Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 54
54 C MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir KRISTALSLJÓS hafa verið mikið í tísku undanfarið. Oft er um að ræða gamlar krónur sem seldar eru í antikverslunum, oft nokkuð háu verði. En ljós af svona krónum er mjög fallegt – ljósgeislinn brotnar fallega í krist- alnum. Þessi ljós setja hátíðarbrag á stofur og ganga. Kristalsljós Morgunblaðið/Guðrún PARKET er mjög vinsælt gólfefni á Íslandi og fara vinsældir þess síst minnkandi. Hér má sjá afar fallega parketlögn, þar sem dökkur viður er felldur inn í ljósari við og myndar þannig einfalt en mjög glæsilegt munstur. Víða erlendis er algengt að leggja parket í munstur en hér hefur það ekki verið mjög algengt, full ástæða er þó til að huga að þessari aðferð, hún kemur afar vel út. Falleg parketlögn Morgunblaðið/Guðrún Útreikn- ingar á greiðslu- mati GREIÐSLUMATIÐ sýnir há- marksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækj- enda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. lífeyrissjóðslánum eða banka- lánum til fjármögnunar útborgun- ar séu eigið fé umsækjenda og séu 10, 30 eða 35% heildarkaupanna. Síðan eru hámarksfjármögnunar- möguleikar hjá Íbúðalánasjóði reiknaðir út miðað við eigið fé, há- marksgreiðslugetu til að greiða af íbúðalánum og vaxtabætur. Útreikningur á greiðslugetu: Heildartekjur -skattar -lífeyrissjóður og félagsgjöld -framfærslukostnaður -kostnaður við rekstur bifreiðar -afborganir annarra lána -kostnaður við rekstur fasteign- ar =Ráðstöfunartekjur/hámarks- geta til að greiða af íbúðalánum Á greiðslumatsskýrslu kemur fram hámarksgreiðslugeta um- sækjenda til að greiða af íbúða- lánum og eigið fé umsækjenda. Þegar umsóknin kemur til Íbúða- lánasjóðs fylgir henni yfirlit yfir greiðslubyrði af yfirteknum og nýj- um lánum í kauptilboði. Hámarks- greiðslugeta skv. greiðslumats- skýrslunni er þá borin saman við raun greiðslubyrði á kauptilboði og eigið fé í greiðslumatsskýrslu borið saman við útborgun skv. kauptil- boði. Eftir atvikum getur þurft að reikna vaxtabætur m.v. raunveru- legt kauptilboð aftur þegar um- sókn er skilað til Íbúðalánasjóðs. Verð eignarinnar og samsetning fjármögnunar getur svo verið önn- ur en gert er ráð fyrir í greiðslu- mati eftir því hvaða mögulega skuldasamsetningu hin keypta eign býður upp á. Ekki er gert ráð fyrir að umsækjendur endurtaki greiðslumatið ef aðrar fjármögn- unarleiðir eru farnar en gengið er út frá í greiðslumati. Tökum dæmi: Umsækjandi sem er að kaupa sína fyrstu eign gæti t.d. fengið greiðslumat sem sýnir hámarks- verð til viðmiðunar 7.000.000 kr. miðað við 2.100.000 í eigið fé og há- marksgreiðslugeta hans væri 40.000 kr. þegar allir kostnaðarlið- ir hafa verið dregnir frá tekjunum. Þessi umsækjandi gæti svo keypt íbúð fyrir 8.000.000 án þess að fara í nýtt greiðslumat ef for- sendur hans um eignir og greiðslu- getu ganga upp miðað við nýja lánasamsetningu. Dæmi: Kaupverð 8.000.000 Útborgun 2.080.000 Fasteignaveðbréf 5.600.000 (70%, greiðslubyrði m.v. 25 ára lán = 33.000 á mánuði) Bankalán 320.000 (greiðslubyrði t.d. 10.000 á mánuði) Það er ljóst ef kauptilboð, yfirlit yfir greiðslubyrði yfirtekinna og nýrra lána í kauptilboði og greiðslumatsskýrsla er borin sam- an án þess að farið sé í nýtt greiðslumat að þessi kaup eru inn- an ramma greiðslumatsins þrátt fyrir að stungið hafi verið upp á 7.000.000 íbúðarverði m.v. upphaf- legar forsendur. Útborgunin er innan marka eigin fjár hans og greiðslubyrði lánanna innan marka greiðslugetunnar. Fyrsta greiðsla er að jafnaði talsvert hærri en síðari greiðslur, hún er á þriðja reglulega gjalddaga frá útgáfu fasteignaveðbréfsins (sé um mánaðarlega gjalddaga að ræða) og samanstendur af einnar mánaðar afborgun, vöxtum frá fyrsta vaxtadegi (a.m.k. þrír mán- uðir) og vísitölu frá grunnvísitölu- mánuði (a.m.k. þrír mánuðir). Gjalddagar húsbréfalána Íbúða- lánasjóðs geta verið mánaðarlega eða ársfjórðungslega. Hægt er að breyta gjalddögum lánanna eftir útgáfu þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.