Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 48
48 C MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir N Ú þegar veturinn gengur í garð ýmist með roki og úrkomu eða björtu gluggaveðri er þess virði að rifja upp gleðistundir sumarsins. Garðeigendur eru búnir að grilla, svamla í heitum pottum, leika sér við börnin sín og hafa sumir varið meiri tíma úti í garði heldur inni í herbergjum hússins. En hvað er það sem gerir þessa útivist mögu- lega? Hönnun og skipulag sólpalls- ins í garðinum á stórann þátt í því. Í þessari grein verður farið yfir nokkur þeirra atriða sem geta auk- ið notagildi garðsins. Gott skjól og sól allan daginn Staðsetning dvalarsvæðanna í garðinum skipta verulegu máli. Reynt er að finna þau svæði þar sem skjólið er best og sólin staldr- ar lengst við. Þessu er stundum öf- ugt farið í heitari löndum, en þar eru svæðin oft staðsett í forsælu til að gefa hvíld frá heitum sólar- geislum. Til þess að átta sig á bestu stað- setningunni fyrir pall þarf að skoða hvernig sólin færist yfir himininn. Sólin skín á hliðar hússins á mis- munandi tímum dags. Þannig skín morgunsólin úr austri, hádegissólin úr suðri, eftirmiðdagssólin úr vestri og kvöldsólin, sem getur verið svo dýrmæt á hlýjum sumarkvöldum, úr norðvestri. Út frá þessu má sjá að hægt er að staðsetja trépallana í samræmi við þann tíma dags sem á að nota þá. Flestir miða við miðjan daginn og kvöldið, en heitasti tími dagsins er yfirleitt milli kl. 13:00 og 15:00. Það má þó ekki vanmeta morgunsvæðin sem snúa í suðaust- ur, sérstaklega ef það eru svæði sem falla inn í horn. Veggir húss- ins, skjólveggir og gólf svæðisins draga í sig hitann frá því eld- snemma á morgnana og geta því þessi suðaustlægu svæði verið orð- in mjög hlý og notaleg um hádeg- isbilið. Það næsta sem þarf að huga að er hvar útgangar hússins eru stað- settir, því tenging útisvæða við her- bergi hússins geta skipt verulegu máli fyrir það hvernig hægt er að nota þau. Því styttri sem fjarlægðin er frá eldhúsinu út á pallinn, því auðveldara er að halda matarboð og veislur í garðinum. Ef heitur pottur er í garðinum þá skiptir máli að gönguleið frá baðherbergi að heita pottinum sé stutt og liggi ekki um svæði með gólfefnum sem eru viðkvæm fyrir bleytu. Margir velta því fyrir sér hversu stórt dvalarsvæði við einbýli eigi að vera. Það getur verið allt frá því að rúma einn stól upp í það að hægt sé að leika þar fjörugar boltaíþrótt- ir. Mestu máli skiptir að pallurinn rúmi þau húsgögn sem þurfa að komast fyrir og allar þær athafnir sem gert er ráð fyrir. Það þarf að vera hægt að koma garðhúsgögn- um fyrir á pallinn þannig að það sé vel rúmt um þau. Einnig þarf að gera ráð fyrir gönguleiðum um pallinn. Breidd gönguleiða getur verið allt frá 90 cm og upp í 200 cm eftir hlutföllum og heildarstærð pallsins. Þannig væru mjóar göngu- leiðir á litlum palli en breiðar á stórum palli. Garðhúsgögn taka mismikið pláss en svæði sem er 3m x 3m er passlegt fyrir borð með 6-8 stólum og athafnasvæði í kring. Tveir sólstólar hlið við hlið þurfa rúma 6 m², bekkur upp við vegg um 2 m² og svæðið fyrir grillmeist- arann má ekki vera minna en 4 m². Leiksvæði við dvalarsvæðið Leiksvæði barnanna má stað- setja á ýmsum stöðum í garðinum en oft sækja börnin í sömu sólríku og skjólsælu dvalarsvæðin og þeir sem eldri eru. Það eru því miklir kostir fólgnir í því að sandkassar og leikjahús séu í góðum tengslum við sólbaðssvæðin. Þannig má auð- veldlega fylgjast með börnunum. Stór stétt eða trépallur nýtast einnig vel fyrir þríhjól og önnur smærri farartæki og skiptir þá máli að hægt sé að keyra í hring, hvort sem það er um pallinn, garðinn eða í kringum húsið. Að lokum má ekki gleyma því að það eru garðhús- gögnin, blómapottar, listaverk, grillið, sólhlífar, gashitarar og aðrir lausir munir sem setja mestan svip á dvalarsvæðin okkar. Á þessum palli er leiksvæðið hluti af pallinum en gluggar á girðingunni skapa hér sérstaka stemmningu. Eftir Björn Jóhannsson landslagsarkitekt Bekkurinn við trépallinn er í senn þægilegt sæti og afmörkun á pallinum. Á þessu steinlagða svæði er rúmt um garðhúsgögnin og nægilegt pláss fyrir gönguleiðir og færanlegt grill. Að útbúa hinn fullkomna sólpall landslagsarkitekt@landslagsarkitekt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.