Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 32
Morgunblaðið/Árni Torfason Einar Örn Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Skytturnar AIRWAVES er fyrst og fremst tónleikahá- tíð íslenskra hljómsveita, hátíð þar sem gefst kostur á að sjá tónleika með flestum helstu hljómsveitum landsins á þremur dögum, eins konar uppskeruhátíð íslenskrar menningar. Aðstandendum verður seint fullþakkað. Að þessu sinni voru hljómsveitirnar nokkuð á annað hundrað og gefur augaleið að ekki var nokkur leið að sjá og heyra nema brot af því sem átti sér stað og kostaði oft hlaup að reyna að komast yfir sem mest. Iðulega gafst ekki færi á að sjá nema nokkur lög og stundum fór dagskrá svo úr skorðum að þegar maður kom staðinn greip maður í tómt. Fimmtudagur GAUKURINN Fimmtudagurinn byrjaði á hiphopi á Gauknum þar sem Twisted Mind Crew kom skemmtilega á óvart fyrir kraftmikinn flutn- ing. Plús fyrir góð bít. Bent og 7Berg stóðu sig geysilega vel, góð- ar rímur og öruggur flutningur. ESP var einnig góð en ómótaðri, sumt gekk ekki upp en þegar allt small saman var það af- bragð. Forgotten Lores voru í miklu stuði, kannski að flyta sér of mikið til að byrja með en varð síðan afbragð. NASA Sá smávegis af Þórunni Antoníu – hljómaði ekki spennandi. ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN Dagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum var al- mennt hálftíma á eftir öll kvöldin, enda aldrei hægt að byrja kl. 22:30 þegar sýningar eru í húsinu. Margir fóru því fýluferð. Delphi var fyrst, ekki nema rétt til að láta vita að sveitin er til og að koma sér í gang að nýju. Atingere hljómaði býsna vel á köflum, fram- úrstefna sirka 1970-80, Ultravox fyrir Midge Ure. Grand Rokk Á Grand Rokk fór líka eitthvað úr skorðum, hljómsveit heltist úr lestinni og ekkert kom í staðinn. Illt að tapa tíma í svoleiðis. Þegar Dr. Gunni birtist gleymdist aftur á móti allt vesen, hann var einfaldlega frábær, rokkaði út í eitt með góðri hljómsveit. ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN Ætlaði að ná SKE en fékk bara Ampop. Hápunktur kvöldsins: Dr. Gunni. Föstudagur HALLGRÍMSKIRKJA Fjörið byrjaði með Englabörnum Jóhanns Jóhannssonar í Hallgrímskirkju kl. 17:00. Verkið er gott en nú enn betra með tilbrigðum og viðbætum. VÍDALÍN Lokbrárfélögum fer óðum fram, stefnir í að verða verulega skemmtileg rokksveit. Nýtt efni var eiginlega best þó Nosirrah Egroek sé alltaf sama snilldin. Han Solo fannst mér frábær í fyrsta lagi og ágæt í öðru, en þriðja ekki eins skemmtilegt. NASA Kimono var á kafi í frumlegu „proggi“, flók- ið gítarflétturokk með góðum söng. Einhvern veginn er sveitin alltaf best á tónleikum, þarf að ná að beisla ævintýramennskuna betur á plasti. Vínyll kom skemmtilega á óvart, geysþéttir og ákveðnir og lagapakkinn sem boðið var upp á skotheldur. Spái þeim frama í útlöndum. Singarpore Sling var ein af helstu hljóm- sveitum síðustu Airwaves hátíðar og tónleikar þeirra í Nasa þá verða lengi í minnum hafðir. Þeir voru lítt síðri núna, einhver vandræði með hljóm truflaði þó greinilega á köflum. ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN Móri var seinn í gang en góður, frábær reyndar á köflum og leyfði sér að teygja og toga lögin. Brotni takturinn var framúrskar- andi. Skytturnar voru einn af hápuntum kvölds- ins, fumlausir og öruggir á sviði, kraftmikil og grípandi lög og lifandi spilamennska – enda gerðu þær allt vitlaust. GAUKURINN Einna mesta eftirvænting, í mínum huga að minnsta kosti, var fyrir Tv on the Radio sem stóð undir öllum væntingum og gott betur. Nýbylgjubland með gamaldags soul stemmn- ingu, smá fönki og Chicago-diskói. Frábær söngvari og mögnuð notkun á bjögunartólum fyrir raddir. NASA Kills voru ekki sannfærandi í Nasa, gervi- of tilgerðarlegt og langt frá því að vera frum- legt. Aftur á móti voru Quarashi-menn í góðu formi, sérstaklega eftir að Tiny slóst í hópinn, hann skerpir stemmninguna í tónlistinni, gef- ur snerpu og ógn. Hápunktur kvöldsins: Ekki hægt að gera upp á milli Skyttanna og Tv on the Radio. Laugardagur GAUKURINN Ensími kom skemmtilega á óvart, mikil og góð keyrsla og sungið af krafti. Fannst eins og sveitin væri endurfædd miklu betri og sterk- ari. LISTASAFN REYKJAVÍKUR Partístemmningin hófst í Listasafninu þar sem menn fögnuðu afmæli FTT. Yfirskriftin var rætur og framtíð og þeir KK og Maggi voru góðar rætur. Lítið þótti mér aftur á móti varið í rafgít- arrokkið sem Hafdís Huld bauð upp á, ekki mikil framtíð í því. GAUKURINN Ekki veit ég hvernig tónlistarlífi er háttað í Noregi, en verður að segjast eins og er að þær norsku sveitir sem sést hafa á Airwaves hafa verið sérkennilegar og sumar afskaplega slæmar. Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlega svalan söngvara hefði Ricochets líkast til verið púuð niður af sviðinu. LISTASAFN REYKJAVÍKUR Aftur í FTT partíið, nú með Bang Gang sem voru skrýtnir tónleikar, sveitin náði ekki sam- an nema öðru hvoru, en það sem heppnaðist var líka gott. GAUKURINN Botnleðja valtaði yfir allar efasemdir á síð- ustu Airwaves og var ekki síðri að þessu sinni, þó gaman hefði verið að fá að heyra meira af nýjum lögum. LISTASAFN REYKJAVÍKUR Gísli er víst í þá mund að semja við stórfyr- iræki vestan hafs og kemur ekki á óvart, hann er bráðskemmtilegur alla jafna og á köflum frábær. GAUKURINN Einar Örn var sérdeilis skemmtilegu, al- gjörir frumskógartaktar og áheyrendur sem dáleiddir. Framan af var hann ekki eins hams- laus í flutningi og oft áður en leikur æstist er á leið – drunurnar fóru vel yfir sársauka- þröskuld (120 dB). Mínus voru vel stemmdir, ákveðnir og upp fullir af rokkhroka. Frábær endir á frábærri hátíð (Nennti ekki að bíða eftir Eighties Matchbox o.s.frv.) Hápuntur kvöldsins: Ensími og Einar Örn. Uppskeruhátíð íslenskrar menningar Airwaves Tónlistarhátíð í Reykjavík Airwaves, tónlistarhátíð í miðborg Reykjavíkur þar sem þátt tóku um 103 íslenskar hljómsveitir og 18 erlendar,18 íslenskir plötusnúðar og 10 erlendir. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Dr. Gunni Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir TV on the Radio Morgunblaðið/Árni Torfason Ensími Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Morgunblaðið/Árni Torfason Leaves Morgunblaðið/Árni Torfason Singapore Sling Morgunblaðið/Árni Torfason Quarashi Eivör Pálsdóttir Árni Matthíasson Morgunblaðið/Árni Torfason Biogen 32 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. STÓRMYND HAUSTSINS Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. Sýnd kl. 6. SG MBLSG DV Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. B.i. 16.Kl. 6 og 8. B.i. 14. STÓRMYND HAUSTSINS 6 Edduverðlaunl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.