Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 41 Sími 552 1400 fax 552 1405 Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur löggiltur fasteignasali Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is Einbýli, par- og raðhús Okkur hjá Fold fasteignasölu hefur verið falið að leita að einbýli-, rað- eða parhúsi í Hóla hverfi. Húsið þarf að vera með útsýni og í góðu ástandi. Önnur hverfi gætu komið til greina en útsýni er skilyrði. Einnig erum við að leita að tveggja íbúða húsi með tveimur rúmgóðum íbúðum. Staðsetning nokkuð opin. Bein kaup eða í skiptum fyrir mjög góða 4ra herb. íbúð við Dunhaga. Vinsamlegast hafið samband við sölumenn Foldar í síma 552 1400 eða gsm hjá sölumönnum: Ævar 897 6060, Böðvar 892 8934, Helgi 897 2451, Þorri 897 9757. Á HVERJU ári er í október haldin röð alþjóðlegra danskeppna í London þar sem saman koma danspör víðs veg- ar að úr heiminum. Nýlega lagði hópur íslenskra danspara land undir fót og tók þátt í þessum mótum. Fyrsta keppnin, „The London Open Championships“, fór fram laugardag- inn 4. október. Þar var keppt í öllum aldursflokkum og voru íslensk pör þátttakendur í þremur flokkum. Í aldursflokki 11 ára og yngri kepptu þrjú íslensk pör. Í standarddönsum komust þau öll í úrslit og í 4. sæti voru Magnús Arnar Kjartansson og Ragna Björk Bernburg frá DÍK (Dansíþrótta- félagi Kópavogs), í 5. sæti voru Alex Freyr Gunnarsson og Sara Kristín Rúnarsdóttir, einnig frá DÍK, og í 7. sæti höfnuðu Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir frá DÍH (Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar). Í keppni í s-amerískum dönsum komust öll pörin í 12 para undanúrslit og eitt þeirra, Sig- urður Már og Sara Rós, DÍH, komst alla leið í úrslit og hafnaði í 5. sæti. Sig- urvegarar í báðum greinum í flokki barna 11 ára og yngri voru Yuri Solda- tov og Tatiana Iakovelva frá Rússlandi. Í flokki 12–13 ára náðu Aðalsteinn Kjartansson og Edda Guðrún Gísla- dóttir frá dansdeild ÍR þeim árangri að dansa í 11 para undanúrslitum í s-am- erískum dönsum. Í flokki unglinga 12–15 ára komust tvö íslensk pör í 2. umferð í s-amerísk- um dönsum ásamt 28 öðrum pörum. Það voru þau Þorleifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir frá dansdeild ÍR og Björn Einar Björnsson og Sóley Em- ilsdóttir frá Hvönn. Önnur keppnin sem fór fram á Lundúnasvæðinu er kölluð „The Im- perial Championships“ og fór hún fram sunnudaginn 5. október. Þar var ekki keppni í flokki barna. Í flokki unglinga 12–15 ára náðu Þorleifur og Ásta frá ÍR besta árangrinum af íslensku pör- unum og komust inn í 24 para úrslit í standard-dönsum. Þarna voru einnig mætt til leiks Robin Sewell og Elísabet Sif Haraldsdóttir sem keppa í flokki fullorðinna og keppa þau í s-amerísku dönsunum. Þau náðu þeim árangri að komast í 12 para undanúrslit. Einnig kepptu í standard-dönsum í flokki at- vinnumanna þau Adam Reeve og Kar- en Björk Björgvinsdóttir Reeve og náðu þeim frábæra árangri að komast í 4. sæti. Stærsta keppnin og jafnframt sú sterkasta er keppnin „The Internation- al Championships“ og tekur hún þrjá daga. Sú keppni hófst þriðjudaginn 7. október og þá var einungis keppt í s- amerískum dönsum og miðvikudaginn 8. október var keppt í standard-döns- um. Í yngsta hópnum voru 25 pör skráð til keppni í standard-dönsum og voru þrjú íslensk pör með í keppninni. Kom- ust þau öll inn í 14 para undanúrslit en eitt þeirra, Alex Freyr og Sara frá DÍK, komust alla leið í úrslit og enduðu í 3. sæti. Að sögn Auðar Haraldsdóttur danskennara sem stödd var á keppn- inni „dönsuðu þau mjög yfirvegaðan dans, voru með gott danshald og sýndu góðan fótaburð“. Í s-amerísku dönsun- um voru 29 pör skráð til leiks og kepptu sömu íslensku pörin í þeirri grein. Aft- ur komust þau öll inn í 14 para undan- úrslit en í þetta sinn voru það Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH, sem komust í úrslit og náðu þeim frábæra árangri að hafna í 2. sæti. Auð- ur Haraldsdóttir sagði „að þau döns- uðu ljómandi vel þennan dag, mjög sterk og áberandi á gólfinu, stílhrein og með mikla útgeislun“. Í flokki unglinga voru 102 pör skráð til keppni í stand- ard-dönsum og 106 pör í s-amerískum dönsum. Í þessum flokki voru 5 pör frá Íslandi. Tvö þeirra komust í 2. umferð í standard-dönsum og eitt par komst í 2. umferð í s-amerískum dönsum. Í flokk- um fullorðinna var forkeppni fyrstu dagana og valin 45 pör í hverjum flokki til þess að dansa í úrslitakeppninni sem fór fram í Royal Albert Hall fimmtu- daginn 9. október. Tvö pör kepptu fyrir Íslands hönd í þessum flokkum. Í flokki Fullorðinna áhugamanna kepptu Rob- in og Elísabet Sif í s-amerískum döns- um. Þar hófu leik alls 214 pör. Robin og Elísabet náðu að dansa í úrslitakeppn- inni en komust ekki lengra. Ég er viss um að þessi árangur sé undir vænt- ingum þeirra. Í flokki atvinnumanna kepptu Adam og Karen í standard-dönsum. Þar voru skráð til keppni 119 pör. Þau náðu einn- ig að dansa í úrslitakeppninni og eina umferð til viðbótar sem í voru 30 pör. Í þessari keppni eru tveir dómarahópar skipaðir 8 dómurum hvor. Þessir hópar skiptast á að dæma keppnirnar en þeg- ar að úrslitum kemur eru báðir hóp- arnir saman á gólfinu þannig að í úrslit- um eru 16 dómarar á gólfinu sem dæma. Það er alltaf gaman þegar hópur Ís- lendinga leggst í víking og tekur þátt í dansmótum. Við höfum átt þátttakend- ur í þessum mótum mörg undanfarin ár og gaman að geta sagt frá því að flest árin hafa í yngsta aldursflokknum verið íslensk pör á verðlaunapöllum. Til hamingju, krakkar. Dansvika í London DANS – LONDON Samkvæmisdansar Alþjóðlegt dansmót haldið í London dag- ana 4. til 9. okóber sl. Frá verðlaunaafhendingu eftir keppni í alþjóðlegu dönsunum. Alex Freyr Gunnarsson og Sara Kristín Rúnarsdóttir frá DÍK kom- ust í úrslit í standard-dönsum og enduðu í þriðja sæti. Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir, DÍH, komust í úrslit í suður-amerískum dönsum og náðu þeim árangri að hafna í 2. sæti. Kara Arngrímsdóttir Félag stjórnmálafræðinga stend- ur fyrir umræðufundi um Evr- ópumál í dag, þriðjudaginn 21. október kl. 12.05–13.15, í Lögbergi, húsnæði lagadeildar Háskóla Ís- lands, stofu 101. Fjallað verður um ríkjaráðstefnu ESB, stækkun Evr- ópusambandsins til austurs og breytingar á stofnsáttmála sam- bandsins o.fl. Framsögumenn fundarins eru: Auðunn Arnórsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Eiríkur Berg- mann Einarsson, verkefnisstjóri Evrópumála hjá Rannsóknaþjón- ustu Háskóla Íslands. Málþing um brjóstakrabbamein. Samhjálp kvenna efnir til málþings um brjóstakrabbamein í dag, þriðjudaginn 21. október, kl. 20 í Hringsal Landspítala háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut. Yf- irskrift þingsins er „Brjósta- krabbamein – hvar stöndum við?“ Málþingið er hluti af árveknisátaki um brjóstakrabbamein nú í október, en átakið miðar að því að fræða um sjúkdóminn og hvetja konur til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabba- meinsfélagsins um röntgen- myndatöku. Að loknu ávarpi Guðrúnar Sig- urjónsdóttur, formanns Samhjálpar kvenna, mun Mary Buchanan, for- seti Europa Donna, segja frá starfi þessara Evrópusamtaka gegn brjóstakrabbameini. Einnig halda erindi: Laufey Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsskrár- innar, Baldur F. Sigfússon, yf- irlæknir á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, og Sigurður Björnsson, yfirlæknir á Landspít- alanum. Í tilefni af fundinum mun framhlið aðalbyggingar Landspítalans við Hringbraut verða lýst upp í bleikum lit. Samskiptaþjálfun – kynning- arfundur. ITC-deildin Irpa heldur kynningarfund í dag, þriðjudaginn 21. október, kl. 20 í sal sjálfstæð- ismanna, Hverafold 3–5, 2. hæð, Reykjavík. ITC (þjálfun í sam- skiptum) er félagsskapur sem býð- ur upp á sjálfsnám og sjálfstyrk- ingu, t.d. þjálfun í ræðumennsku, fundarsköpum, nefndarstörfum, mannlegum samskiptum o.fl. Fund- urinn er öllum opinn og nýir félagar velkomnir. Samanburður á hugsun íslenskra og kínverskra barna. Í dag, þriðjudaginn 21. október, mun Mon- ika Keller fræðimaður við Max Planck-stofnunina um þroskarann- sóknir í Berlín og prófessor í þróun- arsálfræði við the Free University of Berlin, flytja opinn fyrirlestur á vegum félagsvísindadeildar og upp- eldis- og menntunarfræðiskorar. Yfirskrift fyrirlestursins er: Ábyrgðarkennd í samskiptum: Samanburður á hugsun íslenskra og kínverskra barna. Fyrirlesturinn verður í stofu 202 í Odda kl. 15.30 og verður fluttur á ensku. Í erindinu mun hún segja frá niðurstöðum sín- um, sem sýna bæði algildan þroska- feril og áhrif menningar. Í DAG Hrafnaþing á Hlemmi – fræðslu- erindi Náttúrufræðistofnunar Ís- lands verður haldið á morgun, mið- vikudaginn 22. október, kl. 12.15 í sal Möguleikhússins á Hlemmi. Þóra Hrafnsdóttir líffræðingur flyt- ur erindið „Íslenska rykmýsfánan: fjölbreytileiki og útbreiðsla teg- unda“. Hrafnaþing eru öllum opin. Fyrirlestur hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Þórdís Gísladóttir, verkefnisstjóri Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur á morgun, miðvikudag- inn 22. október kl. 12.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist Hvað er tvítyngi og mun Þórdís fjalla um nokkrar helstu skilgreiningar á tví- tyngi, tvítyngt uppeldi og málvíxl. Fyrirlestur um ótta og orku. Gitte Lassen heldur fyrirlestur um efnið frá ótta til orku á morgun, miðviku- daginn 22. október, kl. 20–22, í Ljós- heimum, Brautarholt 8, 2. hæð til vinstri. Gitte fjallar um hvernig hægt er að læra að skilja óttann og takast á við hann. Verð á fyrirlest- urinn er kr. 1.500. Sviptingar á fjármálamarkaði og framtíðarsýn nýrrar kynslóðar verða til umræðu á morgunverð- arfundi Verslunarráðs Íslands mið- vikudaginn 22. október kl. 8.15 á Grand hótel. Framsögu flytja Sig- urjón Þ. Árnason bankastjóri og Þórður Már Jóhannesson fram- kvæmdastjóri og munu þeir velta fyrir sér hvaða áhrif sviptingar á fjármálamarkaði undanfarin misseri muni hafa á markaðinn. Þá verður einnig til umræðu möguleg útrás ís- lenskra fjármálafyrirtækja. Fund- urinn er öllum opinn. Á MORGUN Lagastofnun Háskóla Íslands Málstofur haustið 2003 Allir velkomnir Í málstofum Lagastofnunar verða kynntar rannsóknir starfsmanna og gesta lagadeildar Háskóla Íslands. Málstofurnar verða haldnar á miðvikudögum kl. 12.15 í Lögbergi, stofu 101. 22. október: Skúli Magnússon, lektor við lagadeild Háskóla Íslands; Réttarheimildirnar og hin lagalega aðferð. 29. október: Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður; Almennar hugleiðingar um refsingar, eru þær of vægar eða þungar? Eru auknar kröfur í samfélaginu um að „óæskileg hegðun“ verði gerð refsiverð og hvernig samræmast slíkar kröfur ákvæðum stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu um einstaklingsfrelsi? 5. nóvember: Brynhildur Flóvenz, héraðsdómslögmaður; Réttaröryggi fatlaðra á Íslandi. 12. nóvember: Hrafnkell Óskarsson, deildarsérfræðingur í iðnaðar- og viðskiparáðuneyti; Notkun söluveðs í viðskiptum birgja. 19. nóvember: Aðalheiður Jóhannsdóttir, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands; Alþjóðlegar skuldbindingar um loftslagsbreytingar og íslenskur réttur. 26. nóvember: Sif Konráðsdóttir, hæstaréttarlögmaður og Hulda Elsa Björgvinsdóttir, lögfræðingur; Sönnun í málum er varða kynferðisbrot gagnvart börnum. 3. desember: Hjördís Halldórsdóttir, héraðsdómslögmaður; Tölvupóstur starfsmanna og einkalífsvernd. Lagastofnun Háskóla Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.