Morgunblaðið - 20.10.2003, Side 1

Morgunblaðið - 20.10.2003, Side 1
2003  MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÍSLENSKAR BADMINTONKONUR ÆFA NÁNAST ALDREI SAMAN / B12 TVEIR af lykilmönnum í bikarmeistaraliði ÍA í knattspyrnu, fyrirliðinn Gunnlaugur Jónsson og Kári Steinn Reynisson, skrifuðu um helgina und- ir nýja samninga við liðið sem gilda til tveggja ára. Mörg lið reyndu að krækja í Gunnlaug og velti hann nokkrum tilboðum fyrir sér en á end- anum ákvað hann að halda kyrru fyrir á Skag- anum. Skagamenn héldu lokahóf sitt um helgina og þar var Þórður Þórðarson, markvörður, út- nefndur leikmaður ársins og Helgi Pétur Magn- ússon hlaut titilinn efnilegasti leikmaður liðsins. Heimildir Morgunblaðsins herma að Ellert Jón Björnsson sé í viðræðum um að snúa á ný til Skagamanna en hann skipti yfir í lið Valsmanna um mitt sumar. Samningaviðræður standa við Hjálm Dór Hjálmsson og Baldur Aðalsteinsson. Gunnlaugur og Kári Steinn áfram hjá ÍA Ég veit að 40 íþróttamenn ogkonur hafa fengið boð um að mæta í viðtal, flestir eru kepp- endur í frjálsíþróttum, sjö leik- menn úr NFL-deildinni (banda- rískur ruðningur), og fjórir atvinnumenn í hafnabolta,“ segir Conte. Bandaríska lyfjaeftirlitið, USADA, greindi frá því á fimmtu- dag að nýtt og háþróað steralyf, THG, hefði fundist í sýnum margra íþróttamanna sem tekin voru m.a. á bandaríska meistara- mótinu í frjálsíþróttum í júní. Steralyfið kom ekki fram á lyfja- prófum en eftir að bandarískur frjálsíþrótta þjálfari „lak“ upplýs- ingum um efnið til USADA voru fundnar nýjar aðferðir við grein- ingu á lyfjaprófum. Christiane Ayotte starfsmaður við lyfjaeftirlitsstofnun í Montreal í Kanada segir að um sé að ræða gríðarlegt „lyfjahneyksli“ en að- eins sé um að ræða toppinn á ís- jakanum. Bonds er einn af þekktustu íþróttamönnum Bandaríkjanna, en Kelli White hefur staðið í stöngu á þessu sviði allt frá því á Heims- meistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fór í París í Frakklandi í ágúst sl. White sigraði í 100 m og 200 m hlaupi en niðurstöður lyfjaprófa frá því móti benda til þess að White hafi notað örvandi efnið modafinil sem er á bannlista. White segist vera saklaus Á heimasíðu BALCO er greint frá því að Evrópumeistarinn í 100 metra hlaupi Dwain Chambers frá Bretlandi sé einn af viðskiptavin- um fyrirtækisins ásamt Marion Jones, tennisleikurunum Ivan Lendl og Tim Courier. „Ég er köll- uð til sem vitni en ég hef ekkert með þetta nýja mál að gera. Þetta snýst ekki um mig,“ segir White við San Jose Mercury News. Terry Madden formaður USADA gagnrýnir harkalega fyr- irtækið BALCO og talsmann þess, Victor Conte, og segir Madden að Conte standi ásamt BALCO á bak við verslun með ólögleg lyf á al- þjóðavettvangi. „Það hefur aldrei áður komist upp um eins marga íþróttamenn sem hafa notað steralyf til þess að bæta árangur sinn,“ segir Madden. Conte heldur því fram að THG sé hreint ekki steralyf, og bendir á að lyfið hafi ekki verið á bannlista Al- þjóðaólympíunefndarinnar. Aðeins toppurinn á ísjakanum Eins og áður segir var það þjálf- ari sem kom málinu af stað með því að afhenda USADA steralyfið, en þeir sem starfa við lyfjprófanir segja að það sé aðeins hægt að ná betri árangri á þessu sviði ef þeir sem hafi rangt við sjái að sér og láti í té mikilvægar upplýsingar. „Þau lyfjapróf sem við höfðum yfir að ráða komu ekki upp um einn né neinn,“ segir Charles Yes- alis og bætir því við. „Ef menn trúa því að THG sé eina falda steralyfið á markaðnum í dag þá getum við einnig farið að trúa á til- vist jólasveinsins.“ Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur hug á að fara í gegnum öll sýni frá þeirra keppendum á HM í frjáls- um sem fór fram í París. Breska lyfjaeftirlitið hefur sett sig í sam- band við kollega sína vestanhafs og hefur í hyggju að gera slíkt hið sama. 40 íþróttastjörnur kallaðar til yfirheyrslu vegna „stærsta lyfjamáls sögunnar“ Stórstjörn- ur grunaðar um græsku SPRETTHLAUPARINN Kelli White og hafnaboltastjarnan Barry Bonds eru í hópi 40 íþróttamanna frá Bandaríkjunum sem þurfa að fara í yfirheyrslu vegna meintrar notkunar á nýju steralyfi, THG, sem ekki var hægt að finna með venjulegum lyfjaprófum. Victor Conte, næringarfræðingur hjá BALCO-rannsóknarstofnunni, segir við dagblaðið San Francisco Chronicle að einn af samstarfsaðilum BALCO hafi verið kallaður til yfirheyrslu en fyrirtækið framleiðir m.a. fæðubótarefni. Elías Már Halldórsson var hetja HK-manna, er hann gulltryggði sigur þeirra á rússneska liðinu Stepan Razin í Evrópukeppni bikarhafa, 20:18. HK er komið í aðra umferð. Sjá B2 og B3. Morgunblaðið/Þorkell FLEST bendir til þess að Þorlák- ur Árnason, fyrrverandi þjálfari Vals, taki við þjálfun Fylkisliðsins í knattspyrnu en viðræður Árbæj- arliðsins við Þorlák hafa staðið yfir síðustu daga. Verði það nið- urstaðan mun Jón Sveinsson, fyrrum leikmaður Fram og FH, starfa við hlið Þorláks sem að- stoðarþjálfari en Jón hefur meðal annars þjálfað 2. flokk hjá Fram. Fylkir er eitt þriggja liða í úr- valsdeildinni sem eftir á formlega að ganga frá þjálfaramálum sín- um en hin tvö eru Fram og Grindavík. Framarar hyggjast ráða erlendan þjálfara og eru að fara yfir nokkur nöfn í því sam- bandi. Jónas Þórhallsson, for- maður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði við Morg- unblaðið í gær að einhverjir dagar myndu líða þar til Grind- víkingar réðu þjálfara en hann sagði að margir hefðu sýnt starfinu áhuga og þá aðallega Júgóslavar. Þorlákur í Árbæinn?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.