Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MÖGULEIKAR Á BATA Laufey Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins, greindi frá því í erindi í gær að um 1.700 konur sem greinst hefðu með brjósta- krabbamein væru nú á lífi og hefðu margar þeirra læknast. Góðir mögu- leikar væru á því að konur sem greindust með brjóstakrabbamein næðu bata. Nýtt félag um rækjuvinnslu Vísir hf. í Grindavík hefur keypt allan hlut Húsavíkurbæjar í Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur en bærinn hefur ákveðið að leggja í staðinn 150 milljónir í hlutafé nýs félags sem stofnað verður um rækjuvinnslu á Húsavík. Stefnt er að aukinni rækju- vinnslu á Húsavík í framtíðinni. Greiðslustöðvun hafnað Beiðni Ferskra afurða um áfram- haldandi greiðslustöðvun var hafnað af Héraðsdómi Norðurlands vestra í gær. Strax og niðurstaðan lá fyrir óskaði Kaupþing-Búnaðarbanki eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjald- þrotaskipta. Búast má við eldgosi Mælingar á landhæðarbreytingum í Grímsvötnum og Kötlu sýna að landris hefur átt sér stað. Jarðvís- indamenn segja að búast megi við eldgosi í Kötlu nánast hvenær sem er og eldgosi í Grímsvötnum hugs- anlega á næstu tveimur árum. Eldislax ógnar villtum Sleppi eldislax ítrekað úr kvíum getur hann hæglega útrýmt villtum laxastofnum í Norður-Atlantshafi. Þetta er niðurstaða umfangsmikilla rannsókna er staðið hafa í tíu ár í Skotlandi og Írlandi. Snurða á þráðinn Snurða hljóp á þráðinn í frið- arumleitunum á Norður-Írlandi í gær. Leiðtogi Sambandssinna sagði ekki nægar upplýsingar liggja fyrir um afvopnun Írska lýðveldishersins, og gæti því ekki heitið þátttöku í end- urreisn n-írsku heimastjórnarinnar. Heita samstarfi Stjórnvöld í Íran lýstu því yfir í gær, að þau ætluðu að hafa „fullt samstarf“ við eftirlitsmenn Al- þjóðlegu kjarnorkumálastofnunar- innar, og engin áform væru uppi um að smíða kjarnavopn.  MÓTORHJÓLADELLA  KONA STÝRIR B&L  SIGRAR SCHUMACHERS RISA JEPPADEKK  BÍLLINN OG VETURINN  LÍFRÆNT ELDSNEYTI  STÆRRI OG BREYTTUR AUDI A3 VEL SMÍÐAÐUR OG VANDAÐUR FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is KIA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Láttu flér ekki ver›a kalt! Fjarstart með eða án þjófavarnar. Hlýleg tilhugsun. S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Kirkjustarf 34 Viðskipti 12 Minningar 34 Erlent 13/15 Bréf 36 Höfuðborgin 18 Staksteinar 38 Akureyri 19 Dagbók 38/39 Suðurnes 20 Íþróttir 40/41 Landið 21 Fólk 44/49 Listir 23/24 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Viðhorf 30 Veður 51 * * * MÆLINGAR á landhæðarbreytingum í Gríms- vötnum og Kötlu sýna glögg merki um landris og má búast við eldgosi í báðum þessum eldstöðvum fyrr en síðar. Í Grímsvötnum hefur átt sér stað stöðugt landris allt frá eldgosinu árið 1998. „Fjallið sjálft virðist vera komið í svipaða land- hæð og það var í fyrir gosið 1998. Túlkun okkar er sú að þrýstingurinn í kvikuhólfi undir Grímsvötn- um sé orðinn sambærilegur við það sem var fyrir eldgosið 1998 og þetta þýðir að mínu mati að það má búast við eldgosi í Grímsvötnum, hugsanlega á næstu tveimur árum. Menn ættu því að hafa varann á sér gagnvart Grímsvötnum með sama hætti og vegna Kötlu,“ segir Freysteinn Sigmundsson, forstöðumaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar. Mæla landris með nokkurra millimetra nákvæmni Hann greindi frá niðurstöðum mælinga jarðvís- indamanna á landrisi í Grímsvötnum og Kötlu í er- indi á haustfundi Jöklarannsóknafélags Íslands í gærkvöldi. Á síðustu árum hafa landmælingar með GPS- tækjum og svonefndum InSAR-ratsjármyndum valdið byltingu í könnun á eldfjöllum. Hægt er að mæla landris og sig með nokkurra millimetra ná- kvæmni og sjá þannig hvaða eldfjöll eru að þenjast út vegna þess að ný kvika hefur safnast fyrir undir þeim. Rannsóknarhópur á vegum Norrænu eld- fjallastöðvarinnar, Verðurstofunnar og Raunvís- indastofnunar HÍ hefur mælt landbreytingar við nokkur eldfjöll á síðustu árum, þar á meðal í Grímsvötnum og Kötlu. „Grímsvötn og Katla skera sig úr því þar sjáum við landris sem nemur nokkrum sentimetrum á ári. Það þýðir að það er kvika að flæða inn í þessi eldfjöll eftir mjóum aðfærsluæðum og hún safnast fyrir á litlu dýpi í jarðskorpunni. Landið rís og þrýstingur eykst í þessum kvikuhólfum. Í Kötlu staðfesta þessar mælingar það sem við jarðvís- indamenn höfum sagt, að búast megi við eldgosi í Kötlu nánast hvenær sem er úr þessu,“ segir Freysteinn. Aðspurður hvort búast megi við svipuðu eldgosi í Grímsvötnum og varð árið 1998 segir Freysteinn erfitt að segja til um það af nákvæmni en telja megi líklegt að eldgos þar yrði svipað og 1998. Mælingar jarðvísindamanna sýna stöðugt landris í Kötlu og Grímsvötnum Búast má við eldgosi í Gríms- vötnum innan tveggja ára HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hafnaði í gær beiðni Ferskra afurða á Hvammstanga um áfram- haldandi greiðslustöðvun. Strax og niðurstaðan lá fyrir óskaði Kaup- þing-Búnaðarbanki eftir því að fyr- irtækið yrði tekið til gjaldþrota- skipta. Ferskar afurðir fengu greiðslu- stöðvun 23. september sl. til þriggja vikna. Fyrirtækið óskaði eftir áfram- haldandi greiðslustöðvun, en Kaup- þing-Búnaðarbanki, sem er við- skiptabanki fyrirtækisins, lagðist gegn því að hún yrði veitt. Þegar greiðslustöðvun var veitt 23. september kom fram hjá lög- manni Ferskra afurða að félagið ætti fyrir öllum skuldum, en þegar farið var fram á framlengingu á greiðslu- stöðvun kom fram að 147 milljónir vantaði upp á að félagið ætti fyrir skuldum. „Það hefði átt að vera forgangs- verkefni sóknaraðila [Ferskar afurð- ir] að gera fullkomna grein fyrir ástæðum þessara breytinga er hann lagði fram beiðni um áframhaldandi greiðslustöðvun enda mátti honum vera ljóst að ein meginforsenda greiðslustöðvunarinnar í upphafi var góð eignastaða. Fyrir dóminn hafa ekki verið lögð gögn sem skýra lækkun á mati birgða til fulls. Þó svo fallist verði á að birgðir séu lágt metnar og raunvirði þeirra sé 55.000.000 til 75.000.000 króna meira en bókfært er eftir breytingu þá hef- ur verðmæti þeirra eigi að síður lækkað um meira en 110.000.000 króna,“ segir í forsendum úrskurð- arins. Verulegur ágreiningur aðila Í úrskurðinum segir að verulegur ágreiningur sé milli aðila máls um nánast alla hluti. Ekkert hafi þokast í samkomulagsátt á greiðslustöðvun- artímanum. Nánast útilokað sé fyrir Ferskar afurðir að koma skipan á fjárhag sinn án samkomulags við viðskiptabanka sinn. Niðurstaða dómara var því að áframhaldandi greiðslustöðvun mundi ekki þjóna tilgangi sínum. Steingrímur Þormóðsson, aðstoð- armaður skuldara, þ.e. Ferskra af- urða, sagði í gær að Ferskar afurðir hefðu ekki tekið neina ákvörðun um viðbrögð við úrskurðinum. Beiðni Ferskra afurða um áframhaldandi greiðslustöðvun hafnað Búnaðarbankinn óskaði eftir gjaldþrotaskiptum „SVONA framkoma er hvergi boð- leg og ekki íþróttamönnum sæm- andi,“ segir Elín Sigríður Óladóttir, hótelstjóri Smárahótels í Kópavogi, um liðsmenn rússneska handbolta- liðsins Stepan Razin sem dvöldu á hótelinu um síðastliðna helgi. Þeir komu til landsins á föstudag til að keppa við HK daginn eftir, í 2. um- ferð Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik, en um nóttina fór allt úr böndunum. Handboltamennirnir höguðu sér eins og „villidýr“ og voru með mikil drykkjulæti og dónaskap á hótel- inu. Elín segir þetta hafa átt við um helming hópsins, eða um 10 liðs- menn. Öðrum gestum á hótelinu varð ekki svefnsamt aðfaranótt sunnudags og herbergin hjá þeim liðsmönnum sem verst höguðu sér voru í rúst. Komu þeir drukknir heim á hótel á laugardagskvöld og voru á fylliríi þar til þeir yfirgáfu hótelið að sögn Elínar. „Á sunnu- dagsmorgun komu þeir ósofnir nið- ur í morgunmat og voru með stæla og læti,“ segir Elín. „Það var eins og þeir hefðu aldrei séð mat áður og þeir höguðu sér eins og villidýr. Herbergin eftir þá voru með þeim hætti að við höfum aldrei séð annað eins. Þarna var þvílíkt drasl og einnig höfðu þeir stolið langflestum handklæðunum og hárþurrkunum. Einnig stálu þeir kertum úr hótel- móttökunni. Þeir voru skelfilega hrokafullir og meira og minna drukknir frá því leiknum lauk á laugardag og þangað til þeir fóru. Línumaðurinn þeirra baðst afsök- unar á framferðinu þegar rann af honum á sunnudag.“ Tjón upp á tugi þúsunda króna Tjónið sem þeir ollu hleypur á tugum þúsunda króna auk þess sem fjárhagslegt tjón lýsir sér í auknum vinnukostnaði við að þrífa herberg- in, sem tók helmingi lengri tíma en ella, að sögn Elínar. Vegna málsins var Handknatt- leikssambandi Íslands gert viðvart og kom fulltrúi sambandsins á hót- elið á sunnudag. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmda- stjóra HSÍ, verður að öllum líkind- um lögð fram kvörtun til Evrópska handknattleikssambandsins vegna atviksins. Fulltrúi HK var einnig kallaður til vegna látanna og segir Hilmar Sigurgíslason, formaður HK, að ástandið hafi ekki verið gott. Hann gengur þó ekki svo langt að tala um alvarlegt ástand. Engu að síður muni HK þó bregðast við þessu með því að fyrirbyggja eftir mætti að slíkt endurtaki sig þegar næsta gestalið komi til landsins. Í Evrópu- leikjum er það hlutverk heimaliðs- ins, í þessu tilviki HK, að útvega hótel og gistingu fyrir gestina og að því leyti er heimaliðið ábyrgt fyrir hótelinu. Hilmar bendir þó á sjálfs- ábyrgð fullorðinna manna í þessu samhengi en þetta atvik gefi engu að síður tilefni til að betur verði fylgst með erlendum handboltalið- um utan vallar í framtíðinni. Kvartað undan rússneskum handboltamönnum á hóteli í Smáranum Brutu húsgögn og stálu mun- um hótelsins HSÍ hyggst senda inn kæru Morgunblaðið/Ásdís Handboltamennirnir eyðilögðu m.a. þennan stól. Elín Sigríður Óladóttir hótelstjóri telur framkomu rússnesku leikmannanna óboðlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.