Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Hanseduo, Wester- land, Helgafell og Dettifoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Florinda og Brúar- foss. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulíns- málun. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sunnud., kl. 14– 15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðsla, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn þegar veður leyfir. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 vinnustofa, tréskurður, postulín, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð, kl. 9–12 hár- greiðsla, kl. 13.15– 13.45 bókabíll. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf eldri borgara Mosfellssveit. Opið kl. 13–16. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 dagblöðin, rabb og kaffi. Frjáls prjóna- stund. Leikfimi í Bjarkarhúsi fellur nið- ur í dag. Brids og saumar kl. 13, billjard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13, alkort kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar fara frá Ásgarði, Glæsibæ kl. 10. Söngvaka kl. 20.30. Umsjón Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Gerðuberg, félags- starf. Sími 575 7720. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. perlusaum- ur án leiðbeinanda og glerskurður. Kl. 10 „Gleðin léttir limina“. Létt ganga. Kl. 13 boccia. Á morgun kl. 10.30 gamlir íslenskir og erlendir leikir og dansar. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler- og postu- línsmálun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín og glerskurð- ur, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaað- gerðir, hársnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11.45 enska, 13– 16 spilað og bútasaum- ur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leik- fimi, kl. 13 handmennt, og postulín, kl. 14 fé- lagsvist. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blodbank- inn.is. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, Hátúni 12. Kl. 20 opið hús, spilað UNO. Í dag er þriðjudagur 21. októ- ber, 294. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En Jesús sagði við hann: Varnið þess ekki. Sá, sem er ekki á móti yður, er með yður. (Lúk. 9,50). Björn Bjarnason dóms-málaráðherra gerir fornminjar og fram- kvæmdir í Aðalstræti að umræðuefni í pistli á heimasíðu sinni, www.bjorn.is.     Þar segir Björn: „Tölu-verðar umræður urðu í borgarstjórn Reykjavíkur fimmtudag- inn 16. október um fram- kvæmdir við nýtt hótel á horni Aðalstrætis og Túngötu en við sjálf- stæðismenn höfum harð- lega gagnrýnt vinnu- brögð R-listans á þessum sögulega stað, þar sem fundist hafa minjar, sem rekja má til landnáms- aldar. Er markmið R- listans að geyma þær í hótelkjallara, þótt slíkt útiloki til dæmis, að þær verði nokkru sinni gjald- gengar á heimsminja- skrá UNESCO. – Þessari stefnu er fylgt fram af offorsi, þó að líklega sé einsdæmi, að í hjarta höfuðborgar finnist stað- festing á því, hvar fyrstu landnámsmenn áttu bú- stað.     Hótelbyggingin hefuralgjöran forgang hjá R-listanum og meira að segja gerðist það í sum- ar, að byggingarsvæði var stækkað, án þess að skýrt væri frá því í borg- arráði og ekki nóg með það, fyrirspurn sjálf- stæðismanna í borgar- ráði varð til þess, að upplýst var um ummerki eftir útbyggingu við austurvegg landnáms- skálans, líklega fordyri. Fordyrið þykir afar merkilegur hluti skálans og ákveðið var að það skyldi varðveitt með skálarústinni. Á hinn bóginn var ákveðið að fjarlægja rúst anddyris- ins tímabundið á meðan undirstöður nýbygging- arinnar væru gerðar. Var borgarráði skýrt frá því, að áður hefði hún verið mæld, teiknuð, skráð mjög nákvæmlega og mynduð. Síðan á að leggja rústina aftur á sinn stað, hvern stein og hverja örðu.     Án þess að leita álits ogsamþykkis borgar- ráðs hefur verið ákveðið að fara á þennan veg með þetta fordyri og á borgarstjórnarfundinum kom fram, að hvorki borgarstjóri, formaður menningarmálanefndar né nokkur annar mál- svari R-listans hafði minnstu hugmynd um það, sem þarna var að gerast.     Sagði Kjartan Magnús-son borgarfulltrúi okkar sjálfstæðismanna, að borgarstjóri talaði um þennan merka fornleifa- fund sem landnámskjall- ara og sýndi það hug hans til málsins. Þór- ólfur Árnason borgar- stjóri mótmælti þessu en sagðist þó ekki muna, hvaða orð hann hefði notað á hverfafundi um þessar sögulegu minjar. Staðfestir það aðeins enn frekar áhugaleysi hans á málinu.“ STAKSTEINAR Fornminjar og framkvæmdir Víkverji skrifar... VIÐ Íslendingar kvörtum gjarnanyfir veðráttu og aðstæðum á Ís- landi. Vissulega getur rokið og rign- ingin verið þreytandi. Þar sem ekki er á okkar færi að breyta veðurfari með lagasetningu eða öðrum að- gerðum verðum við hins vegar að sætta okkur við hlutskipti okkar og líta á björtu hliðarnar. Kostur sem menn gera allt of lítið úr er hversu lítið er um ýmiss konar dýralíf er gerir fólki í nágrannaríkj- unum lífið leitt. Kakkalakkar eru til dæmis hvim- leið kvikindi og hafa fréttir birst af því að undanförnu að nokkrir slíkir hafi fundist í húsum í Hafnarfirði og Keflavík. Hér á landi telst það sem betur fer til tíðinda ef sést til kakka- lakka. Í mörgum nágrannaríkjum eru þeir jafnalgengir og húsflugur hér á landi. x x x ÞÁ þurfum við ekki að búa við þaðað mýflugur ráðist til atlögu um leið og fer að rökkva með tilheyrandi bitum og kláða í kjölfarið. Bitmý er einungis að finna á afmörkuðum svæðum hér á landi og er sjaldan til vandræða. Á til dæmis Norðurlönd- unum geta mýflugur hins vegar ver- ið einstaklega aðgangsharðar og nánast hamlað útiveru þegar verst lætur. x x x ÁDÖGUNUM hitti Víkverji vina-fólk sem býr í Washington í Bandaríkjunum og hafði nýverið fest kaup á húsi skammt suður af borg- inni. Fljótlega fór hins vegar að koma í ljós að dýralífið í kringum húsið var umfangsmeira en þau höfðu áttað sig á er slöngur fóru að venja komur sínar í þvottahúsið. Í flestum tilvikum mun vera um hættulaus dýr að ræða en á þessum slóðum er hins vegar einnig að finna eitraðar slöngur sem geta verið stór- hættulegar. En jafnvel þótt ekki sé um eiturslöngur að ræða þótti þessu fólki ekki gaman að þurfa að eiga von á slíkum gestakomum í húsið. Eina lausnin var að fá sér hund sem hægt er að þjálfa í slönguveiðum. x x x VIÐ erum hins vegar ekki alveglaus við óskemmtilegt dýralíf. Líkt og varla hefur farið framhjá neinum Reykjavíkurbúa hafa geit- ungar tekið sér bólfestu í höfuðborg- inni og virðist stofninn stækka með ári hverju. Í æsku Víkverja voru geitungar álíka framandi fyrirbæri og slöngur og kakkalakkar eru nú til dags. Þetta voru „útlensk“ fyrirbæri sem vöktu skelfingu meðal íslenskra barna er þau börðu þau fyrst augum. Nú verðum við hins vegar að sætta okkur við að þeir séu komnir til að vera. Vonandi verður sú ekki raunin um önnur og óskemmtilegri skor- kvikindi sem stundum slæðast hing- að til lands. IDOL stjörnuleitin hefur varla farið fram hjá mörg- um á Íslandi. Ungt fólk kemur og syngur fyrir dómnefnd. Svo eru 90 bestu valdir. Sú tala er helminguð niður í 45 manns. Núna um helgina voru teknir 13 manns í burtu svo aðeins 32 standa eftir. Mér finnst þeir Simmi og Jói standa sig alveg frá- bærlega í því sem þeir eru að gera. Þeir hugga hvern þann sem út fer með tár og gæta þess að enginn fari út ósáttur. Einnig eru þeir mikið í sambandi við kepp- endur. Þeir tala við fólkið áður en það fer inn og svo spyrja þeir hvernig hafi gengið. Frábært hjá ykkur, strákar, og þessi þáttur er eitthvað sem fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara. En hins vegar finnst mér stundum fulllangt gengið og dónalegt af þeim sem velja myndefni í þáttinn að sýna það þegar fólk kemur hágrátandi út í nærmynd. Það er kannski sýnt í smá tíma. Mér finnst að þeir sem stjórna þessu ættu að virða tilfinningar fólks sem fer í þetta og fer út með brostnar vonir. Ekki að vera að sýna myndir sem eru teknar alveg ofan í fólki þegar það er að jafna sig. Mér þætti gaman að sjá aðra segja skoðun sína á þessu. En annars er Idol hinn besti þáttur fyrir utan þetta smáatriði. Ungur sjónvarpsáhorf- andi og háskólanemi. Þakkir ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu fyrir frá- bæra þjónustu í versluninni Símabæ í Ármúla. Elín. Tapað/fundið Geislaspilari og diskar týndust 15. JÚLÍ sl. kom 11 ára drengur með flugi frá Ísa- firði og var hann á leið til ömmu sinnar í Reykjavík. Hann hafði með sér geisla- spilarann og geisladiskana sína í svartri tösku. Ein- hverra hluta vegna tapaði hann töskunni sinni á leið- inni, líklega í flugvélinni, flugstöðinni, strætóskýlinu, við flugstöðina eða í stræt- isvagni leið 5 frá flugstöð- inni inn í Laugarnes. Tösk- unnar er sárt saknað. Sá sem hefur fundið töskuna eða fengið hana afgreidda í flugstöðinni er vinsamlega beðinn að hafa samband í símum 553 6396, 895 6395, 568 9628 eða 860 2811. Hálsfesti týndist GULLFESTI með hvítum steini týndist, líklega sl. vetur. Hennar er sárt sakn- að. Fundarlaun. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 5922. Dýrahald Páfagaukur í óskilum GRÆNN páfagaukur fannst í austurhluta Foss- vogs sunnudaginn 19. októ- ber. Upplýsingar í síma 896 9692 eftir kl. 15. Fress í óskilum GULUR og hvítur fress- köttur heldur til við heimili okkar á Sundlaugavegi. Hann hefur verið hér síðan í apríl/maí og sýnir ekki á sér fararsnið. Hann er ógeltur og ómerktur. Ef einhver í hverfinu kannast við kisa væri gott að heyra frá viðkomandi. Sigrún og Már í síma 568 8863 og gsm 822 9688. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Idol stjörnuleitin Morgunblaðið/Ómar LÁRÉTT 1 endingargóður, 8 un- aðurinn, 9 neita, 10 setti, 11 minnka, 13 hindrun, 15 málms, 18 laumast burt, 21 tók, 22 her- manna, 23 bætir við, 24 land í Evrópu. LÓÐRÉTT 2 andstaða, 3 ávöxtur, 4 ekki rétt, 5 orðrómur, 6 yfirsjón, 7 grátsog, 12 stórfljót, 14 kærleikur, 15 harmur, 16 svart- fuglar, 17 brestir, 18 hvell, 19 stormsveipur- inn, 20 hæverska. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 röska, 4 bylur, 7 Skúli, 8 óljós, 9 náð, 11 alur, 13 hrum, 14 ágóði, 15 burð, 17 kjól, 20 gat, 22 leðja, 23 aftan, 24 rengi, 25 fenna. Lóðrétt: 1 ræsta, 2 skútu, 3 alin, 4 blóð, 5 lýjur, 6 ræs- um, 10 ámóta, 12 ráð, 13 hik, 15 bælir, 16 ræðin, 18 jat- an, 19 ginna, 20 gapi, 21 tarf. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.