Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 24
DAGLEGT LÍF 24 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR geta oft orðið langirvinnudagarnir hjá yngstugrunnskólabörnunum, sem meðfram skólanum stunda íþróttir, jafnvel tvær greinar, og tónlist- arnám – sem þá er jafnvel stundað eftir að skóla og gæslu lýkur klukkan 17 á daginn. Fyrir utan að stytta samverustundir fjölskyld- unnar, eru börnin þá orðin þreytt og ná kannski ekki þeim árangri sem er í samræmi við hæfni þeirra. Í mörgum sveitarfélögum er unnið að því að leita leiða til þess að stytta vinnudag yngstu barnanna í grunnskólanum – og með því lengja samverustundir fjölskyldunnar.  SKÓLAR| Leitað leiða til að stytta vinnudag yngstu kynslóðarinnar Íþróttir, leikir og heimanám Víða um land er verið að þróa samþættingu skóla og tómstundastarfs sex til tíu ára barna. Sús- anna Svavarsdóttir kynnti sér hvernig starfseminni er háttað í Reykjanesbæ, á Ak- ureyri og í Reykjavík.  Reykjavík Frá Breiðholti til allra hverfa borgarinnar Í REYKJAVÍK er verið að þróa svokölluð frístundaheimili þar sem börnum í 1. til 4. bekk er boðið upp á gæslu frá klukkan 13 til 17 og er gjaldið níu þúsund krónur á mánuði. Frístundaheim- ilin eru í tengslum við félags- miðstöðvar Íþrótta- og tóm- stundaráðs, og sjá þær um skipulagninguna. Verkefnisstjóri í Miðbergi í Breiðholti er Guðrún Snorradóttir sem segir Miðberg hafa tekið að sér frístundaheim- ilin í Breiðholti árið 2000. „Við keyrðum þetta sem til- raunaverkefni í tvö ár hér í Breiðholtinu,“ segir hún, „og bæði árin voru gerðar viðhorfs- kannanir hjá börnunum, for- eldrum og samstarfsaðilum. Það var mikil ánægja með starfið og borgaryfirvöld tóku þá ákvörðun að frístundaheimili yrðu sett upp í öllum hverfum borgarinnar og þau svo flutt í áföngum frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur yfir til Íþrótta- og tómstundaráðs. Við höfum haldið okkar starf- semi áfram og haustið 2002 bætt- ist Vesturbærinn við og svo Graf- arvogurinn núna í haust. Haustið 2004 bætast svo við þeir skólar sem tilheyra hverfunum í kring- um Tónabæ, Þróttheima og Bú- staði, en starfið er rekið frá fé- lagsmiðstöðvum hverfanna. Þá bætast einnig Árbær og Graf- arholt við svo alls bætast einir fjórtán skólar við það ár og þá höfum við náð að dekka Reykja- vík.“ Hvernig byggið þið starfsemina upp? „Frístundaheimilin eru opin frá kl. 13–17 á daginn og dagskráin er skipulögð hverja viku fyrir sig af starfsmönnum hvers frístunda- heimilis fyrir sig. Starfið getur svo verið allt frá því að fara með börnin í sund yfir í að kynna þeim matreiðslu, tölvuvinnu og leiki. Síðan vinnum við mikið með barnalýðræði svo krakkarnir fái að hafa meiri áhrif á starfsemina og skíra heimili sín, til dæmis Draumaland, Denna dæmalausa, Plútó og svo framvegis.“ Afródans, leiklist og tákn með tali Er starf ykkar á einhvern hátt tengt starfsemi íþróttafélaga borgarinnar? „Íþróttabandalag Reykjavíkur sér um íþróttaskóla fyrir sex ára börn og við erum í samstarfi við þá. Ef börn skrá sig hjá íþrótta- skólanum þarf að greiða sér- staklega fyrir það. Við höfum svo fengið ýmsa aðila í heimsókn til að kenna börnunum ýmislegt sem þau eiga ekki almennt aðgang að, til dæmis tónlist, afródans, leik- list og tákn með tali. Svo sér frí- stundaheimilið um heimanámið með 2. til 4. bekk, þannig að búið er að sinna því þegar skóladeg- inum lýkur. Hjá okkur starfa bæði konur og karlar og aldursdreifingin er mikil. Okkar leiðarljós í starfinu er að hjálpa börnunum að nýta sköpunargleði sína með ýmsu móti, að kenna þeim að bera virð- ingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu og að þau læri að taka þátt í hópastarfi. Síðan höfum við lagt mikla áherslu á fræðslu fyrir starfsfólk, þannig að það sé virkir þátttak- endur en ekki áhorfendur – og auk þess leggjum við mikið upp úr virku upplýsingaflæði til for- eldra.“  Reykjanesbær Dagskráin ein- staklingsmiðuð ÞÆR leiðir sem Reykjanesbær hefur valið, með hinum svokölluðu Frístundaskólum, sem settir voru á laggirnar 15. september, hafa vakið nokkra athygli. „Við förum ekki troðnar slóðir,“ segir Ragnar Örn Pétursson, for- stöðumaður Frístundaskólans í Reykjanesbæ. „Við erum með skipulagða dagskrá í Frístunda- skólanum frá mánudögum til fimmtudaga – og inni í þeirri dag- skrá er íþróttaiðkun barnanna. Það má því segja að dagskráin sé einstaklingsmiðuð. Sum börnin eru jafnvel á æfingum í einn til einn og hálfan tíma inni í dag- skránni – en þau eru ekki öll í íþróttum og þau sem eru það, eru ekki alltaf á sama tíma. Gjaldið sem foreldrar greiða fyrir Frístundaskól- ann er sjö þúsund krónur á mánuði og inni í því gjaldi er greiðsla fyrir íþróttaiðkun, hvort sem börnin æfa eina eða tvær íþrótta- greinar. Með því vilj- um við stuðla að því að börnin æfi íþróttir, prófi jafnvel ýmsar grein- ar til þess að komast að því hvaða íþrótt hentar þeim best. Við höfum það umfram stærri bæjarfélög að geta stjórnað betur tímasetningu á íþróttaæfingum. Þegar við vorum að vinna að und- irbúningi, áttum við fundi með íþróttahreyfingunni þar sem við náðum að setja níutíu prósent af æfingum sex til níu ára barna á tímann frá klukkan 14 til 17. Þetta er erfiðara í framkvæmd í stærri bæjarfélögum. Við sjáum líka um að fara með börnin á íþróttaæfingar og sækja þau, eða kennum þeim á strætó til að þau geti farið sjálf, ef foreldrar sam- þykkja það.“ Íþrótta- og leikjadagur Þú talar um skipulagða dagskrá frá mánudögum til fimmtudaga. Hvað gerið þið á föstudögum? „Þá erum við með íþrótta- og leikjadag, þar sem við erum með ýmis tæki og farið er í ýmsa leiki. Við erum með uppblásin leiktæki, nokkur klifurtæki en það er mikil fyrirhöfn að komast í gegnum þau, þannig að börnin fá að hreyfa sig mikið um leið og þau eru að leika sér og fá því mikla útrás. Nú erum við að vinna að ýmsum hugmyndum. Til dæmis að fá í heimsókn til okkar ýmis tóm- stundafélög eins og Björg- unarsveit skáta og Rauða krossinn – og vera ekki að einskorða starf- ið við íþróttir. Við höfum einnig átt fund með formanni Félags eldri borgara, þar sem við erum að falast eftir samstarfi félagsins og Frístundaskólans. Það er sam- starf sem við köllum Kynslóðabrúna og myndi ganga út á það að eldri borg- arar kæmu í heim- sókn í Frístunda- skólann til þess að segja frá, eða lesa sögur, búa til hnúta og sitthvað fleira. Við erum að þróa hugmyndina þessa dagana. Einnig langar okkur til þess að víkka starfsemina út til fleiri fé- laga hér í bænum, til dæmis Harmonikkufélagsins, sem þá myndi koma með nikkuna í heim- sókn og kynna hana fyrir börn- unum. Það eru ótal hugmyndir uppi; starfsemin hófst fyrir lið- lega mánuði og við erum að þróa hana.“ Hvað er þá inni í hefðbundinni dagskrá? „Þar er aðstoð við heimanám og ýmsir leikir. Við miðum að því að hefðbundnum vinnudegi barnanna sé lokið klukkan 17 – en það þýðir ekki að við séum að taka ábyrgð- ina af foreldrunum, því auðvitað þurfa þeir að líta yfir heimanámið með sínum börnum. Svo eru alltaf einhverjir sem þurfa að sækja íþróttaæfingar eftir að skóladegi lýkur.“ Hvað með tónlistarnám? „Tónlistarskólinn er með útibú í öllum grunnskólunum, þar sem kennsla yngstu barnanna fer fram inni í skólastarfinu.“ Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Í þróun er samstarf sem við köllum Kynslóðabrúna og gengur út á að fá eldri borgara í heimsókn. Heilsdagsskólinn: Reynt er að tvinna saman leik og heima- vinnu. Myndirnar eru frá Frí- stundaskólanum í Reykjanesbæ.  Akureyri Tónlist mikið tengd skólastarfinu Á AKUREYRI er boðið upp á heilsdagsskóla fyrir 1. til 4. bekk sem nefnist Skólavistun. Deild- arstjóri skóladeildar, Gunnar Gísla- son, segir fólk geta fengið gæslu fyrir börnin frá því að skóla lýkur á daginn og til klukkan 17 og segir hann heilmikla dagskrá skipulagða fyrir börnin. Skólavistin tengist þó ekki íþróttafélögunum og ef börnin stunda íþróttir á þeim tíma sem skólavistunin stendur yfir verða foreldrar að sjá um að sækja þau og koma á æfingar. „Ef, hins vegar, íþróttaiðkunin fer fram í húsnæði skólans,“ segir Gunnar, „þá býst ég við að flest þeirra hafi leyfi frá for- eldrunum til þess að labba þangað sjálf.“ Hvað með tónlistarkennslu? „Tónlistin er mjög tengd skóla- starfinu hjá okkur. Við reynum að skipuleggja tónlistarnámið inn í skóladaginn eftir föngum. Að öðru leyti fer fram skipulagt uppeldis- starf í Skólavistinni. Börnunum er hjálpað með heimanám og síðan er stundaður bóklestur og farið í leiki – allt eftir hugmyndaauðgi þeirra sem stýra starfinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.