Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 33 FISKELDIÐ hér á landi stendur á tímamótum. Að- ilar í sjávarútvegi hafa sýnt greininni mikinn áhuga. Þeir hafa fjárfest í nýjum fyrirtækjum og einnig í þeim sem voru fyrir í greininni. Nýj- ustu fyrirtækin eru Sæsilfur í Mjóa- firði og Salar Islandia í Berufirði. Loksins þegar nýtt fjármagn berst til fiskeldisins bregðast ýmis öfl við í þjóðfélaginu með neikvæðum hætti. Jafnvel einstaka þingmenn úr dreif- býlinu eru ekki undanskildir við að vera í nöp við þessa atvinnugrein. Andstæðingarnir vilja leggja sjókvíaeldi af og taka með því störfin frá fólkinu úti á landi, þar sem at- vinna er ótrygg. Það skal gert til að „bjarga“ ís- lenska laxinum frá erfðablöndun. Fiskur frá nágrannalöndunum hefur þvælst upp í íslenskar ár í aldaraðir og „mengað“ eða styrkt erfðafjölbreytileika íslenska laxins. Þessu til stuðn- ings greina heimildir frá því að hnúðlaxar sem eru ættaðir úr Kyrrahafinu hafi veiðst hér á landi. Veiði- menn eru í vanda þegar kemur að því að greina hvort fiskur er lax eða sjóbirtingur. Frá þessu grein- ir Morgunblaðið 12. október sl., þar er sagt frá að 22 punda sjóbirtingur sem veiddist 29. september sl. sé í raun lax, eða svo telur veiðimaðurinn sem veiddi fiskinn. Fiskurinn er örmerktur og verður örmerkið greint seinna í haust eða í vetur. Þegar svo er ástatt er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort veiðimenn séu þess umkomnir að greina lax af erlendum uppruna frá íslenska laxinum. Á hafbeitarárunum gat hafbeit- arfiskur numið allt að 30% af veiðinni í einstökum ám, en veiðimenn kvörtuðu ekki. Vita veiðimenn þá yfirleitt hvort fiskurinn sem þeir veiddu sé flökku- fiskur, íslenskur eða erlendur? Vitað er að veiði- menn geta greint á milli eldisfisks og villtra laxa. Þeir geta greint hvort laxinn er úr Kyrrahafinu en þeir geta ekki greint uppruna eldisfisksins eða hvort villti fiskurinn sé íslenskur eða frá nágrannalönd- unum. Andstæðingar sjókvíaeldis geta ekki verndað ís- lenska laxinn fyrir erfðablöndun með því að berjast fyrir því að sjókvíaeldi verði lagt af. Þeir geta ekki komið í veg fyrir ferðalög villts fisks og eldisfisks frá öðum löndum. Í raun er líklegt að íslenska lax- inum stafi meiri hætta af verndunaraðgerðum þess- ara sömu aðila en íslensku fiskeldi. Það gerist með því að þeir einblína um of á eldið á Íslandi í stað þess að skoða önnur, nærtækari og stærri vandamál sem eru m.a. ferðalög farfiska og hvernig megi verj- ast útbreiðslu sjúkdóma frá þeim. Að hluta til er út- breiðsla fisksjúkdóma með farfiskum sameiginlegt vandmál fiskeldis- og laxveiðimanna. Eins og áður greindi eru tvö ný fyrirtæki með sjó- kvíaeldi á Austurlandi. Í Mjóafirði hefur eldisfyrirtækið Sæsilfur hf verið í rekstri um nokkurt skeið og hefur hleypt nýju lífi í byggðarlagið. Áður fyrr var atvinna nær eingöngu bundin við hefðbundin störf við landbúnað og sjávar- útveg. Eldið hefur eflt byggðina í firðinum og aukið fjölbreytni atvinnulífsins. Nú er vinnu að hafa allt árið um kring. Ferðamenn koma til Mjóafjarðar sem aldrei fyrr og undrast þann kraft og uppgang sem þar er. Án fiskeldis hefði byggðin í firðinum líkleg- ast lognast út af sem heilsársbyggð á næstu áratug- um. Eldið í Mjóafirði hefur þegar skapað um 30 ný störf. Í Neskaupstað, þar sem laxinum er slátrað og pakkað til útflutnings, tala menn um að aukin vinnsla laxins gæti bætt við 50 nýjum störfum. Í Berufirði hefur eldisfyrirtækið Salar Islandia hafið laxeldi en það er skammt á veg komið. Byggð- in í nágreni eldisstöðvarinnar er í mikilli vörn og þarfnast sárlega nýrra atvinnutækifæra. Vonir standa til að 15–18 störf myndist við eldið þegar það hefur náð ákveðinni stærð á næstu árum. Reiknað er með að slátrun og vinnsla verði hjá fyrirtækinu og við það gætu bæst 15 til 70 ný störf háð vinnslustigi fisksins. Ekki má gleyma öllum öðrum störfum sem skapast með auknu fiskeldi. Þau eru m.a. í fóðurgerð, neta- gerð, þjónustu, sölu- og markaðsstarfi, eftirlits- störfum og störfum hjá ýmsum stofnunum. Einn mikilvægasti þáttur fiskeldisins er ræktun á heppilegum fiskstofnum til eldis. Tvö fyrirtæki eru í fararbroddi á þessu sviði hér á landi, Stofnfiskur hf. og Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Fyrirtækin eru virt á er- lendum vettvangi fyrir rannsóknir og þróun á sínu sviði. Arðvænlegustu vaxtarsprotar fyrirtækjanna eru nú útflutningur á sérfræðiþekkingu, hrognum og seiðum. Starfsfólk í fyrirtækjunum tveimur er um 60 háskólamenntaðir sérfræðingar og fiskeldismenn. Fyrirtækin eru einnig með starfsemi erlendis í sam- vinnu við heimamenn. Í heild má reikna með allt að 280 ársverkum í fiskeldi hér á landi í dag. Áætlað er að söluverðmæti afurða frá fiskeldinu nemi allt að 2,4 milljörðum króna í ár og fari yfir 3 milljarða króna á næsta ári. Gangi áætlanir eftir mun fiskeldið aukast hratt á næstu árum. Útflutningstekjur greinarinnar aukast í takt við vöxtinn og gætu numið rúmum 6 milljörðum árið 2006. Til samanburðar var aflaverðmæti allra skipa og báta á Vestfjörðum rúmir 6,4 milljarðar á síðasta ári. Fiskeldi – vaxtarbroddur til framtíðar Eftir Guðberg Rúnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ er árviss atburður svona rétt eins og 17. júní. Eins og 17. júní búast allir við sólskini en fá svo rok og rign- ingu. Nýjasta fjárlagafrumvarpið er þar ekki nein ný- lunda. Eftir að hafa hlýtt á loforð stjórnmálamanna á vordögum um lægri skatta og aukna vel- ferð þá mun mörg- um hafa verið þann- ig innanbrjósts að nú væri komið að því að álögurnar lækkuðu. Því eins og þingmaðurinn sagði hérna um daginn, annar eins maður hefur aldrei gengið á bak orða sinna. Ekki get ég sagt að ég hafi lesið frá orði til orðs allt sem stendur í frumvarpi til fjárlaga 2004, ég veit þó að á bls. 414 í þingskjali nr. 1 stendur: „Hins vegar er fyrirhugað að leggja fram frumvarp á haust- þinginu um að hámark vaxtagjalda til útreiknings vaxtabóta lækki úr 7% af skuldum vegna húsnæðis- kaupa í 5,5% af skuldum.“ Þetta er svo rökstutt með því að frá 1993 hafi raunvextir langtímalána lækk- að umtalsvert. Ef ég þýði þessa tillögu fjár- málaráðherra á mannamál, þá munu vaxtabætur af hverri milljón lækka úr 70.000 kr. í 55.000 kr., eða um 15.000 kr. Af 10 milljóna króna skuld vegna húsnæðis lækka vaxtabætur um 150.000. Það má reikna þetta með öðrum hætti, ef miðað er við hámarksvaxtabætur samkvæmt núverandi reglugerð þá munu þær lækka við breytinguna um 21,4%. Þá er einkar athygl- isvert að rökin skuli vera þau að raunvextir hafi lækkað, það þýðir væntanlega að fjármálaráðherra telur að ríkinu beri einu það hag- ræði sem hlýst af vaxtalækkunum. En ef svo fer sem margir spá að vextir fari hækkandi strax á næsta ári, munu þá vaxtabæturnar hækka á ný? Það eru fleiri hliðar á þessari frumlegu skattheimtu. Í 18. gr. laga nr. 44/1998 er fjallað um greiðslumat. Þar er það bundið í lög að allir sem hyggja á húsnæðis- kaup og sækja um húsbréfalán skuli standast greiðslumat. Þar skal m.a. meta greiðslugetu skuld- ara. Alveg flunkuný lög um tekju- skatt og eignarskatt nr. 90/2003 fjalla um vaxtabætur, í B lið 68 gr. er nákvæmlega útfært hvernig reikna á vaxtabætur. Á sl. vori tókum ég og kona mín ákvörðun um að skipta um hús- næði, við seldum það sem við átt- um og keyptum annað. Þessi ákvörðun var m.a. tekin eftir að fyrir lá niðurstaða úr greiðslumati sem framkvæmt var samkvæmt lögum nr. 44/1998 og þar lágu til grundvallar ákvæði laga nr. 90/ 2003 um vaxtabætur. Nú röskum þremur mánuðum seinna fáum við og allir þeir sem í góðri trú tóku hliðstæðar ákvarð- anir á vordögum reikning frá fjár- málaráðherra sem nemur í mörg- um tilfellum mánaðarlaunum viðkomandi skuldara. Í mínum huga er hér um skattlagningu að ræða. Það er verið að skerða ráð- stöfunartekjur mínar með umtals- verðum hætti og það er verið að kollvarpa þeim fjárhagslegu áætl- unum sem ég gerði samkvæmt lagafyrirmælum. Mér finnst þetta toppa borgarstjórn Reykjavíkur sem skattlagði sólskinið á síðasta sumri. Svona gera menn ekki, Geir. Svona gera menn ekki Eftir Hrafnkel A. Jónsson Höfundur er héraðsskjalavörður á Egilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.