Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÝSKA handknattleiksliðið Hamburger SV þarf að losa sig við a.m.k. fjóra leikmenn til þess að draga úr kostnaði við rekstur liðsins, sem glímir nú við nokkra fjárhagsörðugleika. HSV varð til fyrir nokkrum miss- erum þegar nokkrir peningamenn í Hamborg ákváðu að reisa handknattleikslið borgarinnar við og sameina það Bad Schwartau sem komið var að fótum fram vegna peningaleysis. Fóru forvígismenn HSV mikinn við kaup á sterkum handknattleiksmönnum, m.a. Tom- as Svensson, landsliðsmarkverði Svía, og frönsku Gille- bræðrunum. Þá flutti félagið í glæsilega íþróttahöll í Hamborg, Color Line Arena. Vel hefur gengið innan vallar og er HSV nú í öðru sæti 1. deildarinnar. Það hefur hins vegar ekki nægt til þess að ná endum saman og eiga nokkrir leikmenn inni laun frá því í maí auk bónusgreiðslna frá síðustu leiktíð. Til þess að laga stöð- una ætlar félagið að selja a.m.k. fjóra leikmenn, þeirra á meðal er Norðmaðurinn Simon Muffetangen og landi hans Tormod Moldestad, Svíinn Peter Möller og dansk- marokkóski leikmaðurinn Mustafa Taj. Rýmingarsala hjá Hamburger SV HARALDUR Ingólfsson var hetja norska 1. deildarliðsins Raufoss á sunnudag er hann skoraði sigur- markið í 3:2 sigri liðsins gegn Mandalskamaratene og tryggði liðinu mikilvæg stig í baráttunni um sæti í úrvalsdeild. Haraldur kom inná sem varamaður þegar átta mínútur voru eftir af venju- legum leiktíma og hann sendi knöttinn í netið þegar rúmlega 2 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Markið gerir það að verkum að gríðarlegur áhugi er nú þegar fyrir leik Raufoss gegn Sande- fjord næsta sunnudag, í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fær tækifæri til þess að leika um laust sæti í úrvalsdeild – gegn þriðja neðsta liði úrvalsdeildar. For- ráðamenn Raufoss búast við allt að 4.000 áhorfendum á leikinn og segja að tekjur af þeim leik geti skipt nokkrum milljónum ísl. kr. Haraldur segir í viðtali við staðarblaðið í Raufoss að hann vonist til þess að fá að leika frá upphafi í leiknum gegn Sande- fjord og það yrði mikil ánægja að taka þátt í því að koma liðinu í þá aðstöðu að leika um laust sæti í úrvalsdeild. „Ég mun samt sem áður ekki skipta um skoðun hvað varðar heimferð okkar, en það væri yndislegt ef Raufoss færi upp í úrvalsdeild.“ segir Har- aldur Ingólfsson. Miklar tekjur af marki Haraldar Hannes Þ. Sigurðsson fagnar hér marki sem hann skoraði fyrir Viking gegn Moss. Hann vill nú fara frá Stavanger.  HALLDÓR Sigfússon var með eitt mark fyrir Frisenheim þegar liðið tapaði 30:27 fyrir Willstätt/Schutt- erwald í suðurhluta þýsku 2. deild- arinnar í handknattleik um síðustu helgi. Frisenheim er í 13. sæti af 18 liðum í deildinni með fimm stig.  ÁSDÍS Sigurðardóttir var í liði TuS Weibern sem tapaði fyrir Buxtehuder SV, 29:22 í þýsku 1. deildinni í handknattleik kvenna. Ás- dís skoraði ekki í leiknum. Weibern er í sjöunda sæti deildarinnar af tólf liðum með 7 stig.  DAGNÝ Skúladóttir var með eitt mark fyrir TV Lützellinden þegar liðið lagði Borussia Dortmund, 24:23, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. TV Lützellinden er í fimmta sæti með átta stig.  HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði sjö mörk fyrir Tvis/- Holstebro þegar liðið tapaði 22:20 á heimavelli fyrir Silkeborg-Voel KFUM í vesturhluta dönsku 1. deild- arinnar í handknattleik. Hanna Stef- ánsdóttir þótti leika vel fyrir Tvis/ Holstebro í leiknum, skoraði fjögur mörk, og var frammistaða hennar lofuð á heimasíðu félagsins líkt og frammistaða Helgu Torfadóttur, markvarðar. Inga Fríða Tryggva- dóttir skoraði ekki í leiknum fyrir Tvis. Kristín Guðmundsdóttir, leik- ur einnig með liðinu.  JÓN Arnór Stefánsson lék sex mín. með Dallas Mavericks, er liðið lagði San Antonio Spurs í fyrrinótt, 89:84. Jón Arnór náði ekki að skora.  MAGNÚS Magnússon, KR, var ekki langt frá því að komast í 8- manna úrslit á Evrópumóti einstak- linga í keilu, sem fór fram í Vínar- borg á dögunum. Hann hafnaði í ell- efta sæti, af 38 landsmeisturum, með 205 í meðalskor, aðeins 43 pinnum frá átta manna úrslitum. Fyrsta dag- inn lék hann 1.539, annan daginn 1.652 og þann þriðja 1.733.  ELÍN Óskarsdóttir varð í 23. sæti í kvennaflokki, en 37 landsmeistarar voru með í keppni kvenna í Vín. Meðalskor hennar var 178 pinnar. Hún lék fyrsta keppnisdaginn á 1.438, síðan 1.314 og 1.524.  ÞÝSKI landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu Christoph Metzelder, sem leikur með Dortmund, þarf að gang- ast undir aðra aðgerð vegna meiðsla í hásin en hann hefur verið frá keppni og æfingum frá því í mars þegar hann þurfti að fara undir hníf- inn. Reiknað er með að hann verði frá í þrjá mánuði til viðbótar.  NOLBERTO Solano er sagður hafa óskað eftir því í gær að verða leystur undan samningi við New- castle eftir áramót þegar opnað verður fyrir kaup og sölu á leik- mönnum í Evrópu. Solano hefur ver- ið hjá Newcastle í fimm ár. FÓLK Tryggvi Guðmundsson, sem und-anfarin ár hefur verið á meðal markahæstu leikmanna deildarinn- ar, hefur aðeins skorað 2 mörk, einu marki minna en markahæstu Íslend- ingarnir í deildinni, Helgi Sigurðs- son og Hannes Þ. Sigurðsson. Haraldur Ingólfsson, sem leikur með Raufoss í 1. deildinni, hefur komið mest við sögu af íslenskum knattspyrnumönnum í Noregi í ár en Skagamaðurinn hefur skorað 15 mörk fyrir lið sitt og er á meðal markahæstu leikmanna deildarinn- ar. Hér á eftir getur að líta tölulegar staðreyndir um Íslendingana í norsku knattspyrnunni.  Árni Gautur Arason, Rosenborg, hefur spilað einn leik í deildinni.  Tryggvi Guðmundsson, Stabæk, 14 leikir (12 í byrjunarliði), 2 mörk.  Hannes Þ. Sigurðsson, Viking, 21 leikur (aldrei í byrjunarliði), 3 mörk.  Ríkharður Daðason, Lilleström, 5 leikir (aldrei í byrjunarliði). Fór til Fredrikstad (1. deild) í september. 7 leikir (6 í byrjunarliði) 3 mörk.  Indriði Sigurðsson, Lilleström, 18 leikir (alltaf í byrjunarliði). Ekk- ert mark. Seldur til Genk í ágúst.  Gylfi Einarsson, Lilleström, 15 leikir (12 í byrjunarliði) 2 mörk.  Davíð Þór Viðarsson, Lilleström, 9 leikir (2 í byrjunarliði). Ekkert mark. Fótbrotnaði í ágúst.  Bjarni Þorsteinsson, Molde, 16 leikir (14 í byrjunarliði), ekkert mark.  Ólafur Stígsson, Molde, 13 leikir (8 í byrjunarliði), ekkert mark.  Helgi Sigurðsson, Lyn, 23 leikir (18 í byrjunarliði), 3 mörk.  Jóhann B. Guðmundsson, Lyn, 19 leikir (13 í byrjunarliði) 1 mark. Meiddist í lok ágúst og fór í upp- skurð á hné á dögunum.  Óskar Örn Hauksson, Sogndal, 2 leikir (báðir sem varamaður). Kom til félagsins frá Njarðvík í lok ágúst.  Haraldur Ingólfsson, Raufoss, 26 leikir (22 í byrjunarliði), 15 mörk. ÞAÐ er ekki hægt að segja að íslensku knattspyrnumennirnir hafi gert neinar rósir í norsku úrvalsdeildinni þetta árið. Flestir þeirra hafa átt á brattann að sækja og til að mynda hefur landsliðsmark- vörðurinn Árni Gautur Arason aðeins leikið einn af 24 leikjum Rosenborg í deildinni. Íslendingarnir í Noregi hafa hægt um sig FLAUTAÐ verður til leiks á Íslandsmótinu í blaki í kvöld þegar Þróttur Reykjavík og ÍS reyna með sér í 1. deild karla í Hagaskóla og Þróttur Reykjavík og HK eigast við í 1. deild kvenna. Nú í vetur verður í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið keppt í tveimur deildum karla og kvenna á Íslandsmótinu. Í 1. deild karla taka fjögur lið þátt, HK, ÍS, Stjarnan og Þróttur Reykjavík og í 1. deild kvenna leika einnig fjögur lið, það eru HK, KA, Þróttur Neskaupstað og Þróttur Reykjavík. Leikin verður fjórföld umferð í báðum deildunum og svo úr- slitakeppni að deildakeppni lokinni. Í 2. deild karla taka fjögur lið þátt í Suðurlandsriðli og þrjú lið í Norðurlandsriðli en í 2. deild kvenna taka níu lið í tveimur riðlum þátt í á Suðurlandi og fimm lið eru í Norðurlandsriðli. Efstu lið í riðlunum spila til úr- slita í 2. deild. Átta lið taka þátt í bikarkeppni karla og þrettán lið í bikarkeppni kvenna á vegum BLÍ í vetur. Varðandi uppbyggingu blakíþróttarinnar er átak í gangi hjá BLÍ að koma á krakkablaki hjá félögunum, auk þess að hafa hæfileikabúðir fyrir efnilega krakka. Tvær deildir karla og kvenna í blaki Tranmere vill fá Julian frá ÍA KNATTSPYRNUFÉLAG ÍA hefur fengið beiðni frá enska 2. deildarfélaginu Tranmere Rovers um að fá Julian Johnsson, fær- eyska landsliðsmanninn í knattspyrnu, í sínar raðir. Julian kom til liðs við Skagamenn í júní frá B36 í Þórshöfn og þeir sömdu við hann í kjölfarið til næstu tveggja ára. Hann var einn besti leik- maður þeirra seinni hluta tímabilsins og lék alla leiki liðsins eftir að hann kom til landsins, ávallt í byrjunarliði. „Málið er í skoðun hjá okkur en við höfum engan áhuga á að láta Julian fara, viljum hafa hann áfram í okkar röðum,“ sagði Gunnar Sigurðsson, formaður meistaraflokksráðs ÍA, við Morgunblaðið í gær. Tranmere kemur frá Birkenhead, útborg Liverpool, og er í 19. sæti af 24 liðum í ensku 2. deildinni en liðið lék lengi í 1. deild og vakti þá oft athygli fyrir frammistöðu sína í bikarmótunum. Það féll úr 1. deildinni vorið 2001. Julian, sem er 28 ára miðjumaður og hefur spilað 52 landsleiki fyrir Færeyjar, hefur leikið í Englandi. Hann lék um tíma með Hull í 3. deild en dvaldi ekki lengi þar af persónulegum ástæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.