Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 4. með ísl. tali.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. kl. 6, 8.30 og 11. B.i. 16. Kl. 10.15 B.i. 16 Sýnd kl. 6 og 8.YFIR 18 000 GESTIR 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 4. með ísl. tali. Miðav erð kr. 50 0 Miðav erð kr. 50 0 TOPP MYNDINÁ ÍSLANDI! BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ 4. myndin frá Quentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 12. Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára. 4 myndin fráQuentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ Miðav erð kr. 50 0 Sýnd kl. 6. Skonrokk FM909 TOPPMYNDINÁ ÍSLANDI!  Kvikmyndir.com HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ FIMMTUDAGUR Það veldur sannarlega lúmskri tog- streitu að standa frammi fyrir þessu mikla úrvali á Airwaves. Há- tíðin hófst reyndar daginn áður með rafstuði á Kapital og Sirkus en frá og með þessum degi var allt sett í botn. Og nú var bara að bíta á jaxlinn, velja kalt og taka rúntinn. The Lovers, ný sveit Þórunnar Ant- oníu, lék á Nasa. Ekki fannst mér nú mikið til koma, lagasmíðarnar afskaplega þunnar og óspennandi. Hún kann þó að syngja stelpan. Þá var það yfir á Vídalín þar sem Ingi- björg Stefánsdóttir var að kynna sig sem sólólistamann. Með henni léku nokkrir ungir djassboltar. Tónlistin var hins vegar í ætt við það sem Lovers voru að gera, lítið spennandi. En bíðum og sjáum, þetta var nú bara frumraunin. Ei- vör Pálsdóttir var á Nasa og þar lifnaði heldur betur yfir sviðinu. Ei- vör er snillingur og náttúrubarn þegar kemur að tónlistinni. Hún, og sveitin hennar, ættu samt að passa sig á loftfimleikunum. Svanur Kristbergsson (fyrrum Birthmark- liði) kom skemmtilega á óvart á Ví- dalín. Einn með gítarinn og harla forvitnilegt. Ljúf söngvaskáldas- temning sem hitti vel í hjartað. Mel- odikka, glæný sveit, kom þó enn meira á óvart. Melódískt (eins og nafnið gefur til kynna) háskólarokk í anda 10.000 Maniacs, Spilverksins og múm. Flottar raddanir og flott á sviði. Lofar mjög góðu. Hápunktur: Melodikka. FÖSTUDAGUR Han Solo, tiltölulega ný rokksveit, lék á Vídalín. Fremur hefðbundið síðrokk í anda Mogwai og Slint en framreiðslan var kröftug og einlæg. Á Gauknum voru Mausverjar að spila og voru frábærir. Klappaðir upp tvisvar og voru einhvern veg- inn alveg að taka þetta. Síðasta plata þeirra, Musick, er líklega þeirra besta verk til þessa (hugs- anlega gæti Ghostsongs skákað henni). Þeir hafa einfaldlega aldrei verið betri. Brain Police olli aftur á móti vonbrigðum. Sveitin er alla jafna frábær tónleikasveit en, af einhverjum ástæðum, voru „bylgj- urnar“ ekki að flæða í áttina til þeirra þetta kvöldið. Á Vídalín átti Mike Pollock að vera að spila en í hans stað var hins vegar eitthvert band sem ég hef aldrei heyrt getið, Lord Jack. Þeir voru að gera allt vitlaust með hressilegu „psycho- billy“. Svei mér þá gleðilegasta uppákoman á Airwaves. Þar á eftir tróð Örkuml upp með ný-sveitatón- listina sína. Banjóleikari, söngkona – sjö manns á sviðinu. Örkuml eru að dansa ágætlega um þessar mundir. Þar á eftir tróð Krummi Björgvins (söngvari Mínuss) upp sem Moody Company, studdur af Frans úr Ensími. Flott söngva- skáldadæmi í anda Jeff Buckley, Ed Harcourt og slíkra manna. Drengurinn er listamaður! Á Nasa stóðu töffararnir í Singapore Sling sína plikt með sóma. Á eftir þeim komu svo The Kills, töffaradúet sem leikur sjúkt blúsrokk að hætti White Stripes og Jon Spencer Blu- es Explosion. Þetta var algerlega að gera sig. Svalt. Eftir þrjú lög með Kills hljóp maður svo yfir á Gaukinn þar sem New York-sveitin TV on the Radio var að leika. Frumlegur rokkbræðingur sem minnti í fljótu bragði á N*E*R*D. Mjög áhugavert og þess virði að fylgjast með í framtíðinni. Ég held að þeir séu bara búnir að gefa út eina stuttskífu til þessa. Bíðum spennt og núum saman höndum. Captain Comatose hélt síðan uppi frábæru dansstuði með súrrealísku húsi. Hápunktur: Maus. LAUGARDAGUR Botnleðja, þessi öldnu en eilíflega hressu rokkstríðshross, rokkaði vel feitt á Gauknum. Í Hafnarhúsinu var hins vegar Gísli, sem búsettur er í Noregi, að töfra mannskapinn. Hann kom með band með sér og renndi sér fumlaust í gegnum rokk, hipp-hopp og annað sem hann kærði sig um. Gísli er víst að kom- ast í álnir hjá stóru fyrirtækjunum úti í heimi og meira en verðugt að fylgjast með pilti. Settið hans var frábært. Á Gauknum hafði myndast mikil stemning fyrir Mínusi og sveitin skiluðu sínu vel. Það er ann- aðhvort í ökkla eða eyra með þessa vetrardrengi en í þetta skiptið gekk allt saman upp. Merkilegt hvernig þeir eru búnir að færa sig úr sköll- óttum harðkjarna yfir í síðhært og bartavænt ofurrokk að hætti Guns’n’Roses og Black Crowes. Rokksveit Íslands, ég heilsa þér! Hápunktur: Gísli. Þægilega fastur í loftbylgjum TÓNLIST Tónleikar Yfir hundrað sveitir og listamenn komu fram á Iceland Airwaves 2003. Tónleik- arnir fóru fram víðsvegar um miðbæ Reykjavíkur. Tónleikahátíð Iceland Airwaves 2003 Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Þórunn Antónía Morgunblaðið/Árni Torfason Morgunblaðið/Árni Torfason The Kills Morgunblaðið/Árni Torfason Maus Arnar Eggert Thoroddsen Gísli DANSLEIKHÚS með Ekka frumsýndi á sunnudag leikgerð frönsku 18. aldar skáldsögunnar Hættuleg kynni eftir Chodelos De Laclos, á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningin þótti heppnast afar vel og voru bæði leikarar og frumsýning- argestir glaðir í bragði eftir frumsýninguna. Leikstjóri verksins er Aino Freyja Järvelä en leikarar eru fimm, þau Agnar Jón Egilsson, Jón Páll Eyjólfsson, Kolbrún Anna Björnsdóttir Krist- jana Skúladóttir og Vala Þórsdóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Leikararnir Kolbrún Anna Björnsdóttir og Jón Páll Eyjólfsson. Frumsýndu Hættuleg kynni Agnar Jón leikari og Aino Freyja Järvelä leikstjóri alsæl eftir sýninguna. TÍU kvikmyndir sem eiga það sam- eiginlegt að fjalla um alþjóðamál verða sýndar á heimildamyndahátíð Gagnauga og Fróða, félags sagn- fræðinema, sem hefst í dag. Fjalla myndirnar um umdeild og pólitísk málefni eins og hryðjuverk- arárásirnar á Bandaríkin 11. sept- ember 2001, Malcom X og mannrétt- indabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum og Persaflóastríðið 1991. „Það sem vakir fyrir okkur er að upplýsa fólk. Umræðan í fjöl- miðlum hér er stundum frekar yf- irborðskennd og einsleit og vildum við gefa fólki færi á að fá annað sjón- armið,“ segir Stefán Þorgrímsson, formaður Fróða. Stefán var einmitt einn þeirra sem stóðu að því að sýna heimildarmyndir um alþjóðamál í tjaldi við Tjörnina í sumar og segir það hafa hlotið góð viðbrögð. Sumar myndanna sem sýndar voru þá eru líka sýndar nú, auk nokkurra nýrra. Sýningar verða á þriðjudögum í Háskólabíói, á miðvikudögum í MÍR, á fimmtudögum í Árnagarði í Há- skóla Íslands og á sunnudögum á Nellys. Hátíðin hefst í dag kl. 14.30 á sýningu myndarinnar Plan Col- ombia sem fjallar um kókaínbaróna í Kólumbíu og baráttu Bandaríkjanna gegn þeim. Strax á eftir verður svo sýnd Jenin Jenin þar sem fjallað er um árás Ísraelshers á Jenin- flóttamannabúðirnar í apríl 2002. Eiturlyfjabarónar og hryðjuverkaárásir Heimildamyndahátíð hefst í dag Miðaverð er 200 kr. www.gagnauga.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.