Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 35 SAMKVÆMT hefðinni ætti ég að vera á fjöllum núna en ekki að kúldrast hér í Reykjavík. En ég er búin að veiða rjúp- ur í 30 ár og er einnig alin upp af veiðimanni og ég get ekki skilið þessar aðgerðir hjá umhverfisráðherra. Frá árinu 1957 hef ég og mitt fólk nánast eingöngu veitt á Holtavörðuheiði og tel ég mig þekkja það svæði eins og lóf- ann á mér. Þegar faðir minn var hótelstjóri í Fornahvammi á ár- unum 1957–1970 var heiðin alveg nauðbeitt af hrossum og sauðfé. Árið 1965 var mesta rjúpnaár sem faðir minn hefur lifað, en á þessum árum var mjög margt um manninn á heiðinni og miklu meira en hefur verið undanfarin tuttugu ár, þá voru öll herbergi útleigð nánast alla rjúpnavertíðina, einnig var mönnum gert að koma við og fá veiðikort hjá okkur þannig að hægt væri að fylgjast með hvort allir skiluðu sér að kvöldi og skráður var aflinn eftir hvern dag, og ég man ekki betur en Arnþór Garðarsson hafi fengið aðgang að þessum upplýsingum, en hann stundaði sínar rannsóknir töluvert á þessu svæði. Ef þeir sem til þekkja af þeim fræðingum sem ráðherra hefur fara yfir sögu þessa svæðis er ég nú nokkuð viss um að þeir myndu hugsa sig betur um áður en svona gönuhlaup á sér stað. Á síðustu fimm árum hefur það t.d. þrjú haust verið þannig að það hefur verið þoka mestallt haustið, þannig að það voru mjög fáir menn á veiðum, og því hafa veiði- skýrslur af því svæði ekki verið marktækar. Ef skoðað er hvað hefur breyst síðan ég var ung get ég bent á, að sauðfé hefur fækkað um helming, hrossabeit er engin, þannig að það er ekki mikið beitarálag á heiðinni, enda ef maður gengur um og skoð- ar ætið sem rjúpan hefur er mikill munur á, frá því sem var á árum áður. Svo er annað sem ekki hefur verið tekið með í þessari athugun hjá ráðherra að því er virðist, en það er veðurfarið, sem hefur verið að breytast mjög mikið, nú eru vetur mjög snjóléttir og því nóg æti um allt, svo undanfarin haust er rjúpan hætt að hópa sig eins mikið saman og var hér áður fyrr. Ég er búin að fara núna árlega á þetta svæði og hef fylgst mjög vel með allri framvindu mála á þessum slóðum og það sem ég sé út úr því er að rjúpum hefur fækk- að eitthvað, og einnig hafa þær lagað sig að breyttum lífsháttum, ég hef t.d. verið að fá mína fugla mun neðar á heiðinni, svona í 300– 350 metrum, og á miklu dreifðara svæði. Ég tel því að þær aðgerðir sem ráðherra var búinn að gefa út ættu að gilda, að veiðitími sé frá 25. okt. og þá í einn mánuð. Einnig finnst mér sölubann alveg eðlilegt og svo mætti fylgja betur eftir eftirliti af hálfu lögreglu, en það hefur verið mjög slakt, menn hafa verið að fara á bílum og fjórhjólum upp í Kambshorn en þangað liggur eng- inn slóði, og svo að banna hunda, og friða sérstök svæði til skiptis. En næstu vikurnar ætla ég að rölta um þetta svæði með byssuna mína og gá hvort ég rekst ekki á rebba. Hausthugleiðing Eftir Maríu Björgu Gunnarsdóttur Höfundur er sportveiðimaður. ÞAU dæmalausu tíðindi hafa gerst í íslensku samfélagi að rík- isstjórn Davíðs Oddssonar, og sá meirihluti sem hún styðst við á Al- þingi, hefur í tvígang á þremur árum verið dæmd fyrir að hafa brotið gegn mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar í sama málinu. Þessi stjórnarskrárbrot hafa komið niður á um 1.500 ör- yrkjum sem eru meðal þeirra sem eiga hvað mest undir því að stjórnvöld standi vörð um réttindi þeirra. Sem eiga ævitekjur sínar undir því. Menn hafa stundum beð- ist afsökunar af minna tilefni. Uppgjör við fortíðina Í desember 2000 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin hefði brotið gegn jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar með þeirri skerðingu á tekjutryggingu öryrkja í hjúskap sem viðgekkst allt til þess tíma. Og sl. fimmtudag komst rétt- urinn að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið gegn eignarrétt- arákvæðum stjórnarskrárinnar með því að gera ný skerðingarákvæði sem sett voru í lög í janúar 2001 afturvirk til áranna 1999 og 2000. Forsætisráðherra, sem er aldrei kappsfyllri en þegar hann hefur vond- an málstað að verja, hefur reynt að snúa þessum dómi upp í átök stjórnar og stjórnarandstöðu. Þau átök hafa vissulega verið hörð en eru þó algert aukaatriði í málinu. Aðalatriðið er að hann notaði vald sitt til að hafa af öryrkjum það sem þeirra er og nú hefur ríkisstjórn hans hlotið dóm fyrir. Dómur Hæstaréttar er uppgjör við fortíðina. Í kjölfar dómsins í des- ember 2000 kaus ríkisstjórnin, í einhverri sérkennilegri þvermóðsku, að koma sér undan því að gera fortíðina upp við öryrkja á sóma- samlegan hátt. Hún bar annars vegar fyrir sig að kröfur þeirra vegna þeirrar ólögmætu skerðingar sem þeir urðu fyrir á árunum 1994–’96 væru fyrndar. Hæstiréttur hefur nú fallist á að það sé löglegt að bera fyrir sig fyrningu en það er almennings að dæma hvort það er siðlegt. Hins vegar ákvað hún að festa í lög að ný skerðingarákvæði, sem gilda til framtíðar, skyldu vera afturvirk tvö ár aftur í tímann. Um kröfur öryrkja í þessu sambandi segir Hæstiréttur: „Þessi kröfurétt- indi örorkulífeyrisþega njóta verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar og verða ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf.“ Það dapurlega við þetta mál er að ríkisstjórnin átti þann kost í jan- úar 2001 að halda sig örugglega réttum megin við lögin en hún valdi, vísvitandi, að fara leið sem orkaði tvímælis. Réttlæti og sanngirni Umræðan um hæstaréttardóminn hefur að stórum hluta til verið laga- tæknileg en það sem að baki býr eru þó réttlætis- og sanngirnisrök. Þrátt fyrir gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna er það aðalregla ís- lensks réttar, að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skuli vera án tillits til tekna maka. Þannig eru slysatryggingar, fæð- ingarorlof, sjúkratryggingar og atvinnuleysisbætur greiddar án tillits til tekna maka. Þegar kemur að öryrkjunum vilja ýmsir hverfa áratugi aftur í tímann og telja sjálfsagt að þeir séu á framfæri maka, a.m.k. að hluta, ef þess er nokkur kostur. Með slíku fyrirkomulagi er verið að svipta þá rétti til sjálfstæðs lífs óháð hjúskaparstöðu. Í þessu sambandi gæti ég talað um rétt kvenna, því samkvæmt upplýsingum sem fram komu í málflutningi fyrir Héraðsdómi eru konur 98% þeirra sem máttu þola skerðingu á tekjutryggingu vegna ákvarðana ríkisstjórn- arinnar. Leiðari sem birtist í Bæjarins besta á Ísafirði í janúar 2001 segir allt sem segja þarf í þessu sambandi. „Með skerðingu bóta vegna tekna maka er vegið að þeim draumi, sem við ölum öll í brjósti hvernig sem ástatt kann að vera fyrir okkur tímabundið og jafnvel til langframa, að verða fullgildir og nýtir einstaklingar og geta lagt okkar af mörk- um til samfélagsins. Þess vegna má samneyti við aðrar manneskjur ekki leiða til þess að við séum svipt þeirri sjálfsvirðingu sem í því felst að við séum viðurkennd á eigin forsendum. Það er hinn einfaldi kjarni þessa máls. Þetta skilur almenningur.“ Rétturinn til sjálfstæðs lífs Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Höfundur er stjórnmálamaður. ÞESS hefur verið krafist á síðum þessa blaðs, að ég biðjist afsökunar á þeim ummælum sem höfð voru eftir mér í Fréttablaðinu í síðustu viku, að svokölluð HB-fjölskylda á Akranesi hefði brugðist trausti Skagamanna með sölu á bréfum sínum í fyrirtækinu til flutn- ingafyrirtækisins Eimskips fyrir rétt rúmu ári. Það er rétt að ég lýsti þessari skoðun minni en ég sagði líka ýmislegt fleira um þessa fjöl- skyldu við blaðamann Fréttablaðsins sem hann ætti að geta staðfest þó svo að hann hafi ekki notað þau ummæli í grein sinni í blaðinu. Ég fékk tæki- færi til að endurtaka þau ummæli mín í viðtalsþætti á Dægurmála- útvarpi Rásar 2, sem sendur var út sama dag og ummælin birtust í Fréttablaðinu. Þar sagði ég meðal annars: „Þessi tiltekna fjölskylda hún hefur staðið sig geysilega vel og ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir þessari fjölskyldu. Hún hefur sýnt mikinn dugnað í gegnum árin við að byggja þetta fyrirtæki upp með öll- um Akurnesingum, þetta fyrirtæki á 100 ára sögu.“ Fleiri orð af þessu tagi féllu af minni hálfu í þættinum. Fyrri spurning Hvers vegna ætti ég að biðjast af- sökunar? Ég segi að ákveðið fólk hafi brugðist trausti og ég tel mig hafa heimild úr virtum fjölmiðli til að draga þá ályktun. Það er nefnilega svo að þó að fólk eigi mikla virðingu skilið og hafi staðið sig vel, þá getur því orðið á og það er ekki hafið yfir gagnrýni. Í Morgunblaðinu hinn 13. október í fyrra má lesa að stjórnendur Har- aldar Böðvarssonar hf. hafi sjálfir haft frumkvæðið að því að hópur hluthafa seldi Eimskip 34,2% hlut sinn í fyrirtækinu til Eimskipafélags Íslands í byrjun október í fyrra. Fyr- ir átti Eimskip 28,1% í HB. Með þess- um viðskiptum náði Eimskip 62,3% eignarhlut í HB sem þýddi að yf- irtökuskylda skapaðist til kaupa á bréfum. Þetta kemur fram í langri viðtalsgrein við Harald Sturlaugsson, forstjóra HB. Ég veit ekki betur en að fjölskylda Haraldar hafi einmitt átt það stóran hlut í fyrirtækinu að sá hlutabréfapakki hafi ráðið þungt um það að Eimskip gat yfirtekið HB að öllu samkvæmt lögum. Ég sem borinn og barnfæddur Skagamaður, sem bý í þessum indæla bæ Akranesi, var mjög ósáttur við þá ráðstöfun að Eimskip væri með þessu komið í þá stöðu að flutningafyr- irtækið næði algerum yfirráðum yfir fjöreggi bæjarins sem var HB. Ástæðan er einföld. Með því fylgdi nánast allur nýtingarréttur bæjarins á fremstu auðlind þjóðarinnar sem fólst í þeim kvóta sem fyrirtækið réð yfir. Þessi kvóti og nýtingin á honum er ein helsta forsendan í efnahag bæjarins. Ég lét óánægju mína og áhyggjur skýrt í ljósi í heilsíðuviðtali við DV fyrir réttu ári. Þar benti ég á hættuna sem fylgdi því að bæjarbúar hefðu gersamlega glatað ákvörð- unarrétti sínum til að nýta sína mik- ilvægustu náttúruauðlind sem er fiskurinn í sjónum. Ég endurtók þessa afstöðu mína mjög skýrt í ræðu sem ég flutti á síðasta sjómannadag í Sandgerði. Hana er að finna á vefsíðu Frjálslynda flokksins (www.xf.is <http://www.xf.is/> ). Síðari spurning En hvers vegna tel ég að með al- geru afsali HB hafi verið brugðist trausti bæjarbúa á Akranesi? Ég tel næsta auðvelt að svara þessu með því að benda á að HB hefur að baki nær 100 ára sögu á Akranesi. Bæjarbúum er alls ekki sama um þetta fyrirtæki og þeir hafa alltaf borið mikið traust til þess og stjórnenda. Það sýndu þeir meðal annars í verki þegar nokkur útgerðarfyrirtæki í bænum voru sameinuð HB í byrjun síðasta áratug- ar. Nær öll eggin voru lögð í eina körfu og síðan var fyrirtækið sett á hlutabréfamarkað. Aðeins örfáum ár- um síðar er það gersamlega komið úr höndum bæjarbúa. Eimskip ræður nú framtíð sjávarútvegs Skaga- manna. Það er blóðug staðreynd að þrátt fyrir að alþýðan á Akranesi hafi í hundrað ár unnið að því að skapa stóran hluta þess nýtingarréttar á sjávarauðlindinni sem tilheyrir HB í dag hafa bæjarbúar á Akranesi engin réttindi eða völd til að ákveða hvað verður nú. Þessi saga hefur end- urtekið sig margoft undir núverandi kvótakerfi með frjálsu framsali afla- heimilda. Eimskip hefur skipt um eigendur. Er ekki lengur almenningshluta- félag, heldur í eigu og undir stjórn fárra. Skagamenn eiga enga fulltrúa í stjórn Eimskips. Fyrirtækið hefur lýst því yfir að til standi að gera breytingar á rekstrarformi þess, og er sjávarútvegsdeildin Brim nefnd í því sambandi. Frelsi til sölu Í fjölmiðlum má lesa að einhverjar þreifingar standi yfir um það að Ak- urnesingar geti kannski fengið að kaupa HB aftur af Eimskip. Bæj- arbúar standa kannski frammi fyrir því að þurfa að reiða marga milljarða króna af hendi til að öðlast aftur þann nýtingarrétt á fiskimiðunum kring- um landið sem þeir og þeirra forfeður hafa aflað með striti sínu. Þetta minn- ir helst á þræla sem eru að kaupa sér frelsi, og er því miður ekkert eins- dæmi á Íslandi í dag. Vopnfirðingar eru að gera þetta. Seyðfirðingum stendur þetta til boða. Frjáls- hyggjukerfið með framseljanlegum aflaheimildum er að komast í algert þrot. Sagan er farin að endurtaka sig þar sem við sjáum gömlu bæj- arútgerðirnar koma fram á nýjan leik. Hvernig gat það gerst að Skaga- menn hafa á örfáum árum algerlega misst tökin á því sjávarútvegsfyr- irtæki sem þeir áttu í upphafi síðasta áratugar? Er ekki eðlilegt að staldra við og spyrja þeirrar spurningar nú? Eiga menn að þurfa að biðjast afsök- unar á því þegar þeir voga sér upp- hátt og í heyranda hljóði að draga ályktanir af þessu klúðri? Ég nenni ekki að skattyrðast við Gísla Gíslason, bæjarstjóra á Akra- nesi, eða Elínbjörgu Magnúsdóttur, sem á sæti í miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins, sem bæði hafa krafist þess að ég biðjist afsökunar á um- mælum mínum. Þeirra heilögu vand- lætingarskrif eru af pólitískum toga, og ætluð til að koma höggi á Frjáls- lynda flokkinn. Sá ásetningur kemur reyndar sérlega glöggt fram í grein Gísla. Það eru nokkur tíðindi í huga þess sem hér skrifar, því bæjarstjóri Akraness hefur hingað til reynt að skapa sér ímynd sem ópólitískur bæj- arstjóri. En afstaða mín er skýr. Öll mín ummæli skulu standa í því samhengi sem þau voru sögð. Á ég að biðjast afsökunar? Eftir Magnús Þór Hafsteinsson Höfundur er alþingismaður og varaformaður Frjálslynda flokksins. FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali HITABLÁSARAR Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is 20 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja Okkur hefur verið falið af opinberum aðila að útvega 20 íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig. Vinsamlegast hafið samband við sölumenn Foldar í síma 552 1400 eða gsm hjá sölumönnum: Ævar 897 6060, Böðvar 892 8934, Helgi 897 2451, Þorri 897 9757.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.