Morgunblaðið - 20.10.2003, Page 6
HANDKNATTLEIKUR
6 B MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Gestirnir mættu ákveðnar tilleiks og voru tveimur til þrem-
ur mörkum yfir mest allan fyrri hálf-
leik. Eyjastúlkur
náðu sér engan veg-
inn á strik í upphafi
leiks og var sóknar-
leikur liðsins ekki
burðugur. Þegar fimm mínútur voru
eftir af hálfleiknum var jafnt, 12:12,
en mínútu áður höfðu Eyjastúlkur
náð forystunni í fyrsta skipti í leikn-
um. Þær gengu á lagið og hreinlegu
völtuðu yfir Haukaliðið á þessum
kafla, skoruðu fimm síðustu mörk
hálfleiksins og fóru með þægilegt
forskot til búningsherbergja á með-
an Haukaliðið vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið. Þær höfðu spilað vel
mest allan fyrri hálfleik en einbeit-
ingarleysi síðustu mínúturnar kost-
aði þær forskotið. Það var svo aldrei
spurning hvoru megin sigurinn end-
aði í þeim síðari, Eyjastúlkur hrein-
lega kafsigldu andlaust Haukaliðið
sem treysti allt of mikið á Ramune,
stórskyttu þeirra, en hún var tekin
úr umferð allan leikinn en var þrátt
fyrir það langmarkahæst gestanna.
Þrettán marka sigur Eyjastúlkna
í höfn, 36:23, en Haukarnir þurfa al-
deilis að gera betur ef liðið ætlar að
blanda sér í toppbaráttuna.
„Þetta var hæg byrjun hjá okkur,
það þurfti að slípa aðeins leik okkar
saman og koma leikmönnum í
stand,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson,
þjálfari ÍBV, kampakátur í leikslok.
„Við höfum unnið mjög markvisst í
okkar málum, höfum verið að laga
okkar varnarleik og þá kemur mark-
varslan í kjölfarið, síðan fáum við
fullt af hraðupphlaupum. Leikmenn-
irnir eru bara með hlutverk sín betur
á hreinu núna en í byrjun móts.“
Aðalsteinn sagði ennfremur að
það hafi bara verið spurning hvenær,
ekki hvort, sitt lið næði yfirhöndinni
í leiknum. „Við höfðum ekki spilað í
tvær vikur. Að sjálfsögðu vorum við
bara ryðgaðar í upphafi, við fáum
ekki marga æfingaleiki hérna í Vest-
mannaeyjum því miður. En leik-
mennirnir komu virkilega vel ein-
beittir til leiks og af mikilli
tilhlökkun að spila þennan leik. Þær
sýndu það þegar leið á leikinn að þær
voru tilbúnar.“
ÍBV
kafsigldi
Hauka
ÞAÐ var boðið upp á kaflaskipt-
an leik í Eyjum þegar liðin sem
börðust um Íslandsmeistaratitl-
inn í handknattleik kvenna sl.
keppnistímabil, meistarar ÍBV
og bikarmeistarar Haukar. Það
voru Eyjastúlkurnar sem fögn-
uðu öruggum stórsigri, 36:23.
Sigursveinn
Þórðarson
skrifar
■ Úrslit/B10
■ Staðan/B10
Þegar maður kryfur leikinn varvissulega góður möguleiki á að
ná betri úrslitum. Við misnotuðum
til að mynda þrjú vítaköst og mark-
varsla okkar var léleg á meðan sá
þýski lokaði marki sínu á köflum.
Birkir Ívar virtist eitthvað yfir-
spenntur. Ekki vantar keppnisskap-
ið né viljann en því miður náði hann
sér ekki á strik. Ég gat ekki kvart-
að yfir byrjun okkar í leiknum og
ég var ánægður með margt í hon-
um. Menn voru ekki að hengja haus
og við náðum að laga stöðuna undir
lokin. Það vann hins vegar ekkert
með okkur og það virðist vera að
þegar maður er kominn á útivöll hjá
stórliðunum vilja reglurnar oft
breytast og við vorum sérlega
ósáttir við rússnesku dómarana.
Mér fannst við líka vera í óheppnari
kantinum á meðan allt gekk upp hjá
Magdeburg en það kannski skýrir
styrkleikamun liðanna. Við gerðum
okkur vel grein fyrir því að við vor-
um ekki hingað komnir til að sækja
sigur enda hefur Magdeburg unnið
22 leiki í röð á heimavelli í deildinni
og það segir allt um styrk þess,“
sagði Viggó.
Viggó sagði að vörn Magdeburg
hafi reynst sínum mönnum erfiður
múr að yfirstíga og eins hafi
Kretszchmar gert þeim lífið leitt.
„Þeirra aðall er vörnin og frábær
markvarsla og við ætluðum að
reyna að halda hraðanum eins mik-
ið niðri og mögulegt var og reyna
að verjast hraðaupphlaupunum. Það
gekk ágætlega framan af en síðan
var eins og stífla hafi brostið. Við
fundum engar leiðir framhjá vörn
þeirra, Kretszchmar skoraði á okk-
ur í kippum og við réðum bók-
staflega ekkert við hann.“
Barcelona betra
en Magdeburg
Spurður út í mun á liði Barcelona
og Magdeburg sagði Viggó; „Ég
var í viðtali við þýska sjónvarpið
fyrir leikinn þar sem ég sagði að
Magdeburg ætti ekki möguleika á
að vinna Meistaradeildina. Þjóð-
verjarnir urðu mjög sárir út af
þessum ummælum og sjónvarps-
maðurinn spurði mig aftur í beinni
útsendingu eftir leikinn um þessi
ummæli mín. Ég sagði honum að
það væri faglegt mat mitt að ég
teldi Barcelona sterkara liðið og
hefði miklu meiri breidd en Magde-
burg og liðið hefði ekki lengur Ólaf
Stefánsson.“
Viggó segir að sínir menn ætli
ekkert að hengja haus og hann hef-
ur trú á að Haukar vinni næsta leik
sinn í keppninni sem er á móti
Vardar á Ásvöllum.
„Vardar tapaði mjög illa á móti
Barcelona og það eitt ætti að auka
líkur á að við getum unnið Mak-
edóníumenn.“
Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, gerði sér vonir
um að ná betri úrslitum gegn Magdeburg
Markvarslan og
vörnin gerðu
gæfumuninn
A
Franski landsliðsmaðurinn Joel Abati lyftir sér upp fyrir framan vörn Hauka, án þess að Dalius Raskeviciu
komi vörnum við, og skorar. Abati sem tekinn er við hlutverki Ólafs Stefánssonar skoraði 6 mörk.
„ÉG var að gera mér vonir um að
ná betri úrslitum en þetta er
eins með Barcelona og lið
Magdeburg, þau eru í allt öðrum
gæðaflokki en við,“ sagði Viggó
Sigurðsson, þjálfari Hauka, við
Morgunblaðið en hans menn
biðu lægri hlut fyrir Magdeburg
í Meistaradeildinn með átta
marka mun.
LIÐSMENN Barcelona fóru heldur
betur á kostum gegn Vardar
Skopje í B-riðli Meistaradeildar
karla í handknattleik en félögin
leika í sama riðli og Haukar og
Magdeburg. Börsungar hreinlega
völtuðu yfir Makedóníumennina og
unnu leikinn með 21 marks mun,
41:19, eftir að staðan í hálfleik var
19:8.
Iker Romero var atkvæðamestur
í liði Barcelona með 7 mörk, Fern-
andez skoraði 6, fyrirliðinn Enric
Masip skoraði 5, og þeir Lazslo
Nagy, Frode Hagen og Jarome
Fernandez skoruðu 4 mörk hver.
21 marks
sigur
Börsunga
RÓBERT Gunnarsson, línumaðurinn öflugi
hjá danska liðinu Århus GF, fór á kostum
með liðinu í tveimur leikjum á móti eist-
neska liðinu Kehra Tallinn í EHF-keppninni
í handknattleik sem háðir voru í Árósum í
Danmörku um helgina.
Róbert skoraði 12 mörk í fyrri leiknum á
laugardaginn þegar Århus GF sigraði,
38:27, og í gær var Róbert aftur atkvæða-
mestur í danska liðinu en hann skoraði 9
mörk í 32:24 sigri þess. Hornamaðurinn
Þorvarður Tjörvi Ólafsson stóð sig einnig
vel en hann skoraði 4 mörk í leiknum á laug-
ardag og 3 í gær en Århus GF vann leikina
samanlagt, 70:51.Morgunblaðið/Golli
Róbert skoraði
21 mark fyrir
Århus GF