Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.10.2003, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 C 55Fasteignir V ið hjónin erum nýlega búin að festa kaup á þessari íbúð en húsið er mér ekki ókunnugt þar sem ég ólst hér upp,“ segir Ás- geir. „Við vorum búin að leigja hér um nokkurt skeið af föður mínum og þegar okkur bauðst að kaupa þá tókum við því. Við kunnum bæði bæði afar vel við okkur í miðborginni og erum ánægð með að vera hér áfram.“ „Húsið þarfnast þó nokkurs viðhalds bæði að innan og utan, okkur finnst það ekki verra því að það gefur okkur kost á að setja okkar eigin svip á húsið. Það er líka ágætt að hafa búið hérna áð- ur og vita því alveg að hverju maður gengur,“ segir Ásgeir. Upprunalegur panell á veggjum „Við höfum ákveðið að taka þetta í áföngum. Við byrjuðum á því að vinna inni í íbúðinni en áætlum að taka húsið í gegn að utan ekki seinna en eftir tvö ár,“ heldur hann áfram. „Það sem heillaði okkur meðal annars við húsnæðið var að hér var upprunalegur panell á sumum veggjum. Það hafði hins vegar verið málað all oft yfir viðinn í gegnum árin og þar af leiðandi var komið þykkt og hrjúft máln- ingalag yfir veggina. Við ákváðum því að leggjast í það verk að skafa málningarlagið af,“ segir Ásgeir. „Þegar sú ákvörðun var tekin gerðum við okkur ekki grein fyrir því að þetta yrði jafn- tímafrekt og raunin varð.“ Þegar komið er inn í íbúðina blasir við myndarlegt hol og gam- all fallegur stigi sem liggur upp í íbúðina. „Í holinu hófumst við handa því að þar eru allir veggirnir með panel. Það flækti hins vegar mál- in töluvert að vinna yfir stigan- um. Við leystum málið þannig að handriðið var tekið af og sent í viðgerð á meðan á framkvæmdum stendur enda var kominn tími til þess,“ heldur hann áfram. Best að nota hitablásara „Til að byrja með keypti ég mér efni sem að losar um og leys- ir málningu af veggjum og nánast af hvaða yfirborði sem er. Þetta bar ég á veggina og byrjaði svo að skafa. Þessi aðferð bar ekki nógu góðan árangur. Ég kannaði hvort ekki væru til heppilegri og fljótlegri leiðir til að vinna þetta og þá var mér bent á að kaupa mér hitablásara sem ég og gerði. Sú aðferð dugði mun betur. Hita- blásaranum er beint á vegginn og við það bólgnar málningin upp og þá er kjörið að skafa hana af. Það sem flækir málið er að þetta er panell og því þarf að fara með minni sköfu inn í rifurnar,“ segir Ásgeir. Ein klukkustund á hvern fermetra „Þetta hefur tekið töluverðan tíma hjá mér og ég á enn nokkuð í land, ætli að það megi ekki segja að ég sé um eina klukku- stund með hvern fermetra. Þegar ég er búin að skafa alla máln- inguna af, en það eru um fjögur lög á veggnum, pússa ég yfir og að því loknu verður málað yfir í ljósum lit. Það hefði vel mátt fara auð- veldu leiðina og mála enn eina umferð yfir panelinn í staðinn fyrir að leggja á sig þessa miklu vinnu, við erum hinsvegar sann- færð um að þetta sé þess virði þar sem áferðin á veggnum verð- ur svo miklu fallegri þegar upp er staðið,“ segir Ásgeir að lokum. Gamall panell tekinn í gegn Hjónin Ásgeir Mikael Ein- arsson og Dagrún Leifs- dóttir keyptu nýlega sína fyrstu íbúð í gömlu húsi í Þingholtunum. Þar þarf ýmislegt að gera og hafa þau hjón ákveðið að vera trú upprunalega stíl húss- ins. Eitt það fyrsta sem þau gerðu var að pússa upp og taka í gegn gaml- an panel á veggjum íbúð- arinnar. Perla Torfadóttir ræddi við Ásgeir Ein- arsson um hvaða aðferðir nýttust honum best við þetta verkefni. Morgunblaðið/Kristinn Ásgeir Einarsson við panelvegginn sem hann er að endurvinna. BLÓM í stórum pottum á gólfi eru mjög til prýði þar sem pláss er gott. Það henta þó ekki öll blóm til slíkra nota, fallegast er að hafa hávaxin blóm, t.d. pálma af ýmsu tagi eða þá aðrar plöntur sem verða dálítið tignarlegar þegar þær tosast upp. En úr því við minnumst á pálma má nefna hinn skemmtilega máls- hátt; að standa með pálmann í höndunum. Pálmar eru raunar merkilegar plöntur og mikilvægar fyrir fjölda manns í heitum löndum. Ýmsir þeirra nýtast í smíðavið, æta ávexti, trefjar til vefnaðar og úr pálmum eru auk víns unninn sykur og pálmaolía. Þess má geta að jurtafeiti er framleidd úr aldinum olíupálmans og kókospálmans og sagógrjón úr merg sagópálmans. Blóm á gólfi Morgunblaðið/Guðrún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.