Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.10.2003, Blaðsíða 52
KVIKMYNDIN Bana Billa (Kill Bill) eftir Quentin Tarantino er á toppnum í Bandaríkjunum og var frumsýnd hérlendis um helgina. Förðunarmeistarinn Heba Þór- isdóttir sér um förðun í myndinni og hefur góða reynslu af því að vinna með Tarantino. „Þetta var alveg frá- bært. Quentin er algjör meistari á tökustað. Hann er mikill snillingur. Til dæmis notar hann enga „monit- ora“ á settinu heldur situr fyrir framan myndavélina. Þetta er mjög óvenjulegt og minnir á gömlu leik- stjórana,“ segir hún. Maður orða sinna Tarantino er maður orða sinna eins og Heba hefur komist að en að- dragandinn að því að hún fór að vinna við myndina er skemmtilegur. „Ég fór í heimsókn á tökustað á Jackie Brown. Ég hafði áður verið að vinna með David Lynch og þegar ég kom fannst mér það minna á stemn- inguna á tökustað hjá David. Bæði tilfinningin á tökustaðnum og hvern- ig hann rekur hann. Það er mikið hlegið og haft gaman af hlutunum. Andrúms- loftið var alveg frá- bært,“ segir Heba, sem kom þessum áhuga til skila. „Ég sagði við hann: Quentin, ég verð að fá að vinna með þér í næstu myndinni þinni, mér er alveg sama þótt ég verði að sópa gólf! Hann hringdi í mig sex árum seinna og sagði: Heyrðu ég man alltaf eftir því þegar þú sagðist vilja vinna í minni næstu mynd. Núna er ég að fara að gera mynd,“ segir hún um upphafið. Tvídrangar og Beverly Hills Heba hefur búið í 16 ár í Los Ang- eles og býr þar með tveimur sonum sínum. Hún kom til borgarinnar í þeim tilgangi að læra förðun rúm- lega tvítug að aldri. Hún býr svo vel að eiga stórfjölskyldu í Los Angeles en tvær systur hennar búa þar einn- ig og er önnur þeirra gift Sigurjóni Sighvatssyni. „Á meðan ég var í skólanum byrjaði ég að vinna á setti með Jonna, að sjá um matinn þar og svona og líka læra enskuna,“ segir hún. Hún hefur m.a. starfað með David Lynch í Tvídröngum (Twin Peaks), bæði í þáttunum og myndinni, og líka vinsælu framhaldsþáttunum Beverly Hills 90210. Heba vann við gerð rokkmyndbanda í mörg ár og svo líka auglýsingagerð. Einnig hef- ur hún starfað við tímarit og segir að vart sé hægt að finna betri borg en Los Angeles að búa í sem förð- unarmeistari þótt hún viðurkenni að hún sakni Íslands, sérstaklega eftir heimsóknir. Enginn harðstjóri Hún segir gott að vinna með Tar- antino. „Hann hlustar á alla, til dæmis ef einhver kemur fram með góða hugmynd og hugmyndin er not- uð, þá færðu verðlaun. Hann er eng- inn harðstjóri,“ segir Heba, sem dvaldi í Kína við tökur í nokkra mán- uði. „Áhugi Quentins á kvikmyndum, bæði að horfa á þær og eins að búa þær til, er svo smitandi að í enda dags vildu fáir fara heim! Þetta var eins og að fara heim til Quent- ins að leika sér. Við vor- um eins og samrýnd fjölskylda,“ segir Heba. Hún segir handbragð Tarantinos auðþekkj- anlegt. „Í öllum slags- málaatriðunum sérðu alveg að Quentin er að leikstýra þeim. Hann leikstýrði þessu frá A til Ö og hans handbragð er á öllu,“ segir hún. Master Yuen Wo Ping var ráð- gjafi Tarantinos í bardagaatriðunum en leikstjórinn útfærði þau sjálfur öfugt við það sem var í t.d. í Matrix- myndunum þar sem Yuen Wo Ping sá alfarið um útfærsluna. Áhersla á augun Áherslan var lögð á augun í förð- uninni en Tarantino vildi hafa förð- unina náttúrulega. „Það var gaman að vinna að förðuninni með honum. Hann vildi fá náttúrúlega förðun á alla. Myndin er tekin í anda mynda- sagna og fannst mér viðeigandi að leggja aðaláhersluna á augun á leik- urunum. Eins og með Daryl Hannah þá var það mikil áskorun þar sem hún er bara með eitt auga (en hitt hylur leppur). Spurningin var hvern- ig maður gat gert hana áberandi. Fólk notar svo mikið augun til að tjá sig. Það var gaman að reyna að vinna úr því. Við notuðum mikið af fölskum augnhárum og þess háttar til að draga augun fram,“ segir Heba. Aðspurð segir Heba ánægjulegt að taka þátt í mynd, sem nýtur svona velgengni. „Það er náttúrulega rosa gaman,“ segir Heba sem fór á frum- sýninguna á Bana Billa í New York og Los Angeles. Cate Blanchett næst Vinna við kvikmyndir er mikil tarnavinna og vinnudagurinn oft langur. „En sem betur fer er Quent- in ekkert sérlega morgunglaður þannig að við byrjuðum ekkert á ókristilegum tíma nema þegar við vorum að taka úti. Vinnudagurinn er langur og í Kína unnum við oft 17–18 tíma á dag,“ segir Heba. Heba er komin til Rómar þar sem hún dvelst í tvo mánuði í vinnu við nýjustu mynd Wes Andersons (The Royal Tenenbaums). Um er að ræða myndina Life Aquatic, þar sem Heba verður sérlegur förð- unarmeistari Cate Blanchett, en einnig leika í myndinni Bill Murray, Anjelica Huston, Owen Wilson og Willem Dafoe. Heba er ánægð með að vera komin aftur í kvikmyndabransann eftir nokkurt hlé. „Þetta er erfiður bransi, en mér finnst þetta skemmtilegt.“ Heba Þórisdóttir er förðunarmeistari í Bana Billa, nýrri mynd frá Quentin Tarantino Hringdi sex árum seinna Leikkonurnar Lucy Liu (O-Ren Ishii) og Julie Dreyfus (Sofie Fatale) úr Bana Billa slappa af ásamt Hebu Þór- isdóttur í grillveislu, sem haldin var í góða veðrinu í Kaliforníu í tengslum við myndina. Heba að störfum á settinu á Bana Billa. Hér er hún að setja blóð í augun á Chiaki Kuriyama, sem leikur Go Go Yubari. Íslensk kona hafði yfirumsjón með förðun í nýjustu mynd Quentins Tarantinos. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Hebu Þórisdóttur í Los Angeles um samskiptin við meistarann. ingarun@mbl.is Áhugi Quentins á kvikmyndum er svo smitandi að í enda dags vildu fáir fara heim! Þetta var eins og að fara heim til Quent- ins að leika sér. 52 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að.  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL Sýnd kl. 6. SG MBLSG DV Sýnd kl. 5.50, 8, 9.05 og 10.15. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10. B.i. 16.Kl. 6 og 8. B.i. 14. 6 Edduverðlaunl  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” ATH!AUKASÝNINGKL. 9.05 Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.