Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 51 FJÖLDI fólks lagði leið sína í Austurbæ um helgina og fylgdist með þegar stæltasta fólk landsins keppti sín á milli um Íslands- meistaratitilinn í vaxtarrækt. Sigurvegarar mótsins í heild voru þau Magnús Bess Júlíusson í karlaflokki og Margrét Sigurð- ardóttir í kvennaflokki. Í flokki kvenna þyngri en 57 kg sigraði Margrét Sigurðardóttir og í -52 kg flokki varð Adríana Pét- ursdóttir hlutskörpust. Í flokki karla þyngri en 90 kg sigraði Magnús Bess Júlíusson en í -90 kg flokki bar Magnús Þ. Samúelsson sigur úr býtum. Í karlaflokki -75 kg varð Trausti Ívarsson í fyrsta sæti og í -80 kg flokki sigraði Sig- urður Kjartansson. Í flokki unglinga +80 var Ólaf- ur S. Bergsteinsson í fyrsta sæti og í -80 flokknum sigraði Úlfar G. Finsen. Margrét Sigurðardóttir, sigurveg- ari mótsins í kvennaflokki og +57 kg flokki. Við hlið hennar er Adriana Pétursdóttir sem varð hlutskörpust í -52 kg flokki. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigurvegari mótsins í karlaflokki og +90 kg flokki, Magnús Bess Júl- íusson, hampar bikarnum. Íslandsmeistaramótið í vaxtarrækt Magnús Bess og Margrét sigruðu DÓMARI í Michigan í Bandaríkj- unum vísaði á bug málsókn fyrrver- andi skólafélaga rapparans Em- inems og var dómurinn að hluta til ritaður að hætti rappara. Í neðanmálsgrein dómsúrskurð- arins, sem kveð- inn var upp á föstudag, eru dómsorðin í bundnu máli. Deborah Servitto kvað upp dóminn en greint var frá honum í dagblaði í gær. Í kvæðinu segir m.a. að það sé endanleg ákvörðun dómstólsins að úrskurða Eminem í hag („It is therefore this Court’s ultimate position, that Em- inem is entitled to summary disposi- tion.“) DeAngelo Bailey kærði Em- inem fyrir ærumeiðandi ummæli í lagi rapparans „Brain Damage“ sem er að finna á diskinum The Slim Shady LP sem gefinn var út 1999. Í texta Eminems segir m.a.: „Ég var áreittur daglega af feitum strák að nafni DeAngelo Bailey. Strákur í áttunda bekk sem var óþolandi tappi af því að pabbi hans var hnefaleikakappi.“ „Hann skellti höfði mínu utan í þvagskálina þar til hann nefbraut mig, gegnvætti föt mín blóði, greip mig og reyndi að kyrkja.“ Dómari komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að taka lagatexta Eminems alvarlega þeir væru einungis ýkjusögur af athæf- um barns. (e. „stories no one would take as fact, they’re an ex- aggeration of a childish act.“) Bail- ey, 32 ára, fór fram á eina milljón dala í bætur, eða 76 milljónir króna, frá Eminem, 31 árs, sem heitir réttu nafni Marshall Mathers III. Lög- maður Baileys furðaði sig á dómn- um og meðfylgj- andi kvæði. „Ég veit ekki hvernig áfrýjunardóm- stóllinn mun líta á þetta,“ sagði Byron Nolen lög- maður … Pamela Anderson segist einungis eiga fimm til tíu ár eftir ólifað en hún er sem kunnugt er með sjúkdóminn lifrarbólgu C. Hún kveðst stunda heilbrigt líferni og vonast til að ná því að sjá syni sína tvo verða 21 árs. Kom þetta fram er hún var í viðtali hjá útvarpsmann- inum Howard Stern. Þar upplýsti hún einnig að sér hefði verið nauðg- að er hún var á táningsaldri og var það hennar fyrsta kynlífs- reynsla … Angelina Jolie á að hafa eytt viku í svítu með Val Kilmer á lúx- ushóteli í Beverly Hills. Haft er eft- ir innanbúð- arfólki á hótelinu að skötuhjúin, sem leika hjón í nýrri mynd um Alexand- er mikla, hafi varla komið út úr svít- unni allan sólarhringinn en nýtt sér óspart herbergisþjónustu hótels- ins … Natasha Hamilton úr Atom- ic Kitten hefur ákveðið að taka sér frí frá vinnu samkvæmt ráðlegg- ingum lækna sem telja hættu á að hún ofgeri sér og fái taugaáfall. Hljómsveitin aflýsti tveimur tón- leikum af þessum sökum um helgina þar sem Natasha var of þreytt til að koma fram. FÓLK Ífréttum KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir í kvöld kvikmyndina Lili Marleen eftir leikstjórann Rainer Werner Fassbinder, í kvöld. Sýningin fer fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði, hefst kl. 20 og kostar 500 krónur inn. Þá er hún endursýnd á laug- ardag kl. 16. Leikkonan Hanna Schygulla leikur hér söngkonuna Wilkie í Þýskalandi nasistatímans en hún er ástfangin af gyðingnum Robert sem tekur þátt í anspyrnu gegn nasistum, en hann er leikinn af Giancarlo Giannini. Myndin var á sínum tíma sýnd í Regnboganum við töluverðar vinsældir. Lili Marleen í Bæjarbíói Nýr og betri Sýnd kl. 10. Síð. Sýn. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8. ELEPHANT SG DV MBL Sýnd kl. 6. BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ Sýnd kl. 6, 8.30 og 11. B.i. 16. www .regnboginn.is SV MBL 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 8. DOGVILLE TOPP MYNDINÁ ÍSLANDI! 4. myndin frá Quentin Tarantino Hverfisgötu  551 9000 BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ www.laugarasbio.is 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 6. Bara sýnd um helgar Sýnd kl. 8 og 10.30. Sýnd kl. 6. Með ísl tali Sýnd kl. 8 og 10.30. SV MBL Miðav erð kr. 50 0 TOPP MYNDINÁ ÍSLANDI! BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN! 4. myndin frá Quentin Tarantino Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára. Næsta tölublað af tímaritinu sem fjallar um mat og vín, fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 25. október n.k. Stærð tímaritsins er 25x36. Pantanafrestur auglýsinga er til þriðjudagsins 21. október kl. 16. Auglýsendur! Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Frítt til áskrifenda Morgunblaðsins! m TÍMARITUMMAT&VÍN270620035102003 Í A IT UM A m m TÍMARIT UM MAT & VÍN092003 3.TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.