Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 31 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4 o með ísl. taSýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. kl. 6, 8.30 og 11. B.i. 16. Sýn Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! Frá framleiðanda Fast & the Furious og xXx YFIR 15 000 GESTIR 4 myndin frá Quentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd k BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!  HP Kvikmyndir.com Topp myndin í USA TOPP MYNDINÁ ÍSLANDI! Miðav er kr. 50 0 www.laugarasbio.is Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 6. Bara sýnd um helgarSýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára. Beint á toppin n í USA 4 myndin frá Quentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd kl. 6. Með ísl tali Sýnd kl. 8 og 10.30. BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN! SV MBL Miðav erð kr. 50 0  HP Kvikmyndir.com ÞAÐ er ekki að undra að leikstjór- inn Quentin Tarantino hafi þurft tíma til að safna kröftum fyrir fjórðu kvik- mynd sína, Kill Bill eða Drepa Billa, sem er sú fyrsta sem leikstjórinn sendir frá sér í sex ár. Eftir að hafa hleypt nýju blóði í bandaríska kvik- myndagerð með fyrstu tveimur kvik- myndum sínum, Reservoir Dogs (1992) og Pulp Fiction (1994), með því að vinna á meðvitaðan en skapandi hátt með frásagnir og stílbrigði af- þreyingarmenningarinnar varð leik- stjórinn að „meistara Tarantino“, bæði í augum kvikmyndaunnenda og ungra kvikmyndagerðarmanna. Það var líkt og nýr hugmyndabrunnur opnaðist með framlagi Tarantinos og í þann brunn hafa allra þjóða kvikindi sótt svo miskunnarlaust síðustu árin, og með svo misjöfnum árangri, að mönnum lá við að bölva leikstjóranum fyrir að hafa yfirleitt sagt starfi sínu lausu sem afgreiðslumaður á mynd- bandaleigu og farið að búa til kvik- myndir. Þriðja mynd Tarantinos, Jackie Brown (1997), sem var nokk- urs konar tilraun um bandarísku blökkuhasarhefðina, var því dæmd til að standast engan veginn væntingar sem gerðar voru til hinnar lifandi goð- sagnar. En fyrir Drepa Billa hefur Tarant- ino greinlega tekið sér tíma í að vinna úr hugmyndum sínum og safna list- rænum kröftum, því með þessum fyrri hluta hefndarsögunnar um Brúðina vopnfimu sýnir leikstjórinn og sannar að það er bara einn Quentin Tarantino. Kvikmyndin, sem ákveðið var að lokum í samráði við framleiðendur að skipta í tvennt og við sjáum nú fyrri hlutann að, er magnaður óður til hinna lægri (og æðri) stiga kvik- myndagerðarlistarinnar, s.s. kung fu bardagamynda, japanskra samúræja- mynda og blökkuhasarmynda átt- unda áratugarins, þar sem fornar sæmdarhefðir og bardagalistir verða fullkomnu afþreyingargildi og ofbeld- isgleði að bráð. Þar vinnur Tarantino með slitrur úr ólíkum áttum og býr til kraftmikla hefndarsögu, sem sækir næringu, stílbrigði og ímyndir í fyrr- nefndar afþreyingarfrásagnir, en er þegar á heildina er litið meistaralega smíðuð og allt að því ljóðræn stúdía á sjónrænum og frásagnarlegum möguleikum kvikmyndarinnar. Þann- ig sækir kvikmyndin Drepa Billa orku og byggingareiningar til afþreying- arkvikmynda fortíðarinnar, þeirra sem Tarantino mótaðist af sem barn og unglingur, en tungumálið sem hann býr sér til er lipurt og fært um að tjá eitthvað meira og merkilegra. Hvernig leikstjóranum tekst að búa til heildstæða sögu úr þessum slitr- um, sem engan veginn eru hér upp- talin, er auðvitað til marks um það auga sem hann hefur fyrir listrænni kvikmyndasköpun. Drepa Billa lýsir vegferð ónafn- greindrar aðalsöguhetjunnar (Uma Thurman), sem gengur undir viður- nefninu Brúðurin, til miskunnarlausr- ar hefndar á öllu því hyski sem hefur beitt hana ranglæti. Brúðurin hefur legið í dái frá því að ráðist var inn í brúðkaup hennar og allir þar inni drepnir og hún sjálf skotin. Hún vaknar upp við þann vonda draum að hafa misst barnið sem hún bar undir belti og heldur af stað til að hefna harma sinna. Það er hin sérþjálfaða leigumorðingjaklíka DiVAS sem stóð fyrir verknaðinum, enda tilheyrði Brúðurin sjálf þeim flokki. Foringi klíkunnar er hinn dularfulli Billi, fyrr- um elskhugi Brúðarinnar og faðir barnsins sem hún gekk með, og end- anlegt markmið söguhetjunnar er því skýrt: að drepa Billa, en fyrst að drepa hina hættulegu meðlimi klík- unnar. Helstu persónur sem við sögu koma reynast hreinir bardagasnill- ingar og þjálfaðir morðingjar og býð- ur þetta sögusvið því upp á kraftmikil bardagaatriði, þar sem sterkir takast á og ekki er rúm fyrir minnstu veik- leikamerki. Sú bardagaheimspeki sem sótt er í samúræjahefðina og sæmdarhugsunin sem þar liggur að baki gefur persónunum þá tign og virðingu sem nauðsynleg er til að vinna áhorfendur á þeirra band. Þessi bardagaatriði eru síðan útfærð af gríðarlegri nákvæmni, m.a. undir handleiðslu reyndra bardagameist- ara, og fá því á sig listrænan blæ. Á ofbeldinu tekur Tarantino síðan með ýkjustíl, sem skapar ákveðna fjar- lægð á það. Jafnframt því að vinna með ótal þræði í handriti, stíl og tónlist, notar Tarantino agað form til að skapa sögu sinni heild. Þessum fyrri hluta tví- leiksins er þannig skipt í afmarkaða kafla, sem kynntir eru með nafni og hafa hver um sig ákveðið aðalþema hvað stíl og frásagnaruppsprettu varðar. Einn kaflanna er t.d. útfærð- ur að öllu leyti í japönsku anime- teiknimyndaformi, annar ber innri spennu og dramatík samúræjamynd- ar og lokaatriðið er líkt og sótt úr ljóð- rænu ævintýri. Þá sýnir leikstjórinn gamalkunna takta með því að hræra í tímalegri samfellu frásagnarinnar og er þessi formskynjun Tarantinos að- alsmerki hans hér sem fyrr. Tónlist- ina notar Tarantino (eins og áður) á afar markvissan hátt í kvikmyndafrá- sögn sinni, þar er að finna áþekkan sambræðing og hvað kvikmyndahefð- ir varðar, og er þar blandað saman eldri tónlist og frumsömdum bræð- ingi tónlistarmannsins The RZA. Í raun mætti telja tónlistina til einna af aðalpersónum myndarinnar, svo mik- ilvæg er hún í að miðla tilfinninga- legum umbrotum persónanna, að skapa rétta stemmningu og stundum hreinilega að minna áhorfendur á að Drepum Billa er að öðrum þræði kvikmynd um kvikmyndagerðar- listina. Ekki má heldur gleyma að Tarant- ino tekur þær karllegu frásagnar- hefðir sem kung fu og samúræja- myndir óneitanlega eru og setur kvenhetjur í þær miðjar en þar liggur einn af skapandi þáttum sögusmíðar- innar. Aðalsöghetjan, og þeir hættu- legu meðlimir klíkunnar sem hún tekst á við, eru án efa einhverjar þær öflugustu og heiftúðugustu kven- hetjur sem sést hafa á kvikmynda- tjaldinu í manna minnum. Leikkon- urnar Uma Thurman, Lucy Liu og Daryl Hannah eru fágaðir miðpunkt- ar þessa sjónarspils. Ekki verður því annað sagt en að Tarantino renni stoðum undir orð- spor sitt sem leikstjóri sem er alveg sér á báti. Í Drepa Billa tekst honum að halda áfram með þær pælingar sem hann byrjaði með í Reservoir Dogs og Pulp Fiction, en sneiða hjá þeim pyttum sem útvötnun annarra á hugmyndum hans hefðu getað orðið honum. Þar tekur hann þá stefnu að hreinlega keyra allt í botn, og fara langt framúr eftirhermunum, en ánægja skapast ekki síst við að fylgj- ast með sköpunargleði leikstjórans sem nýtur þess að þenja og nýta möguleika miðilsins til hins ýtrasta. Hálfs árs bið tekur nú við áður en verkið verður metið sem heild, en af fyrri hlutanum að dæma geta aðdá- endur Tarantinos varpað öndinni létt- ar, meistarinn hefur engu gleymt. Hefndin er sæt KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó, Regn- boginn, Borgarbíó Akureyri Leikstjórn og handrit: Quentin Tarantino. Kvikmyndataka: Robert Richardson. Klipping: Sally Menke. Frumsamin tón- list: RZA. Aðalhlutverk: Uma Thurman, Lucy Liu, Daryl Hannah, Sonny Chiba, Vivica A. Fox, Julie Dreyfus, Chiaki Kuri- yamo og David Carradine. Lengd: 111 mín. Bandaríkin/Japan. Miramax, 2003. KILL BILL – VOL. I / DREPA BILLA – I. HLUTI Kjarnakvendi takast á í snilldarverki Tarantinos. Heiða Jóhannsdóttir BÍÓGESTIR þurfa ekki að óttast ofbeldi og blóðsúthellingar í nýju myndinni þeirra Coen- bræðra, nafnið vísar til hugtaks í lögfræði og í þessu samhengi til algengrar ástæðu fyrir hjómaskilmaði. Óbærileg grimmd er hinsveg- ar bráðskemmtileg, rómantísk gamanmynd af grein sem nefnist „screwball“, og naut óhemju vinsælda á meðan snillingar á borð við Frank Capra, Howard Hawks og Billy Wilder, voru í blóma lífsins. Þær fjalla oftar en ekki um efnafólk, útsmognar aðalkvenpersónur og bragðarefi, kryddaðar smellnum og tvíræðum tilsvörum og orrahríðum. Nóg er af slíkum fjörefnum í þessari að- gengilegustu mynd bræðranna því þeir halda sig mest megnis á alfaraleið þó Óbærileg grimmd beri handbragðinu glöggt vitni. George Clooney leikur Miles Massey, lög- fræðing sem hefur sérhæft sig í skilnaðarmál- um ríka og fræga fólksins. Velgengnin er orð- in slík að hann á nóg af öllu nema spennu í einkalífinu, hún birtist honum einn góðan veð- urdag í líki Marylin (Catherine Zeta-Jones), ægifagurrar eiginkonu sem hyggst rýja eig- inmann sinn inn að skinninu í skilnaðarmáli. En bóndinn (Edward Herrmann), er með góð- an lögfræðing sem bjargar honum úr klíp- unni, hann er að sjálfsögðu enginn annar en Massey. Þannig ber fundum skötuhjúanna saman og jafnskjótt hefst ein fyndnasta barátta kynjanna á hvíta tjaldinu um langa hríð. Þau telja sig til skiptis með öll tromp á hendi – til þess eins að tapa stöðunni aftur. Söguflétt- urnar eru útsmognar og tvísýnar, við blasir algjörlega ný staða þegar maður heldur að annaðhvort hafi unnið refskákina. Þannig líður frábær afþreying frá upphafi til enda og svo mikið víst að handritið verður tilnefnt til allra, helstu verðlaunanna þetta ár- ið. Aukahlutverkin eru bragðmikil og vel leik- in, sérstaklega af Geoffrey Rush, Billy Bob og náunga sem kallast Cedric the Entertauner – og stendur undir því rismikla nafni! Clooney er óborganlegur sem heillandi skálkur og minnir meira en lítið á gamalfræg- ar kvikmyndastjörnur frá blómaskeiði þeirrar stéttar. Zeta-Jones gefur honum lítið eftir sem óaðfinnanleg yfirstéttar-prímadonna með tæfuhjarta og glöggt auga fyrir þykkum seðlaveskjum. Eini gallinn við þessa nánast óaðfinnanlegu skemmtun er að neistann vant- ar á milli þeirra, engu líkara en Michael Douglas hafi staðið á bak við tökuvélarnar til að fylgjast með siðgæðinu. Klækjarefir kljást George Clooney og Catherine Zeta-Jones ná vel saman í Óbærilegri grimmd. KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjóri: Joel Coen. Handrit: Robert Ramsey, Matthew Stone, Ethan Coen og Joel Coen, byggt á sögu Ramsey, Stone og John Romano. Kvikmynda- tökustjóri: Roger Deakins. Tónlist: Carter Burwell. Aðalleikendur: George Clooney, Catherine Zeta-Jon- es, Geoffrey Rush, Cedric the Entertainer, Edward Herrmann, Paul Adelstein, Richard Jenkins, Billy Bob Thornton. 100 mínútur. Universal. Bandaríkin 2003. Óbærileg grimmd / Intolerable Cruelty Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.