Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 25 RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNUHÚSNÆÐI Laugavegur Verslunar-, þjónustuhúsnæði til leigu Höfum til leigu 507 fm verslunar-, þjónustu- og lagerhúsnæði á götuhæð og í kjallara í reisu- legu steinhúsi við Laugaveg. Húsnæðið getur leigst út í 2—3 einingum og er laust til afhend- ingar nú þegar. Góð staðsetning í hjarta borgarinnar. Allar nánari upplýsingar veitir: Fasteignamarkaðurinn ehf., Óðinsgötu 4, sími 570 4500. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 19  18410208  O*  GIMLI 6003102019 I  HEKLA 6003102019 IV/V HEKLA 6003201019 IV/V  MÍMIR 6003102019 III ✝ Sesselja Jóns-dóttir fæddist í Keflavík 15. mars 1918. Hún lést í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugar- daginn 11. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Jón Eyjólfsson frá Garðshorni í Kefla- vík, útgerðarmaður í Keflavík, f. 16.4. 1894, d. 1.2. 1969, og Guðfinna Sesselja Benediktsdóttir frá Breiðabóli á Sval- barðsströnd, f. 14.5. 1897, d. 28.7. 1982. Sesselja ólst upp í Keflavík ásamt systkinum sínum, þau eru: Benedikt, fyrrverandi forstjóri í Keflavík, f. 17.4. 1919, Guðrún húsmóðir í Keflavík, f. 12.7. 1924, Anna húsmóðir í Keflavík, f. 1.2. 1927, Elínrós húsmóðir í Keflavík, f. 23.3. 1928, Eyjólfur Þór kennari í Kaupmannahöfn, f. 15.5. 1933, Hólmfríður húsmóðir og skólaliði í Keflavík, f. 25.7. 1937, og Kristján Anton, fyrrverandi aðstoðarskóla- stjóri í Keflavík, f. 6.7. 1939. og eitt barnabarn; 5) Þorvaldur Rúnar húsasmiður í Kópavogi, f. 2.5. 1951, kvænur Ragnhildi Önnu Karlsdóttur kaupkonu, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn; og 6) Óskírð dóttir, f. 28.12 1959, d. sama dag. Sesselja bjó í Keflavík til ársins 1957, er fjölskyldan flutti í Kópa- vog. Bjó lengst í Birkihvammi 17 og síðar, eftir að hún varð ekkja, í Hamraborg 16. Árið 1996 varð hún vegna heilsubrests að flytja og dvaldi síðan í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Sem ung stúlka var Sesselja við afgreiðslustörf í Alþýðubrauð- gerðinni í Keflavík og einnig við fiskvinnslustörf. Þá lærði hún ung kjólasaum hjá Dýrleifi Ármann. Hún var forstöðukona í mjólkur- búð Mjólkursamsölunnar að Hlíð- arvegi 27 íKópavogi, matráðskona í Víghólaskóla í Kópavogi og um- sjónarmaður safnaðarheimilis Digranessóknar við Bjarnhólastíg. Sesselja var einn af stofnendum Kvenfélags Keflavíkur. Hún starf- aði einnig með Kvenfélagi Kópa- vogs og með ITC-deildinni Kvisti. Þá tók hún virkan þátt í fé- lagsstarfi eldri borgara í Kópavogi og söng með kór þeirra, Söngvin- um. Einnig starfaði hún í kirkju- félagi Digranessóknar. Útför Sesselju verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Sesselja giftist 26.10. 1940 Jónasi Þorvaldssyni skip- stjóra og trésmið, f. á Seyðisfirði 24.3. 1911, d. 14.10. 1976. For- eldrar hans voru hjón- in Þorvaldur Jónas- son, f. 19.12. 1867, d. 20.1. 1954, og Guðrún Jónasdóttir, f. 1.1. 1884, d. 10.2. 1945. Börn Sesselju og Jón- asar eru: 1) Hörður húsasmiður og bif- reiðasmiður í Kópa- vogi, f. 23.3. 1942, kvæntur Sigrúnu Eliseusdóttur móttökuritara, þau eiga tvo syni og fimm barnabörn; 2) Guðfinna Sesselja Solvåg bóndi í Noregi, f. 24.10. 1943, gift Halvdan Solvåg skipstjóra, þau eiga fimm dætur og þrettán barnabörn; 3) Guð- mundur Þorvar kaupmaður í Reykjavík, f. 8.5. 1946, kvæntur Sigrúnu Sigvaldadóttur ritara, þau eiga þau tvö börn og eitt barnabarn; 4) Jón Hersteinn húsa- smiður í Kópavogi, f. 25.5. 1949, kvæntur Önnu Kristjánsdóttur meinatækni, þau eiga þrjár dætur Elsku mamma og tengdamamma, við viljum kveðja þig með þessum ljóðlínum. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Hvíl í friði. Hörður og Sigrún. Elsku amma. Okkur systkinin langar að minn- ast þín í nokkrum orðum og þakka þér fyrir allar gleðilegar samveru- stundir sem við höfum átt saman. Það var oft mikið fjör þegar við vor- um heima hjá þér í Hamraborginni að skera út laufabrauð. Það kom okkur alltaf í jólaskap. Við minn- umst líka jólaboðanna þar sem við hittumst öll og borðuðum góðan mat og eins mikið laufabrauð og við gát- um í okkur látið. Þú varst dugleg að búa til mat og gerðir fiskibollur handa öllum bræðrunum sem þú keyrðir út svo að allir fengju að njóta góðgætisins. Ef einhver í fjölskyldunni átti af- mæli varst þú ekki lengi að baka pönnukökur og hjálpa til að gera veglega veislu. Þú tókst alltaf á móti okkur með opnum örmun og bauðst alltaf upp á eitthvað gott með kaffinu. Elsku amma við eigum eftir að sakna þín og við þökkum fyrir og minnumst allra gleðistundanna sem við höfum átt með þér. Hvíl þú í friði og blessun fylgi þér. Elvar Steinn, Jónas Karl og Unnur María. Þú sofnað hefur síðsta blund í sælli von um endurfund, nú englar Drottins undurhljótt þér yfir vaki – sofðu rótt. (Aðalbjörg Magnúsdóttir.) Við kveðjum Settu ömmu með söknuði og þökkum henni fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með henni. Guð blessi minningu hennar. Sigrún, Aðalbjörg og Hörður Már. Elsku amma Setta. Það var alltaf svo gott að koma til þín, hvort sem það var bara til að spjalla eða leita ráða. Þú gafst okkur svo góð ráð um lífið og tilveruna. Þú sást alltaf björtu hliðarnar á öllu og það var ætíð stutt í grín og glens hjá þér. Það eru forréttindi að hafa átt svona góða ömmu eins og þig. Við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Það hefur verið vel tekið á móti þér hjá Guði. Afi Jónas hefur beðið þín opnum örmum, nú eruð þið loks saman á ný. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Guð geymi þig, elsku amma. Sesselja, Helga og Anna Guðrún Jónsdætur. Við systkinin viljum heiðra minn- ingu Sesselju Jónsdóttur móður- systur okkar með því að rifja upp nokkrar valdar minningar sem við eigum eftir ánægjulegar samveru- stundir með henni á liðnum árum. Sesselja var á okkar heimili jafnan nefnd Setta frænka. Í stórfjölskyld- unni var hún eins konar ættarhöfð- ingi, stöðuna fékk hún í arf við and- lát Guðfinnu móður sinnar árið 1982. Það er hjá okkur eins og í svo mörg- um íslenskum fjölskyldum að staða höfuðs ættarinnar erfist gjarnan í kvenlegg. Setta var ofurkona í nútímalegum skilningi, hún átti elskulegan mann, ól upp yndisleg börn, vann við sauma og ýmislegt annað. Heimili hennar var alltaf óaðfinnanlegt og hlýlegt, prýtt heimagerðum munum og ávallt boðið upp á heimabakað góðgæti. Frænka var ákaflega félagslynd og það fór ekki fram hjá neinum þegar Setta mætti á mannamót; hún talaði hátt, hló dátt og allt ólgaði af orku í kringum hana. Brosið hennar var einkennandi fyrir viðmótið, það lýsti upp andlitið og varpaði bjarma á góðleg augun og há kinnbeinin. Setta gat verið nærgætin og blíð en líka fljótfær og stjórnsöm. Fljót- færni Settu var þó í okkar huga nær einskorðuð við akstursmátann, hún fékk bílpróf í síðari hálfleik lífsins og reyndust alls kyns hindranir, girð- ingar og stöplar þvælast fyrir þar sem hún fór. Ekki lét hún það á sig fá heldur keyrði eins og herforingi bæði innan bæjar og utan. Við mun- um vel eftir henni keyrandi á litla bílnum sínum, þegar hún kom úr Kópavogi í heimsókn til ömmu í Keflavík. Oft var Bogga ömmusystir með í för og þá var auðvelt að geta sér til um fyrirhugaða dagskrá: Leikrit, söngvar og spábollar fullir af verðandi mökum, börnum, ferða- lögum og endalausri hamingju. Við þökkum fyrir góðar stundir með skemmtilegri frænku og vottum um leið börnum hennar og fjölskyld- um samúð okkar. Góðar minningar um Settu munu fylgja okkur. Guðfinna, Guðrún, Guðbjörg, Guðmundur og Bjarnfríður. Hún var falleg, góð og yndisleg manneskja. Móðir mín, Jónína Ch. Guðmunds- dóttir, sagði oft: „Þegar ég heyri góðrar og vandaðrar manneskju get- ið hugsa ég alltaf til Settu minnar hans Jónasar.“ Það þarf ekki fleiri orð til að lýsa Sesselju Jónsdóttur. Guð blessi minningu hennar og veri með börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra og styrki þau í sorg- inni. Vertu kært kvödd, elsku Setta mín, og hafðu þökk fyrir allt sem þú varst okkar fólki. Þín „tengdafrænka“ Elsa. SESSELJA JÓNSDÓTTIR Erla, góða Erla, ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn við söng frá vörum mér. Þetta erindi hefur verið ofarlega í hugum okkar systranna undanfarna daga, nú þegar Erla frænka hefur sofnað svefninum langa. Frá okkar fyrstu æviárum er Erla svo stór þáttur í lífi okkar. Ekki að- eins voru þær systur móðir okkar og hún nátengdar, heldur mynduðust mjög sterk tengsl meðal okkar barna þeirra. Ástæður þessa voru þær að við börnin vorum á svipuðum aldri, mikið samband var á milli systranna og svo dvöldum við oft í sveitinni hjá afa og ömmu á sama tíma. Erla og Kristján eignuðust fimm mannvæn- lega syni. Minnumst við þess að Erla saumaði á okkur kjóla, sem hana hef- ur e.t.v. dreymt um að klæða dætur í, því hvaða foreldrar kannast ekki við að vilja eiga bæði kynin. Í það minnsta nutum við hennar góða handbragðs og atlætis í hvívetna. Þar sem við systur vorum dreifbýlistútt- ur fengum við oft notið gestrisni og hlýrra móttaka þeirra hjóna og átt- um góðar stundir með frændum okk- ar. Í minningunni er sú tilfinning að litið hafi verið á okkur sem eitthvað aðeins meira en frænkur, jafnvel eitt- hvað ekki óskylt við systur. Þótt við höfum notið elsku frænku okkar oft á tíðum, þá hafði hún ákveðnar skoð- anir og reglur, sem við fórum ekki varhluta af. Er þá skemmst að minn- ast þegar komið var í kaupstaðinn og gist hjá frænku og frænda, að áður en gengið var til náða skyldi kropp- urinn þveginn og því næst hófst bar- áttan um nærhaldið. Var það ófrá- víkjanleg regla í Erlu húsum að nærhaldið skyldi óbrúkað vera á nóttunni. Regla þessi var ekki í há- vegum höfð á okkar heimili í þá daga, en hefur verið haldið á lofti í fjöl- skyldunum ætíð síðan, enda fylgir henni bæði hreinlæti og frelsi. Vert er að geta þess að ekki aðeins var mikill samgangur milli okkar tveggja fjölskyldna heldur allrar stórfjölskyldunnar, sem er allstór hópur. Oftar en ekki nutum við börn- in þess að dvelja saman, ýmist í höf- uðborginni eða í Grindavík, og var þá frjálsræðið oft meira í litla sjávar- þorpinu. Á hitt ber þó að líta að þótt oft hafi verið þröngt búið hjá Erlu og ERLENDA S. ERLENDSDÓTTIR ✝ Erlenda StefaníaErlendsdóttir fæddist á Hamri í Hegranesi í Skaga- firði 15. desember 1923. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Kristjáni, þá var ávallt nóg pláss fyrir alla, jafnvel þó að sofa þyrfti á milli stóru tánna á þeim hjónum, við dásamlegan samsöng þeirra, sem þau iðkuðu næturlangt. Á þessum tíma var oft hent gam- an að þessu, en í dag er trúlegt að hlegið sé að okkur sjálfum af sama tilefni. Þess má einnig geta að þegar ættingjar af Norðurlandi þurftu að reka erindi í Reykja- vík var oftar en ekki gist hjá þeim hjónum, sama hvernig á stóð. Við viljum þakka Erlu frænku okkar áralanga samfylgd, elsku, hlýju og þann áhuga sem hún jafnan sýndi okkur og okkar fjölskyldum. Biðjum við algóðan Guð að geyma hana þar sem lífið er þrautalaust og sjáum við hana fyrir okkur í nýjum heimkynnum, breiðandi út faðminn fyrir öllu og öllum. Kristjáni, sonun- um og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði elsku frænka. Kristín og Helga. Elsku Erla frænka. Nú líður þér vel eftir stutt en erfið veikindi, það er nú ekki langt síðan að við hittum ykkur Kristján í Borgar- nesi, þið að koma úr brúðkaupi en við á leið í bæinn úr ferðalagi, það var frábært að hitta ykkur þar. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar Kristjáns í „smá kaffi“ eins og þú orðaðir það alltaf en í rauninni var eins og maður væri að koma í stór veislu. Þú, ásamt Finni Leó syni okk- ar, sú eina sem sagði að Dóróthea Hulda yrði stelpa. Við komum til ykkar og þú leist einu sinni á kúluna og sagðir; „Hvaða vitleysa er þetta í fólki, auðvitað er þetta stelpa“ og þú sagðist ætla að heita á okkur og prjóna sokka á handa henni þegar hún kæmi í heiminn og svo kom nátt- úrlega stelpa, og þau bæði fengu ull- arsokka. Elsku Erla, nú lítur maður til baka með söknuði en við vitum að þér líður vel núna og við kveðjum þig með þessum fallegum orðum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Elsku Kristján, synir og aðrir að- standendur, við vottum okkar dýpstu samúð. Kveðja Haukur Ægir, Thelma Dögg, Finnur Leó og Dóróthea Hulda. stjóri, sem kom engum á óvart, enda nóg fyrir hann að hlusta á tikkið í vél- inni og fiskimiðin þekkti hann eins vel og tíu voru á honum fingurnir. Glamp- inn í augum hans og glettnin, sem ég þekkti svo vel var merki þess að hann var mjög ánægður með sig og leið vel. Ég kveð frænda minn og vin, með þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta vináttu hans og kærleika í gegnum tíðina. Þau verða ekki fleiri samtölin eða aðallega símtölin milli okkar, en ég á eftir að tala við þig „frændi“, og ég veit líka að þú átt eftir að hlusta! Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, forna hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betri manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Far þú í friði frændi, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Halldór M. Rafnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.