Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 23 Minni vinna! w w w . b e s t a . i s Nýbýlavegi 18 • 200 Kópavogi • Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík • Sími: 420 0000 Miðási 7 • 700 Egilsstöðum • Sími: 470 0000 Labbakúturinn! •Enginn burður •Hleður sig sjálfur RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Handtalstöðvar VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Drægni allt að 5 km Verð frá kr. 5.900,- UHF talstöðvar í miklu úrvali w w w .d es ig n. is © 20 03 #4 HEITA VATNI‹ ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR Blönduósi | Kvennaskólinn á Blönduósi hefur mikið verið í um- ræðunni að undanförnu. Skólinn var auglýstur til sölu eða leigu en öllum tilboðum hefur verið hafnað. Mikið er hugsað um hlutverk fyrir þessa byggingu sem hýsti á árum áður starfsemi sem sumir segja að gjör- breytt hafi húnvetnsku mannlífi á ýmsa lund. Ein er sú kona sem velk- ist ekki í vafa um hvernig nýta beri skólabygginguna en það er Hrönn Vilhelmsdóttir, textílhönnuður í Reykjavík, en hún vill tengja nýt- inguna við konur og handverk kvenna. Hrönn, sem reyndar ólst upp á Blönduósi, kom á laggirnar í sumar á efstu hæð kvennaskólans textíl- verkstæði sem leggur áherslu á framleiðslu á rúmfötum fyrir börn eða „rúmföt fyrir sólargeisla“ eins og Hrönn orðar það. Hrönn hefur mjög ákveðnar skoðanir hvernig best væri að nýta kvennaskólann. Hún segir að mikilvægt sé að tengja kvennaskól- ann og starfsemi sem þar yrði við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. „Blönduós á að vera miðstöð kvenna- menningar“ segir Hrönn. Hún vill sjá austurhúnvetnskar konur, sem víða vinna merkileg handverkstörf hver í sínu horni, allar samankomnar í kvennaskólanum með sína starf- semi og á sumrin mætti opna þessar vinnustofur almenningi og gera þær bæði að lifandi safni og iðnaði. „Við þetta allt saman má síðan tengja námskeiðahald eða námsbrautir framhaldsskóla, tengdar textíl. Það sárvantar verklega kennslu í þessum fræðum og hér er svo sannarlega tækifæri,“ segir Hrönn Vilhelms- dóttir að lokum. „Blönduós verði mið- stöð kvennamenningar“ Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gengið frá „rúmfötum fyrir sólargeisla“: Þær Áslaug Ottósdóttir og Oddný Gunnarsdóttir vinna á textílverkstæðinu og sjá um að koma hönnun Hrann- ar í markaðshæft form en til að svo megi verða þarf mörg handtök. Mikil eftirspurn: Hrönn Vilhelms- dóttir við eitt sköpunarverk sitt sem bráðlega mun umvefja sæng eða kodda einhvers barns. Hrönn Vilhelmsdóttir er ekki í vafa um hvernig nýta á kvennaskólann Tálknafirði | Síðla sumars var komið á laggirnar aðstöðu til fjarnáms fyrir íbúa á Tálknafirði. Fyrirmyndin er sótt til Grundarfjarðar, þar sem slík aðstaða hefur verið um nokkurra ára skeið. Aðstaðan á Tálknafirði er í íþróttahúsinu og þar gefst ein- staklingum sem stunda fjarnám á framhaldsskólastigi kostur á ADSL- tölvutengingu og aðgangi að tölvu og prentara. Sigríður I. Birgisdóttir viðskiptafræðingur hefur verið nem- endum til halds og trausts og veitt aðstoð við námið. Sjö nemendur hafa nýtt sér þennan möguleika í vetur, þar af tveir sem eru á fyrsta ári í framhaldsskóla. Fram kom hjá nem- endum að þeim líkar vel þessi ný- breytni. Einn nemendanna er Pálína Kr. Hermannsdóttir, húsfreyja á Lambeyri í Tálknafirði. „Það er frá- bært að eiga kost á því að stunda nám með þessum hætti,“ sagði Pál- ína í samtali við fréttaritara. „Ég hafði ekki tök á því að fara í fram- haldsnám eftir grunnskólann, vegna heimilisaðstæðna. En mér þótti allt- af gaman að læra og líkar mjög vel að koma hérna og upplifa mig sem nemanda aftur. Það að geta komið á einhvern stað þar sem fleiri eru að læra og ekki er utanaðkomandi truflun gerir þetta enn skemmti- legra,“ sagði Pálina og sneri sér síð- an að tölvunni og íslenskuhugleið- ingum. Þess má geta að sonur Pálínu, Valdimar Hannesson, er einnig í fjarnámi, en hann lauk grunnskólanámi sl. vor. Flestir nem- endurnir sækja námsefni til Verk- menntaskólans á Akureyri. Eftir því sem næst verður komist eru fleiri í fjarnámi á Tálknafirði, en hafa ekki nýtt sér þessa aðstöðu. Má þar nefna einstaklinga sem eru í fjarnámi við Kennaraháskólann o.fl. Ánægja með fjarnám á Tálknafirði Morgunblaðið/Finnur Ánægðir nemendur á Tálknafirði: Í aftari röð eru, frá vinstri, Jónas Snæ- björnsson, Sigríður I. Birgisdóttir, viðskiptafræðingur og leiðbeinandi, Kristinn Marinósson, Hjalti Þ. Heiðarsson og Valdimar Hannesson. Fyrir framan sitja þær Pálína Kr. Hermannsdóttir og Birna Benediktsdóttir. Þegar myndin var tekin Helga Birna Berthelsen fjarverandi. Bolungarvík | Minnisvarði um horfna, látna og drukknaða sem hvíla í fjarlægð var vígður í Grundarhólskirkjugarði í Bolungarvík síðastlið- inn laugardag. Fjöldi fólks var viðstaddur vígsluna. Formað- ur sóknarnefndar, Einar Jónatansson, flutti ávarp, sr. Agnes Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, helgaði minnisvarðann og flutti blessunarorð og kirkjukór Bolungarvíkur söng. Minnisvarðinn er gefinn til minningar um Guðfinn Einarsson útgerðarmann f. 17. október 1922, d. 27. ágúst 2000 og eru gefendur ekkja hans, frú María Haraldsdóttir, sem afhjúpaði minnisvarðann, og börn þeirra, þau Einar K. Guðfinnsson, Haraldur Guðfinnsson og Guðrún Guðfinnsdóttir. Listaverkið sem prýðir minnisvarðann er eftir leirlistakonuna Elísabetu Haraldsdóttur á Hvanneyri en hún er systurdóttir Guðfinns heit- ins. Í máli formanns sóknarnefndar kom fram að „við sköpun verksins hafði listakonan í huga öld- ur hafsins. Hafsins sem í aldanna rás hefur fært íbúum sjávarbyggðanna eins og hér í Bolung- arvík lífsbjörgina. En hafið hefur bæði gefið og tekið. Listaverkið sýnir okkur lygnar öldur. Það er áminning til okkar um, að aðeins sá sem öllu ræður, hinn hæsti höfuðsmiður, getur lægt storma og brim, jafnt í óblíðri náttúrunni sem í hugum okkar mannanna.“ Á stöpul minnisvarðans er letrað erindi úr ljóði Hannesar Péturssonar. Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr. En hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Við minnisvarðann er fjörugrjót, sem raðað er í kross, og á steinana má grafa nöfn þeirra sem horfið hafa og hvíla í fjarlægð, í votri gröf eða annars staðar. Að athöfn lokinni var viðstöddum boðið á veit- ingar í safnaðarheimilinu. Kom þar saman mikill fjöldi fólks og var góður rómur gerður að lista- verkinu. Minnisvarði vígður í Bolungarvík Ljósmynd/Gunnar Hallsson Við minnismerkið: Gefendur og höfundur listaverksins. F.v. Einar K. Guðfinnsson, Elísabet Haralds- dóttir listamaður, Guðrún Guðfinnsdóttir, Haraldur Guðfinnsson og María Haraldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.