Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.10.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ EFTIRLÆTISLEIKFÖNG flestra barna eru líklega loðin, ískrandi eða einhvers konar glingur. Lang Lang, sem lýst hefur verið sem undrabarni í sígildri tónlist, hafði hins vegar alltaf mestar mætur á píanóinu. „Það var eins og stórt leikfang í mínum huga,“ segir hann. „Á þeim tíma átti ég mörg leikföng og ég leit aðeins á píanóið sem eitt af þeim.“ Lang hóf píanónámið þegar hann var tveggja ára (en segist ekki hafa tekið það al- varlega fyrr en hann hann var fullra þriggja ára) og það ætti því ekki að koma á óvart að hann skuli nú vera að slá í gegn á sviði sí- gildrar tónlistar. Snillingur með persónutöfra Lang er aðeins 21 árs og honum hefur þeg- ar verið lýst sem tónlistarsnillingi. Hljóm- plata hans, „Tchaikovsky/Mendelssohn: Piano Concertos“, er á meðal söluhæstu platna á sviði sígildrar tónlistar í Bandaríkj- unum og tónleikar hans njóta mikilla vin- sælda. Þótt píanóleikur hans og framganga á svið- inu þyki stundum skrautlegri en góðu hófi gegnir er hann sagður hafa náð betri tökum á list sinni en margir tónlistarmenn sem eru miklu eldri. „Hæfileikar hans eru mjög miklir,“ sagði Gary Graffman, kennari við Curtis-tónlist- arstofnunina þar sem Lang stundaði píanó- nám í nokkur ár. „Hann verður hluti af tón- listinni, hefur stórkostlega hæfileika til að læra ný verk á mjög skömmum tíma og gera tónlistina að sinni. Hann hefur allt sem þarf til að verða af- burðalistamaður og nokkuð sem ekki er hægt að læra. Þegar hann gengur á sviðið hefur hann mikla persónutöfra,“ bætti Graffman við. „Tiger Woods sígildrar tónlistar“ Blöð eins og The New York Times og People hafa birt lofsamlegar greinar um Lang og honum hefur jafnvel verið lýst sem „Tiger Woods sígildrar tónlistar“ þar sem hann þykir geta höfðað til miklu fleiri en venjulegra unnenda listgreinarinnar. Lang er talinn efni í stjörnu sem geti stóraukið vin- sældir sígildrar tónlistar. Þótt Lang hafi heillað marga tónlistarunn- endur hefur það ekki stigið honum til höfuðs. „Ég tel auðvitað að frægðin sé mikilvæg. Ef menn eru ekki frægir kemur enginn á tón- leikana þeirra,“ segir hann. „Mikilvægast er þó að ég gleymi því ekki að ég er tónlist- armaður, að hlutverk mitt er að miðla tónlist- inni, deila því besta með fólki, láta því líða betur.“ Lang Lang fæddist í Shen Yang í Kína og fékk tónlistargáfuna í vöggugjöf. Móðir hans var mjög söngelsk og faðir hans lék á ehru, kínverskt strengjahljóðfæri. Hann var aðeins fimm ára þegar hann kom fyrst fram á tón- leikum. Nokkrum árum síðar var hann valinn til að ganga í virtan listaskóla í Peking. Í fyrstu leið honum illa í skólanum vegna heimþrár og ást hans á píanóinu dofnaði þar sem honum líkaði ekki við kennarann sinn. Hún glæddist á ný þegar hann fékk nýja kennara. „Allt breyttist og ég varð mjög vin- sæll í skólanum,“ segir hann. „Allir vildu vingast við mig og ég var allt í einu orðinn stór stjarna í skólanum.“ Þegar Lang var fimmtán ára fór hann með foreldrum sínum til Bandaríkjanna og undir handleiðslu Graffmans við Curtis-stofnunina í Fíladelfíu fékk hann tækifæri til að spila með ýmsum hljómsveitum. Það var þó ekki fyrr en á Ravinia-hátíðinni sem hann vakti mikla athygli. Þegar píanóleikarinn Andre Watts veiktist og gat ekki spilað á hátíðinni með sinfón- íuhljómsveit Chicago-borgar var Lang – þá sautján ára – valinn til að hlaupa í skarðið. Áheyrendurnir og gagnrýnendurnir heill- uðust af honum. Ári síðar, þegar hann var átján ára, kom hann fyrst fram í Carnegie Hall. Síðan hefur hann unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Hann lætur þó ekki frægðina hafa áhrif á sig. Hann segist aldrei lesa viðtölin við sig og lítur á sig sem tæki til að fá fleira fólk, eink- um ung börn, til að njóta sígildrar tónlistar. „Mig dreymir um að lifa þann dag að allir þekki Tchaikovsky og Beethoven, að allir þekki bestu tónskáld samtímans í sígildri tón- list.“ AP Hinn 21 árs gamli Lang Lang frá Shen Yang í Kína slær á létta strengi við píanóið. Kínverskt „undra- barn“ slær í gegn Lang Lang er talinn efni í stjörnu sem geti stóraukið vinsældir sígildrar tónlistar New York. AP. ’ Mig dreymir um að lifa þann dag að allir þekki Tchaikovsky og Beethoven. ‘ ÁMJÓUM vegi, hættuleganálægt klettabrún fyrirofan ströndina, stöðvaðiAustur-Tímorbúinn Cornelio Gama jeppann sinn og benti á staðinn þar sem hann og uppreisnarfélagar hans sátu fyrir bílalest 35 indónesískra hermanna fyrir 23 árum. „Það var hérna sem við tortímd- um þeim,“ sagði hann, með úfið, ógreitt hárið upp í loftið í sjávargol- unni. Á útréttri hendi hans urðu fingurnir að stúfum þegar hann varð fyrir indónesískri handsprengju. „Við drápum þá alla,“ hélt hann áfram. „Við tókum byssurnar þeirra. Og peningana þeirra. Við misstum ekki einn einasta mann.“ Skrælnaður akur En nú, ári eftir að Austur-Tímor hlaut sjálfstæði, stendur þessi fyrr- verandi uppreisnarforingi höllum fæti á þessum sama vegi. Kornið, sem hann sáði í fyrra, hefur skræln- að eftir langvarandi þurrka. Kók- ospálmarnir hafa visnað, sjúk brún laufin lafa niður. Hrísgrjónaupp- skeran dugir varla handa fyrrver- andi skæruliðum sem Gama hefur skotið skjólshúsi yfir vegna þess að þeir fá enga atvinnu eftir að hafa fórnað sér fyrir frelsishugsjónina. „Draumur okkar var að fá sjálf- stæði, en nú þegar hann hefur ræst er veruleikinn allt öðruvísi en við héldum vegna þess að okkur skortir allt,“ sagði Gama, 58 ára grannvax- inn bóndi með þétt yfirvararskegg. „Verkefni okkar var að öðlast frelsi. Nú er það verkefni stjórnarinnar að byggja upp landið. Við bíðum eftir stjórninni, en ekkert gerist.“ Lifa á minna en 40 krónum á dag Í Laga, afskekktu þorpi í aust- anverðu landinu, gengur Gama enn undir dulnefninu Liðsforingi L7 sem er skírskotun til eins af forfeðrum hans. Hann fer nú fyrir hreyfingu, sem er trúarleg í aðra röndina og blandar saman hefðum kaþólsku kirkjunnar og andatrúarmanna. Þorpsbúarnir segja að hann sé nafn- togaður fyrir fjölkynngi. Hann lætur einnig í ljósi von- brigði landsmanna sem hafa séð hugsjónaeldinn á bak við 24 ára bar- áttu þeirra gegn indónesískum yf- irráðum kulna í gráköldum veru- leika sjálfstæðs Austur-Tímors, eins af fátækustu löndum Asíu. Tveir af hverjum fimm íbúanna lifa á minna en sem svarar 42 krónum á dag, en það er lágmarksfjárhæðin sem álitin er duga fyrir mat, klæðnaði og hús- næði á Austur-Tímor. Þrír fjórðu af um 800.000 íbúum landsins eru án rafmagns og helmingurinn án vatns sem óhætt er að drekka, að sögn Al- þjóðabankans. Til að öðlast sjálfstæði þurftu landsmenn að færa miklar fórnir, einkum skæruliðarnir í Þjóðfrels- isher Austur-Tímors, sem kallaður er Falintil og hélt inn í frumskóginn eftir innrás Indónesíuhers 1975 til að berjast gegn honum. Gama segir að af 152 skæruliðum frá þorpinu hafi aðeins hann og fjórir aðrir lifað af. Þrjár systur hans og tveir af þremur bræðrum hans lágu í valn- um. Hann segir að í mörg ár hafi hann einkum lifað á laufum og berj- um en öðru hverju fengið málsverð sem stuðningsmenn skæruliðanna laumuðu til hans. Hann hitti konuna sína aðeins á leynilegum ástar- fundum í hellum í fjöllunum með að- stoð milligöngumanna. Ekki er hægt að staðfesta allt sem hann segir um þjáningar sínar og hetjudáðir á vígvellinum. Gamalt hörundsflúr á höndunum og bring- unni bera hins vegar vott um ástríðu hans: þjóðfáni Austur-Tímors, opin Biblía og mynd af manni sem hrópar „Bylting!“ Fjórir fingurstúfar á vinstri hendi hans voru græddir með hefðbundnu lækningarefni úr trjá- berki. „Óraunhæfar væntingar“ Gama segist nú þurfa dráttarvél fyrir hrísgrjónaakrana, en stjórnin hefur ekki enn útvegað hana. Hann hefur óskað eftir því við embætt- ismenn að sýktir kókospálmarnir verði úðaðir en þeir hafa ekki svarað beiðninni. Hann hefur hvatt þá til að safna líkum fallinna uppreisnar- manna þannig að hægt verði að jarð- setja þá á sómasamlegan hátt í kirkjugarði. Embættismennirnir hafa borið við fátækt. „Fylgismenn mínir börðust fyrir frelsi okkar,“ sagði Gama. „Við vilj- um að stjórnin veiti þeim athygli til að fjölskyldur þeirra geti lifað.“ Ástandið hefur jafnvel versnað að ýmsu leyti eftir að indónesíska her- námsliðið var flutt frá Austur- Tímor. Til að draga úr andstöðunni við hernámið og vinna landsmenn á sitt band höfðu Indónesar séð mörg- um landsmönnum fyrir opinberum störfum sem stjórn Austur-Tímors hefur ekki efni á, að sögn embættis- manna stjórnarinnar og alþjóðlegra stofnana. Indónesar sáu einnig Austur-Tímor fyrir rafmagni á lágu verði og tryggðu bændum hærra af- urðaverð en nýja stjórnin getur boð- ið þeim upp á. Indónesar héldu einn- ig vegunum við til að herinn gæti starfað á Austur-Tímor. Margir þeirra eru nú orðnir mjög holóttir og hlutar þeirra hafa eyðilagst í steypi- rigningum, þannig að erfitt er fyrir bændur að koma afurðum sínum á markað. Austur-tímorskir embættismenn segjast vita af vonbrigðum lands- manna. „Við erum vonsviknir yfir skiln- ingsskorti fólksins, og nokkurra leið- toga utan stjórnarinnar, því að það skilur ekki hvað þarf til áður en ár- angur næst,“ sagði Jose Teixeira, ráðherra ferðaþjónustu-, umhverfis- og fjárfestingarmála. „Væntingar þeirra eru alltof óraunhæfar.“ Sjálfstæði í skugga skorts Laga. The Washington Post. LATWP Hrísgrjónauppskera Cornelios Gama, fyrrverandi uppreisnarforingja á Austur-Tímor, nægir varla handa fyrr- verandi skæruliðum sem hann hefur tekið undir sinn verndarvæng vegna þess að þeir fá enga atvinnu. ’ Draumur okkarvar að fá sjálfstæði, en nú þegar hann hefur ræst er veru- leikinn allt öðruvísi en við héldum vegna þess að okkur skortir allt. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.