Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 10
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur sýknað 19 ára konu af ákæru rík- issaksóknara fyrir hnífárás á unnusta ákærðu í ágúst 2002. Fórnarlambið hlaut stungusár á kviði og rispu í and- liti og var flutt á slysadeild. Ákærða neitaði að hafa viljandi stungið unnustann og sagði hnífinn hafa stungist í hann fyrir slysni. Framburður hennar fyrir dómi var á annan veg en í lögregluskýrslu, en fyrir dómi sagðist hún hafa ætlað að hræða hann með hnífnum. Í lögreglu- skýrslu var hins vegar haft eftir henni að hún hefði í mesta lagi ætlað að veita unnustanum skrámu. Ákærða sagði rangt eftir sér haft í lögreglu- skýrslunni sem var ekki hljóðrituð og kom lögreglumaðurinn sem skráði hana ekki fyrir dóm. Ekki voru aðrir til frásagnar um sjálfa hnífsstunguna en ákærða og unnusti hennar. Frásögn ákærðu var lögð til grundvallar dómsins og var ásetningur hennar til verksins ekki talinn sannaður. Lögreglan hljóðriti yfirheyrslur Héraðsdómur segir málið gefa til- efni til þess að víkja enn einu sinni að því vinnulagi lögreglu að gera al- mennt ekki hljóðupptökur af lög- regluyfirheyrslum. Dómurinn vísar til skýrslu nefndar á vegum Evrópu- ráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi með- ferð eða refsingu, en þar setur nefnd- in fram það álit sitt á réttarstöðu sak- borninga hérlendis að það sé „mikilvægt öryggisatriði fyrir þá sem handteknir hafa verið, að yfirheyrslur yfir þeim séu hljóðritaðar, og það sé einnig til hagræðis fyrir lögreglu.“ Málið dæmdi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari. Verjandi ákærðu var Kristján Stefánsson hrl. Málið sótti Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara. Sýknuð af ákæru um árás á unnusta sinn FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGMENN úr öllum flokkum hafa lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um að aldursmörk til kaupa og neyslu á léttvíni og bjór verði færð úr 20 ára aldri nið- ur í 18 ára aldur. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylking- arinnar. Er lagt til að lögin, verði þau samþykkt, öðlist gildi 1. janúar 2005. Í greinargerð frumvarpsins segir að þær breytingar sem lagðar séu til með frumvarpinu, þ.e. að færa ald- ursmörkin niður í 18 ára séu í samræmi við það „sem fyrir löngu hefur gerst hjá flestum þeirra þjóða sem við berum okkur saman við.“ Jafnframt sé með frum- varpinu verið að samræma réttindi og skyldur ungs fólks. Er t.d. tekið fram að lögræðisaldurinn hafi verið lækkaður úr 20 árum í 18 ár árið 1979, aldur til hjú- skaparstofnunar hafi verið lækkaður í 18 ár árið 1972 og kosningaaldurinn hafi verið lækkaður úr 20 árum í 18 ár árið 1984. „Ákvæðið um 20 ára aldursmörk í áfengislögunum hefur hins vegar staðið óbreytt frá 1969, en þá var aldursmarkið fyrir neyslu áfengis fært úr 21 ári í 20 ár. Var sú breyting í samræmi við breytta löggjöf um kosningarétt, kjörgengi, fjárræðisaldur og hjúskaparaldur.“ Í greinargerð kemur sömuleiðis fram að flutnings- menn telji einnig rétt að kanna vandlega hvort ekki skuli hækka aldur til ökuleyfis úr 17 árum í 18 ár. Kaup og neysla á léttu víni og bjór til umræðu á Alþingi Aldursmörkin verði færð niður í átján ár SÓLVEIG Pétursdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, hafa efasemdir um að bann við kaupum á kynlífsþjón- ustu verði til þess að stemma stigu við vændi. „Ég tel að setning slíkra laga muni ekki ná þeim árangri sem til er ætlast,“ útskýrir Sigríður Anna og Sólveig segir það ekki rétta leið að útrýma mannfyrirlitningu með breytingum á refsilöggjöfinni. Fjórtán þingkonur hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um að hver sá sem greiðir fyrir kynlífsþjón- ustu af nokkru tagi skuli sæta fang- elsi allt að tveimur árum. Þingkon- urnar eru í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Samfylkingunni, Framsóknarflokknum og Frjáls- lynda flokknum. Kolbrún Halldórs- dóttir, VG, er fyrsti flutningsmaður. Sólveig bendir á, þegar hún er spurð um afstöðu sína til frumvarps- ins, að hún hafi sem dómsmálaráð- herra látið gera tvær skýrslur um vændi. Í fyrsta lagi skýrslu um vændi á Íslandi og félagslegt um- hverfi þess og í öðru lagi skýrslu um tillögur um úrbætur vegna kláms og vændis. Sólveig segir að fjölmargar úrbætur séu lagðar til í síðari skýrsl- unni. „Þar er á hinn bóginn tekið fram að nefndin, sem vann skýrsl- una, telji ekki rétt a.m.k. að svo stöddu að fara út í þær lagabreyt- ingar sem hér um ræðir vegna þess að ákveðin hætta fylgi slíkum breyt- ingum. T.d. er bent á sönnunarvanda og hættuna á því að vandamálið, vændið, fari undir yfirborðið. Þar með verði síður hægt að hjálpa þeim sem eiga í vanda.“ Sólveig segir ennfremur að Svíum, sem hafa einir þjóða gert það refsi- vert að kaupa vændi, hafi ekki tekist að sannfæra aðrar þjóðir um að gera umræddar lagabreytingar. Hún tel- ur jafnframt að það þurfi að koma fram miklu betri upplýsingar um það hvaða áhrif lögin hafi haft í Svíþjóð. Sólveig leggur þó áherslu á að mikilvægt sé að ráðast gegn því sam- félagsböli sem vændi er. Umræðan sé því af hinu góða. Stuttur fyrirvari Sigríður Anna segist þekkja um- ræðu um bann við kaupum á vændi í gegnum störf sín á norrænum vett- vangi. „Ég er einfaldlega mjög efins um að þessi aðferð stemmi stigu við vændi,“ útskýrir hún. „Ég tel að margir hafi ofmetið þessa aðferð.“ Sigríður Anna segist aðspurð hafa fengið boð um það frá Kolbrúnu Halldórsdóttur að gerast meðflutn- ingsmaður að umræddu frumvarpi hinn 30. september sl. eða degi fyrir þingsetningu. Segist hún hafa átt að svara erindinu sama kvöld. Fyrir- varinn hafi því verið lítill. Hún tekur þó fram að þótt hún hefði fengið beiðnina fyrr hefði það ekki breytt afstöðu sinni. Sólveig segir í þessu sambandi að það hafi komið sér á óvart, þegar frumvarpið var kynnt, að það hefði sérstaklega verið tekið fram að þing- konur Sjálfstæðisflokksins væru ekki stuðningsmenn þess. „Það var ekki talað við mig út af þessu máli,“ segir hún, „að vísu skilst mér að það hafi verið sendur tölvupóstur, sem er dagsettur 30. september, og að það hefði átt að ganga frá málinu sama dag. Það vildi hins vegar svo til að ég var erlendis á þeim tíma. Þar að auki er það venja í okkar þingflokki að taka upp mál og ræða þau ef við ætl- um að gerast meðflutningsmenn að þingmálum. Þannig að það hefði ekki unnist tími til þess.“ Sólveig segir aðspurð að það hefði þó ekki breytt neinu þótt hún hefði fengið beiðni um aðild að frumvarpinu. „Ég hef áður lýst því yfir, m.a. í kosningabar- áttunni, að ég telji ekki tímabært að fara þessa sænsku leið.“ Hún ítrekar að hún hafi sem dómsmálaráðherra haft mikinn áhuga á þessum málum og segir að að það þurfi samstillt átak til að berjast gegn vandanum og sem betur fer hafi ýmsir aðilar unnið ötullega að þessum málum. Sólveig Pétursdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir Efast um að bann skili tilætluðum árangri GUÐJÓN Ólafur Jónsson, varaþing- maður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram á Alþingi skriflega fyrir- spurn til Árna Magnússonar félags- málaráðherra um 90% húsnæðislán. Fyrirspurnin er svohljóðandi: „Hvað líður áformum ríkisstjórnarinnar um 90% húsnæðislán til almennings?“ Guðjón Ólafur situr á Alþingi um þessar mundir í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Spyr um 90% húsnæðislán SVOKÖLLUÐ kjördæmavika fer nú í hönd og verða því engir þingfundir á Alþingi þessa vikuna. Kjör- dæmavika er haldin einu sinni á ári, venjulega síðustu vikuna í október- mánuði. Þá viku eiga þingmenn að nýta til að fara í kjördæmin sín og hitta þar sveitarstjórnir, fulltrúa fyrirtækja og kjósendur. Alþingi kemur næst saman þriðjudaginn 28. október. Kjördæmavika á Alþingi FJÓRIR þingmenn Samfylking- arinnar hafa lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um skipan opinberrar nefndar um öryggi og varnir Íslands. Meginefni tillög- unnar er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að kjósa skuli níu manna nefnd til þess að gera úttekt á stöðu öryggis- og varnarmála á Íslandi í ljósi þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í heiminum frá lokum kalda stríðsins. Nefndarmenn verði níu og tilnefndir af þingflokkum í samræmi við þingstyrk hvers flokks, þó þannig að hver þing- flokkur eigi minnst einn fulltrúa í nefndinni.“ Í tillögugreininni er farið nánar yfir helstu verkefni nefndarinnar og síðan lagt til að hún skili nið- urstöðum sínum innan árs frá sam- þykkt tillögunnar. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að flutningur þingsályktun- artillögunnar miðist að því að skapa þverpólitíska sátt um það hvernig öryggis- og varnarmálum Íslands verði best háttað. „Flutningsmenn telja það skilyrði þess að slík um- ræða verði með upplýstum og upp- byggilegum hætti að nefnd skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi taki til starfa og skili niðurstöðum sínum í skýrslu til löggjafans.“ Taka þarf mið af nýjum ógnum Þá segir í greinargerðinni að sjálfstæð og framsýn utanrík- isstefna á sviði varnar- og öryggis- mála þurfi að taka mið af nýjum ógnum og hættum sem að Íslandi kunni að steðja í breyttri veröld. „Hún verður einnig að vera í sam- ræmi við önnur meginmarkmið ís- lenskrar utanríkisstefnu, t.d. á sviði viðskipta, menningar og þróun- arsamvinnu.“ Flutningsmenn tillögunnar eru Össur Skarphéðinsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Guðmundur Árni Stefánsson og Rannveig Guð- mundsdóttir, þingmenn Samfylk- ingarinnar. Úttekt verði gerð á stöðu öryggis- og varnarmála ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, lagði tillögu fyr- ir þingmannanefnd EFTA í vikunni þess efnis að gerð yrði sérstök vinnuskýrsla um starfsemi starfs- mannaleigna á Evrópska efnahags- svæðinu. Þingmenn EFTA samþykktu þessa tillögu og ákváðu að auki að taka málið til ítarlegrar umræðu á fundi þingmannanefndar EFTA í haust og á fundi með ráðherrum EFTA-ríkjanna sem verður haldinn í desember. „Ástæðan fyrir því að ég gerði þetta er að sjálfsögðu þau réttinda- brot sem hafa verið framin á erlend- um verkamönnum við Kárahnjúka. Þetta er nýr en vaxandi vandi í Evr- ópu þar sem starfsmannaleigur not- færa sér mannlega neyð, atvinnu- leysi og fátækt til að flytja fólk milli landa og láta það vinna á lægri laun- um en samið er um í viðkomandi landi. Þetta er alþjóðlegur vandi og því þarf að taka á honum á alþjóð- legum vettvangi,“ segir Össur. Hann bendir jafnframt á að verka- lýðshreyfingin hafi tekið harkalega á þessum málum hér á landi en að það þurfi að setja lög um þessi mál. „Það var mín tillaga að það verði samin sérstök tilskipun af hálfu Evrópu- sambandsins sem komi í veg fyrir að hægt sé að fremja réttindabrot af þessu tagi gagnvart starfsmönnum og að þannig verði jafnframt komið í veg fyrir undirboð á vinnuafli í þeim löndum sem leigurnar flytja verka- fólkið til,“ segir Össur. Þingmannanefnd EFTA Gerð verði skýrsla um starfsemi starfs- mannaleigna á EES Að undanförnu hefur verið unnið við að koma ljósleiðara úr Reykjahlíð í endurvarpsstöð sem staðsett er á Skógarhlíð við Námaskarð. Samhliða eru plægð- ir rafstrengir og er þetta allt plægt ofan í hraunið sem víðast hvar myndar jarðskorpuna hér um slóðir. Það eru Vinnuvélar Pálma Friðrikssonar á Sauð- árkróki sem annast plægingar. Þetta er ekki létt verk þar sem víðast þarf að brjóta hraunhellur með öflugum vökvameitli. En þeir Skagfirðingar eru vel búnir sérhæfðum tækjum til slíkra verka. Friðrik Pálmason verk- stjóri sagðist ljúka verkinu í næstu viku og færi þá beint í svipuð verk í öðrum sveitum. Þegar Síminn og Rarik hafa lokið tengingum allra lausra enda verður orðin mikil endurbót á fjarskiptum og raflögnum við Reykjahlíðarþorp. Í vetur verða síðan raflína og staurar tekin of- an og verður það landhreinsun. Þá geta golfáhugamenn slegið kúlur sínar með auknum til- þrifum, áhyggjulausir um að lenda með þær í raflínu sem enn vofir yfir golfvellinum. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Vinnuvélar Pálma Friðrikssonar við plægingar í Reykjahlíð. Fyrirtækið hefur verið verðlaunað af Vegagerðinni fyrir góðan frágang verka sinna. Veitulagnir í Mývatnssveit Mývatnssveit. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.