Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ! " #$%&' ( ) *%  ' )                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HINN 17. október síðastliðinn birt- ist bréf frá lesanda í Morgunblaðinu þar sem fjallað var um F plús-trygg- ingu hjá VÍS og lýsti bréfritari von- brigðum sínum með hana. Af því til- efni viljum við hjá VÍS koma eftirfarandi á framfæri. Að okkar mati er F plús-fjöl- skyldutryggingin hjá VÍS víðtæk- asta fjölskyldutrygging sem boðið er upp á hér á landi, hvort sem litið er til vátryggingarfjárhæða, bótasviðs eða hversu lága sjálfsábyrgð tjónþol- ar þurfa að greiða í bótaskyldum tjónum. Því miður eru engar trygg- ingar altækar og því geta komið upp tilvik þar sem væntingar viðskipta- vina um bætur eru meiri en sem svarar til skilmála viðkomandi tryggingar. Einn af styrkleikum F plús er að ferðarofstrygging er einn þáttur ferðatryggingar. Ferðarofs- trygging bætir tjónþola nauðsynleg viðbótarútgjöld vegna heimferðar til Íslands ef tilteknar aðstæður skap- ast og tryggingataki þarf að hverfa heim fyrr en stefnt var að. Við hjá VÍS teljum okkur geta fullyrt að ferðatryggingin, sem er innifalin í F plús, sé með bestu tryggingum sinn- ar tegundar á markaðinum. Við fögnum engu að síður ábendingum um það sem betur má fara og erum sífellt að leita leiða til þess að bjóða viðskiptavinum enn betri trygginga- vernd. Við tökum það alvarlega þegar viðskiptavinir okkar eru ekki full- komlega sáttir við vöru okkar og þjónustu en hvetjum jafnframt fólk til þess að kynna sér vel bótasvið þeirra trygginga sem það hefur. Við segjum hiklaust að þeir, sem eru með F plús hjá VÍS, séu vel tryggðir. ÁSGEIR BALDURS, forstöðumaður, Vátryggingafélagi Íslands hf. Svar frá VÍS vegna F plús Frá Ásgeiri Baldurs ÞÓTT ég sé umhverfissinni finnst mér rangt að banna sela- og hvala- veiðar. Að öllu verður þó að fara með gát. Stærstu hvalategundunum er sérlega hætt og því líklegt að friða verði sumar þeirra. Ógnvaldar undir- djúpanna, háhyrningarnir, stærstu og grimmustu rándýr jarðarinnar, fara létt með að drepa stórhveli og afkvæmi þeirra. Þeir leika sér að rostungum og blöðruselum eins og köttur að mús. Góðir hestar og hundar eru drepnir þegar mönnum hentar. Hvað veldur að ekki má veiða háhyrninga eins og aðra hvali? Eru þeir þess virði að vera óhreyfanleg leikföng sem eitt er hundruðum milljóna í og nostrað er við langt um- fram það sem eðlilegt getur talist? Á sama tíma eru milljónir barna í þrælafjötrum og svelti. Ekki minnist ég þess að Birgitta Bardot og hennar líkar hafi rétt börnum í neyð hjálpar- hönd. En henni tókst í skjóli frægðar sinnar og peningavalds að setja veiði- þjóðfélög eins og Grænland á helj- arþröm. Skilningur hennar á afleið- ingum verknaðarins var enginn en ofstæki hennar setti blett á umhverf- issamtök. Hræsnarar um víða veröld láta líða yfir sig af hneysklun á drápi hvala. En níðingsleg meðferð slátur- dýra snertir þá ekki. Það er ekki langt síðan ill meðferð dýra í flutn- ingum á sláturstaði í EB-löndunum birtist í heimspressunni. Sjónvarpið sýndi hrikalegar misþyrmingar á dýrum í flutningavögnum og í slát- urhúsunum. Í smátíma var fólk sleg- ið en nú er þetta gleymt og grafið því enginn hefur hagnað af að blása það út, nema síður sé. Áróður gegn öfl- ugum flutningafyrirtækjum og vold- ugum bændum og kaupmöngurum gaf ekkert í aðra hönd. Eitthvað mik- ið er að því fólki sem sér ekkert at- hugavert við til dæmis þá grimmd- arfullu aðferð múslíma og gyðinga að skera sláturdýr á háls, en berst svo með kjafti og klóm gegn sjálfsbjarg- arviðleitni fátækra veiðiþjóðfélaga. Umhverfissamtök eru óaðskiljanleg- ur hluti þess besta í menningu hverr- ar þjóðar. Án þeirra væri skelfilegt um að litast í dag. Komið hefur fyrir að þau hafi farið offari, en það góða sem þau hafa komið til leiðar vegur slíkt margfalt upp. Það er margt að varast fyrir um- hverfissamtök sem vilja láta taka sig alvarlega. Tilhliðrunarleysi á skylt við ofstæki og vekur því andúð og tortryggni. Umhverfissamtök verða þó oft að vera á móti framkvæmdum sem í augnablikinu sýnast þjóðhags- leg en verða fljótt böl þjóðar. Áróður misviturra valdhafa fyrir hugðarefn- um sínum bitnar of oft á heildarhag þjóðar og landinu sjálfu. Aðfarirnar á Kárahnjúkasvæðinu eru mikil eyðilegging fyrir litla upp- skeru og auðvitað skelfileg mistök skammsýnna valdhafa. Þjóðin er ekki búin að bíta úr nálinni með þann óbætanlega skaða. Ef mál Austfirð- inga væru skoðuð heildrænt gæti komið í ljós hve grátt þeir eru leiknir. Það gæti líka svipt hulu af hræsni og peningahyggju sem í bland við pólitík fer sem eldur í sinu um héruð þeirra og reyndar landið allt. Þess vildi ég óska að þau störf sem umhverfisráð- herrann innir af hendi féllu betur að hagsmunum þjóðarinnar en verið hefur. Ekki er vel að verki staðið ef hún kemur ekki í veg fyrir að Gunn- ari Birgissyni takist að spilla einu því besta sem hún hefur gert á ferlinum. Gunnar er sjálfum sér ósamkvæmur í málinu og frekjan í tillitslausum og ómálefnalegum skotveiðimönnum skýtur þá sjálfa í kaf. Friðun rjúp- unnar er fyrir almenning og landið og er mikil umhverfisvernd sem Ís- landsfálkinn á tilveru sína undir. Orð ráðherrans um eyðingu minks falla í góðan jarðveg. Vonandi ekki bara orð. Fólkið á Austurvelli sem lagði á sig ómæld óþægindi samfara vosbúð og kulda til varnar íslenskum nátt- úruperlum og öðru umhverfi okkar, eru hetjur sem seinni tíma fólk mun í hávegum hafa. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Þegar hræsnin blómstrar Frá Alberti Jensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.