þjóð- leikhússins og hélst allt til dauðadags. Halldór var einnig góður vinur föður míns og fjölskyldu og var ávallt talinn tilheyra fjölskyldunni. Aþena kallaði hann alltaf „Gaggú“ og bar hann það nafn með stolti. Hann gerðist sjálfskipaður verndari hennar og sinnti því hlutverki af ást og alúð. Hann var oft á tíðum í hlut- verki „barnapíunnar“ og sló öðrum yngri við og frárri á fæti, enda bjó hann yfir visku og var með með ótal sögur í farteskinu sem lítil eyru nutu þess að hlýða á. Hann fór með Aþenu í fyrstu leikhúsferðina hennar og opn- aði barnsaugun fyrir undraheimi leik- hússins, líkt og amma mín gerði þeg- ar ég var lítil, og voru þau ófá leikritin sem þau sáu saman í Þjóðleikhúsinu. Þolinmæði hans, örlæti og umburð- arlyndi gagnvart litlu stúlkunni var með eindæmum. Eftir því sem Aþena litla stækkaði þróaðist sambandið og varð að einstakri vináttu tveggja sálna af ólíkri kynslóð. Þó að Halldóri hafi ekki orðið barna auðið var Aþena hans barn. Hún naut þeirra forrétt- inda að alast upp umvafin ást og hlýju einstaks vinar og aðdáanda. Hans mesta gleðistund í lífinu var, að hans sögn, þegar hann gat verið með henni á fermingardaginn hennar nú í vor. Er amma féll frá fyrir aðeins 6 mán- uðum var það honum mikið áfall og dró við það mjög úr lífsþrótti hans, enda orðinn þrekaður eftir áralangt heilsuleysi. Elsku Gaggú, þín er sárt saknað. Þú varst okkur mikils virði og er ég eilíflega þakklát fyrir alla velvildina og umhyggjuna í garð minn og minn- ar fjölskyldu. Minningin um einstak- an vin lifir í hjörtum okkar. Hvíl í friði, Sif. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, vinar, afa og langafa, HALLBERGS KRISTINSSONAR, Iðufelli 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 13-G á Landspítalanum og heimahlynningu Karitas fyrir ómetanlega umönnun. Jóhanna Björk Hallbergsdóttir, Ólöf Ingibjörg Hallbergsdóttir, Jóhann Garðarsson, Hafþór Kristinn Hallbergsson, Viktoría Ottósdóttir, Gunnar Þór Hallbergsson, Margrét Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir minn, HJALTI JÓNSSON, Borgarhrauni 4, Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, þriðjudaginn 14. október. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju mið- vikudaginn 22. október kl. 14.00. Fyrir hönd systkina minna og annarra aðstandenda, Kristín Hjaltadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR RUNÓLFSSON, Austurgötu 22B, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 22. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð krabbameinslækningadeildar 11E og Heimahjúkrunarþjónustuna Karitas. Fyrir hönd aðstandenda, Hafrún Lára Bjarnadóttir, Þröstur Harðarson, börn, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn. Systir mín, GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 17. október. Jarðarförin auglýst síðar. Björg Hafsteins. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN S. JÓNSSON, Brekkubraut 3, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 18. október. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðrún Karítas Albertsdóttir. Elskuleg móðir okkar, SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði að kvöldi 17. október. Jarðarför auglýst síðar, Elísabet og Jódís Sigurðardætur. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Birting minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.